Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 13
Visir. Fimmtudagur 16. marz 1972. 13 í DAG | D KVÖLD | n □AG | „Við erum ekki vélmenni" r spjallað við Olaf Ragnarsson „Já, og nú er fólk farið að tala um að ég sé með hárkollu!” Þetta viröist vera einhver árátta. Fyrst var það Markús örn sem átti að vera meö hárkollu, þá Ómar Ragnarsson og loks ég. Ég verð bara að fara að iáta klippa mig.” Svo segir hann Ólafur Ragnars- son hjá sjónvarpinu, sem eflaust er flestum landsmönnum kunnur, þvi að hann kemur æði oft fram á skerminum. „Hvenær ég byrjaði?” Ég byrjaði áður en sjónvarpið sjálft byrjaði. Ég byrjaði hér 1. janúar 1966, sem sagt 8 mánuðum áður en útsend- ingar hófust. Við vorum þá hérna 20-30 manns og þá voru æfingar og þess háttar. Þá fóru nokkrir tæknimenn á námskeið hjá danska sjónvarpinu og fórum við siðan þangað og tók- um upp nokkra þætti og æfingar. Ég fór siðan ásamt Magnúsi Bjarnfreðssyni og Markúsi Erni Antonssyni til Stokkhólms og var þar á þriggja mánaða námskeiði við stjórn sjónvarpsþátta og dag- skrárgerð. Þannig gekk þetta fram að 30. sept. 1966, en þá var fyrsta út- sendingin, og ég get ekki neitað þvi að henni fylgdi töluverð spenna. Þetta var allt saman ósköp van- þróað fyrst, vantaði tæki og þess háttar, en nú er þetta allt að fær- ast i aukana. Fyrstu árin stjórnaði ég fréttaút- sendingu, gerð frétta og fræðslu- þáttar, og svo var ég llka með þáttinn,,Myndsjá” á móti Ásdisi Hannesdóttur i þrjú ár. Svo hef ég nú verið fréttamaður i 2 1/2 ár, og stjórnað nokkrum þáttum, svona 30-70, ég man það ekki alveg. Hvernig er vinnudagur? „Minn vinnudagur er frá 9-5 á daginn, en ef ég les fréttir þá er vinnudagurinn frá 9-9, á frétta stofu. Við skiptum með okkur fréttalestrinum. Liggur ekki gifurleg vinna á bak við hvern þátt? ,,Jú, það gerir það. Það er ótrú- íega mikil vinna. T.d. ef sýndur er hálftima þáttur, þá hafa farið 30 timar i það eitt að klippa hann. Það liggur sem sagt klukkutima vinna bak við hverja minútu sem sýnd er, aðeins við klippingu. Svo er það að semja textann, maður verður að passa sig að segja meira en aðeins það sem sýnt er. Það er t.d. ekki bara hægt að segja: Hér sjáum við Jón Jóns- son. Ólafur Ragnarsson ásamt Jóni Arasyni að störfum. Hér eru þeir að vinna að kvikmynd um Finnlandsferð Forseta tslands Dr. Kristjáns Eldjárns. Er efni dæmt hart? „Já, nú orðið. Áður var fólk undrandi á hvað við gátum en nú er það farið að gera kröfur. Timi tilraunasjónvarpsins er liðinn. Ég held lika að fólk dæmi innlent efni alveg jafnt og erlent. Kemur ekki margt skemmtilegt fyrir hjá ykkur? „Jú, auðvitað er alltaf eitthvað skemmtilegt að koma fyrir. En það vill kannski verða svo að þessi skemmtilegu atvik týnist niður i öllu stressinu hér er nefni lega dálitið stress. En hér starfa nú 100-150 manns og flestir ungir. t.d. er meðalaldur opinberra starfsmanna hvergi lægri en hér hjá sjónvarpinu. Ég held að við höfum öll áhuga á þvi sem við er- um að gera, og séum ekki aðeins að gera það til þess að fá kaupið okkar heldur lika vegna ánægj- unnar, og andinn er lika góður, mjög góður. Skemmtilegt sagðirðu. Mistök eru kannski skemmtileg svona stundum, en þau koma fyrir hjá okkur eins og öðrum. Mistök eru bara mannleg, og við erum ekki nein vélmenni sem erum mötuð af fréttum og lesum og lesum og lesum!” —EA Leikrit útvarpsins i kvöld nefn- ist „Natan og Tibilet”, og er eftir Barry Bermange. Barry Bermange er ungur brezkur höfundur og hefur látið frá sér mörg útvarpsleikrit, sem leikin hafa verið i mörgum út- varpsstöðvum. Hann hefur þó ekki látið frá sér heyra hér á landi áður. Leikritið „Natan og Tabilet”, er nýlegt og skrifað fyrir um það bil 2 árum. Leikritið er sérkennilegt og fjallar það að mestu leyti um samtal sem fer fram milli gamalla hjóna, og tala þau ýmist við sjálf sig eða þá saman. Leikritið lýsir vel gömlu fólki og þvi hve allir hlutir geta orðið stórir i vitund þeirra sem eru að verða börn aftur. Það er mjög jákvætt i lifs- viðhorfi sinu, en bölsýnistónn virðist rikja i mörgum leikritum. Með aðalhlutverk fara Rúrik Haraldsson og Guðrún Þ. Stephensen, en leikstjóri er Gisli Alfreðsson. —EA. Rúrik Haraldsson. Útvarp, kl. 20,15: „Natan og Tabilat" ÚTVARP • FIMMTUDAGUR 16. MARZ 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 A fr ivaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Sál min að veði”, sjálfs- ævisaga Bernadettu Devlin Þórunn Sigurðardóttir les kafla úr bókinni, sem Þorsteinn Thorarensen islenzkaði (2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Kam- mertónlist 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartimi barnanna Elinborg Loftsdóttir sér um timann. 18.00 Reykjavikurpistill Páll Heiðar Jónsson segir frá. 18.20 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Óvisindalegt spjall um annað land Ornólfur Arnason flytur fimmta pistil sinn frá Spáni. 19.45 Samleikur á klarinettu og *☆*☆**★*★☆**★**☆★☆+*★☆★☆★☆★***★☆*☆★*★*★***** ** m w «- * «- * «- * «- * «- * «- ★ «- * «- * s- * «- * «- ★ «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- «- * «- * «- * «- * * «- * «- * «- * «- * «- * «- «- * «- * «- * «- * «- * «- * «- ★ «- * «- ★ «- * «- * «- «- «- * «- «- * «- * «- * «- «- * «- ★ «- «- r "t t* Spáin gildir fyrir föstudaginn 17.marz. Hrúturinn, 21.marz-20.april. Góður dagur yfir- leitt, bæði til að ljúka við verkefni og fitja upp á nýjum. En treystu ekki um of á þær upplýsingar, sem fengnar eru langt að. Nautið, 21.april-21.mai. Það litur helzt út fyrir að þér verði trúað fyrir einhverju leyndarmáli, i þvi skyni að þú veitir ráð, en þú ættir að fara varlega. Tviburarnir,22.mai-21.júni. Það litur út fyrir að dagurinn verði þér notadrjúgur á margan hátt, einkum ef þú fæst við Iistir eða annað, sem krefst hugkvæmni og imyndunarafls. Krabbinn, 22.júni-23.júli. Ef þú gætir þess að gera ekki ósanngjarnar kröfur til annarra, getnr þetta orðið þér góður dagur á margan hátt. Peningamálin munu þurfa aðgæzlu. Ljóniö, 24.júli-23.ágúst. Bréf eða orðsendingar langt að munu reynast mjög jákvæð. Annars ætturðu ekki að fitja upp á neinu nýju i daf en ljúka þvi, sem verið hefur á döfinni. Meyjan, 24.ágúst-23.sept. Ef þú hefur tekið ein- hverja ákvörðun nýverið sem snertir peninga- ætturðu ekki að fitja upp á neinu nýju i dag, en málin eða atvinnuna, er hætt við að þú verðir að endurskoða hana i dag. Vogin, 24.sept.-23.okt. Þetta verður þér fremur þægilegur dagur, að þvi er virðist, en varla til neinna átaka, enda óvist að þess þurfi meö. Ekki heldur til að taka nýjar ákvarðanir. Drekinn, 24.okt.-22.nóv. Þú virðist þurfa á nokkurri hvild að halda, og ættirðu að reyna að koma hlutunum þannig fyrir, að þú gætir slakað nokkuð á næstu dagana. Bogamaðurinn, 23.nóv.-21.des. Þetta verður vafalltið notadrjúgur dagur þegar á liður, þegar þú hefur fengið tóm og tima til að átta þig á verkefnunum, sem fyrir liggja. Steingeitin.22.des. -20,jan. Það litur út fyrir að þú sért að undirbúa eitthvað af miklu kappi, en sennilega er það til litils, af ófyrirsjáanlegum á- stæðum. Vatnsberinn,21.jan.-19.feb. Það er ekki með öllu útilokað að þú getir orðið fyrir verulegu happi i sambandi við störf þin og áhugamál, en eitthvað muntu samt þurfa til að vinna.. Fiskarnir. 20.feb.-20.marz. Það væri mjög mikils virði fyrir þig að geta staðið við allar skuldbindingar i dag, og ættirðu þvi að gera þér sérstaklega far um það. ■Ct •k ■ft ¥ -tt ★ -s -k -tt -tt ★ -Ct -ú ¥ -tt ★ -Ú ¥ -tt -tt -k ★ -tt -K -Et -K -Ct -K -tt * ■tt ¥ -tt -K -tt -K -Ct -* -tt ¥ -Ct ¥ -tt ¥ -Ct ¥ -tt ¥ -ft ¥ ■Ct ¥ ■U ¥ -ti -k -tt ¥ -tt ¥ -t< ¥ -tt * -Ct ★ -tt ¥ -ít ¥ ¥ -t< ¥ -Ct ¥ -Ct ¥ -tt -Ct ¥ -tt ¥ ■tt ¥ -Ct ¥ -tt ¥ ■ -Ct -K -tt ¥ -tt ¥ -tt ¥ -Ct ¥ -tt ¥ -tt ¥ -Cf ¥ -tt ¥ -Ct ¥ -Cf ¥ -Ct ¥ -tt ianó i útvarpssal Gunnar Egil- son og Þorkell Sigurbjörnsson leika 20.15. Leikrit: „Natan og Tabilet” eftir Barry Bermange Þýð- andi: Asthildur Egilson. Leik- stjóri: GIsli Alfreðsson. 21.15 Einsöngur: Finnski bassa- söngvarinn Kim Borg syngur rússneskar óperuariur. 21.40 óljóð Þorsteinn Hannesson les úr þessari kvæðabók Jóhannesar úr Kötlum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (39). 22.25 A skjánum Stefán Baldurs- son fil. kand. stjórnar þætti um leikhús og kvikmyndir. 22.50 Létt músik á siðkvöldi. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. . Útvarp kl. 22,50: Létt músik á síðkvöldi Flytjendur eru: Bing Crosby, Rosemary Clooney, Leslie Caron, Maurice Chevalier, Louis Jordani Nat King Cole, Mills -bræður, Mexicali Singers, Edith Piaf og hljómsveit, sem Guy Luypaxerts stjórn- ar. Bing Crosby

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.