Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 08.04.1972, Blaðsíða 16
vism Laugardagur 8. april 1972 Inflúensufar- aldur í rénun ,,Af íbúum sveitanna hér i nágrenninu voru að minnsta kosti 10% veikir af inflúensu seinni hluta marzmánaðar. Ég hef ekki nákvæmar tölur um heildar- fjölda, þar sem margir leita ekki læknis, en þetta er tala þeirra tilfella, sem ég hef skráð”, sagði Þóroddur Jónasson héraðslæknir á Akureyri i gær. Inflúensan, sem geisaði hefur á Akureyri og i sveitunum i kring, er nú i rénun, en hér var um talsverðan faraldur að ræða I um þrjár vikur. Veiktist fólk meira utan bæjarins, og virðist sveita- fólk ekki hafa sama ónæmi og bæjarbúar. Ekki er vitað um að inflúensufaraldur hafi komið upp á öðrum stöðum á landinu. —SG ! TAKA A M SÆDÝRASAFNINU Það er sannkölluð vorstemn- ing i Sædýrasafninu á Hval- eyrarholti við Hvalfjörð. Þar hafa undanfarið fæðzt lömb, kiðlingar og kaninuungar. Þegar Ijósmyndarann bar að garði i gær fékk hann að sjá bæði kiðlinga og lömb, sem fæðzt höfðu stundu áður. Jón Gunnarsson, forstöðumaður safnsins, kvað aðsókn hafa verið mjög góða að undanförnu. t.d. komu um 1200 manns á annan i páskum, en gestir safnsins á tæpum 3 árum eru á 3. hundrað þúsund. Skólarnir notfæra sér safnið mun meir en fyrr, sagði Jón, koma þá einkum um þetta leyti árs með nemendur sina. Safnið hefur nú leitað eftir fyrir- greiðslu hjá riki og sveitar- félögum í nágrenninu. ,,Við viljum laga svæðið enn frekar, gera hér fallegt i kringum okkur, svo safngestum liði sem allra bezt, meðan þeir staldra við”, sagði Jón. Á aðalfundi safnsins nýlega voru fulltrúar frá nágrannabyggðarlögunum teknir inn i stjórnina, Markús Orn Antonsson frá Reykjavfk, Jón Tómasson frá Keflavik og Axel Jónsson úr Kópavogi. For- maður er Hörður Zophaníasson og fyrir i stjórninni voru Ragnar Pétursson, Helgi Jónasson og Gisli Guðmunds son. — JBP — ....og kiðlingur $ Nýfœtt lamb.... Af 72 ó skrá hafa aðeins 5 enga vinnu Þannig er „atvinnuleysi" háttað í aprilbyrjun — 524 skráðir alls Sjötíu og tvæir eru á atvinnu- leysisskránni, en aöeins fimm þeirra hafa enga vinnu haft siöuslu vikur. Flestir á skránni hafa engan atvinnuleysisstyrk.— Tuttugu og einn er skráöur at- vinnulaus, en af þeim eru fjórtán vörubilstjórar, sem hafa flestir talsveröar mánaöartekjur, en vilja fá meiri vinnu. Ilinir sjö munu vcra á ellistyrk. Þessi dæmi, sem eru tekin frá Siglufirði og Akureyri, gefa til kynna, hvernig þvi litla atvinni leysi, sem finnst i aprilbyrjun 1972, er háttaö. Alls eru á Islandi 524 á atvinnuleysisskrám. Fækkunin varð 168 i marz. Ef tala mætti um raunverulegt atvinnuleysi á einhverjum stöðum landsins, væri það nú sem fyrs helzt á Norður- og Norðausturlandi. En einnig þorpin á norðausturhorninu tóku fjörkipp i marz. t Reykjavik eru 78 á atvinnu- leysisskrá. 77 eru á Ölafsfirði, 72 á Siglufirði, 61 á Sauðárkróki. Annars staðar i bæjum eru örfáir á skránni, og enginn i Neskaup- stað, Vestmannaeyjum, Keflavik og Hafnarfirði. t kaupstöðunum eru sam tals 325 á atvinnuleysis skrám, 13 i kauptúnum, sem hafa meira en 1000 ibúa, og 186 i smærri kauptúnum samtals. Af stærri kauptúnum eru 10 af þesslm 13 á Dalvik. 1 þeim minni er helzt atvinnuleysi á Hofsósi, 34 manns. t hinum er yfirleitt góð framför, fækkun um 19 á Skaga strönd, 26 á Raufarhöfn, 42 á Vopnafirði (þar sem áöur voru 63 en nú 21), og á Þórshöfn fækkaði á skránni um 44. - HH. Hraðfrystiiðnaðinn vantar þrjó milljarða — aðallega vegna meiri krafna um Hollustuhœtti SVORT MESSA ÁRÚSSNESKU — „undarlegt að sjá eigið verk á letri og máli sem maður skilur ekki", segir Jóhannes Helgi Miklar breytingar þurla ao veröa i hraðfrystiiönaðinum.aöal- lcga vegna aukinnakrafnasem nú eru geröar, svo sem á bandarlska markaöinum, um hollustuhætti viö framleiösluna. Þetta verður liklega ekki undir þriggja mill- jaröa króna kostnaður. Tillögunefnd um hollustuhætti i fiskiðnaöi hefur gert áætlun um kostnaö, og er talið, að frystihúsin muni þurfa aö kosta meira en 1500 — Tilgangurinn með þessari sýningu númog sýningunni, sem var haldin 1969, er að hafa smá- visi að kaupstefnu, þar sem kynnt er það nýjasta i framleiðslunni, milljónum til endurbóta og 700 milljónum þurfi auk þess að verja til nýbygginga og aukningar á af- köstum. Þá muni sveitarfélög i verða að leggja út allt að 750 mill- jónir, til dæmis til vatnsveitna og holræsa. Um helmingur þessa kostnaðar er talinn verða vegna aukinna hollustukrafna, en hinn helming- urinn er af öðrum toga, til endur- segir Stefán Snæbjörnsson húsgagnaarkitekt. 1 dag verður húsgagnavikan opnuð i Laugardalshöllinni. Þar sýna 30 húsgagnaframleiðendur bóta auka afköst, vegna hagræð- ingar og fleira. Það sýnir hversu mikið verk- efni um ræðir, að 1500 milljóna króna kostnaðar muni þýða nærri 18 milljón krónur á hvert frysti- hús. Þessar upplýsingar komu fram i erindi Þóris Hilmarssonar verk- fræðings á ráðstefnu Verkfræð ingafélags tslands um matvæla iðnað, sem nú stendur. vöru sina auk efnissala, framleiðenda áklæöa, glugga- tjaldaog teppa. — En reynt er að ná inn flestu, sem er tengt húsgögnum, segir Stefán. — Er stilað uppi á útflutning? — Fyrst og fremst er islenzki húsgagnamarkaðurinn hafður i huga, en með sýningunni fæst samanburður, sem auðveldar mönnum að meta möguleikana á útflutningi. Að húsgagnavikunni standa Húsgagnameistarafélag Reykja vikur og Meistarafélag húsgagnabðlstrara. Sýningin, sem er opin til 17. april, verður opnuð almenningi klukkan tvö á sunnudag. Hún er opin daglega klukkan 16—22, nema um helgar frá kl. 14. —SB— Skáldsagan Svört messa eftir Jóhannes Helga, kom nýlega út i rússneskri þýöingu i Moskvu. „Það voru tvær konur, sem þýddu bókina önnur þeirra heitir Nina Krimova”,.sagöi Jóhannes Helgi, er Vlsir spjallaöi viö hann i gær, ,,ég hef reyndar ekki séö þessa rússnesku útgáfu, en það hlýtur að vera undarlegt aö sjá eigið verk á máli og letri sem maður botnar ekkert i. Þessi þýðing er heldur styttri en frumútgáfan af „Svartri messu”, sem kom út fyrir jólin 1965. Ég umskrifaði nokkra kafla i bókinni á sinum tima og stytti hana jafnframt um einar 100 siður. Upphaflega var hún 370 siður. Ég breytti henni vegna þess að Ivar Eskeland sagðist eitt sinn ætla að þýða hana á norsku og láta Norske Samlaget gefa hana út, en svo gerði hann það ef einhverjum ástæðum aldrei. Það var þessi stytta útgáfa, sem var svo i staðinn send til Rússlands. Dreymdi rússnesku útgáfuna. Og það var skrýtið. Þegar rætt var um þessa norsku útgáfu, þá dreymdi mig, að ég kæmi inn i bókabúð i Noregi. Mig langaði til að sjá bókina i norskri útgáfu. Mér var rétt eintak, en þá var sú bók rituð á einhverju máli, sem ég skildi ekki. Austurevrópsku máli. Svona er ég berdreyminn.” Jóhannes Helgi hélt, að ekki yrði hann nú mjög rikur af þessari þýðingu. „Halldór Laxness sagði mér einu sinni, að Rússarnir borguðu höfundum 7% fyrir þýddar bækur. Hér á Vesturlöndum er borgað yfir 20% held ég. Og svo borga Rússar vist yfirleitt seint og um siðir”. Það var útgáfufélagið Progress, sem gaf út Svarta messu i þýðingu kvenn anna Ninu Krimovu og Svetlönu Nedéljajevu—Stepanavitséne. „Svört messa” er ekki fyrsta islenzka bókin, sem út kemur i Sovétrikjunum. Aðurhafa Rússar þýtt ýmis klassisk verk og svo lika bækur nútimahöfunda. T. d. hafa meginverk Halldórs Lax- ness verið þýdd þar eystra, verk eftir Þórberg Þórðarson, Jónas Árnason, Halldór Stefánsson, Gunnar M. Magnúss, Ólaf Jóhann Sigurðsson og Stefán Jónsson. Ljóð og sögur eftir um 20 aðra höfunda, þar á meðal Jóhannes úr Kötlum, hafa einnig birzt i safn- ritum i Moskvu. —GG Byrjaö aö flytja húsgögnin I sýningahöllina I gærkvöldi. NÝJASTA NÝTT í HÚSGÖGNUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.