Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 2
2 Vfsir. Miðvikudagur 1. marz 1972. risntsm: Mynduð þér sakna sjón- varpsins, ef það hætti? Friörik Guömundsson, sölumaö- ur. Nei, nei, það mundi ég ekki gera. Ég horfi þaö litið á sjón- varpiö, aöallega fréttirnar. Og ef satt skal segja, er ég reglulega feginn, þegar þaö fer i fri, þvi mér finnst ekkert verða úr neinu, þegar þaö er. Maöur les t.d. miklu minna og það veröur litið úr verki. Hólmfrlöur Siguröardóttir, h'ús.'l móöir.Já, það mundi ég gera. Ég horfi oft á sjónvarpið eöa alla- vega það sem horfandi er á. Framhaldsþættirnir finnast mér sérstaklega góðir, og ég horfi oiHaf 4 Kristján Pálsson, prentari. Nei, alveg örugglega ekki. Ég horfi endrum og eins á þetta sjónvarp , og þá aðallega iþróttir og fréttir, og likar það efni bezt. Hrafnhildur Siguröardóttir, hús- I móöir. Já, ég býst við þvi, að minnsta kosti stundum. Og ég horfi lika stundum á það. Lang- •mest gaman hef ég af dýra- myndum og fræðslumyndum og kæmi til með að sakna þess efnis. Eitt hlutverk samsölunnar að takmarka fjölda söluaðila segir forstjóri Mjólkursamsölunnar — Visir kannar dreifingarstaði mjólkur i Reykjavík og nógrenni Jóhann i Borgarbúöinni fær ekki leyfi til aö selja mjólk úr kæli sinum i búöinni. Þess I staö hefur hann þar stillt upp kampavini (óáfengu aö visu) og ýmsum essensum. Mjóikina má bara selja i gömlu húsi þarna I grendinni. ,,Af hverju fáum við ekki að selja mjólk í verzlunum okkar, þegar við uppfyllum öll skilyrði heilbrigðisyfirvalda til slíkrar sölu?" spyrja fjölmargir kaupmenn bæði í Reykjavík og úti um land. ..Því getum við ekki keypt mjólk í sömu búð og við kaupum kjöt, fisk, smjör og brauð?" spurja húsmæður. Og það er von að þessar spurningar vakni. Fjölmargar verzlanir, t.d. hér á Reykja- vikursvæðinu, sem búnar eru fullkomnu kælikerfi, hafa sótt um leyfi til að selja mjólk, en þeim umsóknum hefur Mjólkursamsalan synjað. Þess i stað hefur hún komið upp eigin búðum og þá oft við hliðina á nýjum matvöruverzlunum. Virðist slikt ekki liklegt til að stuðla að lækkuðum dreifingar- kostnaði eða hagræðingu við sölu á mjólk. Visir fór á stúfana og kannaði þessi mál litilsháttar. t Kópavogi litum við inn i verzlunina Borgarbúðina og spjölluðum við kaupmanninn þar, Jóhann Kristjánsson. Eg hef tvivegis sótt um leyfi til að selja hér mjólk. I fyrra skiptið var það seint á árinu 1970, og Þegar húsmóðir hefur gert öll sin innkaup i matvöruverzlun, verö- ur hún aö rogast meö pinklana I næstu mjólkurbúö til aö kaupa mjólk meö matnum. Hagræöi fyrir neytendur — ekki satt? fékk ég fljótlega neikvætt svar frá Samsölunni, en engin ástæða var gefin vyrir neituninni i þvi bréfi. Með umsókninni lét ég fylgja teikningu af kæliklefa fyrir mjólkina og vottorð frá heil- brig’bisýfirvoldum, þar sem þau lögöu blessun sína yfir hús- næðið. En það hreif sem sagt ekki. Siðan sótti ég aftur um söluleyfi i byrjun janúar, en ég hef ekki einu sinni fengið svar við þeirri beiðni”, sagði Jóhann. Borgarbúðin er nýcog glæsileg verzlun og kemur manni spánskt fyrir sjónir, að' viðskiptavinir geta fengið þar allt milli himins og jarðar af matvörum, en ekki mjólk. Hana má aðeins selja i annarri verzl- un nokkra metra i burtu. Jóhann hefur opið til kl. 10 á hverju kvöldi og kl. 10 — 1 á sunnudögum. Mjólkurbúðin hefur hins vegar aðeins opið til kl. 6 og um helgar aðeins til hádegis á laugardögum. Það kemur sér illa fyrir viðskipta- vini Jóhanns að geta ekki fengið mjólkina senda heim með öðrum vörum frá verzluninni, og hefur hann jafnvel keypt fyrir þá mjólk og látið senda með handa þeim, er þess óska. ,,Ég hef aðeins farið fram á að fá að selja mjólk til jafns við aðra, en af einhverjum orsökum hefur Samsalan ekki talið slikt æskilegt”, sagði Jóhann. Svipaða sögu geta margir kaupmenn sagt. En hvað segir forstjóri Mjólkursamsölunnar: „Eitt af hlutverkum Mjólkur- samsölunnar er að takmarka fjölda þeirra verzlana, sem selja mjólk. Reiknað er með, að ein mjólkurbúð þurfi að vera á hverja 1000 ibúa. Samtök fram- leiðenda sem standa að Samsöl- unni, hafa sett henni ákveðnar reglur, og ekki er gert ráð fyrir fleiri mjólkurseljendum en þarf”, sagði Stefán Björnsson i samtali við Visi. Taldi hann likur á, að dreifingarkostnaður mjólkur myndi hækka, ef farið væri að selja hana i matvöru- verzlunum almennt. Kaupmenn eru siður en svo á sama máli. Þeir benda á, að óliklegt sé, að sérverzlanir með mjólk séu til þess fallnar að lækka kostnaðinn. Þvert á móti aukist hann stórum við slika óþarfa fjárfestingu. 1 Danmörku var sala á mjólk og mjólkurvörum gefin frjáls þann 1. janúar 1971. Uppgjör siðasta árs bera það með sér, að mjólkursalan hefur aukizt stór- lega á siðasta ári svo og sala á mjólkurvörum. Það sýndi sig, að bæði framleiðendur og neytendur högnuðust á þessari breytingu. Mjólkursölumálin hérlendis eru nú komin til alþingis. Fjóri þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Ellert B. Schram, Lárus Jönsson, Matthias Bjarnason og Ragn- hildur Helgadóttir hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á núverandi lögum um þessi mál. Er þar lagt til að þeim verzlunum, sem um það sækja og fullnægja almennum kröfum heilbrigðisyfirvalda og yfirstjórnar mjólkursölunnar, verði heimilað að selja og dreifa mjólkurvörum. Er það skoðun flutningsmanna, að með fram- gangi þessa máls sé verið að gæta hagsmuna jafnt framleið- enda sem neytenda. —SG Elin Erlendsdóttir, liúsmóðir. Já, já, það mundi ég svo sannarlega gera. En mér finnst nú sjónvarpið eða efnið i þvi, fara siversnandi. Fréttirnar eru þó alltaf góðar og sömuleiðis samtalsþættirnir. En eins og ég segi, ég mundi sakna þess, ef það hætti. Þorgrimur Eyjólfsson, fram- kvæmdastj. Já, ég hugsa bara, að ég mundi sakna þess. Ég horfi dálitið mikið á það, en annars fer það auðvitað eftir efninu. Ég hef anzi gaman af öllum þessum þjóðlegu þáttum, og svo eru nú fréttirnar finar. Þiö vilduð kannski taka það fram, að ég er » úr Keflavik. I Iðnó fer fram úr Loftleiðum Hér áður fyrr var einkum talað um sætanýtingu i sambandi við Loftleiðir. Þótti nýting sæta i vélum félagsins hreint ótrúleg og þykir vist enn. En nú hefur keppi- nautur birzt i sætanýtingunni, —- Leikfélag Reykjavikur. Febrúar- mánuður sló öll fyrri met i sæta- nýtingu, 95,6% sætanna voru nýtt, sýningar alls 31 talsins og aðsókn að leikritunum þrem nokkuð jöfn þ.e. yfirleitt uppselt. ATVINNA Verkamenn óskast til starfa i verksmiðju okkar. Mjólkurfélag Reykjavikur. ÚTBOÐ Tilboð óskast i lagningu dreifikerfis 2. og 3. áfanga af Hitaveitu Seltjarnarnes- hrepps. Útboðsgögn fást afhent hjá VERMI H/F, Höfðabakka 9, Reykjavik gegn 5.000.- króna skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sveitarstjóra Sel- tjarnarneshrepps og verða þau opnuð þriðjudaginn 14. marz kl. 17 i Félagsheim- ili Seltjarnarneshrepps að viðstöddum bjóðendum. Sveitarstjóri Seltjarnarneshrepps. Gamla krónan í fullu verógildi BÚKA MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.