Vísir - 14.02.1972, Blaðsíða 12
12
Visir. Mánudagur 14. febrúar 1972.
Nú er
púður
allt annað
í vopnabúrinu
Það er greinilegt, að púð-
ur hefur aukizt mjög i
vopnabúrinu frá því Alan
Ball fór að leika með Ar-
senal. Yfir 52 þúsund áhorf-
endur mættu á Highbury á
laugardag, þegar Derby
kom í heimsokn og leik-
menn vopnabúrsins unnu
góðan sigur, 2—0 — úrslit,
sem ekki gefa alveg rétt til
kynna yfirburði Arsenal.
Þeir voru mejri og bæði
Charlie George og George
Armstrong áttu skot í
stangir og þverslá Derby-
marksins. En mörkin urðu
tvö og skoraði Charlie
George bæði, hið síðara úr
vítaspyrnu.
Þetta var sjötti sigurleikur
Arsenal i röð á Highbury og liðið
hefur vissulega góöa möguleika
til að verja meistaratitil sinn — er
aðeins f jórum stigum á eftir efsta
liðinu i deildinni, Manch. City —
en það er nokkuð, sem fáum datt i
hug eftir slæma byrjun Arsenal i
fyrstu leikjunum á leiktima-
bilinu.
Það var talsvert um óvænt úr-
slit i leikjunum á laugardag og
áður en lengra er haldið, skulum
við lita á úrslitin i leikjunum á
getraunaseðlinum.
Chris Chilton skoraði bæði mörk Hull gegn Crystal Palace., en það nægði þó ekki nema tíl aö hljota annað
stigið.
Leeds náði heldur ekki nema
jafntefli i leik sinum á Goodison
Park gegn Everton. Það var
ósköp slakur leikur og litill
•k #
m #
h rancis Lee skoraöi tvö mork fyrir Manch.
vftaspyrnumet á leiktimabili.
City á laugardag — annað úr viti,og hann setti þar með nýt
1 Arsenal—Derby 2—0
X C. Palace—Coventry 2—2
X Everton—Leeds 0—0
2 Huddersf,—Liverpool 0—1
2 Leicester—WBA 0—1
2 Manch.U.—Newcastle 0—2
2 Nott.For,—Tottenham 0—1
X Sheff.U.—Manch.C. 3—3
Southamton—Chelsea frestað
X Stoke—Ipswich 3—3
1 Wolves—West Ham 1—0
1 Swindon—Sheff.W. 1—0
Það skeði margt i leik Sheffield
United og Manch. City. Þeir
Francis Lee og Colin Bell skoruðu
tvö mörk fyrir Manch. City fljót-
lega i leiknum. Eftir 33 min. stóð
0—2, en Bill Dearden tókst að laga
stöðuna i 1—2 tveimur minútum
siðar. Þegar 15 min. voru af siðari
hálfleik jafnaði Alan Woodward
úr vitaspyrnu fyrir Sheffield — 19,
mark hans á leiktimabilinu og
100. mark hans fyrir Sheff. Utd.
og áhorfendur voru farnir a trúa á
sigur heimaliðsins, þegar Tony
Currie skoraði rétt á eftir þriðja
mark liðsins. En þá skeði þetta,
sem næstum er orðinn fastur liður
i leikjum Manch. City — vita-
spyrna, og Francis Lee tók hana
að venju fyrir lið sitt og brást ekki
3—3. Þetta 'er 13. vitaspyrnan,
sem Lee skorar úr og hefur þar
með sett nýtt vitaspyrnumet á
leiktimabili hjá leikmanni og þó á
Manch. City eftir að leika fjórtán
leiki I deildinni.
<■
meistarabragur á leik Leeds.
Keith Newton tók Johnny litla
Giles i gæzlu og tókst það mjög
vel, en viö þaö varð leikur Leeds
hvorki fugl né fiskur.
WBA heldur áfram á sigur-
braut — liðið hefur hlotið niu af
-siðustu 12 stigum mögulegum —
og er nú komið upp fyrir Nottm.
Forest, Crystal Palace og Hudd-
ersfield á töflunni. Gegn
Leicester skoraði Tony Brown
eina mark WBA, mark, sem gaf
tvö stig.
Aðeins eitt lið annað af neðstu
liðunum, C.Palace hlaut, stig á
laugardag — og það var langsótt
stig. Chris Chilton, leikmaðurinn,
sem Coventry keypti frá Hull City
i haust fyrir 92 þúsund pund,
skoraði bæði mörk Coventry — en
Gerry Queen tókst að jafna fyrir
Palace á siðustu minútu leiksins
og þar með öðlaðist Palace dýr-
mætt stig i fallbaráttunni. Og til
gamans má geta þess, að Chilton
hefur óskað eftir þvi að vera
settur á sölulista — hann vill burt
frá Coventry og hefur aðeins
skorað þar sex mörk með þessum
tveimur töldum á laugardag.
Fyrir Hull skoraði hann hins
vegar milli 20—30 mörk á leik-
timabili áður.
Nú ef við förum fljótt yfir sögu
þá skoraði John Richards eina
mark Úlfanna gegn West Ham og
það nægði til sigurs. Martin
Peters skoraði fyrir Tottenham
gegn Nottingham Forest og þar
með sigraði Tottenham i annað
skipti á leiktimabilinu á útivelli —
það er að segja i deildinni.
Jack Whitham lék að nýju með
Liverpool og það þýddi sigur gegn
Huddersfield. Þessi leikmaður,
sem Liverpool hefur svo litið
notað frá þvi hann var keyptur
fyrir stórpeninga frá Sheffield
Wed, hefur skorað mjög þýð-
ingarmikil mörk fyrir Liverpool i
þau fái skipti, sem hann hefur
fengið að leika með aðalliðinu.
Illa leit út hjá Stoke gegn Ip-
swich lengi vel. Þegar tæpar 10
min. voru tii leiksloka stóð 3—1
fyrir Ipswich i leiknum, en þeim
Greenhoff, vitaspyrna, og Denis
Smith tókst að jafna undir lokin.
Oðrum Denis gekk ekki eins vel
— Denis Law hjá Manch. Utd.
Hann átti frábæran leik með
Manch. Utd., eitthvað það bezta,
sem þessi frægi leikmaður hefur
sýnt, en það hafði ekkert að segja
— það var sama hvað hann gerði.
trinn i marki Newcastle, McFaul,
sýndi hreint ótrúlegan leik og
varði allt, sem á mark Newcastle
kom, og enn tapaði Manch. Utd.
dýrmætum deildastigum, þvi þeir
Tudor og Hibbitt skoruðu fyrir
Newcastle.
Staðan i 1. deild er nú þannig,
að Manch. City er efst með 39
stig. Leeds hefur 37, Derby 36 og
siðan koma Arsenal og Manch.
Utd. með 35, (Jlfarnir hafa 34.
Neðst er Nottm. Forest með að-
eins 15 stig, Crystal Palace hefur
19 og Huddersfield og WBA 20. — ■
hsim.
Vörn KR var IR ofviða
Frábær varnarleikur og
seiglan hjó KR-tríóinu,
Kolbeini, Kristni og Einari,
komu KR á toppinn í
íslandsmótinu, þegar KR
sigraði höfuðand
stæðinginn gegnum árin,
IR. KR-ingar léku að þessu
sinni svæðisvörn gegn IR
og tókst að halda stór-
skyttum IR-liðsins Agnari
og Birgi Jakobssyni niðri,
sem gerði ekki sízt muninn
í þessum bráð
skemmtilega elik. Loka-
tölurnar i leiknum urðu 75-
65, eða 10 stiga munur, sem
er óvenju stór munur í leik
milli þessara liða.
Eftir 5 minútna leik hafði nvort
lið um sig aðeins skorað 6
stig, og virtist einhver skjálfti i
mönnum. Næstu tvær minúturnar
gerðu KRingar hverja skyssuna á
fætur annarri, og tR náði 14-7, en
eftir að KRingar höfðu tekið leik-
hlé og sett Bjarna Jóhannesson
inná, fór leikurinn að jafnast.
Fimm minútum siðar munaði
aðeins 3 stigum, 26-23 1R i hag, en
tveimur minútum fyrir hlé jaf-
naði Kolbeinn Pálsson fyrir KR.
Kolbeinn átti aö þessu sinni
,,súperleik” og virðist stöðugt
sækja sig.
tR haföi 2 stig yfir i hálfleik, 36-
34, og jók muninn i 7 stig næstu
fimm minútur, 50-43. Þá tók KR
heldur betur við sér, og Einar
Bollason jafnaði og kom KRyfir,
53-52. á 12._ minútu. Eftir betta
missti KR ekki forystuna, heldur
jók hana stöðugt til leiksloka, og
var sigurinn tæplega i hættu
siðustu 2-3 minúturnar, enda þótt
hart væri barizt.
Kristinn Stefánsson varð
stigahæstur KRinga með 20 stig
og hirti þar að auki f jöldann allan
af fráköstum — þar á meðal flest
öll fráköstin við körfu KR. Einar
kom næstur með 16 stig, sem má
teljast gott, þegar tekið er tillit til
þess, hversu geysivel hans var
gætt af Birgi Jakobssyni. Hjá IR
var Agnar Friðriksson hæstur að
stigum með 14 stig, sem er ó
venjulitið þegar hann á I hlut, en
nefna má, að nýtt kerfi IRinga
gegn svæðisvörninni kann að
hafa orðið til nokkurs trafala
fyrir liðsmenn tR. Kristinn
Jörundsson skoraði 11 stig, en
Birgir Jakobsson hitti óvenju-illa
og komst vart á blað.
Vítahittni góð
Fjögur vitaskot Guttorms
Olafssonar á siðustu tveimur
minútunum björguöu Þór frá tapi
gegn hinum harðsnúnu HSK
mönnum i jöfnum leik þessara
liða á sunnudaginn. Staðan var
60-59 fyrir HSK, þegar Gut-
tormur fékk tvö vitaskot, hitti
báðum, og fékk skömmu seinna
önnur tvö vitaskot, sem hann
skilaði báðum i körfu HSK af
öryggi. HSK tókst aðeins að skora
eitt stig úr viti á rúmum fjórum
minútum i lok leiksins, en
óvenjulega slæm hittni háði liðinu
mjög.
Fyrstu 15 minúturnar i leiknum
voru jafnar, þannig að eftir 15
minútur stóð 20-18 fyrir Þór, en
fyrir hlé náði Þór að skora 18 stig
gegn aðeins 10 og hafði þvi 10 stig
yfir I hálfleik, 38-28.
Yfirleitt var þetta 8-10 stiga
munur fyrir Þór framan áf siðari
hálfleik, en 7 mínútum fyrir leiks-
lok jöfnuðu HSK-menn, 50-50.
Færðistnúfjörileikinn.og þegar
5 minútur voru eftir var enn
jafnt, 58-58. Sýndi HSK góðan leik
a þessu timabili, en varð nú fyrir
þvi að missa einn sinn sterkasta
mann útaf, Einar Sigfússon. Þó
náði HSK forystu á ný, 60-58, ef
eftir það var eins og lok v.æri
komið á körfuna hjá Þór, og
boltinn vildi ómöguiega þar niður
fara. Hins vegar skoruðu þór-
sarar 5- stig úr vitaskotum,, og
sigruðu með tveggja stiga mun,
63-61.
Eyjaskeggjar efstir.
Vestmannaeyingar gerðu góða
reisu til meginlandsins um
með hið nýja körfuboltalið sitt.
Sigruðu þeir i tveimur leikjum, og
eru þar með i efsta sæti 2. deildar
með 4 stig. Vestmannaeyingarnir
sigruðu á laugardaginn Breiða-
blik með 52 stigum gegn 33 og á
sunnudag sigruðu þeir hina
nýliðana i 2. deildinni, Hauka,
með 38 stigum gegn 35 i jöfnum og
baráttumiklum leik. Aður hafa
farið fram tveir leikir i 2. deild,
UMFN sigraði Breiðabíik, og
Haukar fengu einnig tvö stig gegn
Breiðabliki, sem mætti ekki til
leiks.