Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Miðvikudagur 1. marz 1972. VISIB Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjóm: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 15610 Hverfisgötu 32. Simi 11660 Siðumúla 14. Simi 11660 ( 5 linuri 11660 Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Hvenœr fer ríkisstjórnin að sinna málum geðsjúkra? Boðið upp á fórn Nixon gaf kinverskum kommúnistum i skyn, að hann kynni að fórna Formósu, ef þeir hegðuðu sér „sæmilega vel” i framtiðinni. Yfirlýsinguna eftir fundi Bandarikjaforseta og Kinverja ber að túlka þannig. í yfirlýsingunni hét Nixon að fækka i liði Bandarikjamanna á Formósu smám saman og stefna að þvi, að þeir yrðu algerlega á burtu þaðan. Þetta tekur einnig til bandariska flotans, sem til þessa hefur hindrað, að kommúnistar færu yfir Formósusund og gengju milli bols og höfuðs á mönnum Chiang Kai-Cheks. Hins vegar er þessu stefnuyfirlýsing ekki bundin við neinn ákveðinn tima. Það þýðir á tungumáli heimstjórnmálanna, að Bandarikjamenn geta haft lið á Formósu til eilifðarnóns. Framkvæmd yfirlýsingarinnar verður undir þvi komin, hvað Bandarikjaforseta þykir tilvinnandi i framtiðinni. Nixon er full alvara með vinahótum við kinverska kommúnista. Fyrir honum vakir að efla Bandarikin i Asiu, þar sem staða þeirra hefur versnað undan- farin ár. Hvort sem einhver leynisamningur hefur verið gerður um Vietnammálið eða ekki, þá er það greinilega eitt aðaltakmark Nixons að komast hjá átökum við Kinverja i þvi máli. Oft hefur verið rætt um þann möguleika, að Kin- verjar kæmu til skjalanna i styrjöldinni i Indó-Kina. Raunar hafa verið sögur um, að þar væru nú þegar kinverskir ráðunautar og jafnvel hermenn. Miklu fremur hefur kinversk ihlutun verið á döfinni i öllum umræðum um innrásir Suður-Vietnama i Laos eða hugsanlega innrás i Norður-Vietnam. Kín- verjar hafa mikið hlutverk i Indó-Kina striðinu. Bandarikjamenn vilja notfæra sér fjandskap Kin- verja og Sovétmanna, en þessi stórveldi kommún- ismans berjast grimmilega um völdin i kommún- istaflokkum nágrannalandanna, Norður-Vietnam, Norður-Kóreu, Mongóliu og viðar á þessu svæði. Sovétmenn hafa færzt i aukana i þeirri valdastreitu. Japan er einnig mikilvægt i þessu sambandi. Þar er nokkuð öflug hreyfing sósialista og kommúnista, sem hefur unnið kosningasigra i bcrgum landsins. • Japanskir kaupsýslumenn hugsa gott til viðskipta við Kina i náinni framtið, eftir þvi sem kinverskur efnahagur styrkist. Óttinn við útbreiðslu kommúnismans i allri Suð- austur-Asiu hefur verið aðalorsök þess, að Bandarikjamenn hafa barizt i Vietnam. Verði sam skipti við Kinverja viðunandi, hlýtur að minnka mjög hættan á útbreiðslu kommúnismans til landa eins og Thailands, Burma, Malasiu eða Indónesiu. Hagsmunir Bandarikjanna og Kinverska alþýðulýðveldisins eru um margt samrýmanlegir. Nixon væntir þess, að Kinverjar láti i framtiðinni undan á þeim sviðum, sem skipta Bandarikin mestu. I staðinn muni Bandarikjamenn láta undan i öðru. Þetta blandast persónulegum hagsmunum Nix- ons vegna forsetakosninganna i Bandarikjunum næsta haust. Þvi býður hann nú upp á fórn. 1 margræddum málefnasamn- ingi rikisstjórnarinnar segir svo i kaflanum um heilsugæzlu og heil- brigðismál: „. . . og ráöin bót á ófremdarástandi i málefnum geðsjúkra og drykkjusjúkra.” Mörg stóryröi voru notuö af núverandi stjórnarflokkum i kosningabaráttunni á siöastliönu vori um ástandiö i málefnum geö- sjúkra. bó höföu fyrrverandi stjórn og aörir þeir, er þessum málum sinna, ýmislegt aöhafzt til umbóta. Nefna má geödeild Borgarspitalans og Hvitabands- ins, barnageödeildina viö Dal- braut, endurhæfingaraöstööu að Reykjalundi og fleira. Fjarri fór þvi, aö ástandið væri viðunandi. Hafi hins vegar ástandiö verið slæmtá siöastliðnu vori, þá má með sanni segja, aö þaö sé hálfu verra i dag, Sann kallað neyðarástand.Þar eð rikisstjórnin hefur nú setið aö völdum i nærri átta mánuöi, er ástæða til að spyrja: Hvenær má vænta raunhæfra aðgerða i geð- heilbrigðismálum? Nú er svo komiö, að ásókn fársjúkra geðsjúklinga háir veru- lega eðlilegri starfsemi slysa- varðstofu Borgarspitalans, sem alltof oft á i miklum öröug leikum með aö koma þessum sjúklingum frá sér vegna pláss- leysis á geösjúkrahúsunum. Geðsjúklingar dveljast lang- timum saman i fangahúsunum, sjúklingar, sem nauösynlegt er að hafa einangraða, en sem geð- sjúkrahúsin hafa ekki aðstöðu til að taka á móti. Þessir sjúklingar fá alls ekki mannsæmandi þjónustu i fangahúsunum. Tugir sjúklinga biða eftir hverju plássi, sem losnar i geð- sjúkrahúsi, og biðlistinn lengist með hverjum mánuðinum. Sagt er, að lausnin skuli verða bygging geödeildar við Land spitalann. Byggingarfram- kvæmdir eiga að hefjast, er kven- sjúkdómadeild er fullgerð. Þaö hljóta þvi aö liða 3-4 ár, unz starf- ræksla geðdeildar viö Land: spitalann hefst. Sé haft i huga það ófremdar- ástand, sem rikir i málefnum geðsjúkra nú, þá verður að leita skjótari úrræða en aö biða eftir geðdeild Landspitalans. Leiguhúsnæði væri skjót- virkasta lausnin, eða kaup á húsnæði, sem er i byggingu. Það, sem ég tel, aö leggja beri megináherzlu á hið allra fyrsta, er rekstur geöslysastofu, er taki á móti fársjúkum geðsjúklingum, ósjálfbjarga drykkjusjúklingum og fiknilyfjaneytendum. Verkefni geöslysastofunnar yrði skyndi- hjálp i 3-6 daga. Sjúklingarnir væru rannsakaöir af sér- fræðingum og könnuð félagsleg aðstaða þeirra. Að loknum dvalartima yröi sjúklingunum ráðstafað á sjúkrahús eða hæli af siysastofunni. Ég tel, að slik stofnun gæti i mörgun tilfellum veitt ómetanlega hjálp, Koma þarf á fót einangrunar- deild fyrir geðsjúka afbrota- menn, svo aö þeir geti notiö viö- eigandi læknismeðferðar og einnig til þess að auka rými fangahúsanna, sem sannarlega er þörf á. Loks þarf að fjölga til muna rúmum til endurhæfinear geðsjúkra og bæta húsnæði og vinnuaðstööu þeirra, sem til vinnu eru hæfir. Engin aðstaða er til vistunar geðsjúkra úti á landi. Slikt er að sjálfsögðu oft mjög bagalegt, og sannarlega er þörf fyrir geðdeild á Akureyri og víöar. Flugþjónust- an hefur skapaö möguleika til þess, aö sjúklingar geti notið þjónustu sérfræðinga, þótt þeir séu vistaðir utan Reykjavíkur. Væri átak gert til lausnar þeim vanda, sem hér hefur verið rætt um, þá mundi skortur á sérhæfðu starfsfólki verða einn af erfiðu þröskuldunum. Þess vegna er mikil nauösyn á þvi að alhliöa undirbúningur hefjist sem fyrst. Rikisstjórnin hefur lofaö að ráða bót á ófremdarástandinu i málefnum geösjúkra. Þær eru margar fjölskyldurnar i landinu, sem biða eftir efndunum. „Menn spauga ekki með Lenín Rússar vilja banna danska kvikmynd ## Rússareru reiöir út í Dani fyrir kvikmynd, sem Danir gerðu um byltingarforingj- ann Lenin. Ambassador Sovétrikjanna, Nikolaj G. Egorytchev, hefur gert tvær atrennur til að stöðva sýningu kvikmyndarinnar, „Lenín, prakkarinn þinn". I kvikmyndinni er fjallaö um Lenin á nokkuð gamansaman hátt. Ambassadorinn sneri sér fyrst til danska menntamálaráöherr- ans og siöan til utanrikisráð- herrans með þá frómu ósk, aö þessi kvikmynd yrði ekki sýnd. Taldi ambassadorinn það mundu spilla samskiptum Dana og Sovétmanna. Þetta var til einskis. Er Ijótt að vera ekki spilltur? Danir vilja heldur ekki viðurkenna, að þessi kvikmynd sé andstæð Sovétrikjunum, Þvert yfir mynd af lokaatriði kvik- myndarinnar stendur skrifað: „Mundu að bjóða alltaf vel- kominn þann mann, sem ekki er spilltur”. Kvikmyndina gerðu Bent Grasten og Kirsten Stenbæk. Aðalhlutverk leikur Peter Steen. Kirsten Stenbæk, stjórnandi kvik- myndarinnar, spyr i blaöinu Politiken: „Er eitthvað neikvætt viö að vera ekki spilltur i Sovét- rikjunum?”. „Gálgahúmor" 1 kvikmyndinni er fjallaö um ferðalag Lenins gegnum Evrópu til Rússlands forðum daga með töluverðum „gálgahúmor”. Sovézka sendiráðið gat ekki unað þvi. „Menn spauga ekki með Lenih”. Reyndar virtust Rússar telja, aö Danir mættu ekki gera kvikmynd um byltingarleiðtog- ann, svona yfirleitt. Þeir reyndu að hindra, að kvikmyndin yrði sýnd, áður en hún hafði verið frumsýnd, og K.B. Andersen utanrikisráðherra varð að benda þeim á, aödönsk lög veittu stjórn- völdum enga heimild til að banná kvikmynd, sem enn var ekki einu sinni farið að sýna. Fékk opinberan styrk Og löngu áöur höföu Rússar beðiö um bann. Meðan verið var að undirbúa gerö myndarinnar, leituðu Rússar til þáverandi menntamálaráðherra, K. Helveg Pedersen, til að fá úrskurð um bann. Þeim var þá skýrt frá þvi, að kvikmyndin hefði fengið með- mæli kvikmyndaráösins og um fimm miilj islenzkra króna i styrk frá kvikmy.ndasjóðnum. Kirsten Stenbæk segir, að Rússar geti auðsjáanlega ekki skilið þaö einkenni Dana, að þeir vilji gjarnan skopast með hátiölega hluti. Rússar hafi greinilega ekki skilið kvikmyndina. Og draumur Kirsten Stenbæks um aö fá kvikmyndina sýnda i Sovétrikjunum rætist vist ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.