Vísir


Vísir - 04.03.1972, Qupperneq 7

Vísir - 04.03.1972, Qupperneq 7
Visir. Laugardagur 4. marz 1972. 7 ÆSKAN, KIRKJAN OG K.F.U.M. Á morgun er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þá verða guðs- þjónustur og samkomur viðs- vegar um landið, helgaðar mál- efnum hinna ungu. Eflaust kemur þar fram margt af ungu fólki, sem hefur fundið það, að bezta og dýrasta eign þess er trúin á Guð og son hans, Jesúm Krist. Og það er þessi trú, sem hefur verið gleði þess og kóróna. Hún hefur verið þvi styrkur gegn freistingum og öryggi i margs konar hættum á lifsins hálu brautum. Kirkjan býður öllum, ungum sem gömlum, að taka þátt i sinu samfélagi. Hún heldur sameigin- lega guðsþjónustu safnaðarins á hverjum helgidegi. Þangað eru allir velkomnir. Og ýmsir prestar hafa sérstakt starf og samkomur fyrir æskulýðinn. Og svo eigum við Reykvikingar K.F.U.M. og K. félögin, sem sr. Friðrik stofnaði fyrir meira en 70 árum og siðan hafa starfað i anda hans og trúmennsku á þeim grundvelli, sem hann lagði i upp- hafi. Aldrei hefur það starf verið fjölþættara en núna. Það hefur vaxið með stækkun borgarinnar. Miðstöð þess er að visu enn i hinu gamla húsi við Amtmannsstig, þar sem margar samkomur eru haldnar, en starfið fer lika fram viðs vegár i bænum, þar sem félögin hafa komið sér upp rúm- góðum bækistöðvum. Svo er t.d. við Holtaveg, við Langagerði og Kirkjuteig. Ennfremur er starfað i Árbæ, Breiðholti og i Kópavogi. I hverri viku allan veturinn eru fundir og samkomur á öllum þessum stöðum. Væri langt mál að gera þvi öllu skil. Þá má minna á hið blómlega starf, sem rekið er i sumarbúðum félaganna i Vindáshlið og Vatna- skógi. Unglingadeildirnar eru fyrir aldurinn 14—17 ára. Það er við- kvæmt aldursskeið, og hversu ómetanlegt er það ekki að eiga þá athvarf i góðum og hollum félags- skap. Þarna er fjölbreytt starf, margvisleg tómstundaiðja, en þó er aldrei misst sjónar á tak- markinu: — Að gefa hinum ungu það sem er dýrast og bezt: Fagnaðarerindið um Guð og son hans Jesúm Krist, sem kom tii okkar mannanna til að frelsa okkur frá synd og sálarneyð — þvi að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilift lif (Jóh. 3. 16.) Oft tölum við um það, hvað Reykvikingar — já þjóðin öll — standi i mikilli þakkarskuld við hinn frábæra æskulýðsleiðtoga, sr. Friðrik Friðriksson, stofnanda K.F.U.M. á fslandi. Borgin hefur reist honum veglegan minnis- varða i hjarta sinu. Þó væri sá minnisvarði ennþá veglegri, ef borgarar Reykjavikur væru hinum ungu sönn fyrirmynd i hóf- sömu liferni, kærleiksrikri breytni og barnslegri trú á Guð og son hans, Jesúm Krist, Drottin vorn og frelsara. Fundur i Y-D- K.F.U.K. — Nokkrar mæður eru gestir á fundinum. Drottinn, ó Drottinn vor, drag oss æ nær þér. Lifið, hið eina, er hjá einum þér, þar veitir þú oss frið, þróttinn til að lifa. Sigurvon eilifa eignumst vér. Gömul mynd úr K.F.U.M. Séra Friðrik með drengjunum slnum i Vatnaskégi. Guðni Gunnarsson starfsmaður K.F.U.M. ásamt nokkrum aðstoðar- mönnum á Y-D-fundum. EG TEL ÞAÐ HAMINGJU MINA „Kristin æska” heitir grein i bókinni „Fermingargjöfin” eftir hinn merka skólamann Hannes J. Magnússon, sem nú er nýlátinn. Þar segir svo: „Kirkjan gaf mér ekki hégóma, Helgin og lotningin, sem ég drakk þar i mig, býr enn i sál minni og hljómar þar eins og fall- egt lag i þögn sinni og kyrrð. Ég finn það nú, eftir öll þessi ár, að ég á kirkju bernsku minnar og æsku mikið að þakka. Hún ól mig upp með vissum hætti. Og ég tel það hamingju mina að hafa alizt upp við þetta trausta samband við kirkjuna á mótunarárum minum. Ég vil segja ykkur, ungu vinir, frá þessari reynslu minni og ég fullyrði, að hún á einnig mikið að gefa ykkur, ef þið viljið þiggja gjafir hennar. Þið megið skemmta ykkur — i hófi. En farið lika iðulega i kirkju og vitið, hvort þið finnið þar ekki eitthvað, sem fullnægir sál ykkar — full- nægir einhverri innri þörf — á allt annan hátt en skemmtanirnar. Sumir halda, að kristindómurinn sé bara einhver meinlætastefna og afneitun lifsgleðinnar. Það eí•mig.skilningur. Hann er lifsfylling, sem ekki er háð sveiflum hversdagslifsins,’ sem ungt fólk stendur oft svo berskjaldað fyrir og veldur þvi oft áhyggjúm, vonbrigðum og trega. A slikum stundum er gott að eiga eitthvað sem ekki bregzt. Sunnudagsfundur i Yngstu-deild K.F.U.M. við Amtmannsstíg. Hvatning til íslenzkrar œsku „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sinum hreinum? Með þvi að gefa gaum að orði þinu.” Sálm. 119, 9. Hér er spurning, sem varðar æskuna. Spurning, sem er þýðingarmeiri en nokkuð annað, sem þú hlustar á. Það er spurning um frámtíð þina, gæfu þina og lifshamingju. Alltof margir láta sig þessa spurningu engu varða. Alltof margir telja baráttu fyrir hreinu æskulifi engu máli skipta. Hreint eða óhreint, hvað er það? Hver og einn má gera það, sem hann langar til. Boð og bönn skipta engu máli. Það eru gamlar og úreltar kreddur. En þvi miður reka margir sig á það, er áfram miðar á lifsveg- inum, að svo einfalt er lifið ekki. Gömul boðorð eru enn i gildi, og séu þau brotin, koma afleið- ingarnar óþyrmilega niður á lifi okkar. Vegur okkar verður ekki lengur hreinn. Fegurð æskunnar erglötuð. Leiðin endar i vegleysu. Þú skalt þvi gefa þessari spurn- ingu gaum. Hún á erindi til þin, sem ert ungur. Gerðu hana að spurningu lifs þins og gerðu þér far um að fá fullnægjandi svar við henni. Biblian vekur oft spurningar i hugum þeirra, sem lesa. hana i alvöru.Hún getur vakið spurn- ingar, sem verða svo áleitnar, að þú færð engan frið með sjálfum þér, fyrr en þú hefur fengið fullnægjandi svar. En Biblian gefur lika svar, sem nægir. Hún gefur svar, sem veitir frið og örugga sannfæringu um að það er sannleikur. „Með þvi að gefa gaum að orði þinu”. I orði Guðs, á blöðum gömlu Bibliunnar, mætum við honum, sem segir: „Ég er vegur- inn, sannleikurinn og lifið”. Hann á enn erindi til ungra og gamalla. Hann á enn vald til að fyrirgefa syndir og getur gefið þér styrk til að sigrast á þeim freistingum , sem á vegi þinum verða. Við lifum nú á undarlegum timum. Timum, sem einkennast mjög af ótta og kviða, vonleysi og lifsleiða, en jafnframt öfgafullum lifsnautnum. A þessum timum sannast enn sem oft áður, að boðskapur Guðs orðs, fagnaðarerindi Jesú Krists, á erindi til æskunnar meir en nokkru sinni. Nú berast fréttir vfðsvegar að um miklar vakn- ingar meðal ungs fólks, sem fylkir sér heilshugar undir merki Jesú Krists og gerir sér far um að halda vegi sinum hreinum með þvi að lifa eftir boðorðum hans og vilja. islenzk æska, fylk þér undir merki Jesú Krists. Hann einn getur gefið þér sanna lifsham- ingju og vonarrika framtið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.