Vísir - 26.04.1972, Page 9
VtSIR. Miðvikudagur 26. april 1972.
9
| SÍÐAN J
Umsjón:
Svaniaug BaldursdóttTr'
//Götur eöa svæði lokuð
fyrir umferð annarra en
fótgangandi fólks hefur
orðið tízkufyrirbrigði í
borgum viða um heim,"
segir i blaðinu Inter-
national Herald Tribune.
i grein um þetta efni, sem
birtist nýlega, er sagt frá
því, hvernig fólk í
verzlunarhugleiðingum,
túristar og fólk á göngu,
getur gengið ótruflað af
umferð við þessar götur.
Þar kemur einnig fram,
að verzlun við götur, sem
hefur verið lokað á
þennan hátt, hefur aukizt
og mengun stórlega
minnkað, sem er ekki
furða, þegar hafður er í
huga reykurinn frá út-
b lástursrörum bif-
reiðanna.
Hér hefur þetta mál
verið til umræðu.
Uppástunga hefur komið
um það að loka Lauga-
veginum fyrir umferð
allra bifre.iða, nema
strætisvagna. En það mál
liggur í láginni, sem
stendur.
Það veit enginn með
vissu, hvenær lokuðu
göturnar urðu vinsælar.
Hinsvegar er það vitað, að
lokun Striksins í Kaup-
mannahöfn var ein af
þeim fyrstu og um leið ein
af þeim bezt heppnuðu.
Það eru aðeinstíu ár siðan
Strikið varð „gata aðeins
fyrir gangandi veg-
farendur".
Það var fyrsta aðalgatan i
Evrópu, sem lokuð var fyrir
bifreiðaumferð og er ennþá
lengsta gatnakeðjan, sem lokað
er á þennan hátt. En fleiri
borgir fylgdu hinu danska for-
dæmi, og nú eru lokaðar götur i
borgum svo sem Tókió, Haag og
Verona á Italiu.
Þar að auki hefur OECD,
Framfara- og efnahagsstofnun
Evrópu, nýlega lokið könnun á
kostum og göllum lokuðu
gatnanna. Það kemur i ljós, að
nær án undantekninga hefur
verzlun aukizt hjá búðum við
götur, þar sem bilaumferð hefur
verið bönnuð.
t Vin sögðu verzlunar-
eignedur frá 25-50% sölu-
aukningu fyrstu vikuna eftir að
bilaumferð gekk i gildi i
desember s.l. segir I skýrslu
OECD.
t borginni Norwich i Englandi
jókst sala allra verzlana, nema
tveggja, eftir að svæðinu, sem
þær eru á var lokað. Sums
staðar hefur söluaukningin
orðið milli 15 og 35% t.d. milli
10-15% i Rouen i Frakklandi.
1 Tókió var gerð könnun á 574
verzlunum. Af þeim sýndu 21%
söluaukningu, 60% sýndu enga
aukningu og 19% sýndu
minnkandi sölu. En siötiu og
fjögur prósent kaupmannanna,
sem spurðir voru, lýstu sig
meðmælta lokun.
Aðeins fyrir fótgangondi
Ýmsar borgir víða um heim hafa tekið upp ó því að banna bílaumferð um vissar götur. Það hefur
m.a. leitt af sér, að verzlun hefur sumsstaðar oukizt við þessar götur og mengun sfórlega minnkað
Daglega er slagur milli bíla og fólks á þröngum götunum I miðbænum. Fólkið skýzt milli bllanna I þvögunni til að komast leiðar sinnar.
Hvað er að gerast hér
Framhald af 8
Bílaumferð tefur fyrir umferð strætisvagnanna um Laugaveg,
og „strætó” vill láta loka Laugavegi.
OECD tók einnig til með-
ferðar mengun af völdum bif-
reiðarinnar i þessari skýrslu. 1
henni segir, að i New York hafi
lokun Madison Avenue fyrir
bilaumferð vorið 1971 haft i för
með sér þrefalda minnkun á
kolsýringsmengun. Mengunar-
mörkin hafa einnig lækkað um
70% i miðborg Vinar, eftir að
bannið gegn bilaumferð gekk
nýlega i gildi. 1 Tókió og
Marseille hefur árangurinn
orðið jafn mikill.
Paris og London hafa verið
seinar á sér i þessum efnum,
þótt einkennilegt megi virðast. 1
London er talað um að losa
Bond Street, þá virðulegu
verzlunargötu, við bilaumferð. 1
Paris hefur enn sem komið er
aðeins tveim litlum götum verið
lokað. Þær eru báðar á vinstri
bakka Signu i Latinuhverfinu.
Hinsvegar hefur ýmsum
svæðum nú verið lokað i Róm.
Það hefur verið reynt að banna
allar bilaumferð á hinu þrönga
og krókótta gatnasvæði mið-
borgarinnar, en ekki tekizt.
Arangurinn varð betri i
Flórens. Sú borg hefur senni-
lega gengið hvað lengst i um-
ferðarbanninu með þvi að loka
stóru svæði miðborgarinnar
fyrir allri bifreiðaumferð.
Sumpart var það gert i þeim til-
gangi að verja ævafornar
byggingar sem lágu undir eyði-
leggingu vegna mengunarinnar
frá bilaumferðinni, en einnig til
þess að auka á töfra borgar-
innar gagnvart ferðamönnum.
1 Vestur-Þýzkalandi hafa 28
borgir komið á umferðarbanni
siðan árið 1967. Meðal þeirra
eru Bremen, Stuttgart, Köln,
Hannover, Munchen, Essen,
Dússeldorff og Baden-Baden i
Svartaskógi.
1 Bandarikjunum hefur at-
hyglin einna helzt beinzt að
Manhattan i miðri New York og
tilraun með umferðarlokun á
Madison Avenue. 1 athugun er
að loka götunum allt frá 42.götu
að 57.götu. Þar yrði haldið uppi
strætisvagnaferðum, en einka-
bifreiðum bannaður aðgangur
og vöru ogjsendiferðabifreiðum
aðeins veittur aðgangur á
vissum timum sólarhringsins.
SB—
Bandarikjanna, yfir i nafni þings
og þjóðar, að Bandaríkjamenn
myndu ekki þola neinni erlendri
þjóð að ráðast á nokkurt verndar-
vana riki i Vesturheimi. Og þetta
heit hefir ekki orðið dauður bók-
stafur. Engin árásarþjóð lætur
sér til hugar koma að herja á hin
mörgu þjóðveldi i Ameriku.
Island liggur á vesturhveli
jarðar. Það tilheyrir Ameriku i
íandfræðilegum skilningi. Þessu
fylgir sú gæfa, ef rétt er að farið,
að Island ætti af landfræðilegum
ástæðum að falla undir vernd
Bandarikjanna sjálfkrafa. Island
þarf slikrar verndar með. Banda-
rikin viðurkenna, að það sé stór-
hættulegt fyrir amerfsku þjóðina,
ef árásarþjóð frá meginlandi
Evrópu gerði Island að stökkpalli
til að geta herjað þaðan á Vestur-
heim. Skilyrði fyrir islenzk-
amerisku bandalagi liggur i þörf
beggja. Annar aðilinn hefir her-
máttinn, hinn land, sem hefir
óvenjumikla hernaðarþýðingu
undir nútima kringumstæðum.
Bandarikin eru lika sú þjóð sem
óliklegust allra stórþjóða myndi
blanda sér i sjálfstæðismál
Islendinga, en styðja með ráðum
og dáð, ef meö þyrfti, eins og
raunin var 1944, þegar hún fyrst
erlendra þjóða viðurkenndi full-
veldi Islands.
Frá tilteknum aðilum i Evrópu,
jafnvel innan frændþjóðanna, er
þess óskað, að Island liggi
varnarlaust i úthafinu og án
nokkurra bandamanna. Frá
þeirri hlið er mikið gert til að
spilla sambúð Islands og Banda-
rikjanna.
1 tima og ótima er spurt og
bollalagt um, hvenær vernd
Bandarikjanna hér á landi sé
lokið. 1 málgagni forsætisráð-
herra 9. april 1972 er. meira að
segja i leiðara komið fram með
þá barnalegu fullyrðingu, að
vonir manna standi til þess, að
niðurstaða kannana um varnar-
málin verði sú, að NATO hafi full-
nægjandi eða viðunandi aðstöðu á
Keflavikurflugvelli, en banda-
riska varnarliðið hverfi á brott!
— Leiðarahöfundur hefur ofan-
nefnd ummæli eftir utanrikisráð-
herra, en það er nú mjög i tízku,
að leiðaradálkar stjórnmálablað-
anna séu beinar Ivitnanir I
framámenn viðkomandi flokks-
blaðs, og sem hinn almenni
lesandi er löngu búinn aö heyra
annars staðar, eða þegar viðkom-
andi framámaður lét umrædd
ummæli falla. En það er hreinn
barnaskapur að bera það á borð
fyrir fólk, hvort sem er af ráð-
herrum eða leiðarahöfundum, að
Islendingar geti verið i varnar-
bandalagi, án þess að varnarlið
og tilheyrandi tæki séu til staðar.
Islendingar eru alls ófærir um
að framkvæma þá varnarstöðu
sjálfir, nema að undangenginni
gjörþjálfun, þar að lútandi, eða
vilja viðkomandi ráðherrar og
leiðarahöfundar Islendingum svo
mikla smán að ætla þeim sjálfum
að verja landið sitt eða bendla
landa sina við afskipti af tækjum,
sem notuð eru af varnarliðinu,
a.m.k. hefur boðskapur ráðherra
og linudansara þeirra ekki verið
slikur til þessa!
tslenzkir kommúnistar hafa á
öllum timum gumað mikið af
tryggð sinni við allt, sem er
islenzkt, og sérstaklega allt, sem
snertir frelsi landsins, en þessi
þjóðrækni er þó lævi blandin, þvi
ekki er langt siðan merki Rússa,
hamar og sigð, var borið fyrir liði
þeirra á fundum og manna-
mótum, en ekki íslenzki fáninn,
og drógu leiðtogar og aðrir fram-
ámenn i röðum þeirra, svo sem
ýmsir menntamenn, enda dul á
það, að þeir væru fyrst og fremst
þegnar i alþjóðariki kommúnism-
ans.
Meirihluti islenzku þjóðarinnar
vill tryggja sig gegn fjárhags-
hruni, það verður ekki gert, nema
með þvi að borgarar landsins
krefjist þess, að umræður verði
hafnar við Bandarikin tafarlaust
um áframhaldandi hervernd, svo
og markaðsöryggi fyrir út-
flutning Islendinga, en hann er nú
mjög i hættu, og væri eðlilegt að
bera þessi mál bæði undir þjóðar-
atkvæði, til þess að fá úr þvi
skorið, i eitt skipti fyrir öll, hver
vilji meirihluta borgaranna er.
Timinn er naumur, en ennþá
má bjarga, ef forystumenn
borgaraflokkanna taka saman
höndum í stað þess að láta sem
ekkert sé, þar til i óefni er komið.