Vísir


Vísir - 17.03.1972, Qupperneq 20

Vísir - 17.03.1972, Qupperneq 20
vísm Föstudagur 17. marz 1972. Morgunblaðið biðst afsökunnar 1. des. nefnd stúdenta höföaöi um daginn mál á hendur Morgun- blaöinu vegna ummæla um 1. des. samkomu stúdenta. MorgunblaöiA haföi áöur boöiö stúdentum aö birta afsökunar- beiðni á þessum ummælum i Vel- vakanda, þar sem ummælin um samkomu stúdenta birtust. Kins og Visir skýröi frá á mið- vikudaginn var, afþökkuöu stú- dentar þetta boö Morgunblaösins, og hófu meiðyröamál á blaöiö. Sama dag og Vlsir birti frétt um máliö, var I Velvakanda Morgun- blaösins afsökunarbeiöni blaös- ins, þar sem ummælin voru tekin til baka. —GG Sýnikennsla útgerðarmannsins? - mikið tjón í Grindavík - verður að byggja nýjan, öflugri varnargarð Þeir segja I Grindavik, aö Lúövik Jósepsson ráðherra, hafi i gær verið að aka um bryggjurnar I Grindavik meö Tómasi Þorvaidssyni. Hafi útgerðarmaöurinn veriö aö lýsa því fyrir ráöherranum, hvernig stundum flæddi yfir allar bryggjur og grjótiö gengi á land. Ráðherrann hálfvegis trúöi ekki voðasögum út- geröarmannsins. Skömmu siöar gekk sjór yfir alla höf- nina, braut niöur steyptan hafnargaröinn, skarö i hleösiu og jós grjótinu upp. Ráöerr- ann horföi á — og var aö sögn steinilostinn yfir hamagangi náttúrunnar. „Nei, nei — auðvitað trúði Lúðvik mér — og það vita allir að viö getum hér alltaf átt von á þvi að sjá allan okkar flota fara I rúst I flóöum — og menn hafa áöur talaö um að nú veröi að byggja almennilega var- nargarða. En það er bara ekki gert, undarlegt að þjóðin skuli láta bjóða sér upp á svona lagað. Sök sér með okkur hér suður frá, en það er öll þjóðin sem á sitt undir þvi að þessir hlutir séu i lagi”, sagði Tómas Þorvaldsson. Kannski sjórinn hafi hellzt yfir þá Grindvikinga bara til að sýna ráðherranum vand- ræöi þeirra? „Við verðum að fá hér miklu traustari hafnargarö”, sagöi hafnarstjórinn, Ingólfur Karlsson, „annars má segja að skemmdir hafi ekki orðið miklar i þessu flóöi — heldur bættist bara við fyrri skemm- dir frá flóðinu um daginn, sem ekki hafði unnizt timi til að gera við. Sprungur i steyptum bryggjugólfum stækkuðu, og fleira slikt. Gatið i brim- garðinum stækkaði og svo virðist vera aö rofna rás i kambinn hér suöur af og sjór fara að ganga inn i hópið. Bátar skemmdust ekki i þessu flóði, en Arnfirðingur, sá sem strandaði hér fyrir jól, hefur siðan staðiö hátt uppi á kambinum, hann lagöist á hliðina i þessu flóði”. Og það ætlar ekki af honum Arnfirðingi að ganga. Það hafa verið framkvæmdar kostnaðarsamar viðgerðir á honum i vetur — og átti ein- mitt að nota þetta stór- straumsflóð til að setja hann á flot. En þá skellti bylgjan honum á hliðina. ,,Ég veit nú ekki hvernig þetta hefði farið hér hefðu verið 8—10 vindstig eins og um daginn þegar flæddi. Nógur var nú grjótmoksturinn hér upp i þessu lognbrimi”, sagði Ingólfur hafnarstjóri — og sögðust Grindvikingar mjög kviða næsta stór- straumsflóði, ef ekki hefði fyrir þann tima unnizt aö styrkja varnargarða þeirra. —GG. 4 ára telpa lézt í bílslysi á Akureyri Banaslys varö á Akureyri i gærdag. Vörubifreið var ekið aftur á bak og yfir fjögurra ára stúlkubarn. Var þetta að Lönguhlið i Gler- árhverfi og mun bilstjórinn ekki hafa séð aftur úr bilnum, enda er hann yfirbyggður. Nafn stúlkunnar litlu er ekki hægtað birta fyrr en siöar, þar eð ekki var búið að ná til allra ættingja. — GG — Rigningin jók hlaupið enn — Hlaupið hefur vaxið einna mest i nótt, sagði Ragnar Stefánsson bóndi i Skaftafelli, þegar Visir talaði við hann i morgun. — Aö einhverju leyti cr baö af rigningunni. Þaö rigndi ofboðs- lega i gær og i nótt og rignir ennþá og er myrkvaþoka. Kagnar geröi ráö fyrir, að Skeiöarárhlaupiö nú yrði með minni hlaupum, þar sem rennsliö aukist i Skeiöará á lengri tima og drcifðist á minna svæöi. Hann býst viö hlaupinu I næstu viku. — Annars er þetta duttlungum háö. Visindamenn ætla sér aö fara austur i dag á þyrlunni og i flug- vél Itjiirns Pálssonar. 1 morgun voru veöurskilyröi samt slæm til flugs. Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur sagöi i morgun. — Jökullinn er alveg á kafi og þarna er lang- versta veður á landinu núna tii flugs. —SB — JV.WWV.'AAW.VW.VAVAAW.W.W.V.W.WAV^ | Sumarbiti á ! Vopnafirði nj aus W.V. Mikiö vatnsveöur var á Suöurlandi i gær og á sumum stööum i nótt. Mest rigndi á Suöausturlandi. Orkoman á Kirkjubæjarklaustri mældist :l<) mm yfir nóttina. Illýindi fylgdu meö, en hlýjast var fyrir noröan og ustan. Hitinn komst i 10 stig á þrcm stööum á landinu i gær AkureyrL Vopnafirði og Galtarvita. i morgun var enn sumarhitiá Vopnafiröi, 9 stiga hiti klukkan niu. Þá var 4 stiga hiti í Reykjavik. i dag verður heldur svalara og slydduél, þegar liöur á dae- inn á Suövesturlandi. —SB — .■.W.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.W.'.W.V.V/. <1 Ungu bindindismennirnir telja aö ATVR selji i búöum slnum drykki, sem ekki sé leyfilegt aö framleiða hér innanlands. Leyfa lögin bruggun sterkra drykkja? spyrja ungir bindindismenn í skólum og fjölmenna BSui í dag með mótmœli sín erlendis frá og er blandaður hér- fund forsœtisráðherra „Viö teljum vafa leika á þvi að á tslandi sé leyfilegt sam- kvæmt lögum aö brugga áfenga drykki”, sagöi Ragnar Tómas- son, lögfræðingur, fyrirsvars- maöur ungra bindindismanna i skóium, en Samband bindindis- manna i skólum á 40 ára afmæli um þessar mundir. t tilefni afmælisins ætla félagar i SBS að fjölmenna til dómsmála- ráðherra i dag kl. 16 og munu þeir hafa dráttarvél i förum meö dinglandi brennivinsflöskur til að vekja enn betur athygli á göng- unni. Ragnar kvað baráttuna gegn á- fenginu og þvi böli sem það færir með sér, vægast sagt erfiban róður. Ekki sizt meðan foryztú- menn i þjóðmálunum gengju ekki á undan með góðu fordæmi. Ragnar kvað það i athugun hjá lögfræðingum hvort brennivin, ákaviti, krækiberjalikjör og ýmsar tegundir aðrar væru bruggaðar án þess aö lög landsins heimiluðu það skýrt og greini- lega. „Hér á landi á sér ekki stað brugg, aðeins blöndun”, sagði Jón Kjartansson, forstjóri ATVR, sem sjálfur var félagi og stjórnarmaðurSBSá yngri árum. ÞJOFARNIR KOMUST INN UM UTGÖNGULEIÐ POP-STJARNA „Þetta hafa verið snyrtilegir piltar. Sama og ekkcrt eyðilagt hér hjá okkur”, sagði vcrzlunar- stjóri I Fálkanum i morgun. en þar var brotizt inn i nótt, fariö um allt fyrirtækiö, en engu stolið nema kaffisjóöi starfsfólks, „Héöan héldu þeir i Laugardais- höll og fengu vist gott betur — en kaffisjóöurinn hér var ekki hár. Bara um 800 krónur, og var inn- heimtur i gær". Engar skemmdir? „Varla til að tala um. Maður heyrir voðalegar sögur af um gengni innbrotsþjófa hér i borg, en þetta virðist eitthvað af- brigðilegt”. Og þeir höfðu raunar sömu sögu að segja i Laugardalshöllinni. „Þeir stálu hér eitthvað á milli 29 og 30 þúsund krónum. Það var aðgangseyrir frá körfuboltakeppn inni i gær og einnigstálu þeir hér skiptimynt. Nei, nei, engar veru- legar skemmdir. Þeir fóru inn um hlera, sem settur var i einn gluggann. Upp- haflega notaöur til að smygla þar út pop—stjörnum undan æstum aðdáendum. Þeir fóru þarna innognafa greinilega hugsað sér að sprengja upp hurð fyrir kompunni hér niðri, þar sem pen- ingarnir voru. Svo sáu þeir að sér, athuguðu aðra hurð á kompunni — og sú var opin. Þar fóru þeir inn og hirtu fenginn", sagði Gunnar Guðmundsson i Laugar- dalshöllinni. „Þeir hljóta að skipta öllum þessum fimmeyringum, tiukrónapeningum og fimmtiu- krónapeningum — mikill hluti upphæðarinnar sem þeir stálu var skiptimynt, og erfitt að rogast með hana. Og það er engu likara en þessir kallar hafi lært eitthvað i faginu. Þeir virðast hafa notað hanzka — þetta sjá þeir i sjónvarpinu". —GG. Þetta hefur verið gert i 50 ár, en um lögfræðilegu hliðina get ég ekki sagt neitt fyrirvaralaust, en tel fullvist að við séum réttu megin við lögin i þessu sem öðru.” JBp Landhelgis- gœzlan á götunni Ríkisstjórnin'héfur ákvéðið áð Landhelgisgæzlan fái ekki þaö húsnæði i nýju lögreglustöðinni sem henni var ætlað. Þess i staö á utanrikisráðuneytið að fá þetta húsnæði. A alþingi i gær gagn rýndi Jóhanq Hafstein harðlega þessa ákvörðun rikisstjórnar- innar. Benti hann á það, að um margra ára skeið hefði verið unnið að þvi að koma upp nánu samstarfi löggæzlu á sjó og landi og almannavarna, en almanna- varnir hafa bækistöð i kjallara lögreglustöðvarinnar nýju. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra kvað i athugun að fá inni fyrir Landhelgisgæzluna suður i Hafnarfirði, en utanrikisráöu- neytið hefði nauðsynlega þurft á stærra húsrými að halda. Jóhann Hafstein taldi að auðveldara væri að útvega bráðabirgðarhúsnæði fyrir skrifstofur ráðuneytisins heldur en fyrir Landhelgis- gæzluna og sagði þessa ákvörðun vera hneyksli. —SG,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.