Vísir - 26.04.1972, Síða 5
VÍSIR. Miðvikudagur 26. april 1972.
5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
DREGUR
MUSKIE SIG ÚR
SLAGNUM?
McGovern sigraði i Massachusetts
— Humphrey í Pennsylvaníu
Þingmennirnir Hubert
Humphrey og George
McGovern sigruðu i
prófkosningunum i
Pennsylvaniu og Massa-
chusetts-fylkjum i
Bandarikjunum i gær.
I Massachusetts hafði
McGovern i morgun hlotið 46
prósent þeirra atkvæða, sem
höfðu verið talin, en Edmund
Muskie hafði aðeins 24 prósent.
Aðrir frambjóðendur fengu
minna fylgi i Massachusetts, en
McGovern og Muskie voru þeir
einu, sem háðu kosningabaráttu i
fylkinu.
Hubert Humphrey virtist i
morgun hafa fengið átta prósent
atkvæða demókrata i Massa-
chusetts, en i Pennsylvaniu
sigraði hann. Tölvur spáðu
Humphrey 35 prósentum
atkvæða, þegar talning var komin
nokkuð áleiðis.
Humphrey sagði, að sigur sinn i
Pennsylvaniu væri mjög
kærkominn og kæmi einmitt á
þeim tima, þegar hann þyrfti að
fá vind i seglin.
Edmund Muskie mun þó hafa
fengið nokkuð svipaða tölu full-
trúa á flokksþing demókrata
kjörna i Pennsylvaniu og Hump-
hrey eða um 50-60 fulltrúa, að þvi
er talið var i morgun. Liklegt var
talið að McGovern fengi 25 full-
trúa og George Wallace nokkra,
en slagurinn stendur um kjör
fulltrúa á flokksþing demokrata,
þar sem frambjóðandi þeirra i
forsetakosningunum i haust
verður kjörinn.
McGovern hefur fengið
flesta fulltrúa.
I
Með sigri sinum i Massa-
chusetts mun McGovern hafa
tekið forystu I fjölda tulltrúa,
sem frambjóðendur hafa fengið
kjörna i þeim prófkosningum,
sem eru búnar.
Margir slógu þvi fram i |
morgun, að Edmund Muskie ;
kynni nú að draga áig út úr [
kosningabaráttunni. Það var ;
McGovern mikill stuðningur i
gamla kjördæmi Kennedyanna,
Massachusetts, að dóttir Roberts
Kennedys heitins stóð við hlið
hans á ræðupöllum. Edward
Kennedy þingmaður hefur hins
vegar ekki lýst yfir stuðningi við
neinn af frambjóðendunum.
Andstaðan við stefnu rikis-
stjórnarinnar i Vietnam er talin
hafa hjálpað McGovern i
kosningunum.
Castro loks
af tur
til Moskvu
Fidel Castro forsætisráðherra á
Kúbu fer til Moskvu i júnilok i
opinbera heimsókn.
Frá þessu er sagt I litilli klausu
á forsiðu sovézka blaðsins
Pravda.
Atta ár eru liðin, síðan Castro
var siðast i Moskvu. Samband
Moskvu og Kúbumanna hefur
verið breytilegt á þeim tima, til
dæmis sendi kommúnistaflokkur
Kúbu aðeins tvo áheyrnarfulltrúa
til fundar æðstu kommúnistaleið-
toga i Moskvu. Að undanförnu
hefur sambandið batnað.
Mattingly
geim-
gengur
Tunglfarinn Thomas
Mattingly fór i „geim-
göngu” i gærkvöldi 322
þúsund kilómetra úti i
geimnum og sótti hann
2000 metra af filmu,
sem var i hylki utan á
stjórnfarinu.
Þetta er bill borgarstjórans I Iloilo, eftir að tilræðismenn höföu skotiö
á hann og fellt fjóra lifveröi borgarstjórans og sært þrjá. Borgarstjóri
komst naumlega undan, særöur á handlegg og fæti.
ason
Ungur Vietnami fyftir móöur
sinni frá gröf eins barns hennar.
Barniö beiö bana, þegar strfös-
menn böröust ákaft viö bæinn
Quang Tri I Suður-VIetnam.
Bandaríkjamenn aftur
að samningaborðinu
Norður-Víetnamar og þjóðfrelsishreyfingin hafa tekið herstöðvor ó miðhó-
lendinu. — Brottflutningur fólks fró Kontum. — Skriðdrekasveitir nálagst
Framsókn Norður-Viet-
nama stöðvaðist i nótt 18
kílómetra frá bænum
Kontum. Her Suður-Viet-
nama hefur verið nokkuð
auðvelt viðfangsefni fyrir
skriðdrekasókn norðan-
manna á þeim slóðum, en
nú reyna Suður-vietnamar
að endurskipuleggja liðsitt
við þorpið Vo Dinh.
Harðir bardagar geisuöu
norðan höfuðborgarinnar Saigon,
aðeins 35 kilómetra frá borginni.
Bandarikjamenn og Suður-
Viétnamar sögðust i gærkvöldi
tilbúnir að hefja aftur friðarvið-
ræðurnar i Paris. Var sagt, að
sendinefndirnar mundu koma
aftur að samningaborði á
morgun. Bandarikjamenn
segjast setja það skilyrði, að
sókn Norður-Vietnama yrði
fyrsti þáttur á dagskránni.
Upp úr samningaviðræðunum
slitnaði 24. marz. Aðalfulltrúi
Bandarikjamanna sagði þá, að
hann mundi ekki koma aftur til
fundanna, fyrr en N-Vietnamar
og þjóðfreslsishreyfingin væri
reiðubúin til raunhæfra við-
ræðna.
Norður-Vietnamar hafa látið i
ljós óskir um, að viðræðurnar
hefjist aftur. Ronald Ziegler
blaðafulltrúi Nixons, sagði, að
Bandarikjastjórn vildi komast að
raun um hið bráðasta, hvort
kommúnistum væri alvara með
óskir um frið. Bandarikjamenn
hefðu ekki áhuga á tilgangs-
lausum áróðri á „samninga-
fundum”.
Loftárásir áfram.
Hann gaf i skyn, að loftárásum
á Norður-Vietnam yrði haldið
áfram, þótt viðræður byrjuðu.
Hann var spurður, hvort þessi
afstaða öll væri afleiðing af
leyniferð Henry Kissingers
ráðunautar Nixons til Moskvu
um siðustu helgi, sem skýrt var
fráigær. Vildi Ziegler ekkert um
það segja.
Tilkynning Bandarikjamanna
og Suður-Vietnama um, að þeir
kæmu aftur til samninga, er birt
sólarhringi eftir að NorðurViet-
namar unnu sina mesta sigra á
vigvöllunum i Suður-Vietnam
með sókn á miðhálendinu og töku
bæja þar.
Evrópumenn og bandariskir
borgarar i bænum Kontum á
miðhálendi Suöur-Vietnam hafa
veriðfluttir brott frá bænum,og
Suður-Vietnamar búast til að
mæta Norður-Vietnömum norðan
bæjarins. Skriðdrekar Norður-
Vietnama brutust gegnum
fremstu varnarlinu sunnan-
manna og sóttu fram eftir þjóð-
vegi 14 á hæla flóttafólks.
Sunnanmenn voru að endur-
skipuleggja lið sitt við herstöðina
Bravo, 19 kilómetra norðan
Kontum. Um fjögur þúsund fót-
gönguliðar norðanmanna sóttu
fram þar, studdir skriðdrekum
og stórskotaliöi.
Norður-VIetnamar og skæru-
liðar þjóðfrelsishreyfingarinnar
hafa til þessa tekið niu stöðvar á
miöhálendinu og haldið sókn
sinni áfram fram hjá fimm
öðrum þrátt fyrir sifelldar loft-
árásir risaflugvéla af gerðinni B-
52, sem hafa varpað hundruðum
tonna af sprengjum á þá.
Borgarstjórar gjarnan
myrtir á Filippseyjum
Borgarstjórar á
Filipseyjum hafa
áreiðanlega eitt
háskalegasta starf
heims. Fjórir þeirra
hafa verið myrtir siðan
um jól.
Borgarstjórarnir voru myrtir
með sprengjum. Tveir aðrir
sluppu naumlega undan tilræðis-
mönnum, og einn fyrrverandi
borgarstjóri, kona, var skotin til
bana.
Filippseyingar segja, aö aðeins
eití starf sé háskalegra en starf
borgarstjóra, en það er aö vera
lifvörður borgarstjóra. TIu
lifverðir biðu bana i
framangreindum hermdar-
verkum. Fleiri hafa verið drepnir
i öðrum tilræðum.
Borgarstjórinn i höfuðborginni
Manila hefur gervifót I stað
fótsins, sem hann missti, þegar
óþekktur tilræðismaður kastaði
sprengju i mannfjöldann á stjórn-
málafundi. Margir felagar
borgarstjóra I frjálslynda
flokknum særðust.