Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 4
4 Visir. Miðvikudagur 1. marz 1972. WBSHStMKKEk in«« ‘‘Hlífc «ÍIW úflitf.mtiirtjsfeiit iiHI**ll#ÍÍÍP,**i|W*íf» ■ii:- * 1 íiiiiisi* í't{(íllí "líti***' "<111111 illlllt Sá mann sinn fremja sjálfs morð eftir tvö manndráp Ung móðir skýrði hágrát- andi frá þvi á lögreglustöð- inni i Manchester i fyrradag, að eiginmaður hennar hefði sagt sér frá þvi, að hann heföi myrt tvo kvenmenn með exi fyrr um daginn. Þvi næst kastaði hann sér fyrir hraðlest, sem sá samstundis fyrir honum. Þessi blóðugi harmleikur, sem frú Campbell upplifði, hófst klukkan átta um morg- uninn, er maður hennar kom alblóðugur heim og skýrði henni frá hinum hræðilega verknaði, sem hann hafði framið. Þvi næst skipaði hann konu sinni að aðstoða sig við sjálfsmorð. — Hann lét mig fylgja sér til járn- brautarstöðvarinnar, en er þangað var komið lagðist og sig hann á brautarteinana harðneitaði að hreyfa þaðan. — Hann mælti ekki orð af vörum lá bara þarna hreyfingarlaus, svo að ég tók til við að reyna að hrinda honum af teinunum, en án árangurs. Svo kom lestin að- vifandi — og þá gat ég ekkert annað gert en að loka aug- unum ....... „VITLEYSA”, eða á frum- málinu „Frenzy”, er heiti mvndarinnar. sem ALFRED HITCHCOCK hefur nú lokið við að fullu og hefur sent af stað i kvikmyndahús viða um heim. Þetta er 53. kvik- mynd HITCHCOCKS. JAPANIR GATU íKKI BíÐIÐI KltAKKAIt OG ÍTALIR hafa nú talað sig saman um að ráðast i gerð nýrra bilajarðganga á milli landanna tveggja. Göngin munu liggja undir Mont Cenis og verða 12,5 km aö lengd. Kostnaðurinn við gerð þeirra mun að likindum nema 800 milljónum franka (ca, 13.2 milljörðum isl. kr.), en vonir standa til, að göngin verði tekin i gagnið á árinu 1978. IIOWARD IIUGHES hefur nú látið talsmann sinn til- kynna það hverjum sem hafa vill, að hann hafi i huga að láta skrifa ævisögu sina. Hvenær það verður, kveðst hann ekki geta sagt til um, en allténd verður það við fyrsta tækifæri. — Vart þarf að minna á ævisöguna milljónamæringsins, sem Irving laug upp og seldi i stóru upplagi. Hin raunveru- lega ævisaga Hughes ætti ekki að seljast siður, eftir allt það sem á undan er gengið. ★ I fangelsi fyrir gagnrýni á bíómynd ★ Arðvœnlegt táraflóð ★ Brú i gegnum Mont Cenis ★ Hughes skrifar œvisöguna ★ Rick Nelson í fullu fjöri ★ Nixon hringdi í Billy frá Kína ★ BBC bannar Paul bítil ★ 53. kvikmynd Hitchcocks ★ Erfingi Chevaliers ★ Steppenwolf hœttir ÞA ER „VIKAN SEM BREYTTI IIEIMINUM” LIDIN og Nixonhjónin snúin heim tii Bandarfkjanna eftir að hafa notið gestristni Maos og kinversku þjóðarinnar. Augu alheims einblfndu á þessa tvo valdamiklu menn, Nixon og Mao, er þeir hittust f fyrsta skipti augliti til aug- litis. Japanir lika, en þeir höfðu átt svo erfitt með að bföa þar til sú stóra stund rynni raunverulega upp, aö þeir höfðu sett það mikla augnablik á svið löngu fyrr en það átti sér staö. I byrjun jólamánaðarins síðasta höfðu þcir komið fyrir vaxmyndum af þeim Nixon og Mao I einu stærsta verzlunarhúsi Tókió. Vaxmyndirnar voru fengnar aö láni frá vaxmyndasafni borgarinnar. Þær voru raunar komnar nokkuð til ára sinna, sýndu þá kumpána heldur yngri en þeir eru núen þarsem vaxmyndirnar stóðu þarna hnýttar saman i handaband, drógu þær aö sér óskipta athygii viðskiptavina verzlunarinnar, sem ekki töidu það eftir sér aö priia upp á sjöundu hæð til aö skoða stytturnar. ☆ íni -H li ir -ír ☆ irírr ☆ -ír ☆☆☆ ☆☆ ☆☆ ír -ír ú ☆☆☆ vrír ☆ ☆☆ in3r -Ji Byrja á öf- ugum enda? Og hér er verið að reisa 100 m háa byggingu i Munchen, þá hæstu á ólympiu-svæðinu, en þarna munu verða aðalstöðvar BMW meðan á Ólympiuleikun- um stendur. Ef til vill ættum við ekki að orða það þannig, að verið sé að ,,reisa” bygginguna. Þannig er nefnilega mál með vexti, að byrjað var á smiði efstu hæðar- innar, siðan tekið til við þá næst- efstu og þannig koll af koll niður á við. Byggingarmátanum má likja að nokkru við gerð ,,silósins” þeirra suðri Straumsvik. Það var raunar „skrúfað upp”, eins og við skýrðum frá i frétt á sinum tima. Ólympiuhöllinni komu þeir hins vegar upp með þeim hætti, að þeir reistu fyrst grindurnar og lyftu þeim siðan hægt upp i háloftin og smiðuðu stöðugt neðan við. Þegar svo hæðirnar voru orðnar átján að tölu var loksins ráðizt i gerð út- veggjanna. FAUL McCARTNEY-er hinn hressasti yfir þeim móttökum, sem nýjasta tveggjapagaplata hans og Lindu, konu hans, hefur fengið. „Give Ireland Back to the Irish”, heitir lagið, sem upp snýr. Sökum innihalds textans, sem Paul hefur gert við það lag, hefur RRC oe einnig radióið þeirra i Luxemburg bannað flutn- ingjiess i sinum dagskrám. „Þeir segja textann vera of pólitiskan”, segir Paul, ypptir öxlum og bætir þvi við, að útvarpsstöðvarnar hafi að sinu áliti aðeins vakið enn meiri athygli á plötunni en ella. Allt um það, platan selst i það minnsta skinandi vei. cHEltfS «- «- -h -0! ír ■S -S -h -s -Cs -cs -Cs -» -ís -» -Ú -» -ÍI -h -Cs •h -ts -ö -ts -Cs -b -á -» -h -b -Cs -ts -ts -ts -Cs -Cs -Cs -Cs -vS -Cs -Cs -Cs -Cs -Cs -ís -» -Cs -Cs -Cs -Cs -Cs -Cs -Cs -Cs -Cs -Cs -S -Cs -Cs •Cs •Cs MAURICE CHEVALIER lét eftir sig enn meira fé en ljóst var i byrjun. Hinn ungi erf- ingi hans — sem við sögðum frá hér á siðunni um daginn — fær nefnilega til viðbótar öllum þeim milljónum, sem þegar eru fyrir hendi, háa prósentu af tekjum þeim, er kvikmynd, sem verið er að gera um ævi söngvarans, mun gefa af sér. BII.LY GRAHAM, sá vel þekkti, ameriski guðsorða- maður, hefur sagt frá þvi, að Nixon Bandarikjaforseti hafi hringt i sig meðan á Kinaferð hans stóð. „Ég geri ráð fyrir, að þá hafi það verið i fyrsta skipti, að orðin „Guð” og „bænir” hafi verið notuð i simtali milli Bandarikjanna og Kina,” sagði B-illy Graham, er hann skýrði blaða- mönnum. frá simtalinu frá Peking. „Hr. Nixon hringir oftlega i mig, ” sagði Billy, „en að fá upphringingu frá honum, stöddum i Kina, það var vissulega óvænt.” w A bana- stundu Hvað skeður á bana- stundinni? Læknir á sjúkrahúsi í London kveðst geta upplýst menn nokkuð um það, en á síðustu mánuðum hafi hann haft tal af fjölda sjúklinga, sem hafa ,,lifað" það, að hjarta þeirra stöðvað- ist. Nokkrir þeirra geta sagt frá þvi, hvað sagt var við „banabeð” þeirra, min- úturnar, sem þeir voru „dánir”. Einn sjúklinganna minntist þess, að hjúkrunarkona hafði hrópað upp yfir sig: „Guð minn góður, hjarta hans er hætt að slá.” Aðrir sjúklingar heyrðu hljómlist við „andlátið”, þó engir lifenda greindu svo mikið sem einn einasta tón. Tveir sjúklingar hafa látið svo um mælt, að eftir að hafa „lifað andlát” óttist þeir ekki lengur dauðann. SVAF Olga Jalink segist svo frá: „Ég andaðist” þá er ég fæddi mitt fimmta barn. Sál min losnaði frá likamanum. Ég gat séð, en ekki heyrt. Tveir hjúkrunarmenn komu að og tóku til við hjartanudd. Þá varð allt svart fyrir mér, og ég komst aftur i tölu lifenda. Er ég vaknaði, lá ég i rúminu eftir þann undarlegasta svefn, sem ég hef sofið.” Frederick Priest, 58 ára gamall, segir: „Égvarlangt i burtu og horfði niður á flóð- lýst svið. I fjarska heyrði ég einn læknanna hafa á orði, hvort það væri til nokkurs að nudda hjarta mitt lengur. Mér til léttis heyrði ég annan lækni svara þvi til, að það væri rétt að halda nuddinu áfram, á meðan einhver von væri til þess að hjarta mitt fengist aftur til að slá. Hinn enski læknir, Hubert Trowell, segir: „Við verðum alltaf að vera þvi viðbúin að þurfa að breyta viðhorfum okkar til dauðans. Lengi var þvi haldið fram, að mann- eskjan teldist látin, þegar hjarta hennar væri hætt að slá. Nú verðum við að viður- kenna, að manneskja teljist látin, er heilastarfsemin stanzar. Þaö á sér ekki stað fyrr en sex minútum eftir að hjartað hefur stöðvazt.” RICK NELSON, ameriski rock-söngvarinn, er enn i fullu fjöri. Hann hefur selt meira en 30 milljónir platna fram til þessa, og nú er hann á leið til hljómleikahalds i London. TARAFLÓD („Love Story”) er sú mynd, sem gaf af sér mestar tekjur i Bandarikj- unum og Kanada á siðasta ári. Kvikmyndin, sem er með þeim Ali McGraw og Ryan O'Neil i aðalhlut- verkum, gaf af sér 50 milljónir dollara. Á einu ári náði „Love Story” þar með að komast i þriðja sæti listans yfir arð- bærustu kvikmyndirnar i gegnum árin. Henni framar standa myndirnar „Á hverf- anda hveli” og „Tónaflóð”. „Á hverfanda hveli” hefur — frá þvi 1939 — gefið af sér 74.2 milljónir dollara, en „Tónaflóð” hefur náð inn 72 milljónum dollara siðan 1965. MYNDIN UM TITO („Sutjeska” heitir hún) með Richard Burton i aðalhlut- verki, var frumsýnd i Júgó- slaviu i siðustu viku. Einum þeirra ðlánsömu gagnrýn- enda, þarlendra, sem ekki likaði myndin, hefur verið varpað i fangelsi, dæmdur til að húka þar i heilt ár fyrir „óréttmæta” gagnrýni. STEPPENWOLF, ameriska pop-hljómsveitin með þvi nafni, hefur nú leystst upp eftir að hafa selt plötur fyrir um þrjá og hálfan milljarð islenzkra króna. Ástæðuna segir John Kay, umboðs- maður hljómsveitarinnar, vera þá, að spilurunum hafi þótt þeir vera staðnaðir og þvi ekki þótt neitt gaman lengur....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.