Vísir - 26.04.1972, Page 7
VÍSIR. Miðvikudagur 26. april 1972.
cTMenningarmál
EFTIR AFMÆLIÐ
ALLIR FJOLMIÐLAR í
landinu voru undirlagðir af
sjötugsaf mæl i Halldórs
Laxness um síðustu helgi.
Dagblöðin öll skrifuðu
leiðara um skáldið, auk
þess sem þau birtu marg-
háttaðar greinar um
skáldið og verk þess, og
bæði útvarp og sjónvarp
fluttu myndarlegar dag-
skrár í tilefni afmælisins.
Engin leið var að fylgjast með
öllu þvi, sem um Laxness var tal-
að og skrifað á þessum heiðurs-
degi. En margt af þvi var hvað
öðru likt. Halldór Laxness er ekki
lengur sú umdeilda persóna sem
hann var fyrr á árum, heldur
óumdeilanlegt lárviöarskáld is-
lenzku þjóðarinnar, sem hún veit
sig standa i meiri þakkarskuld
við en flestamenn aðra. Halldór
Laxness hefur veitt tslendingum
nýja sýn: fyrir atbeina hans hlýt-
ur þjóðin að lita sjálfa sig, land
sitt og sögu, öðrum augum en hún
hefði gert ella.
Þetta virðist núna almennt
viðurkennt. Og það er jafnvel
orðið hálfgert feimnismál sums
staðar, að þetta skuli ekki alltaf
hafa verið viðurkennt. Þess sáust
yfirleitt litil merki i afmælisskrif-
um dagblaðanna að áratugum
saman var harðar deilt um Hall-
dór Laxness en nokkurn annan
rithöfund islenzkan. Þjóðviljinn
einn gerði nokkra tilraun til að
rifja þá sögu upp — i aukablaði
sem hann gaf út á kostnað verka-
lýðshreyfingarinnar. En þó er
þessi samskiptasaga skálds og
þjóðar ekki ómerkur eða litilvæg-
ur þáttur i höfundarferli Laxness.
DEILURNAR UM LAXNESS
hér á árunum verður að sjálf-
sögðu að meta i ljósi sinnar sam-
tiðar, ekki af sjónarhóli dagsins i
dag. Og litnar þeim augum verða
þær jafneðlilegar i sinu samhengi
eins og samhljóma og einlæg
þökk afmælisdagsins er i sam-
hengi nútimans. Það er ekkert
einkennilegt við það að jafnvel
Atómstöðin skuli núna talin góð
bók i Morgunblaðinu: Það er að-
eins me'rki þess að timinn hefur
liðið og að ný kynslóð hefur komið
i stað þeirrar fyrri, kynslóð sem
ekki er tilfinningalega bundin
liðna timanum á sama hátt og
feður hennar voru .samtið sinni.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm
| Eftir |
| Kristján Bersa (
| Ölafsson |
iimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimiHiiiiiiiiiiiiiiimimiiI
Með þessu er ég að sjálfsögðu
ekki að afsaka allá þá heiftúðugu
andspyrnu sem höfundurinn og
verk hans mættu iðulega hér áður
fyrr; ég er aðeins að gera tilraun
til að skilja hana. En hún verður
ekki endilega afsakanleg þótt hún
sé skýranleg. Mikið af henni átti
sér auðvitað orsök i illafsakan-
legri þröngsýni,,þar á meðal sú
staðhæfing sem var furðu algeng
og gætti lika og ekki sizt meðal
sumra ráðamanna, að verk Lax-
ness væru nið um islenzku þjóð-
ina: þar væri dregið fram það
versta og ljótasta i fari hennar:
slik skrif væri i hæsta lagi hægt að
þola hér innanlands, en það
jaðraði við landráð að þýða þau á
erlend tungumál.
Nútimamenn undrast yfir þvi
að sjónarmiðum sem þessum
skuli eitt sinn hafa verið haldið
' fram af islenzkum ráðamönnum.
Okkur er það ljóst að verk Hall-
dórs Laxness hafa verið einhver
ágætasta landkynning tslendinga
á tuttugustu öld, hafa orðið
islenzkri menningu meiri álits-
auki en flest eða allt annað. Hins-
vegar láta þessar gömlu rök-
semdir býsna kunnuglega i eyr-
um. Nákvæmlega þessu sama
halda ráðamenn Sovétrikjanna
einattfram um verk ágætustu rit-
höfunda Rússlands. Og þeir hafa
slikt vald, að þeir geta bannað
útgáfu á verkum höfundanna
heima fyrir og dregið þá fyrir
dóm, ef þau fást gefin út erlendis.
Slikt vald hafa islenzkir ráða-
menn aldrei haft, ekki einu sinni
Jónas frá Hriflu meðan hann var
sem voldugastur i opinberum
menningarmálum. Trúlega er
það þessum skorti á algjöru valdi
að þakka að verk Halldórs Lax-
ness héldu á þessum árum áfram
að koma út heima og erlendis:
viljann til að stöðva þau virðist
hins vegar ekki hafa skort hjá
sumum.
En þetta heyrir allt
til liðnum tima. Nú geta
allir glaðzt sameiginlega yfir þvi
að eiga jafnfrábæran rithöfund og
Laxness, og þjóðin öll tók á
sunnudaginn af heilum hug þátt i
að heiðra hann á sjötugsafmæi-
iriu. Slik samstaða hefði einhvern
tima þótt saga til næsta bæjar, en
hún er hins vegar fjarri þvi að
vera tákn um að Laxness sjálfur
sé hættur að skipta máli fyrir
samtiðina. Þvert á móti hefur
hann á allra siðustu árum aukið
drjúgum sitt mikla framlag til
islenzkrar bókmenningar og hjá
þvi getur naumast farið að hann
éigi enn eftir að bæta við það
framlag. Ég fyrir mitt leyti er
þegar farinn að hlakka til að
hlýða á hann flytja fyrirlestra i
Háskólanum, eins og hann bauðst
til að gera við doktorsathöfnina á
sunnudaginn.
Hefjið
Ungt fólk og fólk á öllum aldri:
LÍKAMSRÆKT
eða
trimmæfingar.
Það er alveg sama, hvort þú ert feitur eða
magur, gamall eða ungur, karl eða kona.
Lyftingaæfingar eru beztu æfingarnar,
sem þekkjast i dag, og þær gefa skjótastan
og beztan árangur.
Við höfum engar hópæfingar, hver ein-
stakur fær eigin æfingatöflu og kemur,
þegar honum hentar.
Við bjóðum lika þrekæfingar, sem eru
undirstaða alls kyns iþrótta.
Opið fyrir konur:
Mánud., miðvikud. og föstud.
kl. 10.30 — 20.30.
Opið fyrir karlmenn:
Þriðjud. og fimmtud. kl. 12 —14
og 17 — 20.30.
og laugard. kl. 10 — 6
2 ^
HEILSURÆKTARSTOFA EDDU
TRIMMÆFINGAR
MEGRUN
VÖÐVAÆFINGAR
STYRKTARÆFIN GAR
SAUNABAÐ
Komið ! reynslutima yður
að kostnaðarlausu.
Skipholti 21
við Nóatún.
HÚSGAGNAFRAMLEIÐENDUR
Við höfum flutt verkstæði og afgreiðslu okkar
úr Súðarvogi 7 í SKEIFUNA 11 (suðausturendi)
Póll Jóh. Þorleifsson h.f.
Símar: 25416-17-18
Halldór Laxness á sviði Þjóðleikhússins aö lokinni frumsýningunni á
Sjáifstæðu fólki.
( 16. leikvika — leikir 22. aprll 1972.)
Orslitaröðin :1X2 — 11X — ÍXX — 212
1. vinningur: 11 réttir — kr. 65.500.00
nr. 2169
2850
8505
41166
76537
85037
2. vinningur: 10 réttir — kr. 2.200.00
nr. 842 nr. 16516 nr. 31594 + inr. 49169 nr. 73690
- 2516 - 18222 - 34273 - 59082 - 75533
- 6705 - 18435 - 35910 + i “ 59139 - 75912
- 7872 - 19076 - 36823 - 60258 + - 76501
8068 - 19588 + - 38704 - 60343 + - 77346 +
- 9213 - 24052 - 39121 - 63758 - 77626
- 10312 + - 24754 - 40555 - 64037+ - 77874
- 10823 - 27353 - 41124 - 64363 - 81716 +
- 11943 - 27742 - 42098 - 66001 - 82076 +
12089 - 28099 - 42554 - 66122 - 82106 +
- 12576 - 28319 - 43773 - 68122- - 84704
- 12921 - 29642 - 44564 • 68463 - 87009
- 13612 - 30118 46372 71372 - 87554 +
■ 13622 14277 + - 30952 - 46809 - 72662 - 87768
+ nafnlaus
Kærufrestur er til 15. mal. Vinningsupphæðir geta
lækkað, ef kærur verða tek""" til greina. Vinningar fyrir
16. leikviku verða póstlagðSÍ eftir 16. mai.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvlsa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðin - REYKJAVIK