Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 14. febrúar 1972.
3
Ekkert pressuger til í bollurnar
- ÁTYR flytur enn inn pressugerið - enginn annar vill hafa það
Bakarameistarar vilja
ekki hafa það, nema til
eigin nota, kaupmenn
eru ekki ginkeyptir fyrir
þvi og þess vegna er
Áfengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins ennþá
sá aðili, sem hefur inn-
flutning á pressugeri
með höndum.
NU er alllangt síöan einkasala á
pressugeri var afnumin, en hún
mun vist upphaflega hafa veriö
„ Látum ekkert tœkifœri ónotað
í uppfrœðslu” segir Sveinn R. Eiríksson,
sem stjórnar hinu sigursœla slökkviliði á Keflavikurflugvelli
ÓHEPPILEG LAND-
KYNNING Á FRÍMERKI
Þetta höfum við komizt
lengst." Verðlaunin, sem
slökkvi íið Keflavíkurflug-
vallar fékk nú, eru þau
stærstu, sem það hefur
fengið. Nú vann það í
fyrsta sinn heildarsam-
keppni slökkviliða, þar sem
um 1500 slökkvilið tóku
þátt í.
Keppninni er skipt i fjórar
deildir, og hefur slökkvilið Kefla-
vikurflugvallar unnið deild sina
sex sinnum, en þar keppa samtök
slökkvilið herja, en nú vann það
allt. Að samkeppninni standa
samtök um eldvarnir, þar sem 25
þúsund aðilar eiga aðild, bæði
slökkvilið, fyrirtæki, trygginga-
félög, og margir aðrir viða um
heim.
Hvers vegna sigrið þið hvað
eftir annað?
,,Ég tel, að það byggist mest á
þvi, að við látúm ekkert tækífæri
ónotað til ap uppfræða og kenna
fólki eldvarnir. Við kennum
börnum og heimsækjum sauma-
klúbba og þar fram eftir götun-
um, notum sjónvarp eftir megni.
Vigð getum einnig sýnt fram á
minnkandi brunatjón i áratug, ár
eftir ár,” segir Sveinn Eiriksson
slökkviliðsstjóri i viðtali við Visi.
,,Við höfum komið á fullkomnu
eldvarnareftirliti, og þjálfun og
kennsla slökkviliðsmanna er góð.
Okkar bezta framlag er upp-
fræðslanog eftirlitskerfið,” sagði
Sveinn, sem stýrt hefur hinu
sigursæla slökkviliði i niu ár.
—HH.
„HÖFLEG”
EITRUN
UMHVERFIS
EKKI TIL
Eiga sjómenn að standa I
fiskinum um borð I veiðiskipun-
um. Er það ekki slæm meðferð á
aflanum? Þessari spurningu hafa
margir velt fyrir sér þegar þeir
hafa skoðað nýútgefið frimerki
póst- og simamálastjórnarinnar.
Þar gefur að líta sjómenn við aö
innbyröa afla og standa þrir I
fiski upp að hnjám.
„Auðvitað skemmir svona
meðferð fiskinn, en hins vegar er
ekki neitt reglugerðarákvæði sem
bannar það”, sagði Sigurður
Óskarsson yfirfiskmatsmaður, er
Vlsir spurði hann út i þetta atriði.
Rafn Júliusson póstmálafulltrúi
sagði að enginn hefði rekið augun
i þetta þegar útgáfan var ákveðin
og ekki hefði verið kvartað út af
þessu svo hann vissi til.
Haukur Halldórsson er höfund-
ur merkisins, sem gert er eftir
ljósmynd: „Segirðu að þeir
standi i fiskinum? Ég fór i gegn-
um mikinn fjölda mynda og
margar var ekki hægt að nota þar
sem þær sýndu heldur leiðinlega
meðferð aflans, en ég taldi að
ekkert væri athugavert við
þessa”. —SG
sama borð og húsmæður við
bollubaksturinn. Pressuger er
ekki til á landinu og brást bæði
Gullfoss, sem er i klössun og
flytur jafnan pressugerið til
landsins aö þessu sinni og rugl-
ingur komst á ferðir Múlafoss,
sem átti að koma meö varninginn
i staðinn. Verða bakarar þvi að
notast við svokalíað þurger við
bollubaksturinn I þetta sinn jafnt
viö húsmæöurnar.
—SB—
sett á vegna ótta einhverra um,
að óprðttnir notuðu það til brugg-
unar.
Pressuger hefur lengi þótt
bezta lyftiefnið i ýmisleg matar-
brauð svo og bollur og hafa hús-
mæður löngum saknaö þess, að
geta ekki keypt það, Tregða við
að hafa það i sölu mun stafa af
þvi, að pressuger geymist ekki
nema i skamman tima og þá I
kæli.
Nú sitja bakarameistarar við
Þér greiðið e.t.v.
aðeins meira fyrir
I staðinn fáið þér gæðagler, sem stenzt ýtrustu
kröfur verkfræðinga CUDO-eftirlitsins til framleiðslu
á tvöföldu gleri fyrir íslenzka staðhætti.
CUDO-merkið tryggir yður tvöfalda einangrun -
hljóðeinangrun og hitaeinangrun - fullkomna
erlenda tækni með meira en áratugs reynslu
ó Islandi.
TVÖFALT CUDOGLER; YÐAR ÖRYGGI.
CUDOGLER HE
SKÚLAGÖTU 26,SlMI 20650
Peningalyktin getur verið heilsu-
spillandi, enda þótt hún sé ekki
bráðhættuleg heilsu manna, segir
I myndarlegu riti ungra og upp-
rennandi vlsindamanna I menn-
taskólanum I Reykjavik, De
rerum Natura (um náttúruiega
hluti).
Meðal efnis i ritinu er grein eftir
Kjartan Gunnarsson um mengun
i heiminum. Segir Kjartan þar
m.a. um skýrslu flúornefndarinn-
ar, að enda þótt skýrslan sýni
ekki augljósa hættu, þá sé nauð-
synlegt að vera á veröi og minn-
ast þess, að „hófleg” eitrun um-
hverfis sé ekki til.
Þetta er 12. árgangur De rerum
Natura, og er þarna fjailað um
hin óllkustu efni: lif og geislun,
áhrif skordýra'eiturs á fúgla,
gróðurkortagerð, visindaþankar,
fróðleiksmolar, ljósfæri dýra, og
agnahraðla. Bæklingurinn má fá i
bókaverzlunum i miðborg Reyk-
javikur —
Togurum fækkar á
islandsálum.
I vikunni taldi Landhelgisgæzlan
togara við landiö. Þar reyndust
mun færri en undanfarið, 57 skip
af erlendum þjóðernum, Bretar
flestir meö 38, 14 v-þýzkir og 5
belgiskir.
Veiða vel af
hörpudiski
Hörpudisksveiði hefur gengið
mjög vel að undanförnu frá
Bildudal. Tveir bátar, sem stunda
þessa veiði þaðan hafa komið
með á fimmta tonn af hörpudiski
á dag s.l. viku. Fá sjómenn tiu
krónur fyrir kilóið af hörpudiski.
Hörpudskurinn skapar mikla
atvinnu á Bildudal og vinna nú
rúmlega 30 manns við að ganga
frá honum fyrir Bandarikja-
markað. —SB—
Kaupmenn IMA hvetja
til aukinnar samhjálpar.
Nýlega afhentu nokkrir félagar i
Kaupmannasamtökunum, svo-
nefndir IMA-félagar, Blindra-
félaginu.Heyrnarhjálp og Styrkt-
arfélagi vangefinna peninga-
gjafir til styrktar starfi fé-
laganna. Einar Bergmann,
formaður IMA, Innkaupasam-
bands matvörukaupmanna, gat
þess við afhendinguna, að meö
þessu vildu kaupmenn vekja
athygli annarra fyrirtækja og
samtaka á nauðsyn samhjálpar i
þjóöfélaginu.
W
Nýtt í hverri viku
FANNY, tízkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli, simi 12114
Tökum upp stutta og siða kjóla i
þessari viku. Nýkomnir stuttir,
köflóttir baðmullarkjólar (2.495kr)
og nokkrir glæsilegir siðir kjólar.
Röndóttar, köflóttar og einlitar
buxur með nýja sniðinu. Blússur i
úrvali. — Eitthvað nýtt i hverri
viku.