Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 2
2 Visir. Fimmtudagur 16. marz 1972. vimsm: Ætlið þér að kaupa miða í Happdrættisláni Ríkis- sjóðs? norour Agusisson, veiamaour. Ja, nú veit ég bara satt að segja ekki. En ætli ég drifi ekki i þvi að kaupa tvo miða, en hvort ég vilji styrkja þennan hringveg, þvi veit ég ekki hverju ég á að svara. Brynjólfur Jóhannesson, leikari. Ég er ekkert farimað hugsa um það. Ég hef bara ekki haft nokk- urn tima til þess. En þaö er sjálf- sagt að gera allt til þess að koma hringveginum á laggirnar. Mig vantar nefnilega einmitt þennan spotta tii þess aö geta sagt að ég hafi farið kringum alit landið. Ingólfur Geirdal, kennari. Ég er ekki búinn að ákveða það, en ég hef fullan hug á þvi. En hvort það er til þess að bæta fé i hringveg- inn, það er annað mál. 1 7 4. V Í SMIÖK € SMIÖIÍ \I ; S.MiOR i \| Gréta Vigfúsdóttir afgreiðslustúlka hjá Osta- og smjörsölunni heldur hér á þvi magni af smjöri og osti sem hver islendingur hefur bætt við sig frá siðasta ári, en þaö eru 2,12 kg af smjöri og 1/2 kg af osti. Fyrir framan hana eru smjör og ostur, meðalneyzla hvers islendings á árinu. íslendingur neytir að meðaltali 7.7 kg. af smjöri á ári „Þessu gct ég ekki svarað, og vil helztckki svara. En ofneyzla á fæðutegundum er auðvitað ekki holl.” Þessu svöruðu flestir þeir læknar og meðal annars pró- fessor Sigurður Samúelsson, er við léituðum álits hjá þeim á aukingu osta- og smjörsölu. Ogostaneyzla er alls staðar að aukazt meðal vestrænna þjóða, og °r Island að nálgast meðaltal. Veruleg söluaukning varð hjá Sigurgisli llarðarson, mcnnta- skólanemi. Ég á nú bara i hrein- skilni sagt engam pening fyrir þvi, en þetta er að styrkja góðan málstað ekki satt? En ég læt það ekki eftir mér sökum peninga- skorts. Hrefna Teitsdóttir, nemi. Þvi miður, ég hef bara alls ekki efni á þvi. Og þvi miður segi ég, og það meina ég. erður Helgadóttir, kennari. Ég r einmitt að koma frá þvi að upa miða og er reglulega iægð með það. Ég ætla mér að aista gæfunnar og um leið yrkja góðan málstað. mmmm Fangar eru líka menn K a g n h i I d u r hringdi: Sigurðardóttir „Mér varð ónotalega við þegar ég sá ummæli Markúsar Einars- sonar forstjóra Litla Hrauns um fangana. Þegar bruninn varð þarna fyrir austan talar hann um að þeir hefðu rekið fangana eins og fé til útihúsa og staðið þar yfir þeim vörð. Eru fangar ekki menn eða hvað? Mér dettur i hug atriði úr Kofa Tómasar frænda þegar svertingjarnir voru meöhöndlaðir eins og skepnur. Ég þekki engan af þessum ógæfusömu föngum, en það eru margir sem það gera og þessir menn eiga marga ættingja. Hvernig skyldi þeim hafa orðið við er þeir sáu þessi ummæli Markúsar?” Osta- og smjörsölunni á árinu 1971 og er þvi næst að halda að ís- lendingar hafi gefið megrunar- kúra og allt þess háttar upp á bát- inn, þar sem meðalneyzla á smjöri er 7,7 kg. á mann, og hefur hún aukizt um 2,12 kg frá þvi á ár- inu áður, en meðalneyzla á osti er 5 kg á mann og er aukning 1/2 kg. Við röbbuðum við Inga Tryggvasonhjá Framleiösluráði Landbúnaðarins og sagði hann, að ef litið væri á ostaneyzlu ann- Hlaðkríli sjúkrahúss Fúsi frændi lagði inn linu: „En hve sumum er gjarnt að setja út á hlutina. Eins og t.d. hlaðið fyrir framan slysavarð- stofuna. Þar eiga æ fleiri borgar- búar leið um til hins önnum kafna sjúkraliðs til að fá fyrstu hjálp þegar slys ber aö höndum. Þetta hlað er mörgum þyrnir i augum vegna þess að þar er ekki hægt að aka sjúkrabil upp að dyrum nema með þvi að bakka. Mér finnst ósanngjarnt að finna að þessu. Ef Borgarsjúkrahúsið hefði verið byggt i miklum þrengslum inni i bæ hefði verið litið afrek að gera svona hlaðkrili. Það hefði komið af sjálfu sér. En eins og sjúkrahúsið er i sveit sett, i hálfs eða heils kilómetra fjar- lægð frá öðrum byggingum, hefur vissulega þurft mikið hugmynda- flug við að útbúa svona þröngan krók við dyrnar. Auk þess hlýtur þessi akstur afturábak sýnkt og heilagt að vera ómetanleg þjálfun fyrir þá sem aka sjúkrabilunum. Og yröi einhver fyrir bil á þessum stað mætti segja með sanni að ekki væri langt að fara. Það liggur vafalaust djúp- stæðari hugsun á bak við þessa frumlegu framkvæmd við Borgarsjúkrahúsið en séð verður i fljótu bragði." Nú reynir ú Vísi Gamall lesandi sendi stöku: „Land og þjóðin liða kross lengst með krónu rýra. En hvert mun Visir visa oss vandanum frá að stýra.” ara landa, þá sæist að ísland er aðeins með neyzlu á borð við þau lönd, sem neyta osts i hófi. Sagði hann að gaman væri að geta þess að á árinu 1969 hefði t.d. osta- neyzla i Bretlandi verið 4.98 kg á mann, i Bandarfkjunum sem var niunda i röðinni þá 4.80 kg en Frakkland sló öll met, enda mikið snætt af osti þar og var meðal- neyzlan 13.10 kg á mann. Um 30-40 gerðir af osti eru nú framleiddir hér á landi, og skipt- Hannibal ekki undir úhrifum Ágúst Sæmundsson bað fyrir eftirfarandi: „Ég vil þakka Visi fyrir frum- kvæði að nýjungum og eru þær gleðilegur vottur um batnandi hag blaðanna. Það var ánægjulegt að sjá þessar yfirlýsingar Hannibals frá fundinum á Suðurnesjum og eru þær dálitið sérstæðar. Við Sjálf- stæðismenn þökkum fyrir og sýnir þetta bezt hvað Hannibal þorir að segja þegar hann er ekki undir annarlegum áhrifum ann ara. En okkur langar til að vita meira um hugsanir Hannibals og á hvaða linu hann raunverulega er.” ist salan nokkuð jafnt á þær, en rétt þykir að geta þess að ostar þurfa að geymast 1—3 mánuði til þess að verða söluhæfir og þurfa þvi jafnan að vera fyrir hendi all- miklar ostabirgðir. Framleiðsla á mjólk, rjóma, skyri og þviliku jókst einnig og var t.d. aukning á framleiðslu mjólkur frá árinu 1970-1971 4,6% en aukning á framleiðslu rjóma 23,9%. Heildarsala fyrirtækisins á árinu 1971 nam 854.2 milljónum króna, og jókst um 342.5 milljónir kío'na á árinu. —EA I HRINGIÐ I SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.