Vísir - 08.05.1972, Page 9
Dœmdur frá dómarastörfum í
ár fyrir að dœma œfingaleik!
— Einkennilegar aðgerðir Dómarasambands íslands gagnvart Hreiðari Arsœlssyni
— Ég haföi ekki
hugmynd um, að Dómara-
samband íslands ætti í ein-
hverjum útistöðum við
Knattspyrnusamband is-
lands og þegar Hafsteinn
Guðmundsson, landsliðs-
einvaldur, bað mig að
dæma æfingaleik landsliðs-
ins á dögunum gegn Fim-
leikafélagi Hafnarf jarðar
fannst mér sjálfsagt að
verða við þeirri bón, sagði
Hreiðar Ársælsson, knatt-
spyrnuþjálfari og dómari,
áður landsliðsbakvörður í
KR, þegar við ræddum við
hann í gær, að á laugardag
var hann dæmdur f ársbann
í sambandi við dómara-
störf af nefnd innan
Dómarasambandsins.
— Ég kom alveg af fjöllum,
þegar mér var tilkynnt þessi
ákvörðun Dómarasambandsins i
gær, sagði Hreiðar ennfremur.
Ég hafði ekki hugmynd um, að til
stæðu einhverjar aðgeröir gegn
mér hjá Dómarasambandinu og
fékk ekkert tækifæri til að verja
þar mál mitt.
— Ég átti að dæma leik i gær i
fjórða flokki milli Þróttar og
Fylkis i Reykjavikurmótinu og
Ragnar Magnússon, 'knatt-
spyrnudómari, hringdi tii min á
laugardag og tilkynnti mér, að ég
mætti ekki dæma leikinn, þar sem
ég hefði verið settur i ársbann
sem knattspyrnudómari. Mér
finnst þetta furðulegt mál i alla
staði.
Nokkur undanfarin ár hef ég
verið i unglinganefnd Knatt-
spyrnusambands tslands og
starfað mikið- i þeirri nefnd. Ég
hef litiö á mig sem starfsmann
KSl og þvi þótti mér alveg sjálf-
sagt að hjálpa Hafsteini, þegar
hann bað mig að dæma leikinn.
Ég hafði ekkert fylgzt meö mál-
inu i sambandi við Jóhann Gunn-
laugsson, dómara, sem dæmdi
leik landsliðsins og Fram og eitt-
hvert veður var útaf. Jóhann vis-
aði þá einum leikmanni Fram af
velli — en aðrir leikmenn Fram
Birgir Jakobsson
kosinn sá beztil
I hófi, sem körfuknatt-
leikssamband Islands hélt
á föstudagskvöld voru
verðlaun veitt islands-
meisturum IR í mfl.
kvenna, IR i mfl. karla,
og silfurverðlaunin í mfl.
hlaut, eins og allir vita,
KR.
Þá voru voru veitt þrenn ein-
staklingsverölaun, fyrir hæstu
skorun i tslandsmótinu, fyrir
beztu vftahittni, og loks var kos-
inn bezti leikmaður 1. deildar.
Þórir Magnússon, Val, varð
stigahæstur allra i mótinu og
skoraði alls 380 stig i 13 leikjum,
eða tæp 30 stig á leik. t 2-3. voru
Einar Bollason og Kristinn Jör-
undsson með 304 stig hvor.
Jón Sigurðsson, Armanni,
hlaut verðlaunin fyrir beztu
vilahittnina i 1. deild. Hann
skoraði 39 sinnum úr 50 tilraun
um, en Einar Bollason skoraði
38 sinnum úr 49 tilraunum og
varð i ööru sæti. Munaði aðeins
0,4% á Jóni og Einari.
Loks völdu leikmenn 1. deild-
ar úr sinum hópi þann, sem þeir
töldu vera „Bezta leikmann 1.
deildar 1972." Varð Birgir
Jakobsson, tR, fyrir valinu.
Hlaut hann samtals 171 atkvæði,
en næstur kom Gunnar Gunn-
arsson, UMFS, með 166. Þriðii
varð Kolbeinn Pálsson. gþ
Hreiöar Ársælsson.
hættu þá leiknum, þar til sam-
komulag náðist milli Hafsteins og
Guðmundar Jónssonar, þjálfara
Fram, að halda æfingaleiknum
áfram með öörum dómara.
Mér var ekkert tilkynnt um að
Dómarasambandið væri með ein-
hverjar refsiaðgerðir gegnvart
æfingum landsliösins — en eftir
að ég hafði dæmt leik landsliðsins
og FH kom Bjarni Felixson, for-
maður Dómarasambandsins, til
min og var með skammir út af
þvi, að ég skyldi hafa dæmt
æfingaleikinn. Þegar ég sagöi
honum, að ég hefði ekkert vitað
um málið, sagöi hann aðeins-.,,Þú
getur lesiö blöðin”.
Þetta sagði Hreiðar Arsælsson
og ekki að furöa þó hann væri
hissa og særöur vegna þessara
aðgeröa Dómarasambandsins
gagnvart honum. Þetta er ein-
hver þyngsti dómur, sem um get-
ur hér i sambandi viö knattspyrn-
una, ef ekki sá þyngsti. Leikmenn
hafa alveg misst vald á skapi sinu
á leikvelli — dæmi eru til þess, að
þeir hafa slegiö tennur úr mót-
herjum sinum, en aðeins verið
dæmdir frá leik i nokkrar vikur,
varla það einu sinni. Ahorfendur
hafa ruðzt inn á leikvöllinn, slegið
dómara eða leikmenn, og sloppiö
með áminningu, þó dæmi séu lika
til, að menn hafa verið dæmdir
frá iþróttavelli um tima. Svo
gerist það, að maður, sem lengi
heiur starfað sem nefndarmaður
hjá Knattspyrnusamb., Hreiðar
Arsælsson, dæmir i sakleysi sinu
æfingaleik hjá landsliðinu, liði,
sem hann hefur starfað að, og þá
gefur Dómarasambandið honum
heldur betur spark — dæmir hann
frá dómarastörfum i eitt ár. Er
þetta ekki einum of langt gengið?
Þess má geta að lokum, að
Hreiðar Arsælsson, sem þjálfaði
Val i fyrra, og Viking og Vest-
mannaeyinga áður, er nú þjálfari
hjá KR og æfir þar meistaraflokk
félagsins ásamt Erni Steinsen.
Hann er að sjálfsögðu ákveðinn
að skjóta máli sinu til Knatt-
spyrnusambands tslands.
bæklingurinn
er kominn
N’ó í vrítxú ofuúr l«<o( Tar/Í topy. • y.’m Ht) fjök
'kvktut tetl i tbi< bort bpfoi Jwn<
brrþowoi rý*e&. Avkit vftx oð búx < í1.oómo< /
hofo) uUur M>ki» k lglo tlxiíii y«,\ hiw íihioi.lo
mfétxJ > Mx.rolof V.ii<Ihoi «A. »6 f:ofx,ta> kiKihi jA
at v«ÖI<<Imihi. N.x.i<J:< i ft>i<öoi« ökkí<
fcK< > |<vi, ai> «kt.> cr t>| /,<b f»1xpo .Lj-Jc/x Mv>
cr Uftt iftt v’Ao!<f.i IxiÖó >ipi6>sK.yx iok banw >:<.
X.K'IOIpJV/oh < ft>v.\0|«Ki|
l «t> Jft.i«. U:o*íi 'i* <M r.\ \t,6 ■
Ixí•>•<•» <">|!5k>:öi t'otéóJKOK.:,
!v> ,
Viktov <r l»V'k,;d w>ii6x*k4i. i
tK'{'ftitf<H-x>:t Þ>:;>ómi»?>io: .►» :.y.K.JtiH.
SöctrHpiátibiff vvjtfinoíi :o »:<_•<"<•: tj>iKk<.>ði<::<.
k viÉt.H-Kíh i<... i<.>khihV.<, »::o:v< Hx. »áH.>:a.
<o< J: Áéh'k' M:i/.;:> h:.f> ýit-rrjM x» k vioioio vvócvj:.-
* W:o:< 't ;H.*>. i ••Áviíji-' I f<<>tt;Mb»r>>. /•>•<<>
<<J..h vc> 'l/wm:.':‘>í. •/«■.<•. t^ý^ •V'J'olojVx/ f«>i
. c:ti K.:t.:ot.y<» í n:.>;)'. m <»i »<../•.■
, <’.<• x:c Aftikoío:'* f|.»jf:->f< V>:t..vt<sf«í. «..
•*' K-:* •'kk: >Jt»:« .;./!h.:o:o:, ■.(.ixtVjfvNVjih.
J*H >:.>io: >.-H:>;... «.:«i.\.>:». :o:a:;x.J:< .» :vk>»h :<
hringiö, skrifiö, komið
og fariö
í úrvalsferö
til Mallorca
FERÐASKFUFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900