Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 14. febrúar 1972. VISIR :: ■■ | :: Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritst jórnarf ulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjóm: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Slmar 15610 11660 Hverfisgötu 32. Slmi 11660 Slðumúla 14. Slmi 11660 ( 5 línur) :: ■■ :: ■■ :: ■ ■ ■■ :: :: ■■ := Askriftargjald kr. 225 a mánuöi innanlands I lausasölu kr. 15.00 eintakiB. BlaBaprent hf. :: :: {! 243.000 ferkílómetra landhelgi | Þingmennirnir Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gisla- [| son tóku á fimmtudaginn ómakið af Lúvik Jóseps- j[ syni sjávarútvegsráðherra og lögðu fram á alþingi [[ frumvarp um stækkun landhelginnar. Eins og [[ menn muna var á siðasta vetri samþykkt tillaga um [I skipun sérstakrar nefndar til að semja þetta frum- {[ varp. Sjávarútvegsráðherra átti að vera formaður [ nefndarinnar, en þegar Lúðvik var orðinn ráðherra, [ var nefndin aldrei kölluð saman. Sem tveir nefnd- [j armanna hafa Jóhann og Gylfi nú unnið þetta starf li og lagt fram fullfrágengið frumvarp. Frumvarpið er í anda tillögunnar, sem samþykkt [[ var í fyrra þegar fyrri ríkisstjórn var við völd. [[ Frumvarpið hefst á yfirlýsingu um, að allt land- [[ grunnið og hafið yfir því tilheyri íslandi. Siðan li gerir það ráð fyrir, að 1. september á þessu ári náist [[ sá áfangi, að fiskveiðilögsagan nái sem næst út á 400 [j metra jafndýpislinu, en þó hvergi nær landi en 50 [[ sjómilur. Þetta jafngildir 243.000 ferkilómetra [[ landhelgi, sem er töluvert meira en 216.000 ferkiló- [I metra landhelgin, sem fæst, ef miðað er við 50 sjó- [[ milur eingöngu. í frumvarpinu eru ýtarlegir kaflar um verndun [I fiskimiða og varnir gegn mengun. Er þar bæði [[ gert ráð fyrir einhliða aðgerðum til að hindra of- [j veiði og rányrkju og fyrir alþjóðlegu samstarfi um [I aðgerðir gegn mengun hafsins. Þar að auki gerir [[ frumvarpið ráð fyrir sérstakri 150 milna [[ mengunarlögsögu og er það i samræmi við hug- [[ myndir, sem eru til umræðu i svonefndri Norð- [ austur—Atlantshafsnefnd og búizt er við, að verði [ staðfestar. Þetta er viðari lögsaga en 100 milurnar, [ sem núverandi stjórnarflokkar tala um. Menn munu taka eftir, að frumvarpið gerir ekki [ sérstaklega ráð fyrir, að landhelgissamningnum [ við Breta og Vestur-Þjóðverja frá árinu 1961 verði [ sagt upp, þótt til þess kunni að þurfa að koma á j siðari stigum málsins. Er þetta i samræmi við það, [ sem fróðir menn hafa bent á, að óvarlegt sé að [[ kasta strax frá sér öryggi þvi. sem felst i málskoti [[ til alþjóðadómstólsins i Haag. Eftir þvi sem fleiri [[ þjóðir taka upp stuðning við viðari landhelgi en 12 f| milur og eftir þvi sem Haag-dómstóllinn endurnýj- [[ ast, eykst vissa okkar fyrir þvi, að dómstóllinn fall- [[ istásjónarmiðlslendinga. Þessum leiðum er nauð- [[ synlegt að halda opnum enn um sinn, ekki sizt þar [[ sem svo virðist sem önnur hver þjóð heims sé horfin lj frá 12 milna stefnunni. Frumvarp þeirra Jóhanns og Gylfa er yfirvegað og skynsamlegt, ánægjuleg tilbreytni frá bumbu- slættinum og óðagotinu, sem sett hefur um of svip sinn á þetta mál að undanförnu. Kátbrosleg dæmi um ofskipulag i Sovétríkjunum: Framkvæmdastofnunin gleymdi að sjá fyrir starfsfólki ,,l>að er búiB að byggja þakið, félagi framkvæmdastofnunarstjóri, og hvenær má ég svo fara að byggja sjálft húsið?” Þar sem ríkið er með putt- ana í öllu og „skipulag að ofan" er einrátt i fram- leiðslunni, geta skrýtnir hlutir gerzt. Menn kunna dæmin um framleiðslu á vörum, sem fáir eða engir vildu svo kaupa. Þá höfðu háir herrar talið, að þetta vildi fólkið fá. Magn og verð voru ákveðin frá byrj- un og farið af stað af mikl- um móð. Einhversstaðar neðar í valdakerfinu voru kannski menn, sem hefðu getað haft vit fyrir þeim, sem bjuggu í fílabeinsturn- unum. En þeir þorðu ekki að æmta né skræmta. Síð- asta dæmið frá Sovétríkj- unum i þessum efnum er, að í Kursk hefur risið vefn- aðarverksmiðja og vélar fengnar, en áætlanagerðar- menn gleymdu að gera ráð fyrir starfsfólki i verk- smiðjunni! i,l vellýstum, blettlausum vinnu- sölunum,” segir Moskvublaöið tsvestia, ,,er þýBur blær frá loft- kælingu. En þar er enginn til aB njóta þess. Hér er autt og tómt. Fólk, hvar eruð þið?” Þegar að þvi kom ,aðsetjaátti vélarnar I gang og hefja fram- leiðslu i nýju vefnaðarverksmiBj- unni, komust forstjórarnir aB þvi sér til skelfingar, að þeir, sem áætlunina gerðu, höfðu gleymt einu atriði: Að sjá fyrir vinnuafli manna. „Engar íbúðir til" Isvestia segir, aö þarna heföu átt að starfa tiu þúsund „fingerö- ar og hlýjar konuhendur” En i bænum Kursk fyrirfannstekki ein einasta snót, sem eitthvað kunni fyrir sér i vefnaði, og enginn vél- fræðingur til þess arna að heldur. „Þarna voru engir skólar til þjálfunar starfsfólks”, er haft eftir forstjóranum, M. Chat- schtrjan. „Hvergi gátu verkakon- ur eða vélamenn lært fag sitt. Það verður heldur ekki unnt að flytja fólk þangaö eins og stendur”, segir blaðið, „þar sem hér yrðu hvorki barnaheimili né ibúöir fyr- ir fólkið.” Skrifstofumennirnir, sem sátu i Moskvu og úthugsuðu verk- smiðjubygginguna I Kursk, höfðu hins vegar hugsað um sitthvað annað. 1 verksmiðjunni eru full- komnar, nýtizkulegar vélar, sumar komnar frá útlöndum. Þarna átti að framleiða peysur og annan vefnaðarvarning fyrir um 13 þúsund milljónir króna á ári. Fyrir þvi höfðu skrifstofumenn- irnir i Moskvu hugsað. Búið að selja framleiðsl- una! A vegg er mynd af sovézku vis- inda-skáldsagnahetjunni Aelitu, og ekki skortir hin dæmigerðu spjöld svo sem „Aukið fram- leiðsluna” og „Við stefnum lengra og lengra i framleiðsl- unni”. Isvestia segir, að þetta likist helzt eimreið án hjóla, með mik- illi gufu, en þó hreyfist hún hvergi. Séð var fyrir gufunni. . Jafnvel löngu áður en bygging- in var fullgerð, var búið að selja mikið af væntanlegri framleiöslu. Verksmiöjustjórnin er nú látin greiða hinum ginntu kaupendum háar fjárhæðir I skaðabætur, svo að skiptir hundruðum milljóna króna. miiiiiini ■■■■■■■■■■■■ Umsjón:HaukurHelgason Mest miðað við vatn og orku Það er hið sorglega við hina misheppnuðu áætlunargerð i Kursk, að þetta er ekki einsdæmi i efnahagsmálum Sovétrikjanna. „Framkvæmdastofnun” þeirra Sovétmanna, Gosplan, tekur ekki nógu oft tillit til vinnuaflsins. Það er eins og þeim herrum finnist, að þar sé ekki merkilegt vandamál á ferðinni. Væntanlega megni ein- ræðisstjórn Sovétrikjanna að flytja mannskap til og frá um riki sitt éftir þörfum framleiðslunnar. Fyrirtækjum er yfirleitt valinn staður eftir athugun á aðgangi að orku og vatni, og yfirvöld hafa sérstakan áhuga á að setja fyrir- tæki, þar sem fáir menn búa fyrir til þess að dreifa fólksfjöldanum sem mest um landið. Vinnuaflsskortur gerir vart við sig i stærri borgum Sovétrikj- anna. Þar er talið að skorti þrjú til fjögur prósent, svo að fullskip- að sé i stö'rfin. Atvinnuleysi hefur ekki verið vandamál að ráði I landinu, þótt fyrir komi staðir með „dulbúnu” atvinnuleysi. Þvert á móti hefur aukin framleiðsla og kröfur kall- að á sifellt meira vinnuafl, sifellt fleira fólk til starfa. Sovétrikin eru eftirbátar vest- rænna rikja á fjölmörgum svið- um. Þau skáka þeim að visu i hernaðarlegum efnum og geim- visindum og raunar á allmörgum sviðum visinda. Hins vegar hafa Sovétborgarar minna en vestræn- ir menn að segja af ýsmu, sem þykja nokkuð sjálfsögð gæði al- mennra borgara vestan tjalds. Þetta bil vilja Sovétmenn brúa, jafnframt þvi, sem þeir sækja fram i herbúnaði. Gallinn hefur verið, að framleiðslu neyzluvara hefur yfirleitt verið fórnað á altari hersins og „sýninga”, það er þess, sem athygli vekur um heiminn, svo sem geimferðir. Auglýsingar blaða i borginni Ódessa bjóða verkafólki ýmis aukafriðindi, komi það til starfa hjá fyrirtækjunum. Rikið sinnir minna þörfum verkamanna. Til dæmis eru settar á fót verk- smiðjur, þar sem þúsundum kvenna er ætlað að starfa á af- skekktum stöðum. En þar er kannski enginn karl i grendinni, en það kemur framkvæmdastofn- un Sovétrikjanna litið við. Harkalega ráðizt á Hinrik prins Andlát Friðriks Danakonungs og tílkoma Margrétar drottning- ar til rikis hefur vakið nýjar um- ræður um konungdæmi I Dan- mörku. Lýðveldissinnar hafa vaknað til lifsins. Þeir beina spjótum slnum ekki að Margréti, heldur eiginmanni hennar, Hin riki prinsi. Margrét er vinsæl I Danmörku, og enginn mun á opinberum vett- vangi hafa andmælt henni, frá þvl er hún varð drottning. Hins vegar er hinn franski prins Hinrik fræg- ur (alræmdur?) fyrir opinskáa afstöðu til manna og málefna. Ejler Koch háskólalektor hefur ráðizt á prinsinn I blaðagrein, og máliö er efst á baugi I Danmörku. Þýzkir fjölmiölar hafa fylgzt með og ritað greinar um „vandræðin með Hinrik prins”. Ejler Koch segir aö leggja veröi konungdæmiö niður, ef konungs fjölskyldan geti ekki aðlagazt breyttum viöhorfum i þjóBHfinu. Minna máli hafi skipt, þótt prins- inn geröi það sér og öðrum til gamans að hafa afskipti af pólitlk, meðan hann var aðeins eiginmaður prinsessu. Annað sé, ef hann haldi áfram, sem hætt sé við, eftir að hann er orðinn eigin- maður Danadrottningar. Hinrik prins hefur sumum Dönum þótt full einarður I afstöðu sinni til aöildar að Efnahags- bandalagi Evrópu, sem hann styður. Andstæðan gegn aðild er mjög hörð I Danmörku og óvist, hvorir munu hafa betur i þjóðar- atkvæöagreiðslu, stuðningsmenn eða andstæðingar. I bréfum lesenda til danskra blaða hefur prinsinn samt fengiö miklu meiri stuðning en and- stöðu. Margir telja þaö mjög „ósmekklegt” að ráðast gegn konungsf jölskyldunni svo skömmu eftir andlát konungs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.