Vísir - 04.03.1972, Side 6

Vísir - 04.03.1972, Side 6
6 Visir. Laugardagur 4. marz 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson y Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjóm: Siöumúla 14. Sirhi 11660 ir» línuri Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf Dýralíf heims í hættu Stöðugt eru að berast fregnir viðsvegar að úr heiminum um áhyggjur mann af þvi, að æ fleiri dýrategundir séu i stórri hættu og sumar nálega út- dauðar vegna gegndarlauss drápsæðis mannkyns- ins. Viða er svo komið, að mjög strangar friðunar- ráðstafanir hafa verið gerðar og leikur þó vafi á, að þær nægi allar til bjargar eins og komið er. En þrátt fyrir þessa staðreynd eru þó til i flestum eða öllum löndum margir svo skammsýnir og eigingjarnir menn, að þeir vilja halda drápinu áfram, ef þeir geta hagnazt á þvi sjálfir. Þá eru þeir og til, sem telja það skipta litlu máli, þótt einhver dýrategund deyi út og jafnvel að það borgi sig ekki að eyða fé og fyrirhöfn til þess að halda henni við. Það sé a.m.k. fásinna að láta slik náttúruverndarsjónarmið koma i veg fyrir tækni- legar framkvæmdir og framfarir, sem þó gjarnan er sagt að þjóðarheill krefjist. Við höfum kynnzt þessum kenningum töluvert hér á íslandi siðustu árin. Þeir eru t.d. til, sem telja, að fórna beri heim- kynnum gæsarinnar i Þjórsárverum undir uppi- stöðulón. Við íslendingar erum enn svo lánsamir að eiga marga fagra staði, sem eru óbreyttir allt frá þvi er menn stigu hér fyrst á land. Auk þess að vera okkur sjálfum til augnayndis, geta þeir lika orðið okkur drjúg tekjulind eftir þvi sem árin liða, ef við friðum þá fyrir umróti tækninnar. Meðal slikra fjársjóða fegurðar og efnislegra verðmæta eru laxveiðiárnar. Leiga á þeim er að sönnu að verða svo ofboðslega há, að fáir lands- menn geta veitt sér þann munað að skreppa i lax- veiði nokkra daga á sumri. Þróunin stefnir ört i þá átt, að fyrir okkur fari eins og frændum okkar, Norðmönnum, að rikir útlendingar kroppi bezta veiðitimann, en við verðum að sætta okkur við af- ganginn eða hætta þessu skemmtilega sporti. Þó skyldu menn varlega treysta þvi, að til langframa verði hægt að byggja á þessari leigu til rikra útlend- inga, en ekki er timi til að rökstyðja það nánar hér að þessu sinni. Ein af þeim lifverum jarðarinnar, sem um hrið hefur að margra dómi verið i mikilli hættu vegna ofveiði, er laxinn. Allir hafa heyrt og lesið um lax- drápið mikla i hafinu við Grænland og raunar Noreg lika. Nú hafa borizt fregnir um, að Bandarikin og Danmörk hafi gert með sér samning um þessar veiðar við Grænland og „almenn ánægja” sé i Grænlandi með þetta samkomulag. Það á sem sé að halda áfram að veiða laxinn i sjónum þarna,að visu með einhverjum takmörkunum frá þvi sem var. Hvernig þeim reglum verður svo framfylgt, á fram- tiðin eftir að leiða i ljós, og eins hvort stofninn þolir þetta til lengdar. Hér er vissulega mál, sem varðað getur okkur íslendinga miklu, og við mættum gjarnan láta meira i okkur heyra um það á alþjóða- vettvangi en við hingað til höfum gert. „Hallelúja guðspjall byltingar svertingja” Svörtu hlébarðarnir \ mannúðarstarfi - „Striðið er búið” Margir islendingar sáu i sjónvarpi kvikmynd um starf svörtu hlébarðanna i' Bandarikjunum í fyrra, til dæmis skóla hreyfingar- innar, þar sem börn voru þjálfuð i hatri á hvítum mönnum og þá sérstaklega á „svínunum", lög- reglunni. Börnin fóru með þulur um að „drepa ætti svinin" og þar fram eftir götunum. Svörtu hlébarðarnir, samtök róttækustu svertingja i Bandarlkj unum, voru löngum mjög svo skelfilegir i augum hvitra manna og reyndar ekki siður margra hinna hógværari i röðum kyn- bræðra þeirra. Þvi hefur ekki verið haldið á lofti eins mikiö og réttmætt er, að svörtu hlébarð- arnir hafa breytt stefnu i mikil- vægum atriðum. „Striöið er búiö”, segir foringi þeirra, Huey Newton. Huey Newton stýrir byltingar baráttu svertingja ekki úr helli eða hreysi. Hann býr i 25 hæöa lúxusbyggingu i Oakland, tviburaborg San Francisko, meöal hvitra milljónamæringa. Newton er kallaður „hermála- ráðherra” hreyfingarinnar, og á heröum hans á að hvila skipulag byltingarinnar. „Ráðherrann” tók i þessu skyni á leigu Ibúö, sem kostar hann um 50 þúsund islenzkar krónur á mánuði. Skáldið Eldridge Cleaver (t.v.) vill berjast, en hann dvelst I útlegö I Alsir og er þar i vandræðum með annan bandariskan útlaga,LSD-neyt- andann Timothy Leary (t.h.), sem er þyrnir I augum stjórnvalda I Alsir. og margir aðrir. Út úr prisund- inni kom hann fullur vilja til að bæta kjör svartra meðbræðra sinna meö raunhæfum aðgeröum. Honum hafði skilizt sá boð- skapur, sem margir hógværari svertingjar, einkum úr verka- lýðshreyfingunni fluttu um það, hve vonlaust væri fyrir svertingja i Bandarikjunum aö ætla að sigra hina hvitu á vigvelli. Svertingjar eru aðeins um ti- undi hluti landsmanna. Ekki Kviðdómur klofnaði i morðmáli Newtons. Newton hefur mest völd i hreyf- ingunni, eftir að hún klofnaði og „upplýsingamálaráðherra” hennar, skáldið Eldridge Cleaver.hraktisti útlegð til Alsir. Cleaver vill byrja byltinguna strax og hefja algera styrjöld á hendur „kerfinu” og „svín- unum”. Hlébarðarnir ættu sam- kvæmt kenningum hans að gerast raunverulegir skæruliðar og drepa gndstæðinga sina, hvar sem til þeirra næst. Cleaver er landflótta, þvi að yfir honum hvilir dómur. Huey Newton var dæmdur árið 1968 fyrir morö á lögregluþjóni, en sannanir i þvi máli hafa verið óljósar, reyndar svo mjög, að dómnum var koll- varpað tveimur árum siðar, og Newton varð frjáls ferða sinna. 1 fyrra tókst kviðdómendum ekki að verða sammála um sekt hans eða sakleysi, og málið var fellt niður. Skilur vonlausa aðstöðu svertingja í „striði". Ógnvaldarnir miklu, hlébarð- arnir, hafa breytt um stefnu eftir fráhvarf Cleavers. „Cleaver og hans lið flutti flokkinn frá megin- stefnu sinni”, segir Newton, „meðan ég var i fangelsi”. Hinn bliðmálgi Newton hefur ekki harðnað af fangelsisvist eins aðeins yrðu hlutföllin þau i átök- um, heldur hefur „kerfið” og hvitu mennirnir allt, sem til þarf, hin fullkomnustu vopn og iðnað og auðmagn á bak við sig. Eldrigde Cleaver tók þessi rök ekki til greina. f heimaborg sinni, Oakland, beitir Newton sér til dæmis fyrir golfpokagerð til að afla tekna til að klæöa fátæklinga. t mörgum sviðiim beita hlébarðar nú þess- ari aðferð. Þeir hafa löngum haft matstofur, þar sem fátæklingar Fangelsis vistin gerði Huey Newton ekki grimmari. úr röðum svertingja geta etið ókeypis. Þeir gangast fyrir gjöfum til hinna verst stöddu, peningar og föt. Svört millistétt kemur til samstarfs. 1 þessu skyni ástundar Newton- hreyfingin að hafa gott samstarf við þá svertingja, sem eru komnir i nokkrar álnir. Fyrst og fremst er lagt að svertingjum, sem eiga undir sér fyrirtæki, og millistétt yfirleitt að láta fé af hendi rakna til starfs- ins. Svört millistétt var löngum litt hrifin af róttækustu kynbræðrum sinum, og þó fyrst og fremst hrædd við þá. Illlllllllll Umsjón: Haukur Helgason Newton hefur hins vegar heppnazt að fá millistéttina til samstarfs um stuðning við fá- tæklinga, stuðning, sem ekki fékkst til kaupa vopna og skot- færa hinnar „gömlu” hreyfingar. Ekki lengur sagt „helvítis biblían". Þá hefur Newton boðið kirkj- unni frið. Aður hötuðust hlébarð- ar við kirkjuna, sem þeir töldu sitja á svikráðum við sig og vinna meö „kerfinu”. Svertingjar i Bandarikjunum eru hins vegar upp til hópa manna trúræknastir i heimi hér. Stefna hlébarðanna gekk gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta kynbræðra þeirra, einkum auðvitað þeirra, sem vaxnir voru úr grasi. „Helvitis biblian”. Svo sögðu foringjar hlébarða i gamla daga, einkum Eldridge Cleaver. Nú segir Newton, að Martin Luther King, prestur og svert- ingjaleiðtogi, hafi verið merk- astur spámanna og vinna verði I fullri eindrægni með trúarleiðtog- um og trúræknum svertingjum. Og prestar stiga i stól, og sung- ið er „Hallelúja, guðspjall bylt- ingarinnar”. Newton talar enn um byltingu, en hann segir, að i fyrstu lotu beri að stefna að umbótum, svo sem þær eru á Norðurlöndum. Veröi hann reittur til reiði, er hann samt enn til alls vis.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.