Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 7
VtSIR. Laugardagur 5. febrúar 1972. 7 cJyVlenningarmál Gylfi Gíslason skrifar um myndlist: Af hjartans einlægni Eitt undirstöðuatriði alln ar listsköpunar er einlægni, að lista- maðurinn komi til dyr- anna eins og hann er klæddur, tjái kunnáttu, hug og tilfinningar sinar án tilgerðar. Og þar sem hreinn naivismi í myndlist er annars vegar er augljós skyld- leikinn við myndgerð barna, áður en að fenginn smekkur, lita- bækur, dúkkulísur o.s.frv. spillir uppruna- legu myndskyni. Naivistinn er náttúru- barn sem megnar að skapa persónulega list án kunnáttu í hefð- tsleifur Konráösson á málverkasýningu sinni i Bogasal bundnum vinnu- fórnarlamb Varöveitir myndlist hans arf aldamótanna? v i n n u - brögðum, enda vísast að við skólagöngu yrði hann hálf- menntunar. Furðuleg flatarmeðferðin, án Kristján Bersi Olafsson skrifar um sjónvarp: Gott gaman rökréttrar fjarvíddar, verður vettvangur magnaðrar frásagnar. En heimafengnar for- skriftir bæta upp ,,kunn- áttu" — leysið og eiga reyndar oft ríkastan þátt í sérstæðu gildi mynd- anna. UMRÆÐUÞATTURINN á þriöju- dagskvöldiö var einhver bezta skemmtidagskrá sem sézt hefur i sjónvarpi i háa herrans tiö. Og sem sjónarspil var hann furðu fjölbreytilegur, bauö upp á dramatiska spennu meö viöeig- andi klimöxum og antiklimöxum og var þess á milli kryddaður kimni og léttum aöhlátursefnum. Að visu urðu menn litlu fróöari um það mál, sem var á dagskrá, — en þetta var gott gaman meðan það stóð. ÓLAFUR RAGNAR GRIMS- SON sýndi það i fyrrahaust, aö hann kunni að setja saman at- hyglisverða sjónvarpsþætti um málefni liðandi stundar. Þættir hans þá stóðu til muna framar umræðuþáttum þeim, sem sjón- varpsmenn hafa frá upphafi heimasoðið, en þeir hafa mestan- part verið fólgnir i þvi að raða fáeinum mönnum umhverfis borð og láta þá mala i fyrirfram ákveðinn tima. Þessir þættir hafa oft verið fróðlegir og sumir jafn- vel skemmtilegir, en til lengdar hefur þetta form orðið nokkuð einhliða og tilbreytingarlitið. Ólafur Ragnar gerði i fyrra skemmtilegar tilraunir til að breyta formi umræðuþáttanna, og þess vegna kom það dálitið undarlega fyrir sjónir, að hann skyldi þá hætta á miöjum vetri. En til þess kunna að hafa legið einhverjar duldar ástæður. Nú hefur Ólafur Ragnar hins vegar tekið upp þráðinn að nýju og fer óneitánlega vel af stað. Þvi miður gat ég ekki séð þátt hans i vetur — þann um verkalýðsmálin — og skal þvi ekkert um það segja, hvort hann hafi verið betri eða lakari en sið- ari þátturinn. En á þriðjudags- kvöldið fórÓlafurRagnar vel með erfitt hlutverk. An fastrar og öruggrar stjórnar hefði þáttur sem þessi auðveldlega getað farið úr böndunum að meira eöa minna leyti. Það var hins vegar aldrei á Ólafi að sjá, að hann óttaðist, að slikt gæti komið fyrir. Hann var bæði rólegur og afslappaður á ytra borði, en hafði um leið allt að þvi járnaga á þáttakendum og lét þá ekki komast upp með neinn moðreyk, og i þvi efni gerði hann sér engan mannamun. Stjórnmalafortngj- ARNIR fimm, sem fram komu i þættinum, áttu ekki allir náðugan dag. Og þeir sluppu lika misvel út úr eldhriðinni. Bezt held ég aö ráðherrunum hafi farnazt, Magnúsi Torfa og Einari Agústs- syni. Þeir stilltu sig báðir um það að svara spurningum með löngum ræðum, meira og minna út i hött, eins og stjórnmálamenn tiðka annars talsvert, og til dæmis afvopnaði Einar einn spyrjanda sinn gersamlega með þvi að svara honum i stuttum setningum og setningabrotum aðeins. Benedikt Gröndal slapp einnig með heilt skinn út úr um- ræðunum, og erfiðustu spurningu kvöldsins — þeirri um Tékkóslóvakiu og hernaðarjafn- vægið — svaraði hann talsvert klókindalega. Jóhann Hafstein getur einnig unað hlut sinum sæmilega. Hann átti að visu nokk- uð i vök að verjast á köflum, enda var eerð að honum harðari hriö en nokkrum öðrum þátttakand'a. Sú sókn fór þó að talsverðu leyti út um þúfur, þar eð i liði and- stæðinga hans reyndust sumir of æstir og fóru út fyrir öll venjuleg velsæmistakmörk i málflutningi. En slikur vopnaburður kemur ævinlega verst við þann, sem honum beitir, og i þetta skipti varð hann tvimælalaust til þess að styrkja Jóhann en ekki and- stæöinga hans. Sá eini fimmmenninganna, sem hægt er að segja, að hafi beiniinis farið illa út úr þættinum, var Jónas Arnason. Hann átti með köflum ósköp bágt. Tilraunir hans til að slá um sig með heims- borgaralegu samblandi af gamni og alvöru, sem hann tiðkar tals- vert i málflutningi, fóru þarna út um þúfur, og i staðinn fyrir skemmtilegan og oröheppinn sjarmör var þarna kominn ómerkilegur kjaftaskur, gasprari sem gefur sér ekki tóm til að hugsa nokkurn hlut til botns vegna of mikillar málgleöi. Þetta er auðvitað ekki rétt lýsing á Jónasi Arnasyni eins og hann er i raun og veru, en þetta var sú mynd, sem hann gaf af sér i þætt- inum. UMRÆÐUFUNDIR með þátt- töku mannfjölda hafa ekki sézt i islenzka sjónvarpinu fyrr en i vetur, en hafa hins vegar tiðkazt nokkuð erlendis, eins og þáttur Biblíudagurinn er á morgun A morgun er 2. sunnudagur I 9 vikna föstu. Guðspjall þess dags er dæmi- sagan um sáðmanninn. Hún er öllum kristnum mönnum kunn, einnig útlegging hennar: „Sáðmaðurinn sáir orðinu”. Það er um þetta orð — út- breiðslu þess, dreifing þess meðal kristinna þjóða, sem veröur um- ræðuefnið i prédikuninni á morg- un. — Þetta er dagur Bibliu- félagsins — elzta félagsins, sem til er hér á landi og hefur þvi mikla hlutverki að gegna að sjá þessari kristnu þjóð fyrir nægum Biblium og Nýja-testamentum. Margt göfugra og góðra manna hafa lagt hér hönd á plóginn. En til þess að þeir geti innt af hendi þetta mikilvæga starf, þurfa þeir stuðning almennings. Þess stuðn- ings mun kirkjan leita á morgun handa Hinu islenzka bibliufélagi. A morgun, eins og venjulega — verður messaö i öllum kirkjum borgarinnar. — Fjölmennum nú til guðsþjón- ustunnar—hver söfnuður i sinni sókn — Reykvikingar! og styðjum Bibliufélagið með fyrir- bænum og fjárhagslegum stuðn- ingi til þess að gera þvi kleift að ,,sá Orðinu” i hjörtu landsins barna, svo að þaö fái þar boriö á- vöxt blessunar, friöar og fagnað- aV. A þessum bibiiudegi á það við að minna á orö hr. biskupsins i hirðisbréfi hans til presta og safn- aða: „Biblian er það mál, sem Guð talar við þig. Lykill þess máls er Jesús Krist- ur. Hann bendir þér á Bibliuna og bindur þig við hana — ekki til þess að fjötra þig við forn letur heldur til að tengja þig sér, sinum hug og vilja, sem er frelsið sjálft — hið eilíflega nýja. Hann bendir þér ekki á orö Bibliunnar vegna þess aö samstöfur þeirra séu meö yfirnáttúrlegum hætti komnar á blað, heldur vegna þess að erindi, merking orðsins á að komast meö „yfirnáttúrlegu” móti, þ.e. fyrir atbeina Guðs undursamlega anda, inn i hjarta þitt og vinna þar almættisverk til hjálpræðis.” Gefum Orði Guðs rúm i hjört- um vorum og notum bibliudaginn til að greiða þvi veg og breiða út riki þess. ísleifur Konráösson hefur á undanförnum tiu árum, frá sinni fyrstu sýningu, sýnt flest beztu einkenni naivista i list sinni. Og sýningin sem nú stendur yfir i Bogasal Þjóðm in ja sa fnsins sannar að hann hefur engan veginn slegið undan þrátt fyrir háan aldur. Það er jafnvel nýr og klár tónn i mynd hans af Herðu- breið á þessari sýningu. Við nokkur kynni af myndum Isleifs mætti ætla hann algjörlega einangraðan frá öðrum islenzk um málurum, viöurkenning hans sem listamanns réttlættist eingöngu af skemmtilega sér- stæðum vinnubrögðum hans. En svo einfalt er mál tsleifs ekki. Næstum undantekningarlaust sver verkefnaval hans og hugsunarháttur sig i ætt við aldamótin, æsku og mótunarár - islenzkrar myndlistar þegar hetjuandi ungmennafélaganna fór um þjóðina sem eldur um sinu og hið fyrsta og æðsta boðorð var „að trúa á landið”. Einmitt þá komu fram frum- herjar myndlistar okkar, og fæstum blandast vist hugur um það, hvort sú endurvakning sem hvarvetna átti sér stað i þjóð lifinu hafi ekki einnig haft áhrif á þá og verk þeirra. Isleifur Konráösson tók ekki tii að mála fyrr en hálfri öld siðar. En hugmyndafræðilegur grund- völlur listar hans leynir sér ekki og stendur enn fyrir sinu — enda unnið af einlægni hjartans. Magnúsar Magnússonar um landhelgismálið sýnir. En Ölafur Ragnar Grimsson hefur núna sýnt, að fyllilega er kleift að gera slika þætti i húsakynnum sjón- varpsins, og vonandi verður áframhald á þeim. Það voru einmitt þátttakendurnir framan við sviðið — spurningar þeirra og athugasemdir — sem gerðu þenn- an þátt jafnfjörugan og skemmti- legan og raun bar vitni, hefðu fimmmenningarnir verið látnir eigast við einir er varla vafi á, að umræöurnar hefðu orðiö þyngri undir tönn, þótt vel megi vera, að meiri fróðleikur og fleiri upp- lýsingar hefðu þá komið fram. Sjálfsagt er heppilegast að fá i framtiðinni sitt litið af hvoru, bæði umræðuþætti fárra meö gamla laginu og þætti i hinum nýja stil ólafs Ragnars. Þeir siðarnefndu eru þó liklegri til vin- sælda, og sjálfsagt eru þeir margir, sem núna biða með ó- þreyju eftir næsta þætti lektors- ins. Olafur R. Grímsson - hinir fjölmennu umræöuþættir hans i sjónvarpinu hafa tekizt vel og vakið mikla eftirtekt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.