Vísir - 08.05.1972, Page 1

Vísir - 08.05.1972, Page 1
62.4rg. Mánudagur 8. mai 1972. i«3 IM. Sjúkraflug lítt óbatasöm atvinnugrein „Þetta er nú eins og aö lána bónda hey á haröindavetri og krefja hann svo um þaö aftur áö- ur en grös fara aö gróa um vor- iö”, sagöi Björn Pálsson, þegar Vfsir ræddi viö hann, en hann hef- ur komizt aö þvf gegnum árin aö sjúkraflug er ekki ábatasamur atvinnuvegur og slik fyrirtæki venjulegast á heljarþrömminni.— - Sjó bls. 3 Eiturgufa yfir bœ á Jótlandi Eiturgufa barst yfir bæ á Jótlandi, og margir voru fluttir i sjúkrahús. Leki varö i geymi I köfnunarefnisverk- smiöju. Ekki er langt siöan mikiö eit- urmál var i fréttum frá Jót- landi, þegar geymir á bifreiö fór aö leka eftir árekstur og eiturefniö fenól barst yfir þorp. Þá fórust þúsundir fiska, og hið sama hefur gerzt I þetta sinn. — Sjá bls. 5. Dœmdur í ársbann frá dómarastörfum Hreiðar Ársæisson, knattspyrnudómari, var á laugardag dæmdur I ársbann i sambandi viö dómarastörf af Dómarasambandi tslands vegna þess, aö hann dæmdi æfingaleik landsliðsins gegn FH, en hann hafði ekki hug- mynd um að Dómarasam- bandið átti i útistööum viö KSt. — Það var ýmislegt um að vera á iþróttasviðinu uni helgina og við segjum frá þvi á bls. 9, 10, 11 og 12. „Viö athugum hemlabúnað, hvort bjalla er á hjólinu, iás og glitaugu á afturskermi og fótstigi. Sérstaklega er rétt að benda börnum á að ekki er leyfilegt aö nota flautur á hjólunum” sagöi Asmundur Matthiasson lögreglu- þjónn I samtali við Vísi I morgun. Þá hófst hin árlega reiðhjóla- skoöun lögreglunnar og var byrjað við Austurbæjarskólann. Hópur barna var þar mættur með reiðhjól sin, en skoðuð eru hjól barna á aldrinum 7 -12 ára en nokkur er einnig um, aö eldri börn færi sin hjól til skoðunar. Reiðhjólin þurfa ekki að vera meö ljós til að fá skoöunarmiða. Sagöi Asmundur, aö logreglunni þætti réttara að framkvæma skoðunina á vorin þvi annars væru þeir frekar að ýta börnunum út I vetrarumferöina ef skoðunin væri framkvæmd aö haustinu. t fyrra voru skoðuð á þriðja þúsund reiöhjól. —SG. MAIBYRJUN: KARTOFLURNAR VÍÐA KOMNAR í GARÐANA — sjá baksíðu Kvenfrelsið kemur til /l/laldíveyja Kvenfrelsiö er að koma til hins nýstofnaða lýðveldis á Maldieyjum. Unga kynslóðin beitir sér fyrir umbyltingu. Karlmenn hafa jafnvel sézt dansa við konur sinar. — Sj& bls. 6 Ofbeldismenn of mikið auglýstir? Páll Asgeir Tryggvason las blaðiö yfir siöustu vikuna og greinir frá áliti sínu inni í blaðinu i dag. Hann varpar fram þeirri hugmynd hvort ofbeldismenn fái stundum ekki of mikla auglýsingu I blöðunum. — Sjá bls. 2 — missti bœði féð og bílinn Mikiö traust til mann- anna bar sá, sem skildi bíl sinn eftir ólæstan og með lyklunum í kveikjulásnum hjá Silfurtunglinu aöfarar- nótt sunnudags. Svo mikil var tiltrúin, að hann lét meira að segja eftir i biln- um kr. 20.000 i reiðufé og bankabók. En hann var lika illa svikinn, þegar hann ætlaöi aö vitja bilsins aftur, þvi aö þá var hann horfinn, og fannst billinn ekki fyrr en um miðjan dag l'gær, þar sem hann var yfirgefinn I hliðargötu. 20 þús. krónurnar voru þá horfnar, en bankabókin var kyrr. Þjófurinn er ófundinn. Annar maöur brást einnig illa trausti samborgara sinna, þegar hann stal heilum sirætisvagni af svæöi SVR viö Kirkjusand, en lyklarnir höföu veriö skildir eftir i vagninum. Ök hann vagninum ölvaöur niöur I bæ, en lenti i sjáif- heldu á Frakkastig, þar sem lög- regian handsamaöi hann. Reyndarbar heigin mönnunum ekki þaö vitni, aö eigur manna mundu óhultar, án þess aö vera á bak viö lás og siá, þvi aö rétt eins og fyrri daginn voru nokkur inn- brot framin hér og hvar um bæ- inn. Tveir piltar voru staðnir aö þvi að brjótast inn i viötækja- verzlun I Einhoiti, og voru komnir meö plötuspilara i hendurnar, þegar þeir voru gripnir. Kona kom aö manni inni i ibúö sinni viö Barónsstig og fékk varn- að þvi, aö maðurinn stæli út- varpstæki hcnnar, en hinsvegar slapp hann á brott meö dýrmætt gullarmband. 8-10 flöskum af áfengi var stolið úr kjallara viö Melhaga og um leið einhverju af sælgæti. Ölvaður maöur braut rúöu I sýningarglugga verzlunarinnar Goöaborgar og náöi byssu út um gluggann, en vegfarandi, sem leiö átti hjá, vatt sér að manninum og tók af honum byssuna, sem var óhlaðin. Lögreglunni var gert viö- vart og tók hún manninn i sina vörzlu. GP. Reiðhjólaskoðun lögreglunnar hófst i morgun: Á þriðja þúsund hjól skoðuð í fyrra Einar og Lúðvík rœða við Douglas Home í London Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra og Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra munu fara til London 23. þessa mánað- ar til viðræðna við Alec Douglas-Home lávarð, utanríkisráðherra Bret- lands, og aðra brezka ráðamenn. Þetta er framhald við- ræðna um landhelgismál- ið milli íslendinga og Breta. —HH. SKILDI 20 ÞÚSUND, EFTIR I OLÆSTUM BIL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.