Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 5
VtSIR. Laugardagur 5. febrúar 1972. 5 í umsjá Stefáns Guðjohnsen Metþátttaka í islands móti í bridge. Undankeppni tslandsmótsins i sveitakeppni i bridge er nú hafin á öllum keDDnissvæðunum, og er þátttaka sem hér segir: Reykja vik 25 sveitir, Reykjanes 18, Vesturland 12, Vestfirðir 6, Norðurland 13, Austurland 13, Vestmannaeyjar 12 og Suðurland 6, samtals 105sveitir. Tuttugu og fjórar sveitir spila i undanúrslit- um, sem haldin verða dagana 22. og 23. april. Eru tslandsmeist- ararnir, sveit Hjalta Eliassonar frá Bridgefélagi Reykjavikur sjálfkjörin, en þátttökurétturinn skiptist þannig á svæðin: Reykja vik 5 sveitir, Vesturland 3 sveitir, Norðurland 3 sveitir, Suðurland 1 sveit, Reykjanes 4 sveitir, Vestfirðir 1 sveit, Vest- mannaeyjar 3 sveitir, Austfirðir 3 sveitir. Verði forföll fær Reykja- vik 1. varasveit, Suðurland næstu, Vestfirðir þriðju og Reykjavik fjórðu. 1 úrslit komast 6 sveitir og verður úrslitakeppnin haldin dag- ana 11. 12. og 13. mai. Sú þróun, sem hér kemur fram varðandi hinn geysilega fjölda þátttökusveita er mjög ánægjuleg og sýnir, að stjórn Bridgesam- bandsins er á réttri braut með þvi að hafa breytt hinu hefðbundna sniði Islandsmótsins. Er greini- legt að bridgeáhugi eykst með hverju ári sem liður. Hins vegar batnar fjárhagur Bridgesambandsins litið og sýnist mér þurfa skjótra úrbóta, ef svo heldur áfram. A nýhöldnum fundi i Bridgesambandsstjórn varrættum möguleika á þátttöku 1 ólympiumótinu i Miami i júni og var stjórnin sammála um aö enginn fjárhagsgrund- völlur væri fyrir þátttöku, þrátt fyrir itrekaðar umsóknir um styrk frá rikissjóði. Á siðasta ólympiumóti náði Island 10. sæti og er leitt til þess að vita, að ekki er fé til þess að senda sveit til keppni i þá iþrótt, sem undanfarin ár hafa sannað, að Island á mesta möguleika i. Tvimenningskeppni Bridgefé lags Reykjavikur er nýhafin, og eru fyrst spilaðar 3 umferðir til þess að ákvarða skiptingu i 2 flokka. Spila þeir siðan 6 um- ferða Barometer um meistaratitil félagsins. Fjörutiu og fjögur pör taka þátt i keppninni, en mögu- leiki er að bæta við fjórum i við- bót, sem kæmu þá inn með meðalskor i næstu umferð. Það er oft auðvelt aö fá botn i tvimenningskeppni, en það var alveg á takmörkunum, að ég gæti sætt mig við það i eftirfarandi spili. Staðan var allir á hættu og austur gaf. S K-D-G-9-8-5-4 H A-K-D-G-5 T 4 L ekkert S A-3 H 2 T K-10-8-6-3 L A-7-5-3-2 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1T 2 L 2H P 3T P 3H P 4 S P 5 l P 5 H P 6 S Allir pass. N. spilaði út laufi og sagnhafi var ekki i neinum vndræðum að vinna sjö. Þetta virtist vera gott spil. Bezt slemman og yfir- slagur að auki. En lánið er fall- valt. Þegar skorblaðið var skoð að, kom i ljós, að á öllum borðum hafði verið spiluð alslemma i spaða og ávalltunnin. Var hún að auki dobluð á einu borðinu. Virð- ist sá varnarspilari hafa verið á réttri leið til þess að leiðbeina makker um útspil, en hann ekki verið vandanum vaxinn. Staðan eftir fyrstu umferð er þannig hjá efstu pörunum: 1. Stefán Guðjohnsen og Þórir Sigurðsson 195 stig 2. örn Arnþórsson og Jón Hjaltason 191 — 3. Ásmundur Pálsson og Simon Simonarson 186 — 4. Benedikt Jóhannsson og Jóhann Jónsson 186 — 5. Lárus Hermannsson og Hannes Jónsson 182 — 6. Jón Asbjörnsson og Páll Bergsson 181 — 7. Jakob R. Möller og Gylfi Baldursson 180 Næsta umferð verður n.k. miðvikudagskvöld kl. 20 i Domus Medica. /.V.V.VAVAV.’.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAVV sittUWU Óaðgengilegt fyrir venjulegt fólk — segir skattamálanefnd Kvenréttindafélags Islands um útsvarsfrumvarpið Skattamálanefnd Kvenréttinda- félags Islands hefur sitt hvað að athuga við skattafrumvörpin tvö og hefur sent öllum alþingis- mönnum bréf þar að lútandi. Telur nefndin m.a. það mikinn ljóð á frumvarpinu um tekju- stofna sveitarfélaga, hversu óað- gengilegt það sé fyrir venjulegt fólk, þar sem æ ofan i æ sé vitnað i önnurlög, einkum lögin um tekju- skatt og eignaskatt. Nefndin tel- ur, að hagkvæmara væri, að gerð væru ein heildarlög um útsvör og skatta. nafn hennar var fellt niður af skattskrá, er hún gekk i hjóna band. Þá telur nefndin, að persónu frádráttur eigi að vera sama upp- hæð, hvort sem menn eru bundnir hjúskap eða ekki. 1 sambandið við barnafrádrátt, sem á að vera 30 þús. skv. tekju skattsfrumvarpinu minnir nefndin á það, að helmingur framfæris barna telst nú sam- kvæmt frumvarpi til breytinga á almannatryggingum vera kr. 36.108,00. Nefndin telur aukafrádrátt ein- stæðra foreldra og viðbótarfrá- drátt vegna barna þeirra i tekju- skattsfrumvarpinu vera furðu- legar tölur og lágar, og einnig undrast hún m]ög, aö heimildar ákvæði um lækkun útsvars vegna barna miðast aðeins við börn um- fram þrjú, þegar útsvar gjald- anda er lægra en 30 þúsund krónur. Heimildir til lækkunar séu prentaðar á framtalseyðu- blaðið. Nefndin telur, að sumar þær ástæður, sem gefa heimild til skatta- og útsvarslækkunar, þyrftu að vera prentaðar á framtalseyðublaðinu, þar eð mörgum séókunnugtum þær, svo sem að foreldrar geta fengið lækkun vegna kostnaðar við menntun barna sinna. Annað atriðið sé mannslát, en sú regla sé gildandi, að ekki er veittur per- sónufrádráttur af tekjum þess manns, sem deyr á árinu, þegar skattar eru lagðir á eftirlifandi maka eða dánarbúið. Þá telur nefndin, að framtals- eyöublað eigi að vera á nafn beggja hjónanna. t skattamálanefnd Kvenrétt- indafélagsins eru Anna Sigurðar- dóttir, Hlédis Guðmundsdóttir og Oddrún ólafsdóttir. - SB— Sérsköttunarheimildin nái einnig til eigna. Nefndin tekur ekki afstöðu til annars hvors, samsköttunar eða sérsköttunar hjóna, en hún telur, að sérsköttunarheimildin eigi að ná jafnt til eigna sem tekna, en ekki aðeins til atvinnutekna, eins og nú er. Hins vegar krefst nefnd- in þess, hver sem meginregla skattkerfisins verði i framtiðinni, að hjón verði viðurkennd þar sem tveir viðurkenndir þjóðfélags- þegnar, eins og við kjörborðið. Nefndin telur, að 50% frádrátt- arreglan af tekjum giftrar konu eigi að haldast óbreytt, þar til fullkomnari regla er fundin. Hún sé réttlætismál m.a. af þvi, að kostnaður við heimilisstörf og barnagæzlu sé ekki frádráttar- bær. Misrétti, sem þessi regla hafi stundum i för með sér, sé hægt að leiðrétta með þvi, að frá- drátturinn sé af tekjum þess maka, sem hafi lægri tekjur. Brot á réttindum að gera gifta konu ábyrga fyrir ógreiddum sköttum eigin- mannsins. Nefndin telur, að frádráttar- hlutur svokallaðrar fjöl- skyldumeðhjálpar, þ.e. kvenna, sem vinna við hlið eiginmannsins við eigið fyrirtæki, ætti að vera til samræmis við 50% frádráttar- regluna, og frádrátturinn geti eins átt við eiginmanninn, ef gagnkvæm réttindi samkvæmt hjúskaparlögum séu i heiðri höfð. Nefndin endurtekur, að það sé brot á réttindum samkvæmt hjú- skaparlögum að gera gifta konu ábyrga fyrir ógreiddum sköttum eiginmannsins, enda sé hún ekki lengur i tölu skattþegna, þar sem Wwwwwwv%^/»/>^»aa/w»»w»<\>wwwwwwwvwwwwwwm Margir leita sér aðstoðar hjá skaltstofunni til að fylla út framlalið encla eru frumvörp og lög óaðgengileg fyrir venjulegar manneskn segir skatlamálanefndin. í umsjá Jóhanns Sigurjónssonar Harvey Georgsson og Jón Kristinsson urðu efstir á skák- þingi Reykjavikur 1972, með 6 1/2 vinning af 9 mögulegum. Arangur Jóns kemur engum á óvart, en hinsvegar er frammistaða Harveys óvænt. Fyrir siöustu umferð hafði hann 1/2 vinnings forskot fram yfir Jón og mætti þá ungum, efnilegum skákmanni, Torfa Stefánssyni. Fékk Torfi fljótlega betra tafl, liklega unnið á timabili, en i timahrakinu i lok- in náði Harvey að hressa upp á stöðuna, og er skákin fór i bið, var jafnteflið fyrirsjáanlegt. Torfi haföað visu peð yfir, en tókst ekki að gera sér mat úr þvi. Þar með haföi Harvey tryggt sér þátttöku- rétt á Reykjavikurskákmótið, sem hefst á morgun. Ingvar As- mundsson og Jónas Þorvaldsson urðu i 3.-4. sæti með 6 vinninga. Ingvar varð að sætta sig við jafn- tefli gegn Jóhannesi Jónssyni i siðustu umferð, á meöan Jónas vann Magnús Ólafsson. I 5.-8. sæti urðu Bragi Björnsson, Torfi Stefánsson, Magnús ólafsson og Jóhannes Jónsson með 5 1/2 vinn- ing. Framan af mótinu veitti Bragi Harvey hörðustu keppnina. Harvey byrjaði meö miklum lát- um, vann 4 fyrstu skákirnar og hafði 1 vinnings forskot fram yfir næstu menn, er hann mætti Braga i 5. umferð. Braga hefur þvi þótt timi til kominn að stöðva mann- inn og gerði það með snoturri sóknarskák. Hvitt: Bragi Björnsson. Svart: Harvey Georgsson. Spánski leik- urinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. De2 b5 6. Bb3 Be7 7. 0-0 0-0 8. d3 (Eftir 8. c3 getur svartur teflt Marshall-árásina og fengið ýmsa möguleika. Td. 8... d5 9. exd Rxd 10. Rxe Rf4 11. De4 RxR 12. DxH? Dd3 13. Bdl Bh3 14. Dxa Bxg 15. Hel Df3 16. BxD RxB mát.) 8. d6 9. c3 Ra5 10. Bc2 C5 11. Hdl Bg4 12. h3 Bh5 13. Rbd2 Dc7 14. Rfl Rc6 15. Re3 Hfe8 16. g4 (Svartur hefur teflt fyrjunina full veikt á meðan hvitur hefur stillt liði sinu i sóknarstööu) 16. Bg6 17. Rh4 h5? (Veikir kóngsstöðuna að óþörfu. Betra var 17 ... Bf8.) 18. Re-f5 Bd8 19. Bb3 BxR 20. RxB hxg 21. hxg Re7 22. g5 Rd7 (Ekki 22 ... RxR 23. gxR Rh624. BxR gxB 25. Dg4+ og mátar.) 23. Dh5 c4 24. dxc RxR 25. cxb! Rc5 (Ef 25 ... g6 26. Dxg+ Rg7 27. Dxf + Kh8 28. Hd3.) 26. exR RxB 27. axR Dc8 28. g« fxg 29. fxg Bf6 30. Hxd Kf8 31. HxB + gxli 32. Dh7 Gefið wmmmmaanmmnwiiimiiimn 111 n miii i mmimiinnu Bridgefélagið „Ásarnir” i Kópavogi. Mánudaginn7. feb. hefst barometer. Þátt- taka tilkynnist Jóni Hermannssyni Álf- hólsvegi 79, simi 40346, og Sveini A. Sæmundssyni i simum 40342 og 41260. -_____________I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.