Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 05.02.1972, Blaðsíða 16
I vísm Laugardagur 5. febrúar 1972. Hver vill styðja P^tur? „Ef maður fær einhverja meö sér, þá kemur bjórfrum- varpiö I ljós, annars ekki”, sagöi Pétur Sigurösson al- þingismaöur, er Vlsir innti hann eftir þessu umdeilda frumvarpi, sem Pétur hefur flutt viö og viö. Alþingismaöurinn sagöi, aö hreinlega heföi sér ekki gefizt timi til þess ennþá aö koma meö máliö inn I þingiö. Hann kvaöst vona, aö þaö sæi þó dagsins ljós fljótlega, ef hann fengi meöflutningsmenn eöa mann. — SG. Beðið um gjald- þrotaskipti í Norðurbakka h.f. Skiptaráöandinn I Reykja- vík, Siguröur M. Helgason, hefur nú meö bréfi til sýslu- mannsins I Árnessýslu fariö fram á skiptameöferö á Noröurbakka h.f. Ég tel þetta hlutafélag ekki lengur hafa lagalegan grundvöll og biö þvl um hvort sem er, gjaldþrota- skipti eöa skipti samkvæmt 6. kafla laga um hlutafélög. sagöi Siguröur I viötali viö Visi I gær. Hann kvaðst ekki hafa haft aöstöðu til aö kanna fjárhags- stöðu hlutafélagsins, en hann teldi þó, aö hlutafélagið ætti ekki fyrir skuldum. — Veiga- mesta forsendan sína fyrir béiðm sinni um skiptameð- ferð kvað hann þó vera þá, aö eigandi aö helmingi skráðs hlutafjár, Karl Jóhannssonar, hefur verið úrskuröaður gjaldþrota. Þar með yfirtók skiptarétturinn hlutdeild Karls í Norðurbakka og skiptaráöandi fer með aöild þrotabús Karls Jóhannssonar I Norðurbakka. Beiðnin um skiptameöferð á Norðurbakka kemur þvl aö forminu til frá félaginu sjálfu, en ekki frá kröfuhöfum á Norðurbakka h.f. — VJ. Fengu óvænt frí úr skóla Nemendur Laugalækjarskóla fengu óvænt frf i gær og þá kenn- arar um leið. Seint i fyrradag stlfluðust frárennslisleiðslur skólans rækilega og salerni og vaskar uröu þvi ónothæf. I gær var verið aö kanna or- sakir þessarar stlflu, en kennsla var felld niður. Laugalækjarskóli er bæöi barna- og gagnfræöaskóli og eru nemendur um 500 talsins. — SG. Ísland viðurkennir Bangladess-ríki island viðurkenndi Bangladess ríkið í gær, ásamt öðrum Norðurlönd- um og Vestur-Þýzkalandi. ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra hefur sent Mujibur Rahman forsætis- ráðherra Bangladess heillaóskaskeyti i tilefni af stofnun ríkisins. — HH „Konungleg" móttaka á Keflavíkurtlugvelli: Hasshundurínn PRINS tók á móti amerísku unglingunum Hasshundurinn Prins tók á móti 140 banda-- rískum skóla- unglingum, sem komu með DC-8 þotu á Keflavikurflugvöll i gærmorgun. „Mér finnst þetta ganga út í öfgar" sagði fararstjóri hópsins og horfði á eftir einum og einum úr hópnum, sem leiddir voru af tollþjón- um afsíðis til tollleitar. En þegar hann heyrði skýringuna á þvl, hvers vegna þessi hópur skólafólks, sem er á leiöinni til Kaupmannahafn- ar, mætti slíkri tortryggni, sljákkaði I honum. Unga fólkiö var undrandi á hinni ströngu tollgæzlu, en skýringarnar fundust þeim réttlæta leitina. 150 bandartskir unglingar lentu á Keflavlkurflugvelli á þriöjudagsmorgun og höfðu hér viðkomu á leið sinni til Kaupmannahafnar — allt skólafólk, eins og þessi hópur I gærmorgun. „Vélin lyktaði eins og gripa- hús, og áhafnirnar sáu ekki betur en annar hver ungling- ur væri reykjandi hass og maríjúana”, sögðu tollþjónar. Og aöeins stuttri stundu eftir lendingu vélarinnar á þriðju- daginn fundust I ruslakörfu I frlhöfninni 24 grömm af marljúana. Aðrir höfðu ekki komið i frlhöfnina að utan sólarhringinn áður, svo að ljóst þótti, hvaöan fikniefnið var komið. Tollverðir og lögregla voru þvi við ýmsu búin i gærmorg- un, þegar von var DC-8-vél- arinnar með seinni skólahóp- inn. Þvi var hundurinn Prins haföur til taks i frihöfninni, þegar vélin lenti. „Þessi hópur hefur þó á sér ólikt snyrtilegra yfirbragö”, sögöu tollþjónar við blm. Visis, sem bar þar að i þvi, sem tollafgreiðsla og leit stóð yfir. „Þetta fólk er óliklegra til þess að vera I fikniefna- neyzlunni”. En engu að siður benti reynslan af fyrri hópnum til þess að allur væri varinn góður, og Prins var látinn leggja blessun sina á far- angurinn, áður en nokkur taska fékk að fara inn i landið. Til frekara öryggis var gerð persónuleit á einum og einum ungling, en fljótlega sást, að Prins snuðrar af farangri bandariska námsfólksins,—en fann ekkert markvert. þessi hópur var af öðru sauöa- húsi en sá fyrrí, og var því farið vægilega I þær sakir. Tollþjónarnir reyndust sannspáir um þaö, að ekki var stórra hassfunda von. Prins gekk úr skugga um, að allt var með felldu i þetta sinn, og ekki fannst svo mikiö sem hálft gramm af hassi — GP. Horfðu fram á húsmissi „Skákáhugi litlu þjóð- arinnar stórkostlegur” Skákáhugi Islendinga, sem kemur fram i tilboði þeirra um' einvlgiö, er frægur viða um lönd. Einhver kunnasti „heimilis- fréttamaður” I Bandarikjunum, útvarpsmaðurinn Paul Harvey, ræddi um tslendinga I gær i þætti sinum,. sem er útvarpað hjá fjölmörgum útvarpsstöðvum um Bandarikin þver og endilöng. Þáttur Harveys er oft talinn vinsælastur allra slikra þátta i Bandarikjunum. Harvey skýrði frá för Bobby Fischers til íslands og tilboði Islendinga. Hann sagði, að skákáhuginn, sem kæmi fram i tilboöinu, hjá 200 þúsund manna þjóð, væri stórkostlegur. Mörg riki kepptu aö þvi aö halda ein- vigið, sem væri meiri háttar heimsviðburður. Hann gat um sjónvarpsmálið og sagöi, að Fischer stefndi að þvi aö ná hámarki verðlauna, og hann væri kominn til lslands til aö athuga, hvort þessi litla þjóð gæti slegið aðra út i þvi efni. —HH— Búslóðin var öll borin út á hlaö, en sein betur fer tókst slökkviliöinu að hemja eldinn, áöur en hann læsti sig I ibúöina. Þrisvar aö auki var slökkviliöið kvatt út I gær, en tilefnin voru misjöfn. Eitt sinn var það vegna elds i sinu, annað sinn hafði oliu- ofn reykt hastarlega og fyllt heilt verkstæöi af reykjarmekki, en i þriðja tilvikinu hafði drengur kveikt á kerti, og komst loginn I ruslakörfu og breiddist þaðan I gardínur. Eldurinn var slökktur, áður en skemmdir urðu veru- legar. — GP. talið að börn hafi valdið íkveikjunni tbúar i húsinu horföu á tlmabili fram á það, að heimili þeirra yröi eldinum aö bráð, og báru út bú- slóðina til þess að hún yröi ekki lika eldinum að bráð. — Slökkvi- liöinu tókst þó að verja Ibúðar- húsiö. Mikill eldur kom upp i bilskúr við Suður- landsbr. 106 i gærdag, og munaði litlu, að hann hefði læst sig i ibúðar- húsið. Talið er, að krakkar hafi kveikt i skúrnum, sem hafi verið læstur, en gluggar höfðu greinilega verið brotnir af mannavöldum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.