Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 13
V'ísir. Miðvikudagur 1. marz 1972. 13 í DAG j í KVÖLD | í DAC3 | *.☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★-K «■ -C * ** _ t * Sónvarp, kl. 21.20: CANTERVILLE-DRAUGURINN Canterville-draugurinn heitir gamanmynd, sem sjónvarpið tekur til sýningar i kvöld. Myndin er frá árinu 1943 og gerð með hliðsjón af samnefndri sögu eftir Oscar Wilde. Barnastjarnan UTVARP Miðvikudagur I. marz 1972. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Ljáðu mér eyra Séra Lárus Halldórsson flytur þátt um fjölskyldumál og svarar bréfum frá hlustendum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar: tslenzk tónlist 16.15 Veðurfregnir. Þættir úr sögu Bandaríkjanna Jón R. Hjálmarsson skólastjóri flytur niunda og siðasta erindi sitt: Stjórnarskrá Bandarikjanna. 16.40 Lög leikin á flautu 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þátt- inn. 17.40 Litli barnatiminn.Margrét Gunnarsdóttir sér um timann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daeleet mái Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 A vettvangi dómsmálanna Sigurður Lindal hæstaréttar- ritari talar. 20.00 Stundarbil Freyr Þórarinsson kynnir hljóm- sveitina Sunfighter. 20.30 Föstumessa i Frikirkjunni Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Organisti: Sigurður tsólfsson. 21.25 Lögréttusamþykktin 1253, fyrsta erindi Höfundur: Jón Gislason póstfulltrúi. Þulur flytur. 22.00 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Astmögur Iðunnar" eftir Sverri Kristjánsson Jóna Sigurjónsdóttir les (4). 22.35 Nútimatónlist. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FASTEIGNIR Höfum kaupanda að heilu húsi i gamla borgarhlutanum. Margaret O Brien leikur eitt aðal- hlutverkið. Oscar Wilde fæddist i Dublin i október árið 1854, og var faðir hans frægur irskur skurðlæknir, Sir William Wilde. Móðir hans var þekktur rithöfundur i Dublin, og skrifaði • undir nafninu „Speranza”. Wilde stundaði nám i Trinity College og siðan i Mag- dalen Collega i Oxford, en þar fékk hann Newdigate verðlaunin fyrir kvæði sitt, „Ravenna”. 1 Oxford gerðist hann fljótt frum- legur, hann gekk með sitt hár, skreytti herbergi sin með pá- fuglafjöðrum, blómum og furðu- legum hlutum og hæddist að mannlegum skemmtunum. Hann varð fljótt einn frumlegasti per- sónuleiki þessara tima, eftirsótt- ur i öll samkvæmi, þar sem hann var sérlega vel máli farinn og vel gefinn, og sveifst einskis. Enda- lok þessarar sérstöku persónu voru dapurleg. Hann lenti i fang- elsi og dvaldi þar i tvö ár. Á þeim tima varð hann gjaldþrota. Hann skrifaði um dvöl sina i fangelsinu, og hefur það verk komið út á is lenzku. Siðustu æviár sin bjó hann i Paris, undir nafninu „Sebastian Melmoth”, en lézt þar 30. nóvember 1900. Af verkum hans má t.d. nefna: The Picture of Dorian Gray, þar sem hann lýsir að miklu leyti sjálfum sér, Lady Windermeres fan. The Importance of beeing aarnest og Ballad of Ireading ?aol. Margaret O'Brien „Hún er sérstakiega bæfi leikamikið barn, og það getur gert mann fokvohdan að sjá, ivernig þessir aular fara með iana”, varð leikstjóranum James Agee að orði eftir kvik- nyndina „Canterville-draugur- inn”. En það var nú það samt sem áður og Margaret O Brien lék næst i kvikmyndinni Meet me in St. Louis og fékk mjög góða dóma. Margaret O'Brien fæddist árið 1937 i Los Angeles, og fyrsta hlut- verk hennar var smávægilegt i myndinni Babes on Broadway, en eftir það lek hún i fjölmörgum kvikmyndum og varð brátt geysi- vinsæl barnastjarna. Árið 1944 fékk hún Oscars-verðlaun, og eftir að hafa leikið i Our vines have tender grapes var hún kosin bezta leikkona ársins 1945. En þá fór linan hennar að hallast niöur á við, hún fékk þó mörg hlutverk, en ekkert virtist slá i gegn. Eftir að hún varð eldri gerði hún mikið af sjónvarpsþáttum og kom fram i leikritum og vkikmyndum. Ekki er hægt að segja, að ævi þessarar fyrrverandi barnastjörnu hafi verið viðburðasnauð, hún sló i gegn og hrapaði niður og sló svo aftur i gegn. Hún hefur verið gift, og hún hefur skilið, en ekki þarf hún vist að hafa áhyggjur af efna- hagnum, því að árið 1977 munu þeir peningar, sem hún vann sér inn sem barn með kvikmynda- leiknum, koma til hennar og munu þeir svo sannarlega skipta milljónum (þegar hún var aðeins 9 ára, þénaði hún 2.500 dollara á viku). Margaret OBrien er sögð stærsta barnastjarna allra tima, að undanskilinni Shirley Temple. Hér sést hún i hlutverki sinu i kvikmyndinni Our vines have tender grapes, ásamt Edward G. Robinson, en sú mynd var sýnd i sjónvarpinu fyrir skömmu. Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 2. marz. Ilrúturinn,21. marz—20. aprfl. Það vantar ef til vill einungis herzlumuninn til að þú vinnir þann sigur, sem þú hefur lengi stefnt að. Ef til vill tekst þér það lika. Nautið, 21. april—21. mai. Heldur atburða- snauður dagur, en ekki óskemmtilegur, senni- legt að kunningjar komi þar við sögu, þegar á Iiður, sér i lagi þegar kvöldar. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Ekki er óliklegt að eitthvert ósamkomulag verði innan fjölskyld- unnar, en sennilegt að þú getir leitt það hjá þér með lagi, og ættir að gera það. Krabbinn, 22. júríi—23. júli. Það getur farið svo, að þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum i sambandi við eitthvað, sem þú hefur fengið framgengt, en reynist annað en þú bjóst við. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Þú sérð að öllum lik- indum tækifæri til að auka eitthvað tekjur þinar i bili, en vafasamt hvort það borgar sig fyrir þig, þegar til lengdar lætur. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Góður dagur framan af að minnsta kosti. Þegar á liður er eins liklegt að þér berist einhverjar fréttir, sem valda þér áhyggjum i bili. Vogin, 24.sept.—23 okt. Það gengur allflest sinn vanagang i dag, og máttu vafalitið vera ánægður með það, sem áunnizt hefur þegar dag- urinn er allur, þótt hægt miði á köflum. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Hafðu gát á skaps- munum þinum i dag. Verði ekki einhver við kröfum þinum, skaltu fyrst og fremst athuga, hvort þær hafi ekki verið helzt til ósanngjarnar. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þú heyrir ein •- hverjar fréttir i dag, sem þér gengur ef til vil erfiðlega að átta þig á. Þú færð þó vafaiaust skýringuna áður en langt um liður. in(^eitin22. des,—20. jan. Það litur út fyrir að comls Steinl þú kortíist I nokkra hættu I dag, annars eðlis þó en lifshæltu, og sleppir mun betur en ætla mætti á timabili. Vatnsberinn,21. jan.—19. febr. Heldur atburða- snauður dagur, jafnvel að sumt, sem þú reikn- aðir með gerist ekki. Eigi að siður kemurðu ýmsu af þvi i framkvæmd, sem þú ætlaðir þér. Fiskarnir, 20. febr—20. marz. Sómasamlegur dagur og vel það. Þú færð að öllum likindum tækifæri til að auka tekjur þinar nokkuð, senni- lega án mikils aukaerfiðis frá þvi sem er. -K ■ft -X -ft -K -ft -K -ft -K -ft -k -ft -k -ít -K -h -k -ft -k -ft -k <t -k ■ft -ti -k -ft -k -tt -k -ti -k -tt ■K -tt -k -ti -k -K -ít -K -tt -k -tt -K -tt -k -tt -X -tt ★ -tt ★ -tt -k •h -k •tt ■k ■tt -K -tt -K -ít -K -tt -K -tt -K ít -K •tt -K -ít -K •tt -K -tt -K -K -tt -K -tt -K -ti -K -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K ■tt -K -ít -K -tt -K -tt -K -tt -K ■tt -K -tt -K -tt -K ■tt -K -tí -K -tt -K -tt -K •tt -K -tt -K -tt SJONVARP FASTEIGNASALAN öðinsgötu 4. — Sími 15605. Miðvikudagur 1. marz, 18.00 Siggi.IIviti hvutti. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Þulur Anna Kristin Arngrimsdóttir. 18.10 Teiknimynd 18.15 Ævintýri i norðurskógum. 22. þáttur. Skelfing. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 18.40 Slim John. Enskukennsla i sjónvarpi. 14. þáttur endurtek- inn. 1.8.55 Hlé. 10.00 Fréttir. >0.25 Veður og auglýsingar. !0.30 Heimur hafsins. Italskur fræðslumyndaflokkur. 7. þáttur. Neðansjávarævintýri. Þýðandi og þulur öskar Ingimarsson. 21.20 CanterviIIe-draugurinn. (The Canterville Ghost) Bandarisk gamanmymd frá ár- inu 1943, gerð með hliðsjón af samnefndri sögu eftir Oscar Wilde. Leikstjóri Jules Dassin. Aðalhlutverk Charles Laugh- ton, Robert Young og Margaret O’Brien. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Myndin gerist i Englandi á árum siðari heims- styrjaldarinnar. I Canterville- höllinni, sem er i eigu einnar elztu og tignustu ættar landsins, hafa um aldaraðir verið magn- aðir reimleikar. Þau álög fylgja þessum reimleikum, að aftur- gangan, Sir Simon de Canter- ville, getur ekki hætt næturrölti sinu um ganga hallarinnar, fyrr en einhver af afkomendum hans hefur sýnt verulega karl- mennsku. En draugsi verður að taka á þolinmæðinni, þvi allir af Canterville ættinni hafa til þessa verið stakar heybrækur. Þá tekur hópur ameriskra her- manna sér bólstað i höllinni, og meðal þeirra er fjarskyldur ættingi Ca'ntervillefólksins. 22.50 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.