Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 8
v isii . imuvmuuagui Sjallað um getraunir: ”i Mikil blanda erfiðra leikja nú ó seðlinum Þaö eru nokkrir skemmti- lega erfiöir leikir á næsta getraunaseðli með leikjum nk. laugardag 4. marz. Þarna er því möguieiki að hreppa stóra vinninginn, því ef einhverjum heppnast að ná tólf réttum á þennan seðil hlýtur það að gefa mjög vel — eins og hefði verið síðast, en engum tókst þá að hafa alla leikina rétta. Það eru blandaðir leikir á næsta seðli — fyrst úrslitaleikurinn í deildabikarnum milli Chel- sea og Stoke — síðan sex leikir úr fyrstu deildar keppninni og að lokum fjórir leikir úr 2. deild og þeir allir svo erfiðir, að nær útilokað er að benda einhvers staðar á öruggan sigur. En þó seöillinn sé erfiður tökum við þó áhættuna á spá og þá eru hér einstakir leikir á seðlinum. Chelsea—Stoke 2 © úrslitalcikur dcildabikarsins og margir tslendingar eru nú I Lund- únum til að sjá þennan leik. Bæöi liöin eiga frábærum leikmönnum á að skipa og helzt þyrfti aö heil- tryggja þennan leik með þremur seðlum. Chelsea tapaöi mjög óvænt fyrir Orient á laugardaginn var, en Stoke vann þá stórsigur gegn Hull — hvort tveggja i FA-bikarnum, fimmtu umferð. Chelsea hefur náð mjög góðum árangri i bikarkeppni siðustu árin — er núverandi Evrópumeistari i bikarkeppni bik- arhafa og sigraði i h’A-bikarnum 1970 og mætti þá Leeds og sigraði eftir aukaleik á Old Trafford. Leik- menn liðsins eru þvi vanir stór- leikjum. Stoke hefur hins vegar aldrei sigrað i keppni og er þó félagið meðal þekktustu félaga Englands og hefur oftast haft mikla snillinga i liði sinu. Og svo er einnig nú. Leikmenn eins og Gordon 0 Banks, George Eastham, Peter Dobing, svo nokkrir séu nefndir, vita vel hvað er að taka þátt i stór- leikjum, þó þeir hafi ekki gert það með Stoke fyrr. Liðið er tvimæla- laust eitt albezta og skemmtileg- asta lið Englands nú og það er e.t.v. óskhyggja, en spáin er að Stoke brjóti nú isinn og hljóti sinn fyrsta meiriháttar sigur i keppni. 0 I)erby—Wolves X ^ Leikmenn Derby standa i strö- ngu þessa dagana vegna bikar- leikjanna við Arsenal og þessi leik- ur er þvi ekki eins öruggur og ætla mætti. Derby hefur ekki tapað leik á heimavelli nú — en rétt er að geta þess, að liðiö tapaði báðum leikjun- um gegn úlfunum á slðasta kepp- nistimabili. Þaðerusex ár siöan lið- in hafa deilt með sér stigum i Derby og sennilega eru það likleg- ustu úrslitin nú — en leikir þessara miðlandaliða hafa ávallt verið tvi- sýnir. Leeds—Southamton 1 Leeds sigraði Dýrlingana á siö- asta keppnistimabili, en tapaði hins vegar mjög óvænt fyrir þeim á heimavelli árið áöur. En annaö en Leeds-sigur er óhugsandi nú, þegar liðið hefur svo mikla möguleika til að sigra i 1. deild og er með iallia beztu leik- menn sina heila. Heimasigur. Liverpool—Everton 1 © Innbyrðisleikur Liverpool-lið- anna og þar veltur venjulega a ýmsu. Siöustu átta árin hefur Liverpool unnið fjóra leiki gegn Everton á heimavelli, tapað tveim- ur og tveir orðið jafntefli. Liverpool er nú miklu sterkara lið en Everton, en þó er aldrei hægt að útiloka óvænt úrslit i slikum derby- leikjum. Þar getur vissulega allt skeð, en við reiknum þó með heimasigri nú. Manch.City—Arsenal X © Arsenal hefur ekki tapað á Maine Road i Manchester siðan Manch. City komst aftur i 1. deild fyrir um það bil sex árum. Arsenal vann i fyrra en öðrum leikjum hefur lokið með jafntefli hjá liðunum. Arsenal á erfiðan bikarleik gegn Derby á mánudag og setur það strik i reikn- inginn þarna — en við reiknum þó með enn einu jafntefli milli liðanna i Manchester. Newcastle—Leicester X © Þá er þessi leikur ekki siður erfiður en aðrir á seðlinum. Nú er tvö ár siðan liðin hafa mætzt i New- castle — en þar áður lauk tveimur leikjum liðanna með jafntefli og það er spáin hér. Jafntefli. New- castle hefur gert 4 jafntefli á heimavelli á þessu leiktimabili i 14 leikjum og Leicester náö 5 jafttefl- um á útivelli i 14 leikjum. Tottenham—Manch.Utd. 1 © M.Utd. hefur undantekningar- laust unnið Tottenham á heimavelli undanfarin ár — og svo var einnig fyrr i vetur — en á ýmsu hefur oltið i leikjum liðanna i Lundúnum og sagt er, aö Bobby Charlton, fyrir- liði United, leiki aldrei betur en einmitt gegn Tottenham. En Manch. Utd. hefur staðið sig illa að undanförnu — þar til i gærkvældi — og nú eru miklu meiri likur á sigri Tottenham, þó svo Manch.Utd. hafi nýja leikmanninn Martin Buchan i fyrsta skipti meö liðinu gegn Tottenham. 1 fyrra varð jafntefli milli liöanna i Lundúnum og siö- ustu átta árin hefur Tottenham unnið fjóra leiki gegn Manch.Utd. þar, tapað tveimur og tvivegis orð- ið jafntefli. Heimasigur. W.B.A.—Nottm.For. 1 © Leikir þessara miðlandaliða hafa oftast verið mjög erfiöri — og und- anfarin sex ár hafa liöin skipzt á að sigra i West Bromwich. Notting- ham Forest sigraði á siðasta keppnistimabili, svo nú ætti þvi að vera komið að WBA, enda hefur liðið náð ágætum árangri að und- anförnu, en Forest litið sýnt. Heimasigur. Birmingham—Norwich 1 © Birmingham hefurenn sæmilega möguleika i 2. deild og til þess, að þeir möguleikar geti rætzt verður liðið aö sigra Norwich, efsta liðið i 2. deild. Birmingham er taplaust á heimavelli, unnið 10 leiki af 14, og hefur unnið Norwich þrisvar sið- ustu sex árin. Jafntefli tvivegis — þar á meðal á siðasta keppnistima- bili — og einn Norwich-sigur. En Birmingham, sem af flestum er nú talið bezta liðið i 2. deild ætti að sigra þarna. Middlesbro—Burnley 1 CKÐ Það er nú orðið langt siðan þessi lið hafa mætzt i deildakeppninni, eða siðan bæði léku i 1. deild. Middlesbro er eitt bezta heimalið 2. deildar, unnið 12 leiki af 15 og ætti að bæta þeim 13 við þarna, þrátt fyrir áfallið i gær. Middlesbro hef- ur 35 stig, Burnley 31. Portsmouth—Carlisle 1 CMI Carlisle, upp viö landamæri Skotlands, sigraði i hafnarborginni á suðurströndinni i fyrra, en fimm leikina þar á undan vann Ports- mouth — og likur á heimasigri eru meiri nú, enda hefur Portsmouth hlotið nær öll stig sin á heimavelli i vetur, en Carlisle verið litt sann- færandi i leikjum sinum úti. Sheff.Wed.—Preston 1 Tvö lið, sem eru meðal hinna þekktustu á Englandi, þó svo þau leiki nú i 2. deild. Mjög langt er siö- an þau hafa leikið saman i deilda- keppninni, Preston skrapp alla leið niður i 3. deild, en Sheff.Wed. hefur rokkað á milli 1. og 2. deildar. Heimasigur er mun liklegri i þess- um leik. —hsim. Georgie Best skoraði loks fyrir Manch. Utd. I gær og þótti mörgum mál til komiö, þvi hann hefur ekki skoraö mark fyrir liðið i einn og hálfan mánuð aö undanförnu. Hér sést hann, alhvitur, leika á Bobby Moore, fyrirliöa West Ham og Knglands. Þriggja barna móðir vann ungu sundkonurnar létt! — tvö Islandsmet sett ó sundmóti Ægis i gœrkvöldi i Sundhöllinni Hrafnhildur Guömundsdóttir meö eitt af börnum sfnum. Hrafnhildur Guðmunds dóttir, tæplega þrítug, gift og þriggja barna móðir, gerði sér lítið fyrir á sund- móti Ægis í Sundhöllinni í gærkvöldi og næstum stakk af hina yngri keppinauta sína í 100 m. skriðsundi. Hún sigraði með nokkrum yfirburðum á 1:06.9 mín, og var nákvæmlega þrjár sek- úndur frá islandsmeti sínu á vegalengdinni, sem hún setti 1968, þá sem keppandi í i R en hún býr nú á Selfossi og keppir fyrir bæinn. Hrafnhildur er auðvitaö enginn nýgræöingur I sundinu — hún er bezta skriðsundskona, sem við Islendingar höfum átt, en siðustu árin hefur hún keppt mjög litið, skiljanlega, og timi til æfinga hlýtur einnig að vera naumur. Þess vegna kemur þessi ágæti árangur hennar i gærkvöldi tals- vert á óvart — einkum þó þeir yfirburðir, sem hún haföi i sund- inu, og einnig, þegar tekiö er tillit til þess, að sundiö er yfirleitt iþrótt hinna ungu. Þó höfum viö þar lýsandi dæmi, sem sýna vel að iengi er hægt að ná góðum árangri — nú hjá Hrafnhildi og Guðmundur Gislason, sem kom- inn er á fertugsaldurinn, er enn ósigrandi hér heima i sinum sér- greinum, og á siðasta keppnis- timabili náði hann betri árangri en nokkru sinni fyrr. önnur i sundinu varð Guðrún Magnúsdóttir á 1:08,5 min Helga Gunnarsdóttir þriðja á 1:12,1 og Salome Þórisdóttir fjórða á 1:12,5 min, en þessar þrjár syntu á sama riðli og Hrafnhildur. Hins vegar náði Vilborg Sverrisdóttir, Hafnarfirði, 1:10,6 min. i fyrri riðli og hlaut þvi þriðju verðlaun. Tvö tslandsmet voru sett á mótinu i gærkvöldi og átti Finnur Garðarsson, Ægi, hlut aö báöum. Hann synti fyrsta sprett I 4x200 m. skriðsundi og náöi timanum 2:05,2 min. og er þaö nýtt islandsmet, en hiö eldra átti Finnur og var þaö 2:05,6 min. Sveit Ægis synti á 8:45,0 min og setti tslandsmet. Fyrra metið 8:52.4 min. var frá i fyrra, einnig sett af Ægis-sveit. Keppt var i 12 greinum i gær- kvöldi. Guðmundur Gislason A, sigraði með miklum yfirburöum i 400 m. fjórsundi á 5:08.9 min., en var um 10 sek. frá Islandsmeti sinu. 1100 m. bringusundi kvenna sigraði Helga Gunnarsdóttir, Æ, á 1:22.8 min. og Guðmunda Guðmundsdóttir, Selfossi, sigraöi i 400 m. fjórsundi á 6:02.0 min. og var rúmum 15 sek. frá tslands- meti Hrafnhildar. t 100 m. bringusundinu setti kornung stúlka frá Akranesi, Jóhanna Jóhannesdóttir nýtt telpnamet, synti i undanrás á 1:27.8 min, en eldra metið átti Helga Gunnars- dóttir og var það 1:30.7 min. og þótti Helga þá mjög efnileg sund- kona, þegar hún setti telpnametiö — og þær vonir hafa vissulega rætzt, sem við hana voru bund- nar, þvi Helga hefur verið okkar bezta bringusundskona undan- farin ár. Með tilliti til þessa tima hinnar ungu stúlku frá Akranesi verður ekki siður fróðlegt að fylgjast með henni I framtiðinni. Hún Jóhanna hlaut þriðju verð laun 1100 m. bringusundinu, synti i úrslitum á 1:28.1 min. en önnur varð Guðrún Magnúsdóttir á 1:25.1 min. 1 200 m. baksundi kvenna sigraði Salome Þórisdóttir á 2:40.*9 min. og var rétt við tslandsmet sitt. 1 100 ni. skrið- sundi sigraði Finnur Garðarsson á 1:56.0 sek. en Siguröur Ólafs son, Æ, náði þar athyglisverðum árangri og gaf Finni litið eftir — Fram og FH mœtast og leika eintvg gegn erlendu Bðunum Fjögur lið taka þátt i stórmóti Vikings í hand- knattleiknum, sem hefst í Laugardalshöllinni annað kvöld það er tékkneska liðið Gottvaldo, SV Hamborg, Víkingur og íslenzka landsliðið. Fram, islandsmeistararnir, verður því ekki meðal þátttökuliða i sjálfu mótinu, en hins vegar munu íslands- meistararnir leika tvo mjög athyg lisverða aukaleiki i sambandi við keppnina - og FH mun einnig leika tvo leiki. Keppnin hefst á fimmtudags- kvöld I Laugardalshöllinni og verður fyrsti leikurinn i mótinu - það er Vikingur leikur við Gott- waldo og hefst leikurinn kl.8.15. Strax að honum loknum verður svo leikurinn, sem margir vonuðust eftir að yrði i lok Islandsmótsins, en kom ekki til, þar sem FH missti stig gegn Val. Það verða sem sagt tvö efstu liðin á islandsmótinu, Fram og FH, sem leiða þarna saman hesta sina. Þetta er aukaleikur og tilheyrir ekki sjálfu Vikings- mótinu, en athyglisverð verður þessi viðureign beztu liöanna frá Islandsmótinu. Vikingsmótið heldur svo áfram á föstudag og verður þá leikiö i Hafnarfirði. Þar leika Þýzka liðið frá Hamborg gegn islenzka landsliðinu, en þess má geta, að þetta þýzka lið er sterkt: Það hefur sigrað danska landsliðið - einnig það rússneska og hefur sigrað jafn frægt lið og Dukla Prag. Það verður þvi góður æíingaleikur, sem islenska landsliðið fær þarna fyrir Spánar- förina. A undan þessum leik munu Haukar keppa, en ekki var vitað i gær hverjir mótherjar þeirra verða. A laugardag verða tveir leikir i Vikingsmótinu. Þá leika fyrst Vikingur og SV Hamborg og hefst leikurinn kl. fjögur, en siðan leikur úrvalslið HSI, landsliðið, gegn Tékkunum. Á sunnudag lýkur svo mótinu með leikjum Vikings og landsliðsins, og erlendu liðanna. Leikirnir þá hefjast einnig kl. fjögur. Og á þriðjudagskvöld kemur svo rúsinan i pylsuendanum. Þá verða tveir aukaleikir, sem forráðamönnum Vikings hefur tekizt að koma á . Þá leika Islandsmeistarar Fram fyrst gegn Gottwaldo og FH leikur við Hamborgarliðið. Það verður þvi eitthvað fyrir handknattleiks- unnendur næstu daga i Laugar- dalshöll og Hafnarfirði. -hsim. synti á 57.3 min,. sem er hans langbezti timi. Skemmtilegust keppni var i 100 m. bringusundi karla á mótinu i gærkvöldi og árangur þar stórgóöur þetta snemma á keppnistimabilinu. Leiknir Jónsson sigraöi eftir gffurlega harða keppni viö Guöjón Guömundsson frá Akranesi, sem yfirleitt var fljótari en Leiknir á siðasta ári. En árangur margra keppenda i sundinu var athyglisveröur og viö skulum þvi lita á úrslitin. 1. Leiknir Jónss. A, 1:12.0 2. Guðjón Guöm. 1A, 1:12.1 3. Guðm. Gislas, A, 1:13.5 4. Guðm. Ólafss. SH, 1:15.4 5. Sig. Helgas. S, 1:15.7 6. Örn Ólafs.SH, 1:16.2 7. Elias Guðmss. KR 1:16.3 8. Ari Gunnlss. ÍA, 1:18.0 1 100 m. baksundi karla sigraði Guömundur Gislason meö miklum yfirburöum, synti á 1:07.0 min. og A-sveit Ægis sigraöi i 4x100 m. fjórsundi á 5:13.0 min. —hsim. Stórsigur Manch. Utd. — og 20 Islendingar sáu Arsenal aftur gera jafntefli við Derby Þá kom að því, að Manch. Utd. hristi af sér slenið og liðið vann stórsigur gegn Middlesbro i aukaleik liðanna úr 5. umferð ensku bikar- keppninnar i gær, sem háður var í Middlesbro. Enginn hefði gefið United nokkra möguleika í þessum leik í Middlesbro - allir bjuggust við, að liðið mundi hljóta þar sömu örlög og í fyrra og þau, sem Manch. City hlaut nú fyrir skömmu þar. En leikmenn Manch. Utd. voru á annarri skoðun - sigruðu 3 - 0, sem að vísu var of stór sigur eftir gangi leiksins. Eitt mark var skorað i fyrri hálfleik og það var Willie Morgan, sem skoraði úr vita- spyrnu eftir að Denis Law hafði verið felldur innan vitateigs. I byrjun siðari hálfleiks sótti Middlesbro mjög og reyndi allt til að jafna, en þá fór eins og oft vill verða i mikilli pressu - Manch. Utd. náði knettinum, leikmenn liðsins brunuðu fram og George Best skoraði - fyrsta mark hans siðan 19. janúar. Þar með voru úrslit ráðin og annar frægur kappi, Bobby Charlton, komst einnig á markalistann og það i fyrsta skipti siöan einhverntimann i oktöber. Kannski eru nú bjartari timar framundan hjá þessu frægasta liði Englands og i sjöttu umferö bikarkeppninnar leikur Manch. Utd gegn Stoke á heimavelli. Martin Buchan lék ekki með Manch. Utd. i gær Arsenal og Derby mættust i öðru sinni og nú á Highbury og meðal áhorfenda voru 20 KR- ingar undir stjórn þeirra Björgvins Schram og Bjarna Felixsonar. Þetta var harður leikur og hraði og spenna mikil, en knattspyrnan ekki alltaf upp j á það bezta. Arsenal fékk betri' tækifæri framan af i leiknum, einkum Ray Kennedy, en tókstj ekki að skora og sama saganj var hjá Derby. Framlengt var i ' hálftima - og það var sama, sagan, ekkert mark var skorað,| þrátt fyrir allgóð tækifæri. Derby átti þá meira i leiknum: og jafnteflið nokkuð sanngjörn I úrslit.Það voru Makkarnir tveir i liðunum, Frand Mclintock, miövörður Arsenal, og Roy ( McFarland, miðvörður Derby, sem áttu mestan þátt i þessum úrslitum, þvi þeir - annar/ skozkur landsliðsmaður, hinn enskur - sýndu hreint frábæran varnarleik og það fáa sem komst framhjá þeim réðu' markverðirnir, Bob Wilson og og Colin Boulton, vel við- Arsenal og Derby verða þvi að leika þriðja leikinn og hann verður á hlutlausum velli i i Coventry á mánudag til að reyna að fá úr þvi skorið hvort þeirra mætir litla Lundúna-, liðinu Orient i 6. umferð, en I Orient á heimaleikinn. Einn leikur var háöur i 1. deild i gær og sigraði Sheff. Utd. þar West Ham i Sheffield meö 1- 0. -hsim. ## EKKI AF BAKI DOTTNIR — segir formaður handknattleiksdeildar Hauka — aðalfundurinn ó laugardaginn kemur ## „Við erum langt frá því að vera af baki dottnir", sagði Hermann Þórðarson, formaður Handknattleiks deildar Hauka í Hafn arfirði, er við ræddum við hann í gærdag, en lið hans féll niður í 2. deild eins og kunnugter. A aðalfundi deildarinnar i Sjálf stæðishúsinu i Hafnarfirði á laugardaginn kl 2, verður það mál málanna að reisa Hauka aftur til fyrra veldis, en liðið hefur um áraraðir verið með beztu liðum 1. deildar, enda þótt Islandsbikar- inn hafi enn ekki lent i greipum þeirra. „Við vorum einstaklega óheppnir i vetur. Margar okkar stærstu stjörnur voru frá. Fyrst fóru tveir leikmanna okkar yfir i FH, siðan meiddist Þórður og var ekki með fyrr en gegn IR i lokin. I siðasta leiknum, keyrði alveg um þverbak. Þá vantaði vist eina 7 menn i liðið. Við gerðum þaö sannarlega ekki af ásettu ráði að stilla upp svo veiku liöi gegn Fram”, sagði Hermann. Þess má geta hér,að i haust mun sennilega koma fram tillaga um fjölgun liða i 1. deild, - og þá væntanlega með heillegra lið en hægt var að stilla upp á nýliðnu keppnistimabili. -JBP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.