Vísir - 22.04.1972, Side 2

Vísir - 22.04.1972, Side 2
2 Y'ÍSIR. Laugardagur 22. apríl 1972. VÍSIASm: — Eruð þér ánægður með atvinnugrein yðar? Ragnar Austmar, bifvélavirki: — Ég veit ekki. Ég er búinn að vera við bifvélaviðgerðir i ellefu ár og geri ráð fyrir, að ég geri mér þær að góðu áfram. Það er lika alltaf yfirdrifið nóg aö gera i þessu starfi, svo ekki þarf maður að kvíða atvinnuleysinu i þessari at- vinnugrein. Björn Bogason, bifvélavirki: — Þó ég hafi verið i 15 ár við bifvéla- viðgerðir og þótt starfið hundleið- inlegt með köflum, býst ég varla við þvi, að ég eigi nokkurn tima eftir að fást viö annað. Ég rek lika verkstæði sjálfur og kann þvi mjög vel að vera þannig sjálfs mins herra. Það segir manni t.d. enginn að mæta klukkan átta á morgnana. Þess vegna er það, sem ég mæti oft til vinnu klukkan sex á morgnana. Ólafur ltúnar Árnason, hús- gagnasmiður: — Verður maður ekki að sætta sig við sitt hlut- skipti? Það er náttúrlega alltaf þannig, að manni finnst allt ann- að sniðugra en það, sem maður sjálfur hefur. Ég gæti t.d. vel hugsað mér aö skella mér bara á sjóinn, að minnsta kosti svona rétt til tilbreytingar. Nú, eða þá i bifreiðaakstur.... Reynir Ludvigsson, bókbindari: - Já, svo sannarlega er ég ánægður með mina starfsgrein. Ég er bú- inn að vera við bókbandið i 30 ár og veit vel, hvað ég er að segja. Ég hef að visu gripið i önnur störf svona inn á milli, til að slappa af. En alltaf fer það svo, að ég er far- inn að sakna bókbandsins, áður en langt um liður. Sæmundur Þórðarson, bensinaf- greiðslumaður: — Já, það segir sig lika sjálft, ég er búinn að vera við bensinafgreiðslu i 27 ár. Og geri ráð fyrir, að það verði það siðasta, sem ég geri, að dæla á bíl. Arin 29, sem ég var á sjó, voru náttúrlega skemmtilegri. Svo miklu fjölbreyttari en bensinaf- greiðslan. En það þýöir vist ekki að stunda sjóinn lengur en maður hefur heilsu og fætur til... Jón Guðlaugsson, rútubilstjóri: — Ég hef verið við bifreiðaakstur allt siðan árið 1944 og hef aldrei hugleitt að skipta yfir i annað starf. Hef ekki einu sinni leitt hugann að þvi, hvaða starf kynni að vera skemmtilegra en bif- reiðaaksturinn. íslenzkt kvenfólk og matur slœr í gegn hjó Dönum Oanir smjöttuðu ákaflega um daginn, þegar haldin var nokkurs konar kynning á islenzkum mat á Royal hótelinu I Kaupmanna- höfn, sem flestir islenzkir kann- ast við. ,,Eru islendingar að gera innrás í Danmörku?” spurðu þeir á milli þess sem þeir tróðu upp i sig gómsætum bitunum. Það voru kannski ekki réttu orðin, en alla vega hlutu islenzku réttirnir mikið lof, og óspart. Danir lýstu þessu næstum sem styrjöld eða ógnvekjandi fót- boltaleik: „Gifurleg og_ tilkomumikil sókn tslands og islenzkra rétta heldur enn áfram á Royal. Þeir hafa komið með svo gifurlegar freistingar, að enginn virðist geta staðizt þær.” Og islenzka borðið var svo sannarlega sam- keppnishæft við það danskai Það bognaði undan þunganum af úr- valinu: sild, humar, hvalur og hvalspik, lambakótelettur og rækjur. Hvers getur maður óskað sér frekar? Þeir sem sáu um veitingar fyrir hönd islands, voru Sigurður Bjarnason sendiherra Islands i Danmörku og frú, Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, ásamt fleiri. —EA Hér smyr Agnar Tryggvason pönnukökur hjá sendiherrahjónunum i Kaupmannahöfn með bláberja- sultu. Til vinstri cr Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari ásamt Knud C. Knudsen, en hann flytur inn íslenzkt lambakjöt til Danmerkur. . „Einn fyrir mig, og einn fyrir mömmu”. Það dugði ekkert annað en að mata bara hvert annað. UESENDUR i|HAFA /áWl orðið Hverjlr mega ekki stela ó, þú viðbragðsfljóti Visir! t fyrradag léðir þú mér pláss i lesdálki þinum fyrir grein, er bar yfirskriftina — Sælt er að vera fátækur — þar sem ég meðal annars fór nokkrum virðingar- orðum um barnaverndarnefnd .svohljóðandi: Eins og hver hugsandi og heilvita manneskja veit, kemur aðeins til kasta nefndarinnar, þegar for eldrar sökum skilnaðar berjast um yfirráðarétt yfir barni sinu eða þegar foreldri er ekki hæft til að hafa eða elska barn sitt á réttan hátt. Ég ■ át ofanrituð orð oni mig aftur — og sárskammast min! Margt fólk hefur haft samband við mig simleiðis og sagt mér ótrúlegar sögur af gerðum barnavei ndarnefndar. Eitt dæmi: Útlenzk kona ein, en talar mjög góða islenzku, tjáði mér, að hún hefði leitað til félagsmáladeildar borgarinnar i nóvember um fóstur á dætrum sinum tveim, vegna þess að hún þurfti að gangast undir uppskurð en hún hafði til engra að leita þá daga, sem spitalavistin tók. Móðirin hefur ekki ennþá fengið telpurnar sinar tvær, þrátt fyrir grátbeiðni og þótt hún sé búin að Svart og hvitt. Marie-Rose Andersen frá Madagaskar og Björk Guð- mundsdóttir frá tsiajidi. Þrátt fyrir ólikan litarhátt voru þær ekki lengi að kynnast og koma hvor annarri til þess að hlæja. [Bragi Ingason yfirmatsveinn á Hótel Sögu, ásamt A. Beck matsveini laf Hótel Royal, grúska yfir matnum og sýna hann góðum gestum. ganga frá manni til manns innan nelndarinnar. Telpunum var komið i fóstur hjá vandalausu fólki úti bæ fyrir nitján þúsund krónur á mánuði úr vasa skatt- borgaranna. Er þetta satt, barnaverndar- néfnd? Úr þvi sem komið er, á þagnar- skylda barnaverndarnefndar sér engar forsendur lengur. Hér með skora ég á sjónvarpið og herra ólaf Ragnar Grimsson að opna leið þvi fólki, sem telur sig eiga um sárt að binda af völdum nefndarinnar, til að flytja mál sitt, og þá jafnframt gefa barna- verndarnefnd kost á að gera hreint fyrir sinum dyrum, svo að hægt sé að fá úr þvi skorið— hvað er sannleikur! Á sumardaginn fyrsta. Guðrún Jacobsen. Bjóða þeim á „Brákaðan reyr" R.G. hringdi: Ég fór fyrir nokkru að sjá kvik- myndina „Brákaður reyr” i Háskólabiói og hreifst mjög af þeirri mynd. Ég hef hugsað mikið um það siöan, hvort ekki væri hægt að bjóða þvi fólki, sem er ,i hjólastðl, að sjá þessa mynd. Hún íýsir þeirra vandamálum, sem liklega eru mörg. Það getur kannski verið erfitt að fram- kvæma þetta, en ef viljinn er fyrir hendi og aðstandendur hjálplegir, ætti að vera hægt að hrinda þessu i framkvæmd. HRINGIÐ í SIMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.