Vísir - 26.04.1972, Side 3
VtSIR. Miövikudagur 26. april 1972.
3
Þingvallabœndur
í félag
— vilja ,,koma lagi ó veiðimólin
við Þingvallavatn"
Bændur, sem lönd eiga aö Þing-
vallavatni og veiðirétt hafa i
vatninu, ætla nú að stofna veiðifé-
lag um vatnið.
„Við ætlum aö koma lagi á
þessi veiðimál við vatnið”, sagði
Pétur Jóhannsson, bóndi á Mjóa-
nesi, ,,og þvi stofnum við þetta fé-
lag — slangur af bændum, sem
búa þarna i kring”.
Sagði Pétur, að nú væri reyndin
sú, að hver sem er, er leiö sina
leggur um bingvelli, gæti veitt i
vatninu, „þannig hefur þetta
verið i framkvæmd — það eru
m.a. þessi veiðimál, sem við
ætlum að kippa i lag”.
Viðbúið er, að margir Reykvik-
ingar hafi áhuga á aö fá áfram að
veiða i Þingvallavatni, og þvi rétt
að kynna sér boðskap veiðifé-
lagsins, þegar hann verður látinn
á þrykk út ganga á næstunni.
—GG.
Akureyrarofnar
settir ó markað
„Við leggjum geysimikla
áherzlu á gæðin. Sem dæmi get ég
nefnt að við þrýstiprófum alla
okkar ofna með 12 kilóa þunga
sem er það langhæsta hérlendis.
Kinnig er hitagjöf ofnanna með
ábyrgð frá Cedric i Belgiu, sem er
þekktasta stofnun á sinu sviði i
Evrópu.” Svovmælti Kjartan
Sigurðsson hjá Vélsm. Odda á
Akureyri er Visir leitaði upp-
lýsinga um nýja framleiðslu hjá
fyrirtækinu, GOLF-ofna.
Danska fyrirtækið H. Hollesens
Fabrikker i Danmörku hefur
gefið Odda leyfi til að hefja fram-
leiðslu á GOLF-ofnum hérlendis,
en Hollesens er stærsti fram-
leiðandi stálofna i Evrópu. Hefur
undirbúningur staðið yfir i tvö ár,
áður en byrjað var á ofnasmiðinni
á Akureyri. Segja má að með
þessu hafi Oddi yfirtekið markað
dönsku verksmiðjunnar
hérlendis, þvi ofnar frá þeirri
verksmiðju hafa verið fluttir
hingað til lands um árabil.
Tæknideild Odda hefur þó gert
ýmsar breytingar á ofnunum i
samvinnu við sérfræðinga frá
Hollesens og lækkar útsöluverð
þeirra hérlendis.
GOLF-ofnarnir eru mörgum
kostum búnir. Má þar nefna að
hægt er að ráða hitastigi vatnsins
sem inná þá kemur og er slikt
sérstaklega hentugt á hitaveitu-
svæðum þar sem vatnshitinn
getur verið misjafn. Þrýstiprófun
er strangari en áður hefur þekkst
og kaupandi fær i hendur vinnu-
seðil þar sem kvittað er fyrir
hvert vinnslustig af viðkomandi
starfsmanni. Ofnarnir eru
framleiddir i mörgum gerðum og
stærðum.
Afkastagetan er 30.000 ferm á
ári ef unnið er á einni vakt og
sagðist Kjartan búast við aö þeir
yrðu mjög fljótlega aö auka
afköstin, þvi markaður væri
nægur.
—-SG
ENN BEÐIÐ SVARS
Landsambandi lifeyrissjóða
tókst ekki að afgreiða svar til
rikisstjórnarinnar viðvíkjandi
beiðnium skuldabréfakaup þegar
sambandið hélt fund um málið i
siöustu viku. Gert hafði verið ráð
fyrir að allir sjóðir hefðu fjallað
um málið fyrir þennan fund og
hægt væri að gefa ríkisstjórninni
ákveðið svar.
Það kom hins vegar i ljós að
ekki höfðu allar sjóðsstjórnir
innan sambandsins tekið afstöðu
málsins. Sumir fulltrúa sögðust
geta hugsað sér að kaupa eitt-
hvað af þessum bréfum, en aðrir
létu ekkert uppi. Þriðji fundur
sambandsins um málið verður
haldinn nú i vikunni og er þá
vonast eftir endanlegri af-
greiðslu málsins. —SG
18 ára og áfengið
ERFITT AÐ FRAMFYLGJA
NÚGILDANDI LÖGUM
„Jú, þaö má segja aö
þetta sé viöurkenning á þvi
aö ekki er unnt að fram-
fyigja núgildandi lögum.
En er þá ekki skynsam-
legra að breyta lögunum
þannig aö hægt veröi að
fylgja þeim skilyrðislaust
eftir." Á þessa leið mælti
Oddur ólafsson alþingis-
maöur er Visir ræddi við
hann um frumvarpiö um aö
leyfa 18 ára unglingum að
kaupa vín á veitinga-
húsum. Oddur er einn af
flutningsmönnum þess og
kemur það aö öllum lik-
indum til umræðu í efri
deild i dag.
Taka varð
fótinn af
Taka varð fótinn af konunni,
sem varð fyrir skotum úr hagla-
byssu, sem maður hennar skaut á
hana með. Atburðurinn varð að-
faranótt 21. april. Maöurinn var
úrskurðaður i gæzluvarðhalds-
vist. — SB —
Frumvarpið gerir ráð fyrir aö
slakað verði á þeim lögum að
fólk innan 20 ára fær ekki að
kaupa vin i útsölum Áfengis-
verzlunarinnar. „Þessi mál
voru mikið rædd á ráðstefnu sem
haldin var ekki alls fyrir löngu.
Þar voru flestir sammála um að
leiðrétta ætti það misræmi sem
nú er i gildi að 18 ára unglingum
er leyft að sækja vertshúsin en fá
ekki leyfi tilað kaupa vin fyrr en
við 20 ára aldurinn. Hins vegar
var ekki mikill áhugi á að lækka
aldurstakmarkið gagnvart
ótakmörkuðum áfengiskaupum i
verzlunum” sagði Oddur. Hann
kvað liklegt að þetta frumvarp
yrði afgreitt á þessu þingi en nú
væri áfengislöggjöfin i heild i
endurskoðun og önnur ný
væntanlega lögð fram næsta
haust.
Með og á móti.
Vísir sneri sér til nokkurra for-
ystumanna bindindismanna og
leitaði álits þeirra á frumvarpinu.
„Eg hef alltaf taliö aö slik
breyting myndi auka áfengis-
neyzluna en játa hins vegar að er-
fitt er að framfylgja lögunum
eins og þau eru núna” sagði
ölafur Þ. Kristjánsson skóla-
stjóri. Kjartan ólafsson hjá
Stórstúku íslands sagði að þessi
breyting væri ekki æskileg en þó
væri ekki hægt að búa við þetta
ósamræmi á veitingahúsunum.
Aðspurður hvort hann hefði talið
réttar að hækka aðgangsaldur
að vinveitingahúsunum upp i 20
ár sagði Kjartan það þýöingar-
laust meðan allur almenningur
segði blessun sina yfir áfengis-
neyzlu yngri aldursflokka. Auk
þess virtist unga fólkið ekki hafa
i of mörg hús að venda til
skemmtanahalds.
Eirikur Sigurðsson fyrrv.
skólastjóri kvaðst vera á móti
öllum svona rýmkunum sem
auðvelduðu unglingum að ná i
vin. Hins vegar kvaðst hann ekki
tilbúinn að svara þvi hvort
réttara heföi verið að hækka að-
gangsaldurinn i 20 ár.
Þá höfðum við samband við
Hinrik Bjarnason framkvæmda-
stjóra æskulýösráðs Reykjavik-
ur. Hann kvaðst vera sammála
þessari breytingu með tilliti til
þess fyrirkomulags sem við
byggjum við i áfengismálum.
Nauðsynlegt hefði verið að sam-
ræma aldur gesta við leyfilegar
reglur um kaup á vinveitingum.
„Égálitaðþað sé munurá hvort
18 ára ungmenni geti keypt sér
glas af vini á veitingastaö eða
heila flösku i verzlun. Þess vegna
tel ég ekki rétt á þessu stigi að
láta 18 ára aldur ná til verzlana.
En breytingin á aldursmörkunum
verður ekki til að auka drykkju-
skap aö minum dómi þvi allir
sem inn eru komnir geta útvegaö
sér vinsvosem alkunna er. Hin^
vegar verður þetta til að gera
stemmninguna opnari og eðli-
legrij’ sagöi Hinrik að lokum.
—SG.
Tími til að „gera
hreint fyrir
sínum dyrum"
Framtak ýmissa klúbba Lionsmanna, Kfwanis og Rotaryfelaga svo
eitthvað sé nefnt, hafa oft vakið athygli. Ekki hvað minnsta athygli
vakti það þegar einn þeirra tók sig til og fór að hreinsa til á þeim
herjans öskuhaug sem risinn var rétt við borgarmörkin nálægt
Rauðhólum.
Við birtum þessa skemmtilegu mynd af tiltektinni til að minna alla
góða klúbba og einstaklinga á aö enn er ástæöa til að taka til hendinni.
Halldór Laxness
Vinlandsnotater
og andre middelalderlige randbemærkninger
Essays. Kr. 34.50
Verdens lys
Roman. Kr. 50.60
Jdaf]/^v ^1/r’ *
Laxness líka í útlendu pressunni
Nóbelsskaldið okkar er ekki bara I blöðum og fjölmiðlum hér á Iandi
þessa dagana. i blööum vfða erlendis hefur skáldið fyllt dálkana að
undanförnu. Við rákumst þannig á þessa auglýs'ingu f einu dönsku blaö-
anna. Þar eru Vínlandspuktarnir auglýstir til sölu en myndin, sem
fylgir þótti okkur einkar skemmtileg og birtum hana því meö.