Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 16. marz 1972. 3 GRÆN TÚN í ÖRÆFUM — Skeiðará færist hægt í aukana — Öræfabændur segja að aðstöðu til ferðamannamóttöku verði að bæta Kristbjörg Kjeld, Björg Arnadóttir, Halldór Kristinsson og Gisli Alfreðsson i hlutverkum sinum. „Lítil ástarsaga ungrar heimasœtu og kúreka" „Hér i Skaftafeiii er svo til engin aðstaða til að taka á móti ferðafólki — varla hægt að segja að hér sé hægt að tjalda. Engu að siður hefur ferðamannastraumur hingað vaxið stórum siðan Jökulsá var brúuð. Og eflaust verður gifurlegur straumur hingað þegar væntanlegur vegar- kafli yfir Skeiðarársand, kaflinn sem vantar upp á hringveginn um landið, kemst i notkun”, sagði Ragnar Stefánsson, bóndi að Skaftafelli i öræfum, er Visir ræddi við hann f gær. — Þið öræfingar eruð kannski ekkert hrifnir af að tengjast skyndilega „menningunni” eftir áralanga einangrun? „Veginn verðum við fegnir að fá. Verður mikil bót að honum en aðstaða verður að vera fyrir hendi”. Sigurður Björnsson, bóndi og veðurathugunarmaður að Kviskerjum tók mjög i sama streng. Lúðrar þeyttir í þrjótíu ór „Jú, auðvitað munum við blása af fullum krafti i tónleikunum, svona þegar við á” sagði Ævar K. Ólafsson form. Lúðrasveitar Akureyrar I samtali við VIsi i morgun. Sveitin á 30 ára afmæli um þessar mundir og heldur i þvi til- efni tónleika i Sjálfstæðishúsinu i kvöld kl. 9. A dagskrá verða lög af ýmsu tagi frá ýmsum timum og það verður Norð- maðurinn Roar Kvam sem sveiflar tónsprotanum, en hann hefur þjálfað lúðrasveitina i vetur. Einleikarar verða Sævar Vigfússon og Guðlaugur Baldursson. Fyrsti formaður Lúðrasveitar Akureyrar og jafnframt aðal- hvatamaður að stofnun hennar var ölafur Tr. ólafsson. Einn af stofnendunum er Sigtryggur Helgason gullsmiður og blæs hann enn af lifi og sál. —SG Sikorsky-þyrla til landhelgis- gœzlu Aðeins formsatriði eru eftir, að skrifa undir samninginn um kaup á þyrlu landhelgisgæzlunnar. Þyrlan er af Sikorskygerð. Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði i morgun að það væri i fyrsta lagi að vænta þess, að þyrlan komi til landsins i næsta rnánuði. Þjálfun áhafnar á vélina hefur farið fram. Fyrir jól voru tveir flugvirkjar og einn flugmaður i þjálfun i Bandarikjunum. Nú er einn flugvirki staddur i Banda- rikjunum og tveir aðrir munu fara á næstunni til að vinna við samsetningu á vélinni. Flugmenn verða siðan sendir til þjálfunar á vélinni. . „Það verður að gera heilmikið hér til að hægt verði að taka á móti ferðafólki að sumrinu. Snyrtiaðstaða er engin og vont með gistingu, önæði af ferða- fólki? Nei, ekki óttast ég það beinlinis. Ég held að framkoma ferðafólksins fari fyrst og fremst eftir þvi hvernig aðbúnaðurinn á hverjum staðer. En vitanlega má a.m.k.fyrst i stað búast við gifur- legri umferð hér um, þannig er það ævinlega, þegar ný svæði eru opnuð umferð”. Þeir Ragnar og Sigurður sögðu að tið væri stórkostlega góð núna þar eystra. „Það er talsvert farið að grænka hér. Hafa verið miklar rigningar i vetur og litill sem enginn snjór. Ég held það geti ekki verið nokkur klaki i jörð”, sagði Ragnar á Skaftafelli,” og gróður hefur eiginlega litið dáið i vetur. Ég sé það t.d. á skóginum hérna, hve allt virðist lifandi. Bezta ræktarlandið hér i kring hefur þegar tekið við sér og er orðið grænt”. Rikisstjórnin hefur falið Vega- gerðinni að gera framkvæmda- áætlun um lagningu vegar og byggingu brúa á Skeiðarársandi og er þá miðað við að fram- kvæmdum verði lokið þjóð- hátiðarárið 1974. Væntanlega verða þá framkvæmdir að hefjast mjög snemma i vor, að þvi að Vegagerðin telur, þvi timi er naumur sem þessum miklu fram- kvæmdum er ætlaður. Sérfræðingar Vegagerðarinnar biða nú eftir að sjá hvernig jökul- hlaupið úr Grimsvötnum, sem falla I Skeiðará og Sandgigjukvisl haga sér og verða þessi hlaup vandlega athuguð og mæld. Verður siðan að taka mið af þessu jökulhlaupi við gerð vegar- ins og brúnna á Skeiðarársandi. „Skeiðará er hægt og hægt að færast i aukana núna”, sagði Sigurður Björnsson i Kviskerjum, „sennilega verður vatnið i henni komið I fulla hæð i næstu viku — annars er mjög erfitt að ségja nokkuð ákveðið um þessi hlaup, Þau eru breytileg og hegða sér ekki alveg eftir formúlu. Taka lika misjafnlega langan tima að ná hámarki og ganga yfir”. —GG í blaði yðar frá 13. marz sl. er birt frétt um aðgerðir ákæru- valdsins gegn Ingólfi Guðbrands- syni, framkvæmdastjóra ferða- skrifstofunnar Útsýn, fyrir brot á lögum um óréttmæta verzlunar- hætti. I blaði yðar 14. marz, er birt athugasemd frá Ingólfi þar sem frétt þessi er gerð að umtalsefni. Mál þetta snertir mjög Ferða- skrifstofuna Sunnu, óska ég þvi eftir að skýra réttan gang málsins. Vorið 1971 varð ég var við, að Ingólfur Guðbrandsson hafði uppi sögusagnir um Ferðaskrifstofuna Sunnu, sem miðuðu að þvi að hnekkja starfsemi skrifstofunnar og jafnframt að hæna viðskipta- „Nú kúrekum og bændum vingast vel”, kyrja þeir háum rómi I Þjóðleikhúsinu þessa dagana, en þar standa nú yfir æfingar á söng- leiknum Oklahoma eftir þá félaga Rodger og Hammerstein. Söngleikurinn gerist um 1890 i Oklahoma riki i Bandarikjunum. Oklahoma var þá ekki enn orðið sérstakt riki og allt er þar i mót- un. I leiknum er sagt frá skrýtnu og skemmtilegu fólki og við kynn- umst kúrekum og bændum, sem eiga i sifelldum erjum út af beiti- löndum og öðrum dægurmálum. Allt logar i slagsmálum, og mitt i öllu þessu gerist litil ástarsaga ungrar heimasætu og kúreka. En menn til ferðaskrifstofunnar Útsýn á þann hátt að óviðunandi var. Fékk ég þetta staðfest með skriflégum vottorðum fólks, sem Ingólfur hafði beitt þessum aðferðum við. Um efni þessara vottorða verður ekki fjölyrt hér, en þau sýndu að framferði Ingólfs áttu við lagaákvæði i 11. gr. laga nr. 84, 1933 um varnir gegn órétt- mætum verzlunarháttum. Sú lagagrein hljóðar svo: „Nú fer einhver með eða út- breiðir um annað atvinnufyrir- tæki rangar sögusagnir, sem miða til þess að hnekkja þvi fyrir- tæki, eða i þvi skyni að hæna til sin viðskiptamenn þess, hvort heldur slikar sögusagnir sverta eiganda fyrirtækisins, vörur þess eða aðra hagi, og skal hann þá söngleikurinn Oklahoma er ekki tómt glens og gaman þeirra 40 leikara, söngvara og dansara, sem taka þátt i þessari fjölmennu sýningu. Einnig’ eru felld inn i leikinn alvarleg atriði úr daglegu lifi þessara frumbyggja Banda- rikjanna. Þegar söngleikurinn Oklahoma var fyrst sýndur á Broadway sló hann öll met hvað aðsókn snerti, og stóð það met óbætt i fjölda ára. Það var fyrst 20 árum siðar, sem söngleikurinn My Fair Lady bætti það met og siðar Fiðlarinn á þak- inu. Aðalhlutverkin eru leikin af Hall- dóri Kristinssvni, eins og áður sæta sektum, allt að kr. 6.000,- og ef miklar sakir eru, allt að sex mánaða einföldu fangelsi.'1’ Óskaði ég þvi eftir opinberri rannsókn á hátterni Ingólfs og var málið tekið til rannsóknar hjá Sjó- og verzlunardómi Reykja- vikur. Þar komu meðal annara vottorðsgefendur fyrir dóm og staðfestu fyrri framburði sina. Ingólfur neitaði hins vegar ummælunum.Mál þetta var siðan sent saksóknara rikisins eins og önnur sakamál, sem heimilaði að mál þetta mætti leysa með dómsátt, enda tæki Ingólfur við áminningu dómsins fyrir að hafa brotið nefnd lög. Sakamál þetta var tekið til lokameðferðar i Sjó- og verzlunardómi Reykja- vikur 30. desember, 1971, þar sem Ingólfur mætti og tók þvi tilboði hefur komið fram og Björgu Arna dóttur. Halldór lék aðalhlutverkið i Hárinu og hlaut þá mjög góða dóma. Hann hefur að undanförnu sungið með söngtrióinu „Þrjú á palli.” Björg Arnadóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970 og hefur að undanförnu leikið ýmis minni hlutverk i sýn- ingum hjá Þjóðleikhúsinu. Margir af aðalleikurum Þjóðleik- hússins koma þarna einnig fram, og er þá helzt að nefna Bessa Bjarnason og Sigriði Þorvalds- dóttur, en þau fara með tvö nokk- uð stór hlutverk i leiknum. Bessi leikur hressan kúreka, sem er eitthvað að skjóta sig i Sigriði. Einnig koma við sögu Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gislason, Arni Tryggvason, Ævar Kvaran, Gisli Alfreðsson, Flosi ólafsson og fleiri. Leikstjóri er Dania Krupska, en hún er bandarisk og pólskrar ættar. Hún er Islendingum að góðu kunn, þar sem hún æfði og samdi dansana i Zorba á liðnu vori. Dania Krupska hefur i fjölda ára starfað að sviðsetningu söng- leikja bæði á Broadway og annars staðar. Hljómsveitarstjóri leiksins er Garðar Cortes, en leikmyndir eru eftir Lárus Ingólfsson. Frumsýning á Oklahoma verður þann 25. marz n.k. dómsins að ljúka málinu með þvi að vera áminntur fyrir brot á ofangreindum lögum um varnir gegn óréttmætum verzlunar- háttum, enda þótt hann hefði áður i réttinum þrætt fyrir að vera sekur. Jafnframt lofaði hann i réttinum að iáta af þessu hátterni sinu. Samkvæmt grein hans i Visi 14. marz, virðist hann þó vera búinn að gleyma þessu loforði, er hann gaf i réttinum 30, des. 1971. Um frekari aðgerðir vegna brots á þvi loforði verður þó ekki fjallað hér, heldur á öðrum vettvangi. Óþarft er að taka fram að allar dylgjur hans i garð Ferðaski if- stofunnar Sunnu eru að sjálfsögðu með öllu tilhæfulausar og eiga sér enga stoð i veruleikanum. Guðni Þórðarson. Hér sjáum við þau Gísla Alfreðsson, Björgu Arnadóttur, Ævar Kvaran og Halldór Kristinsson I hlutverkum sinum i Oklahoma. —EA ER AMINNINGIN GLEYMD? — og loforðið um að láta af illu umtali um keppinauta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.