Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 20
Mánudagur 14. febrúar 1972.
Hort og
Georghiu
r
Þafi, a& Anderson skuli hafa
unnið Stein telst tii helztu tföinda,
sem gerðust á aiþjóðlega skák-
mótinu um helgina. Sjötta umferö
var tefld á laugardag, en sjöunda
I gær.
Eftir stöundu umferð er rööin
þannig. 1 fyrsta og öðru sæti eru
Holt og Georghiu efstir með 5
vinninga hvor, Þá koma Friðrik
Ölafsson, Anderson og Tukmakov
i þriðja til fimmta sæti með 4 1/2
vinning hver, í sjötta sæti er
Trimman með 4 vinninga og bið
skák, i sjöunda og áttunda sssti
eru Stein og Kéén með 4 vinninga,
1 niunda sæti Jón Torfason með 3
1/2 vinning, i tiunda sæti Guð-
mundur Sigurjónsson meö 3 vinn-
inga og biöskák, i ellefta sæti
Magnús Sólmundarson með 3
vinninga, I tólfta til þrettánda
sæti Freysteinn Þorbergsson og
Bragi Kristjánsson með 2 1/2
vinning hvor og biöskák, i fjórt-
ánda til fimmtánda sæti Jón
Kristinsson og Gunnar Gunnars-
son með 2 1/2 vinning hvor og
sextánda sæti Harvey Georgsson
með engan vinning og biðskák.
1 sjöttu umferð á laugardag
vann Anderson Stein, Friörik
vann Hort, Georghiu vann Frey
stein Þorbergsson, jafntefli varö
hjá Tukmakov og Keen, Jóni
Torfasyni og Braga Kristjáns-
svni, Gunnar Gunnarsson vann
Magnús Sólmundarson, biö
skák varö hjá Guðmundi Sigur-
jónssyni og Harvey Georgssyni
og hjá Jóni Kristinssyni og
Timman.
I sjöundu umferð varð jafntefli
hjá Friðriki og Gunnari og hjá
Magnúsi og Timman og Stein og
Tukmakov. Keen vann Freystein,
Hort vann Anderson, Bragi vann
Jón Kristinsson, Georghiu vann
Harvey og Guömundur Sigur?
jónsson vann Jón Torfason.
Attunda umferö skákmótsins
verður tefld f kvöld en biðskákir
annað kvöld. — SB —
Brotist inn
í gripahús
Nokkuð hefur verið um það
suður i Njarðvfkum og þar um
kring upp á siðkastið, að brotizt
hefur verið inn I gripahús hjá
bændum.
A laugardagsmorgunn sfðast
liðinn var svo enn eitt innbrotið
kært til lögreglunnar á Kefla-
vfkurflugvelli. Hafði þá verið
brotizt inn I hesthús eitt i Njarð-
vikum. Þegar lögreglan kom á
staðinn fann hún fljótlega pilt þar
nærri, þar sem hann lá sofandi
vært.
Mun þarna hafa veriö á ferðinni
kynferöislega brenglaöur maöur
og haíöi hann nokkur stundað
innbrot f gripahús aö undanförnu
til aö fá fýsnum svalaö.
Lögreglan i Hafnarfiröi mun nú
hafa þennan mann f gæzlu og
rannsókn. —GG
Rændi eigin bíl frá lögreglunni
- kærði sjálfan sig fyrir þjófnað
Lögregian greip á sunnu-
dagsmorgun drukkinn mann,
þar sem hann ók bil sinum.
Eins og venja er til um slika
ökumenn, færði lögreglan
hann þegar á lögreglustöðina
viö Hverfisgötuna, sendi
manninn reyndar fljótiega
heim til sin, en hélt bilnum par
eftir I sinni vörzlu.
Þ.egar nokkuö leiö á morg-
uninn, kom sá sami ökumaður
aftur á lögreglustöðina, og var
enn drukkinn. Sagðist hann
vera nýlega vaknaður og hafa
litið út á götuna fyrir utan hjá
sér, þar sem hann bjóst við að
fararskjóti sinn stæði. Var
hann þá enginn þar. Fór hann
þvi á lögreglustöðina(sagöi aö
honum heföi verið stoliö. Lög-
reglan gat þá skýrt honum frá
þvi, að billinn væri i vörzlu
hennar, vegna þess að drukk-
inn maður, eigandinn að þvi
bezt væri vitað, hefði verið
staöinn aö þvi aö aka bilnum.
Maðurinn þvertók fyrir að
hann hefði veriö á ferli um
nóttina. Þaðan af siöur að
hann heföi ekiö bilnum sinum.
Þaö væri ekki venja á hans
heimili.
Fór hann viö svo búiö, fann
bil sinn við lögreglustöðina og
fiskaöi lykla upp úr vasa sin-
um og ók brott frá lögreglu-
stöðinni. Skömmu siðar hand-
tók lögreglan manninn aftur
fyrir að aka drukkinn. Hann
þvertók fyrir aö hafa áöur ekiö
bil sinum drukkinn, og allra
sizt þá um nóttina áöur.
Var nú fariö á stúfana og
vaktir upp tveir lögreglu-
menn, sem fyrr um nóttina
höföu tekið manninn drukkinn
á bil sinum, og vottuðu þeir að
þar væri kominn sami maður-
inn aftur. Mun hann hafa trú-
að þvi þá loksins, og var bill-
inn af honum tekinn.
- GG.
Eiturlyf úr
Lystigarðinum
- en þeir varast að láta vita
hvar þá jurt er að finna
Fjölmargir Suöurnesja-
búar lyktuðu af hassreyk í
gærdag að boði Gústafs
Bergmanns, lögreglu-
manns/ en hann gætti
sýningar á fiknH og
eiturlyfjum á fundi um
vandamál þessi í Stapa, en
samkomuhúsið var vart
meira en hálfsetið, en fólk
á öllum aldri kom til fundar
og umræður urðu fjörugar.
Kjartan ölafsson, héraöslæknir
haföi framsögu á fundinum
ásamt Kristjáni Péturssyni deild-
arstjóra. t ræöu Kristjáns kom
enn fram gagnrýni á lækna, taldi
hann að margir þeirra væru of
lausir á útgáfu lyfseðla á fiknilyf.
Kjartan lagði áherzlu á, að ströng
löggjöf væri eina meöaliö gegn
eiturlyfjahættunni.
Fjörugar umræöur uröu aö
loknum framsöguerindum.
Ingólfur Aöalsteinsson, veöur-
fræöingur, sagöi m.a., aö i Lysti-
garöinum á Akureyri væri ræktuö
jurt áf kannabisættinni, — þvi
væri af skiljanlegum ástæöum
haldiö leyndu hver hún væri, og
hvar I garöinum hana væri aö
finna! Séra Björn Jónsson spuröi
hvort ekki mundi unnt aö leiða
unglinga af refilstigum meö þvi
aö leiöa þá aö Jesúshreyfingunni
svonefndu. Siöar svaraöi héraös-
læknirinn þvi og taldi óskyn-
samlegt, aö blanda trúmálum inn
I lausn slikra mála, enda heföu
margir slikir trúflokkar eitur-
lyfjaneyzlu á stefnuskrá sinni.
Ungur hljómlistarmaöur,
Magnús Kjartansson tók til máls
og kvaö vandamáliö ekki tekiö
réttum tökum, veriö væri aö ota
saman börnum og unglingum
annars vegar og lögreglunni og
læknum hins vegar, þar sem sál-
fræöingar og geölæknar ættu aö
koma til og leysa vandamáliö.
Annar ungur maöur tók til máls
og kvaðst hafa reynt hass litil-
lega, sagðist hann vilja mótmæla
ýmsu af þvi sem Kristján Péturs-
son hefbi sagt um efni þessi.
Einnig tóku tvær ungar dömur til
máls, vildu fá aö vita hvaö veröi
af fikniefnum, sem tekin eru af
fólki. Kristján upplýsti fundinn
um aö þeim væri tortimt einu
sinni á ári á báli. — JBP/EMM
Efnilegur byrjandi
Dr. Gunnar Thoroddsen stjórnaði
Sinfóníuhljómsveitinni
Þaö er ekki á hverjum degi,
sem óvanir menn stiga upp á
stjórnendapallinn hjá Sin-
fóniuhljómsveitinni, en það
geröist á laugardaginn á
skemmtun, sem Rauði kross-
inn hélt til ágóöa fyrir starf-
semi sina. Þar steig upp á
pallinn dr. Gunnar Thorodd-
sen, prófessor og alþingis-
maður.
Hann stjórnaöi flutningi
verksins „Til skýsins”, eftir
frænda sinn Emil Thoroddsen
og varö ekki heyrt aö þar héldi
óvanur maður um sprotann.
Ekki mun dr. Gunnar þó hafa
ákveðiö aö leggja þetta fyrir
sig, þó aö byrjunin lofaði ann-
ais góöu. — VJ.
Loðna frá Hðfn að Jökli
Loðnulýsi og mjöl selt á botnverði
Þeir eru aö fá loðnuna núna allt
frá Jökli og austur undir Horna-
fjörö.
Loftur Baldvinsson fyllti undir
Jökli i morgun og Sæberg náöi
þar upp 310 tonnum, einnig 1
morgun. Þessir bátar koma til
Reykjavikur meö aflann klukkan
um 14 I dag, en verða þá væntan-
lega að biöa i um sólarhring eftir
löndun, þar sem allt rými hér er
fullt.
Nú er talsvert þróarrými aftur
á Hornafirði og var óskar Halld-
órsson væntanlegur þangað i
morgun meö fullfermi, en Horn-
firðingar taka væntanlega við um
10 bátum eða svo til viðbótar.
Landað var loðnu i Vestmanna-
eyjum um helgina, en þegar
brældi upp i gærkvöldi héldu
margir bátar kyrru fyrir þar I
höfninni, en munu stefna á miöin
i dag.
Loðnan viröist vera mjög dreifð
fyrir sunnan landið, vestur fyrir
og allt vestur undir Jökul, þar
sem nokkrir hafa fengið afla.
—GG—
- megnið af mjölinu þegar selt. Fátt bendir til þess að verðið hækki.
Verulegur hiuti af loönumjöli,
sem framleiddur hefur verið nú á
vertiöinni, hefur nú verið seldur
á mun lægra verði en var i fyrra.
Fyrir helgina voru seld um 8.000
tonn fyrir 22 shillinga prótein-
einingin, en i fyrra var langmest
af magninu selt fyrir um 27 shill-
inga. Um 65 próteineiningar eru i
tonninu, þannig, að tonniö af
loðnumjöli er nú selt fyrir um 1100
kr. lægra verð en I fyrra.
Um 5.000 tonn af loðnumjöli
höfðu verið seld um áramótin
fyrir um 24 shillinga, þannig að
alls hafa nú verið seld um 13.000
tonn, eða megniö af þvi sem
framleitt hefur verið. Astæðan
fyrir þvi að nú hefur verið selt
svona mikið magn á óhagstæðu
verði, er ótti framleiðenda við, að
verðið geti enn lækkaö á mjölinu.
Einnig var fyrirsjáanlegt, að
mjög erfitt yrði að geyma allt
þetta magn, en það veröur af-
skipað frá miðjum þessum
mánuði.
Þá voru seld um 600 tonn af
loðnulýsi fyrir helgina fyrir botn-
verð eða um 53 sterlingspund
tonnið. Þetta voru nokkrir aðilar,
sem voru orðnir hræddir um að
veröið kynni aö lækka enn, en
meðalverðið fyrir lýsið i fyrra var
97 sterlingspund, og er þvi verð-
fallið á lýsinu orðið mjög til-
finnanlegt. Með þessum sölum
vonast framleiöendur til að nokk-
uð dragi úr spennunni á
markaðnum, en þvi miður virðist
fátt benda til þess, að mjöl eöa
lýsi hækki neitt umtalsvert á
næstunni. —VJ
IfiByi iitjm 'f. m sTk»f. 1
»3