Vísir - 08.04.1972, Side 7
7
VÍSIR. I.augardagur 8. april 1972.
cTVIenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Fugl og blóm og fólk HilflR
Ólafur Jóh. Sigurðsson:
HREIÐRIÐ
Varnarskjal
Ileimskringla, Revkjavik 1972.
2(>0 bls.
Hreiðriö er fyrsta
skáldsaga ólafs Jóh.
Sigurðssonar, önnur nýja
bók hans eftir Gangvirkið,
1955, ef tvær barnasögur
eru frátaldar. Hún fjallar
um miðaldra rithöfund sem
kominn er í kreppu — sýnist
þrotinn að kröftum og
þagnaður löngu fyrir aldur
fram, liðlega hálfsextugur
maður. Hvernig stendur á
þessu? Um það fjallar sag-
an hversu sem tekst að ráða
i svör hennar.
Reyndar greinir Hreiðrið frá
tveimur rithöfundum, frændum
og vinum, og segir hinn yngri
sögu þess eldri, Lofts Loftssonar,
meistara sins sem hann nefnir
svo. Loftur er að þvi kominn að
ljúka við sina mestu og beztu bók.
Hún er kóróna ævistarfs hans,
margbrotin galdraskuggsjá,
samin með mikilli iþrótt, hug-
kvæmni og þekkingu — og misk-
unnarlausri rökvisi:
,,Haha, hvernig sá gamli lék
persónur sinar, ágæta borgara,
konur og karla, hvernig hann
fletti innræti þeirra klæðum, ef
svo mætti að orði komast, tindi af
þvi spjör eftir spjör, dulu eftir
dulu, unz það hlaut að stand ber-
stripað fyrir sjónum lesandans!
Haha, hvernig hann færði sögu-
fólkið reit af reit meðan hann lýsti
gegnum það, tók af þvi hverja
röntgenmyndina af annarri, dró
fram i dagsljósið harla óhrjá-
legar meinsemdir, kýli þess og
þrymla, æxli þess og ofhyldganir:
ágirnd, hégómaskap, öfund
hatur, útsmogna hræsni, misk-
unnarlausa slægð”!
Boðflennur
af himnum ofan
Það er að sjá að Loftur Loftsson
sé fjarska vandlátur, nostur-
samur höfundur. Að hans viti er
það siðferðisleg skylda hvers rit-
höfundar að grundvalla starf sitt
á raunsæi, hlutlægri rannsókn, en
forðast alla tilfinningasemi og
rómantiska glýju. Þessi viðhorf
hans hafa eftir striðslokin 1945
þokað burt þeirri fölskvalausu
samúð og hlýju, þeim bjarta og
vonglaða tón sem gerði fvrstu
tvær bækur hans svo vinsælar
meðal alþýðu — unz komið er að
meistaraverki hans, galdra-
skuggsjánni.
En Loftur birtir ekki bók sina
þegar til kemur. Hann hverfur frá
henni fullgerðri, þegir og þumb-
ast við fortölum lærisveins og út-
gefanda sins. Vera má að þetta
stafi af kynnum hans af þrasta-
hjónum nokkrum sem gera sér
hreiður á svölum hans i þann
mund sem hann er að ljúka við
bókina. Vera má að þrestirnir og
ungar þeirra i hreiðrinu hafi á
einhvern hátt minnt hann upp á
nýtt á lifið sjálft, undur lifsins, að
grá sé kenning öll og litils vert um
bókvit á við mannvitið. 'I'ilraun
hansað hlutast til um hagi þrast-
anna, sjá ráð fyrir ungum þeirra
úr hreiðrinu fer að visu hörmu-
lega út um þúfur. „Jafnvel það
mistókst”, andvarpar hann að
loknu þrastastandi. Og það er svo
glöggt að þessi mistök hafa leitt i
ljös einhverjar miklu viðtækari
ófarir, skipbrot sjálfs hans i lifi og
skáldskap.
Svo mikið er vist að þegar
frændi tekur upp þráðinn að nýju,
nokkrum árum siðar, eru áhuga-
mál og viðfangsefni hans allt
önnur en heimspeki hans fyrri
bóka. Nú hefur hann viðað að sér
heimildum um mannlega neyð,
eymd og örbirgð kynslóðanna i
argvitugum fátækrahverfum
stórborga, hið fullkomna viti i
Vietnam. Á þetta að verða saga,
skáldsaga? ,,Hvað sem þvi liði,
þá kvaðst hann vona að grund-
völlur bókarinnar þeirrar arna
væri eftir atvikum traustur.
Ója... Eftir atvikum”.
En sú bók er aldrei samin.
Þegar hér er komið er Loftur
dauðvona maður, holgrafinn af
krabbameini.
Veturinn
sem fer i
hönd
Vinur, frændi og lærisveinn
Lofts, sá sem söguna segir, er rit-
höfundur lika, skrifar undir
tveimur dulnefnum heldur en
einu i hjáverkum sinum. Það er
að sjá að dulnefni nr. 1 sé mótað
af áhrifum og fyrirmynd frænda
þar sem dulnefni nr. 2 reyni til að
tolla i öðrum og enn nýrri bók-
menntakenningum eða tizku —
sem enn siður hæfi honum, En að
sögulokum er svo komið fyrir
honum lika að hann verður að
hafna fullgerðu handriti sinu að
nýrri sögu:
,,Sú grunsemd bærði á sér i sein
virku heilabúi minu, að frá þeirri
ákvörðun að dæma nýtthandritúr
leik og þyrma hvorugu dulnefninu
Ólafur Jóh. Sigurðsson
mætti rekja leyndan þráð til
skógarþrastanna hans frænda. Ef
til vill mundi ég siðar meir taka
mér penna i hönd og skrifa handa
smælingjum minum æfintýri af
þröstum þessum og viðskiptum
meistara mins við þá. Ég gæti
kallað hann Loft Loftsson eins og i
framanskráðu varnarskjali, en
sjálfur ætlaði ég ekki að dyljast,
heldur bera það nafn sem ég hafði
þegiö af foreldrum minum.
Siðar meir... Ójá. Siðar meir.
Ég gat ekki staðið lengur
snöggklæddur úti á svölunum og
velt þessu fyrir mér sakir þess
hve náttkulið var biturt. Ein-
hvernveginn lagðist það i mig um
leið og ég hallaði aftur svalahurð-
inni, að veturinn yrði harður”.
Um fugla
og fólk
Einkennilegur eyðilegleiki og
opiff dagl.:
6-10
■ um helgar:
2-10
Þetta hús aö Vogalandi 11, Reykjavik, er aðalvinningur ársins,
0í er hii stærsta serr. veriö heior i Kappdrætti DAS, 160 ferm., hsfi og kjaliari, aö
verömsti a.m.k. 5 milljónir króna. — Á hæöinni er anddyri. húr/|i«oltiherher{i. eldhus.
boröstofa/setustola m/svölum, húsböndaherhergi. skali. 3 barnaherbergi. saumaherbeigi.
baö. svefnherbergi hjóoi o{ „W.C." gesta. — Kjelliri er gról-múrhúlaíiir og málaöur,
meó hitalógn og rallógn. — Tyrft lól og hellulögö.
11 ú n t n a »
beiskja auðkenna þessa velsögðu
sögu. Ekki svo mjög vegna hins
beina söguefnis, vandkvæða
þeirra frænda og þrastanna — og
er þó áreiðanlega æðimikilli al-
vöru, raunverulegum vanda fyrir
að fara i þeirri frásögn, svo kát-
brosleg sem hún öðrum þræði er.
Ekki heldur, eða ekki fyrst og
fremst, vegna hinnar náttsvörtu
heimssýnar sem sagan lýsir i
baksýn. atburðanna: heimi i
teikni helsprengju, auðnar og tor-
timingar! En viðhorf sögunnar og
sögumanns við sinni nánustu
samtið eru öll svo undarlega nei-
kvæð. Burtséð frá þeim frændum
og þeirra frúm er allt mannlif
sem fyrir augu ber i sögunni
furðu litilsiglt og öfugsnúið. Ná-
grannar Lofts, eigendur katta
sem sifelldlega sitja um þrastar-
ungana, eru örbjarga embættis-
og gróðalýður, rithöfundar og
boRmenntasnakkár þeir sem á
góma ber i sögunni ýmist afgervi
..þjóðlegra" kerlingabókmennta
ellegar siðblind tizkuskripi. Jafn-
vel börn þeirra bregðast þeim
jafnharðan og þau vaxa úr grasi:
þá hefst þegar af þeim taugastrið
og togstreita, ný misklið, nýtt
rifrildi, en uppkomin börn frænda
reyra ibúð þeirra hjóna hverju
veðbandi af öðru.
Þeir frændur nema dýrð og
undur lifsins i fugli og blómi. En i
bókmenntum samtiðarinnar
greinir sagan ekki nema bölv og
klám og nið. Og þegar sögumaður
leiðir æskuna sjónum af svölum
sinum i sögulokin birtist hún
,,búin samkvæmt afkáralegustu
tizku bitla og hippa, öll drukkin,
sum ofurölvi, veifandi flöskum og
brjótandi flöskur. Enskuslitur úr
dægurlagatextum, óp og org, bölv
og ragn tvinnaðist i sifellu bann-
orðum og klámi, munnsöfnuöi
sem minnti helzt á frásagnir al'
tali dólga og pútna i menningar-
snauðustu skúmaskotum á
Fuerto Rieo".
Skáld
i hreidri
Það væri fráleit hótfyndni að
taka Hreiðrið eftir Ólaf Jóh. Sig-
urðsson til marks um ,,læginguis
lenzkra nútimabókmennta” eins
og ..riddarasynir” sögunnar taka
ritverk Lofts Loftssonar. Ekki
skal heldur neinum getum að þvi
leitt hvort höfundurinn sé með
þessari sögu að setja ..dómsdag"
yfir sinum eigin verkum og
sinnar kynslóðar, né þá hversu
það takist. Sagan er samin af
mikilli iþrótt og málfarslegri list
sem ekki sér á blett eða hrukku —
þótt hitt megi svo sem vera að
hinn nostraði still beri með sér
merki offágunar, eins konar of-
þroska, a.m.k. við annan lestur.
En taka má eftir þvi l.d. hve
næmri sjón Reykjavik er numin i
þessari sögu eins og fleiri seinni
sögum Ólafs Jóhanns — garðar,
hús og götur, höfnin, Tjörnin,
Esjan...
Hitt er Ijóst að sagan leitast við
að lýsa tilfinningalegum vand-
kvæðum, reynslu sem miklu
viðar gætir i bókmenntum sam-
tiðarinnar — hvort sem um nokk-
ura „lausn" sliks vanda getur
orðið að ræða i skáldskap.
TOLVUTÆKNI
Skýrsluvélar rikisins og Reykjavikur-
borgar óska að ráða nú þegar eða 1. júni,
starfsmann til tölvugæzlu og annara
starfa sem tengd eru tölvuvinnslu.
Umsóknarfrestur er til 21. april. Nánari
upplýsingar er að fá á skrifstofu vorri að
Háaleitisbraut 9, simi 38660.
Skýrsluvélar rikisins
og Reykjavikurborgar.
cje
ROSIN
GLÆSIB/E
opin á laugardag og < '
sunnudag. Fermingar-
blóm i miklu úrvali.
Sendum um allan bæ.
GLÆSIBÆ, simi
23523.