Vísir - 16.03.1972, Síða 7

Vísir - 16.03.1972, Síða 7
Visir. Fjmmtudagur 16. marz 1972. cTVIenningannál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: SELJA LAND, GRAFA BEIN t Snorreddu hf: Fúí Arland: GIsli Halldórsson og Ugla: Margrét Helga Jóhannsdóttir Leikfélag Reykjavikur: ATÓMSTÖÐIN eða NORDAN- STULKAN eftir Halldór Laxness Sveinn Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson færðu I leikritsform Leikmyndir: Magnús Pálsson Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson Okkar tími, okkar líf — þaö er okkar fegurð, sagði organistinn forðum í Atóm- stöðinni. Atómstöðin á sinn trygga stað í bókmennta- sögu eftirstriðsáranna: fáar bækur hafa talað fyrir munn sinnar kyn- slóðar með jafn-afgerandi hætti sem hún. En skyldi Atómstöðin enn i dag koma heim við okkar tíma og okkar líf, okkar heim — að meir en aldarfjórðungi liðnum frá þeim atburðum sem hún spratt af og fjallar um? Ætli ekki það. Að minnsta kosti er heimurinn enn i dag þessi sama gamla atómstöð, og staða Islands jafn ótrygg I heiminum nú sem þá, þótt ef til vill sé hún meö öðrum hætti. Vera má að færri verði til þess nú en þá að taka undir orðafar kalda striðsins i munni dr. Búa Arlands: aö heiminum sé skipt upp á milli austurs og vesturs, kommúnisma og kapitalisma. „Vigvöllurinn liggur eftir öllum löndum, öllum sjó, öllu lofti; en einkum þó gegn- um vitund okkar sjálfra,” stendur þar. Aftur á móti væri hægurinn hjá að orða þessa hugs un upp á nýtt við hæfi nýrra tima: að heiminum sé skipt upp á milli auðs og örbirgðar, rikra þjóða og fátækra, tækniheims og þriðja heims. Um hitt er örðugra að spá hvern hljómgrunn sögulausn Atómstöðvarinnar kunni að eiga sér enn i dag — sem er i stytztu máli sú, að fögur sé hliðin, blómin ófeig og bjargist jafnan af, trúin á allifsbrekkuna grænu. Á bak við alla briljanta orðaleiki organist- ans, nútimalegan hugmynda- forða Atómstöðvarinnar virðist innst inni búa eins konar dulvituð ihaldssöm þjóðernisstefna, meir eða minna trúarmenguð, sem að sönnu hefur orðið enn berari i ýmsum seinni ritum Halldórs Laxness. Ihaldssöm þjóðrækni hefur vissulega verið veigamikill þáttur i alls konar islenzkri póli- tik öll eftirstriðsárin, bæði i orði og á borði, og hugmyndastefna Atómstöðvarinnar sjálfrar hafði áreiðanlega á sinum tima mikil áhrif a pólitiska skoðanamótun. Og nóg eru jafnan dæmin um ýmiskonar plat-þjóðræknismál i stil við uppistandið um bein „listaskáldsins góða” sem svo napurt gys er gert að i Atómstöð- inni. Stúlka að norðanog pólitikin Úr þvi sá siður hefur komizt á að snúa sögum Halldórs Laxness i leikrit var Atómstöðin augljós lega nærtækt verkefni. Það verk sýnist mér að hafi verið unnið Iðnó með mjög viðlika hætti og leikgerö Kristnihalds undir Jökli áður og þar á undan íslands klukkan: efni og atburðum sög- unnar fylgt eins náið eftir og möguleikar sviðsins leyfa, leik- textinn þvi sem næst samhljóða sögunni án umbreytinga eða við- auka. En þvi er ekki að neita að þessi aðferð setur úrvali leiksins úr efni sögunnar sin takmörk. I þessari gerð verður ekki mikið úr né virð- ist nein tilraun gerð til að virkja upp á nýtt eða endurnýja póli- tiskan hugmyndaforða Atóm- stöðvarinnar — þótt hinni pólitisku atburðarás úr sögunni sé allskilmerkilega lýst. Svo ekki sé annað nefnt að sinni er eftirsjá i leikgerðinni að sjálfri lokamynd skáldsögunnar: jarðarför ást- magarins með Búa Árland i miðj- um flokki pipuhatta. Er lýsingu hans endanlega lokið fyrri en þar, læstum inni i hinu fordæmda póli- tiska kerfi sögunnar? En það verður heldur ekki mikið úr póli- tiska næturmakkinu, fundum út- lendinga og innlendra ráðamanna i húsi Búa — þótt ræðum forsætis- ráðherra, drukkins sem ódrukk- ins, sé svo sem til skila haldið. Sjálftþaðsmellna „leikbragð” að hafa ráðherrann aðeins leikbrúðu i strengjum, rödd i hátalara er til þess fallið að firra hinn beisklega texta raunvirkni sinni. Þannig mætti rekja fleiri dæmi og efnisatriði sem litt er til skila haldið i leikgerðinni. Og þvi er fljótsvarað: þetta efni byggist á frásögn og lýsingu frekar en sam- tölum sem flutt verði litt eða ekki breytt á leiksvið. Leikgerð Atóm- stöðvarinnar er myndasaga upp úr efni skáldsögunnar, ekki dramatisk úrvinnsla hennar, og gerir sem slik ráð fyrir þvi að áhorfendur séu meir eða minna kunnugir sögunni fyrir og komi að leiknum með nokkuð mótaðar hugmyndir um efni hans. Eins og dæmi Kristnihalds og tslandsklukkunnar sýnir leyfir lika þessi aðferð einstökum efnis- þáttum,ýmsum heilum mannlýs- ingum og mörgum fleygum snilliyrðum sagnanna að njóta sin furðuvel á leiksviði, og verður hver leikgerð likleg til vinsælda að þvi skapi sem tekst að nýta efnivið sagnanna að þessum hætti.Af undirtektum áhorfenda á frumsyningarkvöld að dæma er engin ástæða til að efast um vin- sældir Atómstöðvarinnar á kom- andi vikum og mánuðum i Iðnó. En vist má vera að hinar hjartan- legu undirtektir bendi til að ádeilubroddar sögunnar séu æði- slæfðir i þessari gerð hennar. Um einlægni og alþýðleik Atómstöðin er frumraun Þor- steins Gunnarssonar sem leik- stjóra, en þeir Sveinn Einarsson hafa i samlögum fært söguna i leikbúning. Öneitanlega má viða finna að óhjákvæmilegum sam- drætti efnisatriöa i leikgerðinni, sumstaðar sýnist teflt á tæpasta vað um samhengi efnisins og rök- visa atburðarás. Þá riður á að leikendurnir, mannlýsingarnar á sviðinu megni að fleyta leiknum yfir hina dauðu efnispunkta án þess misfellur sjáist. Það hygg ég að takist allt á litið farsællega i Iðnó — þótt i og með virðist leik- endum liggja svo mikið á að koma fram efni og atburðum úr sögunni að þeir megi varla vera að þvi að staðnæmast við hlut- verkin, það sem fram er að fara á sviðinu hverja tiltekna stund. Þessa gætir einkum framan af leiknum en hægist um þegar lengra dregur og fram koma heilar mannlýsingar og leikatriði sem standast sérstök án stuðn- ings af skáldsögunni. Þar munar fyrstog mest um Uglu: ótviræður leiksigur Margrétar Helgu Jóhannsdóttur i hlutverkinu fannst mér fyrst og fremst að þakka einlægni, fullkomnum náttiirlegleik stúlkunnar i með- förum hennar þótt vera megi að eitthvaðskorti á fyllstu leiktækni. Eitt af þvi sem skemmtilegast er við leikgerðir eftir sögum Hall- dórs Laxness er hvernig þær leiða i ljós og njóta sjálfar göðs af efniskjarna alþýðlegs raunsæis i ýmsum mannlýsingum hans — einnig þeim sem stilfærðastar sýnast, svo sem eins og guða, lög- reglu og sveitamanna i þessum leik. Það þarf ekki að spyrja að Brynjólfi Jóhannessyni i mynd og liking Útigönguhrossa-Fals i Eystridal: enn einn eilifur sveita- maður, dreginn örfáum klárum dráttum. Einnig Kleópatra, gleði- konan mikla, einhver spaugi- legasta mannlýsing leiksins i meðförum Margrétar ólafs- dóttur, reynist óbrotin alþýðu- stúlka með smáborgaralegan lifsdraum og faðirvor innst inni. Mærin Aldinblóð á mörkum barns og konu: Valgerður Dan vann eins og Margrét Helga sigur i krafti einlægni, rauntrúrrar persónusköpunar. Og feimna lög- reglan, piltur Uglu þegar á reynir, Pétur Einarsson: sveitapiltur á uppleið i borginni, samsettur úr fáeinum, skýrum töktum. Meiri áhöld verða vitaskuld um hinar stærri og viðameiri mann- lýsingar, hversu efni þeirra nýt- ast i leik, organistinn, Búi Ar- land...Organisti Steindórs Hjör- leifssonar var svo sem ekki ótrú- verðug, ósannfærandi mannlýs- ing þaðsem hún náðien varðbara aldrei verulega áhugaverð. Segulmagns organistans, sem hver af öðrum vitnar um i leikn- um, kom aldrei fram á sviðinu. Og Búi Arland? Hann er varla nema hálfur maður án hins póli- tiska samhengis sögunnar, það leiddi þessi sýning i ljós. En hinum manneskjulega eðlisþætti hans lýsti Gisli Halldórsson vita- skuld af nærfærni og góðum smekk. Önnurstefna, annað mark- mið... leikmyndir, stilfærð og einföld leiktjöld sem leyfa all-ör svið- skipti. Sitthvað er smellið i leik- myndunum: t.a.m. fjallmyndir i húsi Arlandshjóna sem ganga aftur i útsýninu i Eystridal. En spursmál er hvort ekki þyrfti á að halda útfærðri raunsæisstefnu i leikmynd Atómstöðvarinnar sem m.a. leiddi i ljós húsin tvö i leikn- um, organistans og Búa Arlands og allar þær andstæður sem þau eru til marks um. 1 milli atriða er stundum brugðið upp skugga- myndum — sem minnsta kosti eru til marks um hugsanleg, allt önnur vinnubrögð að þessum efnisþætti sýningarinnar. Með stóraukinni notkun mynd-tækni, myndel'nis frá tima Atómstöðvar- innar, tónlist ertæki i streng met myndaefninu, hefði visast mátt semja öðru efni leiksins sögulegt og pólitiskt viðlag eða bakgrunn frá hennar eigin tima. bessi sýn- ing, eins og hið nýja nafn leiksins, Norðanstúlkan, er að sinu leyti til vitnis um, leggur meiri rækt við önnur efni Atómstöðvarinnar en 1 húsi organistans: Steindór Hjörleifsson Þorkell Sigurbjörnsson hefur samið tónlist við leikinn, einkum eins konar músik-vinjettur i milli- atriði, og Magnús Pálsson gerði hinn pólitiska bakgrunn og efnis- þátt sögunnar. Hitt er spursmál hvort Atómstöðinni sé raunveru- lega til skila haldið án þess efnis. Útigönguhrossa-Falur I Eystridal: Brynjólfur Jóhannesson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.