Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 01.03.1972, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 1. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Herínn njósnaði um foríngja demokrata Bandaríski herinn hef- ur njósnað um marga þekkta borgara, meðal annars þrjá demókrata, sem eru i framboði við forsetakjör og einn hæsta rétta rdó ma ra. Þessar njósnir voru gerðar, meðan stríðið í Víetnam var í hámarki, að sögn talsmanna þing- nefndar í gær. Flett var ofan af, um hverja var njósnað, eftir að Sam Erving öldungadeildar- þingmaður frá Norður Karólinu hafði beðið hæstarétt að kanna, hvort njósnir hers- ins um almenna borgara væru ekki brot gegn ákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hæstiréttur felldi þann úr- skurð, að þetta væri brot gegn ákvæðum stjórnarskrár um málfrelsi. Ervin þingmaður taldi, að þessar njósnir hefðu verið miklu viðtækari en fram kom, þegar þingnefnd fjallaði um málið i fyrra. Hann nefndi engin nöfn. Hins vegar sagði talsmaður nefndarinnar, að þeir þrir demókratar sem nú gefa kost á sér i prófkosningum til forsetakjörs, séu þingmenn- irnir Edmund Muskie frá Maine og George McCovern frá Suður Dakóta og fyrrver- andi þingmaður Eugene McCarthy. Um þessa menn hafi verið njósnað stöðugt á árunum 1967—1970. Aðrir kunnir stjórnmála- foringjar hafi einnig verið undir eftirliti hersins, svo sem þingmaður demókrata Ed- ward Kennedy og þingmenn- irnir Harold Huges frá Iowa og Fred Harris frá Oklohoma. Talsmaður nefndarinnar sagði, að þessi nöfn hefðu komið fram i leyniskjölum, þar sem sagt hafi verið frá njósnum hersins. Annar þingmaður upplýsti, að eini svertinginn I hæsta- rétti, Thurgood Marshall, hafi verið einn þeirra, sem herinn hafi njósnað um. Lúna i snjónum Lúna 20 sneri aftur frá tungli og lenti eins og ákveðið hafði verið á stað einum i Sovétríkjunum 25. febrúar með sýnishorn frá tungli. Krag vill ekki sérstakt varnarkerfi EBE Jens Otto Krag, for- sætisráðherra Dan- merkur, sagði i gær, að Efnahagsbandalag Evrópu ætti ekki að reyna að hafa eigið varnarkerfi óháð Atlantshafsbandalag- inu. t ræöu i vestur-Þýzku aka- demiunni um samband milli heimsálfa sagði Krag, að ekkert gæti komið i staðinn fyrir NATO i þessum efnum. Hann sagði, að Evrópa gæti ekki tryggt eigið öryggi, og samvinna um varnar- mál við Bandaríkin og Kanada væri alger nauðsyn. Krag hafði lýst svipuðum skoö- UMSJÓN: HAUKUR HELGASON Jens. Otto Krag. unum i fyrrahaust, þegar hann kom I opinbera heimsókn til Bonn. Efnahagsbandalagsmenn margir eru áhugasamir um að EBE stofni her og standi saman sem heild um varnarmál. Krag sagði, að skoðanaágrein- ingur um varnarmál mundi ekki skyndilega hverfa eins og dögg fyrir sólu, þótt EBE yrði stækkað, en hann lét i ljós von um, að EBE- löndin yrðu áhrifameiri innan NATO. Hann taldi, að aöalverk- efni EBE væru efnahagsmálin, en i þeim fælust að visu ýmsar stjórnmálalegar ákvarðanir. Krag sagöi, að tryggja yrði framleiðsluna og atvinnuna. Byggja yrði traust efnahagskerfi, sem gerði fólkinu kleift að starfa og lifa, án þess að það þyrfti að óttast,aðgrundvöllurtilveru þess mundi hrynja hvenær sem væri. Krag hélt þvi fram, að afstaða Norðurlanda, sem yrðu aðilar aö Efnahagsbandalaginu, mundi einkennast af félagslegum, mannúðarlegum og lýðræðisleg- um sjónarmiðum, sem væru þró- uð i þessum löndum. Hann visaði á bug hugmyndum um efnahags- bandalag Norðurlanda og kallaði þær óraunsæjar og órökréttar. Hins vegar væru nauðsynlegt að halda áfram norrænr.i sam- vinnu og styrkja með henni sam- vinnu Evrópuríkja. Föðurlandsvinurinn brennur Gifurlegt tjón varð, þegar stærsta blað Suður-Noregs, Föðurlandsvinurinn, varð eldi og sprengingum að bráð. Um ikveikju mun hafa verið að ræða, og ekki vitað hvers vegna. Getgátur eru uppi um geðbilaöan brennuvarg. Vinstri sinnar handteknir í Osló Lögreglan I Osló handtók I gær tvo vinstri sinna, um það bil 25 ára, sem eru grunaöir um að hafa staöið að hvarfi bréfs frá utan- rikisráðuneytinu til viöskiptafull- trúa Suður-Vietnam i Osló. Skömmu eftir handtökurnar gerði rannsóknarlögreglan leit á skrifstofu og prentverki i bænum, þar sem vinstri sinnað vikublað, „Stéttabaráttan”, hefur verið prentað. Eftir yfirheyrslu var stjórnandi prentverksins látinn laus. Hann neitaði að bera nokkra ábyrgð á hvarfi bréfsins. Bréf þetta hafði horfið á dular- fullan hátt, og þvi skaut ekki upp að nýju, fyrr en kaflar úr þvi höfðu verið birtir i ólöglegri kröfugöngu og mótmælafundi, sem var haldinn við hús fulltrúa Suður-Vietnam. Ritstjóri blaðsins var settur i gæzluvarðhald i nótt. 1 ólöglegum fundi við hús Suður-Vietnama voru um 300—400 manna. Eftir klukkustund dreifði lögreglan hópnum með kylfum. Þegar fréttist um handtöku rit- stjórans, safnaðist hópur ung- menna, um 150 manns, saman og mótmæli. Borin voru kröfu spjöld, þar sem meðal annars var sagt, að handtökurnar væru árás á lýðréttindi fólks og ákæran á hendur ritstjóranum stjórn- málalegar ofsóknir. Samblóstur í her Tyrkja Forsætisráðherra Tyrk- lands segir, að margir yfir- menn í hernum hafi tekið þátt i samblæstri, sem hafi gert fimm vinstri sinnum mögulegt að flýja úr rammgirtu fangelsi. Vinstri sinnarnir voru ákærðir fyrir morðið á aðalræðismanni ísraels í Istanbul. Forsætisráðherrann sagði, að stjórnmálamenn yrðu að starfa saman, þvi að til væri fólk i land- inu, sem vildi grafa undan lýð- ræðinu. Einn þeirra fimm, sem komst úr fangelsinu, var skotinn til bana af öryggislögreglu fyrir tiu dög- um. Annar var særður og tekinn höndum, en öfgamaðurinn Mahir Cayan, sem er sakaður um að vera morðingi aðalræðis- mannsins, er enn laus.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.