Vísir - 08.04.1972, Síða 6
6
VÍSIR. Laugardagur 8. april 1972.
VISIR
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
,,/ Ri tstjórna rful 11 rú i:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 15610 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611 15 |lnur>
Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Allir sjá nú hvert stefnir
Efndirnar á loforðum rikisstjórnarinnar um
kjarabætur og stöðugt verðlag hafa orðið þær, að
þar hefur allt verið svikið, sem heitið var. Og það er (
ekkert kák i þeim svikum. Þar er hvert stórskrefið
stigið af öðru. Engum, hvorki stuðningsmönnum
rikisstjórnarinnar né öðrum, blandast hugur um
það lengur, hve rækilega hún hefur i flestum efnum
gert þveröfugt við það sem hún lofaði. Hækkanirnar
dynja yfir svo að segja i hverri viku. Reynt er að
blekkja almenning eftir mætti og stundum notuð til
þess rökfærsla, sem hvert mannsbarn hlýtur að sjá
að er fráleit, eins og þegar Timinn hefur þótzt vera
að sanna, að hækkanirnar hefðu engin áhrif á kaup-
mátt launanna, hann sé nú eins og hann hafi mestur
verið áður.
Skyldi þessum mönnum detta i hug i
alvöru, að nokkur trúi þvi, að
hækkunin á landbúnaðarvörum, sem er nú ekkert
smáræði, hafi engin áhrif á kaupgetu launþega?
Þess er og vandlega gætt, að láta þær hækkanir,
sem áhrif hafa á visitöluna, koma til framkvæmda
á heppilegustum tima til þess, að visitöluhækkunin
sé uppétin og að engu orðin, þegar hún kemur til
framkvæmda. Ætli láglaunafólkið sé ekki hætt að
trúa loforðinu um 20% hækkunina, sem átti að verða
á kaupmætti launa þess á næstu tveimur árum frá
þvi að stjórnin kom til valda?
Stjórnin reynir með öllum tiltækum ráðum að
blekkja landsmenn með ýmiss konar tölum og út-
reikningum, þegar hún er að drýgja þessar dáðir, á
sama hátt og hún hefur gert i sambandi við
breytingarnar á skattalögunum. En hún má reiða
sig á, að flestir landsmenn, sem reyna að gera sé
einhverja grein fyrir þessum málum, eru löngu
hættir að trúa nokkru orði af þvi, sem um þau er
sagt i blöðum stjórnarinnar.
Samt tekur það suma nokkurn tima að átta sig til
fulls á þvi, hvernig með þá er farið. Sumt af þessu
litur i fljótu bragði ekki eins illa út og i ljós kemur,
þegar farið er að athuga það nánar. Fæstir hafa t.d.
liklega áttað sig á þvi strax, hver hin raunverulega
hækkun simagjaldanna er. Sýnt hefur verið fram á,
að hún nemur hvorki meira né minna er 50—60%. 1
Þetta er bláköld staðreynd, sem stjórnvöldin mega
reyna að afsanna, ef þau treysta sér til. En þetta er
gert með þeim hætti, að reyna að láta sem minnst á
þvi bera, sömu vinnubrögðin eru notuð og við aðrar
slikar aðgerðir stjórnarinnar. Reynt er að fela
ósómann af fremsta megni.
Þegar svo allt um þrýtur, rikisstjórnin stendur
ráðþrota, hreinlega orðin mát og getur með engu
móti varið afglöp sin og ósvifni, er alltaf þrauta-
lending hjá henni, að þetta sé allt, ,,arfur frá fyrr-
verandi rikisstjórn”, sem allur landslýður veit þó
að skilaði af sé blómlegasta þjóðarbúi, sem nokkur
stjórn á íslandi hefur gert. Munurinn er aðeins sá,
að hún kunni nokkuð að stjórna, en það getur
núverandi stjórn ekki.
„Ég nýt þess ekki aö særa fólk”, segir Jack Anderson.
„Eg skrifa fyrir mjólkursendlana"
Afhjúpanir krossfarans
kostuðu þrjú sjálfsmorð
Hann grefur upp syndir
valdamanna, veifar þeim
og sýnir alþjóð og jafnvel
heiminum öllum. Stundum
þvo sakborningar sig af
ékærunum, en oft eru þeir
sekir fundnir og úthrópaðir.
Að undanförnu hefur varla
liðið vika, svo að banda-
ríski blaðamaðurinn Jack
Nortman Anderson vekti
ekki heimsathygli með af-
hjúpunum sínum og hrollur
færi um valdamenn í
ýmsum löndum, seka og
saklausa.
Jack Anderson hefur valdið
mörgum stærstu heimsfréttum
siðustu vikna. Fjölmiðlar um
heim allan „slógu upp”
ásökunum hans á hendur banda-
riskum ráðherrum um mútutekt
frá stórfyrirtækinu ITT til að falla
frá málsókn gegn fyrirtækinu um
brot gegn lögum um hringa-
myndun. Stórfréttir voru birtar
um ásakanir Andersons um sam-
særi Bandarikjastjórnar til að
hindra valdatöku marxistans
Allende i forsetakjöri i Chile.
Sendiherra sakaður um
ölæði
Anderson kom viðar við og
sakaði bandariskan sendiherra
meðal annars um ölæði á
almannafæri. Sendiherra baðst
afsökunar á móðgandi framkomu
við flugfreyjur, en kvaðst ekki
hafa verið jafnfullur og sagt var.
Slik dæmi eru mýmörg um feril
Andersons. Menn segja, að stór-
blaðið New York Times hafi birt
fleiri fréttir eftir Anderson en
nokkurn af blaðamönnum
blaðsins og ætti blaðið að greiða
honum fyrir, þótt ekki sé hann
starfsmaður þess.
Víðlesnustu dálkar heims
„Ég skrifa fyrir mjólkur-
sendlana i Kansas City,” segir
Anderson, samkvæmt timaritinu
Time, Greinar hans birtast að
visu ekki reglulega i Kansas City,
en með þessu á Anderson við það,
að hann starfi i þágu alþýðu-
manna.
Dálkar hans sem hann kallar
„Hringekjuna i Washington”
birtast i hundruðum blaða um öll
Bandarikin og munu lesnir af að
minnsta kosti 50 milljónum
manna, og þvi sennilega við-
lesnustu dálkar i heimi. Eitt
þúsund bréf frá lesendum berast
vikulega að meðaltali til dálka-
höfundar.
Einn kom 1 annars stað- Susan
Lichtman.
,,Þingmenn svíkja undan
skatti"
Ef marka má Anderson, þá
svikja þingmenn undan i tekju-
skatti, sólunda fé hins opinbera
og fj'alla um alvörumál dauða-
drukknir annað veifið. Starfs-
menn Hvita hússins eru lygnir i
meira lagi og eru sifellt að
burðast við að fela fjársvikabrall
sitt við stórfyrirtæki og erlend
riki. Valdsmenn i hernum eyða
miklum tima sinum til að grafa
hver undan öðrum, hylja fjársukk
og flytja þingmenn i skemmti-
llllllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
ferðir. Stórfyrirtækjum tekst
yfirleitt að kaupa sig út úr klandri
við lög og rétt. betta eru engar
hófsemdarkenningar, en þetta
eru skoðanir Jack Anderson,
krossfarans gegn spillingu i
Bandarikjunum, ógnvalds emb-
ættismanna og forstjóra.
,,Stundum eru slys
nauösynleg"
Anderson viðurkennir að hafa
verið ábyrgur fyrir sjálfsmorði
að minnsta kosti þriggja manna
og hafa afhjúpað af slikri grimmd
misferli öldungadeildarþing-
mannsins Dodds, að ferill hans
var á enda. „Fréttirnar minar
eyðilögðu Dodd”, segir hann, „og
ég get ekki sagt, að ég hafi haft
gaman af þvi.”
„Ég nýt þess ekki að særa
fólk”, segir krossfarinn i viðtali
við Time. „Ég nýt þess alls ekki.
En til þess að brunnurinn verði
byrgður, þarf stundum að verða
slys.”
Menn fá þá tilfinningu af
„æsifregnum,” sem eru runnar
frá Anderson, að hann kunni að
birta hvað, sem fyrir verður, án
tillits til þeirra sannana, sem
hann hafi höndum. Aðrir frétta-
menn segja, að skrif hans verði
menn að lesa með töluverðum
efasemdum, en þó sé það sanni
næst, að missagnirhjá honum séu
ekki ýkja meiri en gerist i harðri
blaðamennsku yfirleitt.
bannig er enn ekki úr skorið i
þeim tveimur málum, sem
mesta athygli hafa vakið, ITT—
málinu og Chilemálinu.
bingnefnd hefur tekið ITT-málið
til meðferðar og leitt vitni i bak og
fyrir, Kona sú, sem Anderson
byggði afhjúpun sina á, frú Dita
Beard, neitaði að hafa ritað það
bréf, sem Anderson eignar henni.
Siðan fékk hún hjartaáfall! og
hefur málið tafizt. t stað hennar
er kominn fram annar fyrr-
verandi starfsmaður ITT, Susan
B. Lichtman, sem segir sömu
sögu og Anderson.
Starfslið Andersons segir, að
þvi fari fjarri, að „allt” sé birt.
„Við höfum mikið efni, sem við
birtum ekki, svo sem skjöl frá
CIA, þar sem heimilda er getið,
hernaðaráætlanir, afrit af
Salt-viðræðunum,” segir Ander-
son”. Ég mundi aldrei stofna
öryggi rikisins i hættu, en ég lit
öðruvisi en rikisstjórnin á það,
hvað sé hættulegt örygginu og
hvað ekki.