Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 16
vísm Fimmtudagur 16. marz 1972. Þeir fá hannvið Jökul — en varla nema reyting — vertíðin ekki komin í gang — ógœftir á netafiskiríinu Keytingsafli hefur undanfariö veriö i net hér á Faxaflóasvæö- inu. Undanfariö hafa bátar veriö aö landa frá tveimur og upp I tuttugu tonnum hér i Reykjavik, en erfitt aö segja til um, hve góöur eöa mikill sá afli er, því yfirleitt vita menn ekki á hve löngum tima hans er aflaö. Þeir hafa veriö að fá hann mest við Jökul og á Faxaflóadýpi, og einir tveir Reykjavlkurbátar hafa haldið sig mikið við Breiðafjörð- inn, Þar virðist vera talsverður fiskur núna. Ekki er hægt að segja að netavertiðin sé komin I fullan gang, og enda hefur ekki veriö um nein uppgrip að ræöa — amk. enn sem komið er — enda hefur veður verið leiöinlegt, miklar ógæftir, einsog t.d. i dag. Nú er rokið svo mikið á miðum aö enginn bátur fer á sjó. — GG Seigir á loðnunni Iðnir við kolann — eltast við loðnu fram í rauðan dauðann Þcir eru nokkrir enn aö eltast viö loönuna. Keyndar er hún oröin heldur leiöinlcg viö aö fást. Fer dreift og þar aö auki hefur veöur vcriö leiöinlegt austur viö Stokks- nes eöa þar um kring, þar sem bátar hafa mest veriö. Samt hefur slatti af loðnu borizt til Hornaf jarðar, og eitthvað kom til Norðfjaröar i gærdag, þótt ekki geti kallast mikiö miðað við þann mokstur sem veriö hefur i vetur. Sæmilegt veður var i morgun á miðunum út af Ingólfshöfða og þar við Suöausturhornið. Bátar voru samt ekki mjög margir á þeim slóðum, en rannsóknaskipiö Arni Friðriksson var þar við Stokksnes að fylgjast með loðn- unni. Óhætt mun að segja loðnuver- tiðina gengna yfir, en hins vegar seiglast sumir áfram á eftir henni meðan hún enn gefur færi á sér i sjónum. — GG Baráttufundur Sverris í kvöld Svcrrir Kunólfsson heldur bar- óttulund aö llótel Borg í kvöld og verður þar rætt um vegamál aö sjálfsögöu og einnig veröur kynnt þar hreyfingin Valfrelsi sem Sverrir stendur fyrir. Sú hreyfing berst fyrir þvi að teknar verði upp persónubundnar kosningar bæði til alþingis og bæjar- Og sveitarstjórna. Með þvi er átt við að kjósandi setji kross við nafn þess frambjóðanda sem hann vill koma að, en ekki við listabókstaf flokksins. Telur Sverrir meö þvi skapast beint samband milli þingmanns og kjósenda og um leið fái þingmaö- urinn meira aðhald. Ennfremur berst Valfrelsi fyrir þvi að gera almennar atkvæðagreiðslur og skoðanakannanir að virkum þætti i þjóðlifinu. Hreyfingin hefur gef- iö út bækling þar sem þessi megin baráttumál eru kynnt og útskýrð nánar. — SG BÝR í NÆSTA HÚSI - STYÐUR ÞÓ GLAUMBÆ ,,Ég er eindregiö meö þvi, aö Glaumbær veröi cndur- reistur, svo aö unga fólkiö fái aftur skemmtistaö viö sitt hæfi. Þess vegna skrifaöi ég ekki undir mótmæli annarra, sem búa f næsta nágrenni Glaumbæjar. Þaö fólk sem stendur aö baki þessum mót- mælum viröist ekki skilja unga fólkið. Sumir — ekki endilega þeir á listanum — virðast mér jafnvel vera á móti nýjum Glaumbæ af ill- girni einni saman. „Þetta voru orö Marfu Guömunds- dóttur, húsvaröar Kvenna- skólans, en húsvaröarstööunni hefur hún gegnt i liölega 19 ár og allan þann tima hefur svefnherbergisgluggi hcnnar snúiö i átt aö glaumnum og gleöinni aö Frikirkjuvegi 7. Hvort hún hafi ekki haft ónæði af Glaumbæjargestum? „0, ekki get ég beinlinis sagt það. Maður gat svo sem hrokkið upp viö þaö, að bil- hurðum væri skellt aftur, en slikt á sér jú svo viða stað annarstaöar Ég er heldur ekki tilbúin til að kenna þeim er skemmtu sér i Glaumbæ um þau rúðu- brot, sem Kvennaskólinn hefur orðið fyrir einstaka sinnum.” Kom Maria einhvertima inn i húsið að Frikirkjuvegi 7? „Já, já, þegar þar var starf- rækt ishús. Þegar ég var i Kvennó vorum við stelpurnar lika vigtaðar þarna úti. Svo var þarna lika heimavist skólans um skeið, og þá var ég þar með herbergi. Það var þegar hún fröken Bjarnason stýrði Kvennaskólanum.” Maria mátti nú ekki vera að þvi lengur, að spjalla viö okkur. „Kennararnir eru að koma i kaffi,” sagði hún. Og á leiðinni til dyra itrekaði hún það, sem hún hafði sagt i upp- hafi samtalsins: „Mér þykir vænt um unga fólkið. Það hefur sýnt mér kurteisi eina. Þannig hlýtur það lika að vera þegar maður kemur vel fram við þetta unga fólk. Það þarf að sýna þvi skilning og traust. Ég skil vel að unga fólkið vilji fá sinn skemmtistað endurreistan, Einhverstaöar verður þetta unga og spræka fólk að geta skemmt sér....” —ÞJM Maria við kvennaskólatröppurnar meö Glaumbæ I baksýn. „Ég sef i kvistherbergi, sem snýr beint aö aö skemmtistaönum, svo aö þaö var albjart i svefnherberginu minu þegar ég vaknaöi nóttina, sem Glaum- bær brann...” Manni bjargað af laugarbotni — ósyndur Bandaríkjamaður hœtt kominn í Vesturbœjarlaug „Þeir voru að leika sér hérna i lauginni þrir Bandarikjamenn. Negrinn var illa syndur, og eitthvað voru þeir að kenna honum. Svo fór hann allt i einu i kaf — hafði reyndar gert það oft áður, þeir voru búnir að vera i laug- inni i einn og hálfan tima — en i þetta sinn kom hann ekki upp aftur. Leiö nokkur stund þar til ein- hvern fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Þá lá hann á botninum og haföi sopið tals- vert vatn”, sagði Erlingur4 Jóhannesson forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, en klukkan um 14 i gærdag var maður úr herlögreglunni á Keflavikur- velli hætt kominn i lauginni. „Þaö tók nokkuð langan tfma að llfga hann við. Við blésum i hann og við þurftum að blása einum 20 — 30 sinnum. Það liðu liölega fimm minútur þar til hann tók viö sér. Þeir komu svo hingað frá ameriska sendiráðinu um klukkutima siðar og sögðu okkur að hann væri orðinn hress,hefði farið talsvert vatn i lungun, en það væri allt komið upp úr honum.” Þeir sem björguðu ameriska lögreglumanninum voru Guðmundur Harðarson sund- kennari, og laugargestur einn, sem var honum til aöstoðar. Bandarikjamaðurínn heitir Bennie Wright og er 21 árs að aldri. j Ótrúlegt • Það er ótrúlegt, en satt eigi J að siður, að i Vestmannaeyj- • um er talsvert af bilum og J vélhjólum. Þeir eru að aka • fram og aftur og i hring J þarna á Heimaey, komast • varla út fyrir sjálfan kaup- 2 staðinn, enda þá nokkur • hætta á að fara fram af og út 2 ' sjó. • Þess vegna gerist nú • en satt! þröngt inni i bænum. Svo þröngt að þeir eru farnir að aka hver á annan. Meðfylgjandi mynd var tekin af Guðm. Sigfússyni þegar drengur á skellitik ók á hurð fólksbifreiðar einnar og löggan er komin á staðinn að kryfja málið niður i kjöl- inn. — GG Brennuvargurinn situr enn í náðum Þeir vinna af kappi, rann- sóknarlögreglumennirnir okkar i þvi að taka skýrslur af föngunum af Litla-Hrauni varöandi brunann þar. Sagði Haukur Bjarnason, lög- reglumaður að enn þrengdist hringurinn ekki. —' Enginn sem þið grunið öðr- um fremur? „Ekki get ég látið hafa slikt eft- ir mér”, sagði Haukur, en vafa- laust þjarma þeir i yfirheyrslum mismikið að mönnum. Nema að útilokunaraðferð sé beitt — og þá þrengist hringurinn stórum. — GG Hœkkar um 8 sm á sókrhring — Slœmt skyggni við Skeiðará — Hér er versta veöur, slagviöri og þoka og sér ekkert yfir ennþá, sagöi Sigurjón Rist i morgun, þegar Visir talaöi viö hann þar sem liann var staddur á Kirkju- bæjarklaustri. Sigurjón fór frá Kirkjubæjarklaustri i gærkvöldi austur á sanda til að huga aö vextinum i Skeiðará. Hann sagöi, aö enn hækkaöi i ánni og næmi vöxturinn 8 cm. á sólarhring. t gær var flogið yfir Vatnajökul til aö athuga Grimsvötnin. Þar voru á ferðinni Sigurður Þórar- insson jaröfræöingur, Snæbjörn Jónasson y firverkfræðingur Vegagcröarinnar og Helgi Björnsson, jöklafræöingur. Ekki munu miklar breytingar vera sjáanlegar enn. Sennilega fara visindamenn i leiöangur sinn austur i Skaftafell i fyrramáliö. —SB—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.