Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Laugardagur 5. febrUar 1972. vísrn Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Rítstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Símar 15610 11660 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjóm: SIBumúla 14. Simi 11660 ( 5 línur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Hugtakið sósíalismi Þegar við rennum huganum yfir heimsbyggðina og athugum hagkerfi þjóðanna, munum við komast að raun um, að þær kenna það æði margar við sósia lisma og segjast sumar framkvæma hann i hans sönnu og réttu mynd. Hjá sumum kvað enn skorta nokkuð á, að öllum forskriftum lærifeðranna sé fylgt, en stjórnendurnir segja, að það standi til bóta og sælurikið komi áður en langir timar líði. Fyrr sé varla hægt að segja, að stjórnkerfið hafi sannað yfir burði sina og ágæti. Sósialismi er annars að verða mjög teygjanlegt hugtak. Eitt er þó það riki, sem ætla mætti, að hefði nú þegar sannað umheiminum þetta, sjálf Sovétrikin, föðurland og fyrirmynd allra kommúnista, sem raunar vilja viðast hvar heldur láta kalla sig sósialista, meðan þeir eru að reyna að komast til valda. Islenzkir kommúnistar hafa t.d. nú á siðustu árum afneitað bessu heiti kröftuglega og látið Þjóðviljann boða þá kenningu, að þeir hafi fundið upp sérstaka grein af sósialisma, sem eigi við islenzkar aðstæður, algerlega óháður stjórn arfari og skoðunum þeirra, sem ráða rikjum austan járntjaldsins svonefnda. Rétt er i þvi sam- bandi að minna á söguna um úlfinni sauðargærunni. Þeir hafa leikið sama leik og sálufélagar þeirra viða um lönd, er siðan hafa svo sýnt sitt rétta andlit og kannazt við rétta nafnið, þegar þeir höfðu náð yfirráðunum. Það er lika staðreynd, sem öllum ætti að vera kunn, að Þjóðviljamennirnir hafa alltaf fengið og fá enn linuna að austan. En eru þá sósialismi og kommúnismi tvennt ólikt? Já, svo sannarlega eins og þróunin hefur orðið, þótt hvort tveggja sé sprottið af sömu fræði- kenningum. Annars vegar hefur orðið til lýðræðis- legur sósialismi eins og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum og i Bretlandi, þar sem þjóðirnar sjálar velja sér fulltrúa i frjálsum kosningum. Hins vegar er einræðissósialisminn eða kommúnisminn, | þar sem minnihluti hrifsar til sin völdin með svikum og ofbeldi og oftast með aðstoð erlends hers, eins og t.d. i Tékkóslóvakiu og Ungverjalandi. Þótt þróunin hafi orðið eins og raun ber vitni á Norðurlöndum og Bretlandi, fer viðast svo, að það, sem á að verða eða sagt er, að eigi að verða lýð- ræðislegur sósialismi, verður ekkert annað en ein ræði. Miskunnarlausir harðstjórar ná undir tökunum og velja sér þæga samstarfsmenn, sem framkvæma fyrirskipanir þeirra i einu og öllu. Verði einhverjum þeirra á að hreyfa sjálfstæðri skoðun, eru dagar hans þar með taldir. Alla langar þessa menn i æðstu völdin og sitja þvi meira og minna á svikráðum hver við annan. Það virðist sameiginlegt einkenni á öllum þessum rikjum. Sá, sem er þjóðhetja og óskeikull foringi i dag, er kannski orðinn föðuriandssvikari á morgun og hengdur eða skotinn sem slikur. Mælingar á brennisteini i and- rúmsloftinu i bsló sýna, ab þessi mengunarþáttur hefur minnkaö niöur i nærri fjóröung þess, sem var áriö 1969. Orsakirnar eru, aö iönaöur og hyggingarfélög nota betri oliu. Smám saman hefur þessi Baengun fariö minnkandi, og þaö Sést vift reglulegar mælingar. Umhverfisverndarsamtök Noregs hvetja engu siöur til laga setningar, enda hafa vandamál mengunar vaxiö á ýmsum öörum sviöum. Samtökin leggja áherzlu á gott eftirlit og stofnanir, sem hafi vald til aö grlpa til strangra aögeröa, ef lögin eru brotin. Nefnd, sem hefur samiö drög aö frumvarpi, segir, aö „öll loft- Stjörnufræöingar I Kalifornlu hafa nýveriö staöfest tilvist tveggja sólkerfa, nágranna okkar, sem áður voru „týnd” vegna geimryks. Þau nefnast Maffei 1 og Maffei 2 i höfuðið á ítala, sem tilkynnti um „úndarleg fyrirbæri” árið 1968, er siöar reyndust vera sólkerfi þessi. Eru „lögmál alheimS' ins” að bresta? Heimskunnir visindamenn halda því fram, að niðurstöður rannsókna að undanförnu geri ógild ýmiss okkar „sannindi” um tilveruna Spurningin, hvort „lögmál alheimsins” séu að bresta, kann að virðast „hálfgeggjuð”, en visinda- menn fullyrða, að niðurstöður rannsókna að undan- förnu hafi hrist stoðir þeirra kenninga, sem uppi höfðu verið um eðli alheimsins, að margir eðlis- fræðingar séu komnir á þá skoðun, að lögmál, sem gilda hér, kunni að vera ógild i öðrum hlutum tima og rúms. Til dæmis sá mælikvarði, sem hefur verið notaður um fjarlægðir. Sjáum margmiiljón ára gamla „atburði". Fundizt hafa „hlutir” I geimnum, sem viröast fara hraöar en ljósiö, og hraði þeirra striöir gegn lögmálum, sem hafa verið talin algild. 1 öörum sól- kerfum viröast önnur lögmál gilda. Fundizt hafa hlutir, sem fram- leiða meiri orku en skýranleg er meö nokkrum viöurkenndum lög- málum. Sú tilgáta hefur komið fram upp úr þessum uppgötvunum, að atómin hafi verið léttari og þyngdarafliö sterkara fyrir millj- ónum og öörum milljónum ára, en þá hafi þéir atburöir, sem nú er veitt athygli hér „gerzt”. Þessir „atburðir" séu svo langt I burtu, aö þaö hafi tekiö svo langan tima fyrir ljós þeirra að ná til jaröar. Þeir kunna aö virö- ast samtimafyrirbæri óreyndum, en I rauninni „geröust þessir atburöir” fyrir óralöngu, þegar atómin voru léttari. Eplið hans Newtons að verða úrelt? Varla hefur mönnum þó komiö til hugar i alvöru, að meö vanburða tilraunum mannkyns og þess mestu snillinga hafi veriö fundin lögmál, sem væru algild, eöa heföu „hitt naglann á höfuðið”. Nær sanni hlýtur aö vera, aö slik „lögmál”, viðurkennd og upp borin I skólum, séu harla fjarri lagi, en gagnleg svo langt sem þau ná. Róttækari en áður nefnd kenn- ing er sú, aö efni sé aö koma inn i okkar „alheim” frá öörum „al- heimum”, og þau flytji með sér lögmál þau, er þar tilda, en ekki hér. Eitt sllkt er þyngdarlög- máliö. En Isak Newton hélt þvi fram, aö lögmáliö, sem réöi þvi, aö eplið hans féll til jarðar úr trénu, gildi einnig, hversu langt i burtu sem er frá jöröunni. Varð heimurinn ekki til var mikið „bangbang"? Enn vona flestir visindamenn vist, að unnt veröi að samræma hin torkennilegu lögmál fjarlægs geims viö okkar núverandi lög- mál. En heimskunnir visinda- menn hafa i seinni tiö boriö fram tilgátur, sem eru allfjarri þeim. Nú er til dæmis dregiö i efa, aö mælistikan, sem hefur verið grundvöllur kenninganna um, aö alheimurinn sé að þenjast út vegna þess, aö hann hafi oröið til með „miklu bangi”, mikilli sprengingu i öndveröu.sé i gildi. Nú hafa rannsóknir leitt i ljós fjölmö’rg sólkerfi, þar sem aö minnsta kosti viröist ekki vera um slika útþenslu aö ræöa sam- kvæmt okkar lögmálum. Varpað er fram þeirri spurningu, hvort sólkerfin fjarlæg^ist hvert annaö sifellt. Fred Hoyle lávaröur heldur þvi fram, að atómin hafi oröib þyngri er timar liðu. Þvi þyngri sem þau mælast, þvi yngri „heimar”. Fyrst það hefur tekið ljósiö milljónir ára að komast til okkar frá bessum sólkerfum, bá sjáum við þau eins og þau voru fyrir milljónum ára, segir sir Fred. . Rðttækasta tjlgátan, sem oröið hefur til siðustu mánuði, er um „svört og hvit göt” i heimsmynd- inni. Ut úr alheimi um svört göt? „Hvitu gata kenningin” er mjög umdeild. Dr. John A. Wheeler viö Princetonháskóla og aöstoðarmaður hans dr. Remo Buffini halda þvi fram, að efni geti horfið út úr okkar „alheimi” um „svart gat”. Fyrir manns- aldri var fallizt á samkvæmt for- múlu Einsteins, að þrýstingur inn á viö mikils efnismassa gæti skapaö efni, þar sem þyngdarafl væri svo mikið, aö ljós kæmist ekki frá þvi eöa fram hjá og meö þvi mynduðust „svört göt” i al- heiminum, efnið „hyrfi”. Dr. Wheeler hefur þótzt finna þessa merki við rannsóknir. . . . . inn í annan „alheim". En lógmál segir, að stefna i eina átt I atómakerfinu gæti allt eins veriö stefna i aöra átt. Með þvi hefur komið fram „hvitu gata kenningin” á þá leiö: Ef efni getur „horfiö” úr alheimi okkar um svört göt, getur þaö þá ekki komið fram i öörum alheimi um „hvit göt”, inn um svört hér, út um hvit I öðrum alheimi? Hugsanlega færi efniö út um kjarna okkar sólkerfis, og kæmi inn um kjarna annars. Meb þessu gæti fengizt skýring á þyngd atómanna, sem finnast I fjarlægum pörtum geims. Og meö þessu kunnum viö aö vera aö mjakast einu skrefi nær i skiln- ingi á rúmi og tima, þar sem við höfum vaðiö i villu og svima öðru fremur. Stjörnufræðingar i Kaliforniu hafa nýverið staöfest tilvist tveggja sólkerfa, nágranna okkar, sem áöur voru „týnd” vegna geimryks. Þau nefnast Maffei 1 og Maffei 2 i höfuöiö á Itala, sem tilkynnti um „undarleg fyrirbæri” áriö 1968, er siðar reyndust vera sólkerfi þessi. Osló: Loftmengun minnkar, aðgerðir eflast mengun verði aö stöövast, og það sjónarmið veröi aö rikja bæöi hjá stjórnvöldum og starfseminni, er menguninni veldur. Þaö er grundvallarsjónarmið norsku umhverfisverndarsam- takanna, aö þeir aöilar, sem hyggist gera eitthvaö, er breyti umhverfistengslum, verði að færa sönnur á, aö breytingin hafi meiri kosti fyrir þjóðfélagið en ó- kosti, þegar allt er með tekiö. Kadium i kranavatni. Norömenn eru um þessar mundir aö gera ýmsar ráöstafan- ir gegn mengun. A mörgum sviö- um standa yfir eöa eru aö hefjast rannsóknir á ýmsum efnum, svo sem eiturefninu PCB i lifverum sjávar og auðvitað DDT á sama hátt. Heilbrigöismálastofnunin rannsakar, hvort hættulega efniö kadium komi i drykkjarvatn frá vatnsleibslum I ibúöarhúsum. Fyrir skömmu fundust kadium- leifar i kranavatni, sem ollu ugg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.