Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 16.03.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 16. mari 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson F'réttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 11660 15 linun Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Einhœft stórveldi Efnahagsbandalag Evrópu er einkennileg blanda hugsjóna og harðfylgi. Bandalagið er sprottið af ósk striðsþreyttra þjóða um sameinaða Evrópu. Og i framkvæmd hefur hugsjónin borið árangur i stór- felldum hagvexti þátttökurikjanna. Hins vegar er bandalagið að ýmsu öðru leyti frumstætt. Það er framlengdur armur framkvæmdavalds þátttöku- rikjanna, en ekki tilsvarandi framlenging lög- gjafarvalds og dómsvalds. Þing bandalagsins er valdalaus stofnun og aðeins haft til að sýnast. í bandalaginu felst ofvöxtur framkvæmdavalds á kostnað annarra þátt valdsins. Forsendur lýðræðis- ins hafa ekki komið nægilega við sögu i þróun bandalagsins. Stórveldishugsanir eru farnar að sækja að ráða- mönnum bandalagsins, enda er efnahagslegur styrkur þessi orðinn meiri en hjá Bandarikjunum og Sovétrikjunum. Um leið sækja að bandalaginu freistingar til að deila og drottna á valdasvæði sinu, eins og stórveldum hefur oftast verið tamt og eins og annað stórveldi austar i Evrópu hefur mikla reynslu i. Vill eitt öllu ráða Um þessar mundir stendur Efnahagsbandalagið i svokölluðum viðræðum við ísland um viðskipta- samning milli þessara aðila. Vafasamt er þó að nefna þetta viðræður, þvi að bandalagið hyggst greinilega setja okkur þá kosti, sem þvi sýnist. Okkar hlutverk á ekki að vera annað en að skrifa undir það, sem ráðamenn bandalagsins lesa fyrir. Landhelgisskilyrðið er ekki það eina, sem gerir tillögur bandalagsins óaðgengilegar og fáránlegar i augum okkar. Það skilyrði, að íslendingar sitji áfram við 12 milna landhelgi, nægir þó eitt til að hindra samninga. Við fórnum frekar hagvexti en auðlindum okkar. En að öðru leyti eru tillögur bandalagsins lika ákaflega einhliða. Við eigum að afnema toll á iðn- aðarvörum frá löndum bandalagsins og i staðinn eigum við að fá helmings tollalækkun á sjávar- útvegsafurðum okkar til landa bandalagsins. Þetta er ekki i samræmi við eðlileg, gagnkvæm viðskipti. Lönd bandalagsins selja okkur iðnaðarvörur og við seljum þeim fisk, svo að tollalækkunin á með réttu að vera gagnkvæm á þessum sviðum, jafnmikil á báða bóga, en ekki helmingi meiri af íslands hálfu eins og bandalagið vill. Til að bæta gráu ofan á svart, vill bandalagið ekki lækka tolla á álinu frá Islandi, einu iðnaðarvörunni, sem við höfum upp á að bjóða i verulegum mæli. Þessi tillaga er sérdeilis ruddaleg, i ljósi þess að bandalagið segist ekki geta lækkað tolla á sjávar- afurðum nema um helming, þar sem þær séu ekki iðnaðarvörur, heldur landbúnaðarvörur. Þegar á allt er litið er ekki hægt að komast hjá þeirri ályktun, að bandalagið telji sig sem stórveldi geta ráðið eitt þessum samningum og án nokkurrar sanngirni. Það virðist þvi næsta óliklegt, að viðræðum miði nokkuð áfram á næstunni. New Icel^d cod wa:,%>^ on horizoii Thc Govprnmont has told Irpland that it rpfusps to rumio Ul By MICHAKI. I.AKH Court will StffcÆ ‘C0D WAfí Bri ía,n referred BV °Ur F,lhln8 Reporter Iht N»w Yo»k Tlmtj/Mtrcti /, 19T7 Dlspute is over plan to extend island’s fishing limlts from current 12 miles from shore to 50. to the th. Llon's Don, bu. falr'h.lrid lcalander „Nýtt þorskastríð í aösigi", segja brezku blöðin. Brezku blöðin um landhelgisdeiluna: „Lífshagsmunir íslendinga gegn óþægindum Breta" „Engin trygging er fyrir þvi, aö |sú aðferð að beita herskipum verði á nokkurn veg árangurs- rikari i nýju þorskastriði en hún var seinast. Hin fáu varöskip islands munu eiga erfitt upp- dráttar að ráða viö allan flota Breta og Vestur-Þjóðverja, svo að ekki sé minnzt á Rússa, Pól- verja, Norðmenn og Japani, en hver, sem verður tekinn, mun sæta þungum skaðabótum og upptöku afla og veiðarfæra.” Þetta segir brezka blaðið The Guadian um landhelgisdeilu Breta og tslendinga, og fyrirsögn greinarinnar er „Nýtt þorska- strið við Island i nánd”. Blaöið segir, að brezka stjórnin hafi af þessum sökum augljóslega vonir um, að einhver bráðabirgðalausn muni finnast, þar sem báðir aðilar komist hjá að falla frá meginstefnu sinni. t Daily Mail er fjallað um komu Jónasar Arnasonar og manninum lýst. „Bros hrukkar laglegan, norrænan svip hr. Jónasar Arnasonar, lýsir það eins og bjarmi norðurljósa,” segir þar. ,Brosið er aldrei lengi fjarri, og þau skortir æfða atvinnu- mennsku, sem er vörumerki dansmeyja og flestra stjórnmála- ,Nýtt þorskastríð óhjákvæmilegt" Daily Mail segir einnig, að á yfirborðinu virðist málið i sjálf- heldu og nýtt þorskastrið óhjá- kvæmilegt, með beitingu her- skipa. Hvernig svo sem á þvi standi, þá sé það undarlegast, hve bros Jónasar sást oft þá tvo daga, sem hann dvaldist i Hull sem fulltrúi sjávarútvegsráðherrans islen- zka. Friskiðnaðurinn i Hum- berside muni tapa stórum fúlgum, ef þorskastrið skellur á. t fleiri blöðum er lögð áherzla á, að brezka stjórnin vilji reyna að ná bráðabirgðasamkomulagi til að komast hjá „striði”. The Guardian segir, að stjórnin sé engu að siður reiðubúin aö senda herskip sin til hafssvæöis við tsland, norður til Norður-ts- hafs, til að vernda fiskiskipin frá Hull og Grimsby fyrir varðbátum tslendinga. Þetta komi til dæmis fram i ræðu lafði Tweedsmuir, Skotlandsráðherra, i lávarða- deild þingsins. I vaxandi mæli tgæti „óþolinmæði” vegna stefnu íslendinga. Hins vegar megi ekki gleymast, að tslendingar hafi unnið sigur i hinu eftirminnilega þorskastriði þrátt fyrir nærveru flota hennar hátignar og mörg átök á hafinu. Niðurstaðan hafi orðið samn- ingur árið 1961, þar sem báðir aðilar hafi „heitið þvi að tilkynna með sex manaða fyrirvara sér- hverjar ráðgerar breytingar og visa sérhverjum deilum til Alþjóðadómstólsins i Haag.” Átta mánaða gömul vinstri sam- steypustjórn á tslandi neiti að visa málinu til Haag og hafi sagt upp samningnum frá 1961. Illlllllllll M) WIM Umsjón: Haukur Helgason Bretar af stað með áróðursherferð. Deilan sé nú miklu viðtækari en var i fyrra þorskastriði, segir blaðið, þvi að 50 milna takmörk umhverfis allt tsland taki yfir mjög mikið hafsvæði. Með útfær- slu muni brezkir togarar verða sviptir helmingnum af úthafsafla sinum. Með þvi mundi helmingur af 66 togurum i Hull liggja ónotaður, segir blaðið, og mikil vandamál skapast i fiskvinnslu i hafnarborgum Bretlands. Brezka stjórnin virðist vera að fara af stað með áróðursherferð, sem byggist á þvi, að veiði við tsland sé ákaflega stöðug og ekkert hafi gerzt viðvikjandi stofninum, sem rökstyðji ótta tslendinga og harðvituga stefnu þeirra. t seinasta eintaki Sunday Times segir, að nýtt þorskastrið virðist öruggt. Brezka stjórnin hafi sagt að floti hennar hátingnar kunni að verða sendur á vettvang, ef tslendingar fari af stað, án þess að biða niðurstöðu Haagdómstólsins. En allir 203 þúsund Islendingar séu reiðu- búnir að fara sinu fram. „Rússar aðalsökudólgar," segir í Sunday Times. Murray Sayle ritar i blaðið um dvöl sina á tslandi. Förin frá flug- vellinum til Reykjavikur hafi ein nægt til að sanna honum, hve tslendingar séu, jafnvel háska- lega, háðir fiski. t 18 mánaða fyrra þorskastriði segir Sayle, hafi varðskipin Þór og Ægir gert meira en 70 mis- heppnaðar tilraunir til að taka brezka togara. Freygátur hafi reynt að skapa verndarsvæði, þar sem togararnir hafi haldið áfram að veiða. Aðeins fyrsta flokks sjó- mennska hafi komið I veg fyrir alvarlegt tjón á mönnum. Sayle segist hafa rætt við Einar Agústsson og spurt hann, hvort verið gæti, að Lúðvik Jósefsson, sem Sayle sagði, að „færi ekki leynt með, að hann væri kom- múnisti”, hefði rætt við Rússa þær ásakanir, að þeir bæru fyrst og fremst ábyrgð á ofveiði. Þeir „ryksuguðu” veiðisvæði við strendur annarra landa, svo sem þeir hefðu gert i Georgsbanka við MassachusettesBandarikjunum. Einar Agústsson hefði kurteis- lega komið umræðum út i aðra sálma. Hann hefði viðurkennt, að Rússum væri sennilega ekkert um, að öll riki færðu landhelgi i 50 milur, og með þvi væri úthafsfloti Sovétrikjanna starflaus. Hvaö fyndist Bretum ef við boruðum eftir jarðgasi við Bretland? Ráðherra hefði spurt, hvað Bretum fyndist, ef tslendingar færu að bora eftir jarðgasi i Norðursjó við strendur Bret- lands. A timum, þegar engin alþjóðleg lög væru til um málið og hætt væri við valdastreitu stór- velda um það, þætti islenzku stjórninni ekki unnt að reysta á Haagdómstólinn eða biða alþjóðaráðstefnu. Einar Agústs- son hefði sagt, að markmið Islendinga væri að allur eða nærri allur fiskur veiddur við tsland, rynni til tslendinga. tslendingar yrðu fyrst að hugsa um framtið barna sinna. Auðunn Auðunsson skipstjóri hafi sagt, að stærri brezku veiði- skipin gætu farið til Spitzbergen og Hvitahafs og hann skildi ekki, hvers vegna Bretar sinntu ekki meira um sildina við strendur sinar. Murray Sayle lýkur greininni með þvi að segja, að erfitt sé að hrekja rökin eins og tslendingar leggja þau fyrir: Lifshagsmunir litillar þjóðar gegn óþægindum fyrir aðra stærri, þótt það kynni að vera umtalsvert um skamman tima.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.