Vísir - 22.04.1972, Page 1
62. árg. Laugardagur 22. april 1972. 91. tbl.
NuNNURNAR soffia
OG RAQUEL . . .
Ýmsum kann að bregða i brún,
þegar komið er að NÚ-siðu blaðs-
ins i dag. Þar gefur að lita þær
kynbombur Soffiu Lorcn og
Kaquel Welch i nunnuklæðum. En
það á auðvitað sinar eðlilegu
ástæður.
A NÚ-siðunni bregður líka fyrir
fleiru frægu fólki, eins og t.d.
Richard Kurton, Roger Moore og
listmálaranum Salvador Dali.
Sjá bls. 8.
Nunnurnar Soffia og Raquel.
14 ára fangi
Hann er 14 ára og situr i
fangelsi. Og hann sér fram á
að eyða táningsárum sínum
bak við lás og slá. Hann er
byrjaður að skrifa ævisögu
sina, læra tyrknesku, og
margt fleira hefur hann fyrir
stafni - svarar t.d. mörgum
aðdáendabréfum á dag.
— Sjá bls. 6.
Þrymskviða
verður ópera
Tónskáidin okkar hafa
ekki veriö sérlega iðin við
gerð ópera, a.m.k. ekki af
fullri lengd. Ein slik er að sjá
dagsins Ijós. Jón Asgeirsson
tónskáld er að finpússa
óperu, en efnið sækir hann i
Þrymskviðu. Við ræddum
við tónskáldið i gær. — Sjá
bls. 3.
r
Islenzkur matur
-og tízkan okkar
islenzkur matur sló i gegn
i Kaupmannahöfn á dögun-
um, eins og við höfum áður
greint frá. i gær fengum við
myúdir frá matarkynning-
unniog segjum nánar frá þvi
sem þar gerðist,- en auk þess
aö kynna mat sýndu fyrir-
sætur i Kaupmannahöfn og
ein svört á brún og brá frá
fjarlægu landi. — Sjá bls. 2.
Þau unnu
krossgátuverðlaun
Viö gripum hana Matthildi
Guðmundsdóttur, sundkonu
og fegurðardrottningu
feginshendi, þegar hún birt-
ist á ritstjórninni okkar i
gærdag. Og hún dró úr rétt-
um krossgátulausnum, sem
voru fjöimargar. Eftirtalin
nöfn komu upp: Konráð Guð-
jónsson, Laugateigi 60,
Rvik, Eygló óiafsdóttir,
Blesugróf 4, Rvik, og Þórdis
Sigtryggsdóttir, Teigagerði
14, Rvik.
Visan sem heitir Hækkandi
sól, er svona:
Þaö, sem áður stóð i stað,
staulaðist á fætur,
þegar ljósið læddist að
lengsta myrkri nætur.
Sjá nýja krossgátu á bis. 5.
Iðnoðurinn á hálfum dampi
Verður að tvöfalda afköstin á nœstu 10 árum, segir Gunnar J. Friðriksson,formaður
Félags ísl. iðnrekenda á ársþingi í gœr
Til þess að íslenzkur iðn-
aður geti náð nauðsynlegri
samkeppnisaðstöðu við
iðnað hinna Norðurland-
anna verður hann að tvö-
falda afköst á hvern vinn-
andi mann i iðnaði á næstu
10 árum, sagði Gunnar J.
Friðriksson, nýendurkjör-
inn formaður Félags isl.
iðnrekenda á ársþingi
félagsins í gær, og vitnaði
máli sínu til sönnunar í er-
lendan sérfræðing.
Hann og Magnús Kjartansson
iðnaðarráðherra, sem var gestur
ársþingsins, notuðu mörg orð i
ræðum sinum til að undirstrika
nauðsyn þess að stórauka aðgerð-
ir til að hraða þróun islenzks iðn-
aðar. Iðnaöurinn sjálfur og
stjórnv. virðast vera þarna sam-
mála i veigamiklum málum, eins
og að sameina beri Rannsóknar-
stofnun iðnaðarins, Rannsóknar-
stofnun byggingariönaðarins og
Iðnaðarmálastofnun Islands i
eina allsherjar þjónustustofnun
iðnaðarins.
Þá voru þeir Magnús og Gunnar
sammála um það að áuka yrði
menntun almennt i iðnaði.
Iðnaðarráðherra geröi sérstak-
lega að umtalsefni skort á nú-
timalegum vinnubrögðum i
stjórnun og áætlunargerö.
Formaður félagsins sagði, að
mikilvægasti þátturinn i þróun
iðnaðar væri, að hann hefði á að
skipa vel þjálfuðu og menntuðu
starfsfólki.
Sérstaklega þyrfti að auka
verklega kennslu og efla verulega
Tækniskóla Islands. Hann vakti
athygli á þeirri staðreynd, að
kostnaður hins opinbera viö
menntun iðnnema er 36.000 kr., 68
þús. i Tækniskóla tslands og i
búnaðarnámi 300 þús. kr.
Stjórn og varastjórn voru end-
urkjörin, nema tilfærsla varö á
milli aðal- og varastjórnar. 1
stjórn félagsins eiga nú sæti:
Gunnar J. Friðriksson formaður
og meðstjórnendur Davið Sch
Thorsteinsson, Björn Þorláksson,
Kristinn Guðjónsson, Haukur
Eggertsson, Pétur Péturssón og
Björn Guðmundsson. — VJ.
■ '-iþ:'
Hitastigið steig
enn í gœr
— og Sunnlendingar fengu annan hlýjan
dag með hitasólskini
Flcstir hafa dýrðazt yfir góða
vcðrinu i gær, enda var hitinn
eins og á góðum sumardegi, 13
stig i Reykjavik ,,og hefur kom
izt upp i 20 stig i góöu skjóli”,
eins og Jónas Jakobsson veður-
fræðingur sagöi. En þótt hlýtt
væri hefur april áður verið gjöf-
ull á sólina, en mestur hiti i april
hér hefur veriö 15 stig.
Ef einhverjir hafa getað
kvartað, þá hafa það verið þeir,
sem hafa veriö „dæmdir” til að
sitja innandyra i hitabreiskju og
horfa á góöa veðrið út um
gluggann. Allavega hefur gott
vorveður löngum freistað skóla-
nemenda, sem hafa þurft að
sitja kófsveittir yfir bókunum.
Það voru ekki Reykvikingar
einir, sem nutu góðviðrisins.
Gott veður var um allt land, og
hitinn fór allt upp i 14 stig i Siðu-
múla og á Þóroddsstööum, og 13
stiga hiti var t.d. á Kirkjubæjar-
klaustri. Alls staðar var úr-
komulaust, en gætti súldar á
Reykjanesvita.
Spáð er góöviðri i dag og hlý-
indum, þótt verði ef til vill
meira skýjað en i gær á suð-
vesturhorninu. En það ætti samt
ekki að fæla skiðafólkið frá þvi
að bregða sér á skiði - þvi hver
veit nema nú fari hver að verða
siðastur til þess i fjöllunum við
borgarþröskuldinn, ef svona
heldur áfram og við njótum góð-
viðris það sem eftir er vorsins.
- SB -
Þrettán stiga hiti, logn og bliða. Hvers vegna ekki aö skreppa út i sólina
með kostinn sinn? Og það gerði bókbindarinn á myndinni.
Blaöamaðurinn spurði hann, hvernig honum likaði við starf sitt. Sömu
spurningu svöruðu 5 aðrir borgarar. SJA VÍSIR SPYR á bls. 2.
LAXNESS 70 ÁRA
Það er Laxness-helgin mikia. Nóbels-
skáldið verður hlaðið heiðri fyrir, eftir og á 70
ára afmælinu, sem er á morgun. Strax i dag
heiðra sveitungarnir i Mosfellssveitinni
skáldið sitt, en á morgun eru það heimspeki-
deildin, Þjóðlcikhúsið, og eftir helgina
Landsbókasafnið með sýningu á handritum
skáldsins, og er þá aðeins litið eitt tint til.
Við vísum á grein eftir Ólaf Jónsson um
Iialldór Laxness, fréttir á baksiöu og upplýs-
ingar í dagbók.
Sykursýki útbreidd hér ó landi
Sykursýki var áður
ólæknandi sjúkdómur. í
dag eru viðhorfin önnur og
betri með tilkomu lyf ja og
fræðslu um mataræði
sjúklinganna. Hér á landi
eru fjöldamargir sjúkling-
ar, og stór hópur gengur
með sjúkdóminn dulinn,
þar á meðal mikið af börn-
um. Við ræddum við for-
mann Samtaka sykur
sjúkra.
- Sjá bls. 3