Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 4
Víslr. Fimmtudagur 16. marz 1972. Erika Weiner heitir stúlkan á myndinni, og það er ekki að ástæðulausu, sem hún otar svona framan i okkur fót- leggjum sinum. Þannig er nefni- lega mál meö vexti, að þeir voru valdir þeir ásjálegustu i Ameriku þessa stundina og fyrir vikið hlaut Erika titilinn „Ungfrú fót- leggir 1972”. Þátttakendur i úr- slitakeppninni voru frá 38 háskól- um i Ameriku og verðlaunin voru i samræmi við það: fjögurra ára fritt nám. Og Eirika hefur þegar gert það upp við sig, hver náms- greinin verður: Vikingarnir. Simon Spies, ferðaskrifstofueigandinn danski, hefur skýrt frá þvi, hvernig hann óski að eiginkona hans verði: — Hún verður að vera nógu gáfuð til að skilja að minnsta kosti helm- inginn af þvi, sem ég segi. Bezt væri náttúrlega, að hún væri há- skólagengin. Hún þarf lika að vera dóttir A.P. Möllers, eða einhvers viðlika manns. Og svo siðast en skki sizt yngri en 16 ára. Sidney Poitier ameriski kvikmyndaleikarinn vinsæli er nú að pakka niður ásamt unnustu sinni, Joanna Shimkus. Þau hafa nefnilega keypt sér stórt hús i Belgrave Square, i Lundúnum. Lennart Bernadetto greifi á Meinau, hefur gerst blaðaútgefandi. Blað hans hefur hlotið nafnið „Mein schöner Garten” og skal koma út mánaðarlega i Vestur-Þýzka- landi og flytja garðyrkjendum holl og góð ráð varöandi garð- rækt. Charlie Chaplin verður heiðraður með sérstökum hljómleikum, þegar hann kemur til USA 1. april n.k. Hljómleika- haldinu hefur verið valinn staður i Philharmonic Hall. En auk þess verða i tilefni heimsóknarinnar tvær af þekktustu myndum meistarans. Mörg ár eru siðan, þessi nú 82ja ára gamli kvik myndaleikari var i USA, svo það er ekki nema eðlilegt, að svo mikið skuli vera haft við i sam- bandið við heimsóknina. Nilson heitir ameriskur söngvari og lagasmiður, sem nú á þvi láni að fagna, að hafa komið einu laga sinna i efsta sæti vinsældarlist- anna i bæði Bandarikjunum og Bretlandi. Lagið heitir „An þin”. Tiny Tim heitir svo annar ameriskur söngvari, en hann syngur i falsettu svo sem frægt er orðið. Sá forljóti maður stendur nú i skiln- aði. Kona hans Viky, sem var aðeins 15 ára gömul þegar hún giftist Tiny, hefur ákveðið að yfir- gefa hann. Söngvarinn kveðst þó elska hana stöðugt, og komi hún til með að gifta sig að nýju lifi hún i synd, að hans áliti. Terry Knight margmilljóner með hjálp amerisku pop-hljómsveitarinnar Grand Funk Railroad gekk i sið ustu viku að eiga stúlku frá Gautaborg. Pia Cedvin heitir stúlkan og er 21 árs að aldri. Hún var starfandi sem framreiðslu- stúlka á Bahama-eyjunum er Terry kom fyrst auga á hana. Hún sagði ,,já” eftir að milljón- erinn hafði gengið á eftir henni með grasið i skónum i meira en hálft ár. Jerry Lewis ameriski kvikmyndaleikarinn hefur söfnunaráráttu eins og svo margir aðrir. Það sem hann safnar eru kvikmyndahús og nú eru þau orðin 103 talsins, sem hann hefur keypt eða látið byggja sér i Bandarikjunum. Innan tiðar opnar hann svo sitt fyrsta kvik- myndahús i Evrópu, en það er i Paris. Leikarinn gerir sig lika lik- legan til aö opna eitt dúsin af kvikmyndahúsum i Englandi á þessu ári. öll með um og yfir 300 sætaraðir. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon óvelkomnir TRÉSKóRnjóta meiri vinsælda viða um heim. Það eru samt ekki allir eins hrifnir að þessari skó tizku, eins og raunar sagan frá Svendborg sannar. Þar er fin og flott matsölustofa, sem ber heitið „Flamenco” og er stýrt af fremur snobbuðum veitingamanni. Honum geðjaðist til að mynda ekki að þvi, að einn gesta kom um daginn tiplandi á tré- klossum inn á matsölustað hans. Fór vertinn ekki dult með fyrir- litningu sina á klossunum og hugðist visa gestinum á dyr. Áður en honum tókst að ljúka þvi ætlunarverki sinu hafði hann bara fengið annan tréskóinn i hausinn. Og er hann aftur rankaði úr rotinu hafði lögreglan fjarlægt stúlkuna á tréskónum..... LOKUÐ I LYFTU í 250 M HÆÐ! Það óhapp henti í s'vissnesku skíðalandi síðastliðinn laugardag, að ein skiðalyftanna festist í meira en 250 metra hæð. Sjötíu ferðamenn voru í lyftunni er hún festist og urðu þeir að dúsa í henni í nær sólarhring áður en þrjár þyrilvængjur komu þeim til bjargar. Lyftan stöðvaðist er slitinn kapall þvældist i hjól hennar og var lyftunni ekki haggað með nokkru móti. Bú hugmynd skaut upp koll- inum, að farþegarnir björguðu sér niður eftir kaðli, en frá þvi var horfiö sökum áhættunnar, sem þvi hefði Verið fylgjandi. Loks kom þyrilvængja tveim viðgerðarmönnum upp á lyftuna, þar sem þeir reyndu að greiða úr flækjunni, þarna uppi i háloft- unum. ENGINN ÓTTI Skömmu fyrir hádegi á sunnu- dag var það svo, sem þyrilvængj- urnar þrjár mættu til leiks og björguðu fólkinu úr prisundinni. Það var aðeins rúm fyrir tvo farþega i einu, svo aö björgunin stóð yfir i nær tvo og hálfan tima. Eftir björgunina sögðu ferða- mennirnir frá þvi, að ótti eða óðagot hefði ekki gripið um sig eitt einasta andartak allan timann. Það vilja þeir helzt þakka þvi að i gegnum talstöð var stöðugt samband við lyftu- stjórana, sem voru niðri á jörð- inni. — Við vöfðum bara utan um okkur teppum og gæddum okkur á nesti okkar og þömbuðum úr tebrúsum á meðan eitthvað var i þeim, segist ferðafólkinu frá. — Það var að sjálfsögðu þröngt um ...OG SOFFÍU VARÐ NÓG UM! — Þetta er tvimælalaust það átakamesta kvikmyndaatriði, sem ég hef leikið i, segir Soffia Loren. Atriðið heyrir til italskri mynd, sem ekki hefur verið valið nafn ennþá. Svitinn draup af Soffiu og hún var reikul i spori er kvikmyndatökunni lauk. Hvernig ætti lika annað að vera: i þessu umrædda atriði átti hún i höggi við heilan hóp kúreka, sem króuðu hana af inni i horni, og gerðu sér gott af henni hver á fætur öðrum þar til stúlkukindin hné i ómegin. okkur sjötiu i lyftunni, aðeins pláss fyrir tvo til að leggjast til hvildar á lyftugólfinu i einu. Þann skika skiptumst við á að verma, en svo sem vonlegt var brá engin auga, segir einn i hópnum, Walther Uhlmann, — Svo er Guði fyrir að þakka, að kuldinn var ekki óbærilegur, — þrengslin héldu lika á okkur hita....... Stanz skiðalyftunnar kom sér ekki einungis illa fyrir þá 70, sem áður er getið; hópur ameriskra ferðamanna lokaðist um leið af uppi á tindi Schilthorns. Þar gátu þeir hins vegar látið fara heldur betur um sig en fólkið i lyftunni. Svissnesk hjón faömast innilega og knúskyssa hvort annað eftir að hafa verið bjargað úr iyftufjandanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.