Vísir - 08.05.1972, Qupperneq 13
VÍSIR. Mánudagur 8. mai 1972. 13
SKALLASEX
Mér finnst ágætt að vera
sköllóttur, segir Telly Savalas,
einn af þrem færgustu skölium i
Hollywood. Ég öfunda ekki hippa-
kvikindin sem eigra um með sleg-
ið hár niður á herðar, og mér
finnst ég alls ekki hafa minni sex-
appil heldur en þeir. Sama segja
hinir tveir, Itay Miliand og Yul
Brynner hinn ókrýndi skalla-
kóngur. 1 „Love Story” kom ég
fyrstfram háriaus, segir Milland,
(en þar lék hann föður Olivers
Baretts.) Hafði notað hárkoliu i
nokkur ár, heldur hann áfram,
þangað til mér fannst timi til
kominn að sýna aðdáendum min-
um svart á hvitu hvernig ég liti i
rauninni út. Og kvenþjóðinni
finnst Ray Milland alls ekki siðri
núna þó hann sé orðinn sköllóttur
og 64 gamail.
Yul Brynner hefur bcinlinis
orðið KYNTAKN vegna hins
fræga skalla sins. i kvikmyndinni
„Kóngurinn og ég” þar sem
Brynner hlaut Óskarinn fyrir ieik
sinn, nevddist hann til að krúnu-
raka sig vegna hlutverksins.
Hann var að visu orðinn hárlítill
þá (1956en siðan hefur hann
haldið skalla sinum dyggilega
við. Hvert það hár sem hefur
dirfzt að sjá dagsins Ijós á kolli
hans hefur umsvifalaust verið
rakað af. Leyndardómar
kyntöfra minna felast i skalla
minum, segir Yul Brynner. Ég
raka hausinn á mér reglulcga
eins og faraóarnir gerðu i gamla
daga.
★TELLY SAVALAS ★RAY MILLAND ★YUL BRYNNER
Páll páfi heldur á tákni páskahátiðarinnar, guðs-
lambinu, sem honum var gefið af fjárbónda ein-
hversstaðar suður á ítaliu.
Okkar þilplötugeymsla
er upphituð
Þilplötur eru auðvitað meðal alls
þess byggingarefnis sem við bjóðum. En
við geymum plöturnar í fullupphituðu hús-
næði. Það meta þeir fagmenn mikils, sem
úr þeim vinna.
BYGGINGAVÖRUVERZLUN
KÓPAVOGSKARSNESBRAUT2 s,mi 41000
einn mesti auðjöfur heims er nú
fluttur búferlum frá London til
Los Angeles, þar sem hann hefur
fest kaup á stórhýsi til að búa i.
nýrri vinkonu, hinni ljóshærðu
tizkublaðakonu Georgiana Russel
frá London. Móðir stúlkunnar er
fyrrverandi feguröardrottning
Grikklands, en faðirinn er enskur
ambassador i Madrid.
Truman Capote
hinn frægi höfundur „Kalda
blóðsins” sem sýnd var hér ný-
lega i Stjörnubiói stendur nú i
þrasi við Paramount-kvikmynda-
félagið vegna handrits sem hann
gerði, fyrir þá, en þeir hafa breytt
án leyfis Capotes. Rithöfundurinn
krefst hátt á tólftu milljón isl.
króna i skaðabætur. Það er vissu-
lega ekkert fimmaura-hark sem
þeir stunda þarna út i Ameriku.
Mick Jagger
situr nú við aö semja tónlist við
söngleik, sem sýndur veröur á
Broadway. Hann hefur sér til
aðstoðar stórséniiö John Lennon.
Horst Buchholz
þýzki kvikmyndaframleiðandinn
hefur nú snúið heim til sin eftir
þrettán ára dvöl i Hollywood.
Buchholz er frægur úr mörgum
myndum, m.a. „7 hetjum” „1 2 3”
o.fl. o.fl.
Barbara Streisand
hefur ásamt Paul Newman,
Sidney Poiter og Steve McQuenn
stofnað nýtt kvikmyndafyrirtæki,
sem ber nafnið Stórstjörnu-
félagið.
Sidney Poitér
hinn vinsæli negri, og leikkonan
Soanna Shimkus hafa eignazt
erfingja, fallega dóttur. Eins og
fram kemur annars staðar á
siðunni, er Poiter ásamt fleiri
leikurum orðinn hluthafi að ný-
stofnuðu kvikmyndafyrirtæki,
Stórstjörnufélaginu.
Karl Bretaprins
hefur verið að slá sér upp með