Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 2
2 Y'ísir Föstudagur 12. mai 1972. VÍSBSm: Vitið þér hvað gerðist á uppstigningardag? Vilhjálmur Fétursson, kennari: Já, það veit ég. Jesús Kristur steig upp til himna. Runólfur Jónsson, nemandi: Ja, ég held að Jesus hafi risið upp frá dauðum. Eða hvort hann hafi stigið upp til himna. Eg er ekki alveg viss. Egill Guftnason, nentandi: Jesús Kristur steig upp til himna. Björn Ingi Stefánsson, nemandi: Já, þá voru liðnir 40 dagar frá þvi að Jesús reis upp frá dauðum. Steig hann bara ekki upp til himna? Er það ekki rétt? Ella Karlsdóttir, nemandi: Það veit ég ekki. Jú, kannski ég viti það. Steig hann ekki upp til himna? '.X-ira Jacobsen, húsmóftir: Já, steig þá upp til himna. „Fyrsti túrinn minn en ábyggilega ekki sá síðasti" — sagði 14 ára messastrákur af Sundabergi Skipverjar misstu allt nema það sem þeir stóðu í — og 4 mánaða afla „Við vorum lagðir á stað heimleiðis með fullfermi. Sjór var fremur þungur og 7 — 8 vindstig. Stuttu fyrir hádegi kom leki að skipinu og ekki var við neitt ráðið" sagði Benjamín Johansen skipstjóri af færeyska togaranum Sundaberg í samtali við blaðamann Vísis i gær. Hann kvaðst ekki geta gert sér grein fyrir hvað olli lekanum, enda lestimar fullar af saltfiski og þvi erfiíí vik að kanna málið. Fyrsti túr messans ,,Þetta var nú fyrsti túrinn minn. en ábyggilega ekki sá siðasti,” sagði litill naggur um leið og hann kveikti sér i sigarettu með kæruleysi þess sem reykt hefur árum saman. — Hvað ertu gamall? Brátt þótti sýnt að togarinn var að sökkva og yfirgaf þá áhöfnin hann, nema skipstjóri og stýri maður. En þar kom.að þeir fóru einnig frá borði, og nokkrum minútum siðar hvarf togarinn i hafið. Þá mun klukkan hafa verið um 4 á sunnudag og skipið statt norður af Nýfundnalandi. Benja- min skipstjóri var fremur daufur i dálkinn sem von var. Sagðist litið hafa siglt sem skipstjóri, oftast sem stýrimaður, en veriö a sjó frá blautu barnsbeini eins og sönnum Færevine sæmir. Ahöfn Sundabergs við komuna til Reykjavikur i gær. Nokkrir höfftu stokkift fyrir borð i peysunum en flestir stóftu uppi á skyrtunni. Benjamin Johansen skipstjóri Sundabergs ,,Eg er orðinn 14 ára og var messi þarna um borð. Sjóveikur? Jú, svona aðeins fyrst, en það lagaðist fljótt. Ég er fra heima- höfn togarans, Klakksvik, og hef alltaf ætlað mér að verða sjó- maður. Nei, nei, ég var ekkert hræddur.” Færeysku sjómennirnir voru glaðlegir og ræðnir en vöruðust þó að koma með nokkrar tilgátur um slysið. Um borð voru þrir bræður og siðan aðrir tveir. Enn- fremur feðgar. Þeir höföu allir blotnað meira og minna, þegar þeirstukku um borð i gúmbátana, en létu vel af aðhlynningu skips- hafnarinnar á brezka skuttogaranum Othello, sem bjargaði þeim eftir um þriggja tima volk i gúmbátunum og flutti þá til Reykjavikur. Jós meö bússunum ,,Ég stökk eins og hinir niður á gúmbátinn, sem valteins og kefli. Siðan fikraði ég mig inn i skýlið, Krank Drewery skipstjóri á Othello til hægri. Búinn aft vera á veiftum í 5 vikur og heldur héftan til Grænlands efta Labrador. / í\ k AáJSí4* b, ¥ n llammer — Jós gúmbát- ft bússunum og stóö nú á og tók um 20 minútur að gera við það.” Fran Drewery skipstjóri á Othello er hressilegur náungi og segir þetta vera i fyrsta sinn, sem hann bjargar mönnum úr sjávar- háska. Othello var staddur 40 — 50 milur frá Sundaberg er kallið barst og var kominn á vettvang liðlega þrem tiipum siðar. Þeir fundu þrjá gúmbata og hafði einn rekið 2 milur frá sökkvandi togaranum, en hinir voru nær. I þessum þrem bátum voru 36 menn og voru þeir teknir um borð. Skipstjóri og stýrimaður á Sundaberg voru um borð i togaranum þar til 7 minútum áður en hann sökk. Drewery sagði að kanadiski flugherinn héfði sent flugvélar á vettvang og hefðu þær leiðbeint skipi sinu á staðinn. A leið frá borði tókum við tali tvo háseta af Othello þá Thomas Foot og Freydovey. Þeir sögðu • veðrið hafa verið slæmt á slys- staðnum, en vel hefði gengið að ná mönnunum. „Hvað um 50 milurnar" spyrjum við. „Blessaðir það er allt i lagij’ svarar Foot, ,Jþið ættuð bara að vera stórtækari og fara út i 100 milur. Ég er alveg meðmæltur stærri landhelgi.” —SG. sem var hálffult af sjó, fór úr bússunum og notaði þær til að ausa bátinn með” sagði Jeggvan Hammer, 24 ára gamall háseti. Hann er frá Oyndarfjörd og búinn að stunda sjóinn i eitt og hálft ár. Hann sagði aö enginn skipverja hefði getað tekið neitt með sér. ,,Ég varð meira að segja að fá þetta lánaðj’ sagði hann og sýndi mér gamla inniskó sem hann læddist og var berfættur innan undir Hann sagðist ekki hafa orðið hræddur. enginn hefði verið hræddur; „og þó svó hefði verið mundum við aldrei segja frá þvi” bætti hann glottandi við. Jeggvan sagði að þeir hefðu verið búnir að vera fjóra mánuði að veiðum og aflinn hefði verið um 440 lestir af saltfiski. Hann gizkaði á, að verðmæti farmsins hefði verið um 3 milljónir danskra króna. Sigldu of hratt til bjargar „Við brugðum fljótt við þegar við heyrðum neyðarkallið frá Sundaberg og stefndum i átt til togarans á fullri ferð. Vélstjórarnir gættu hins vegar ekki að sér i ákafanum og pindu vélarnar þar til spindill brotnaði Morgunsvœfir leigubílstjórar akur skrifar: er einn af þeim mönnum, ættir til að vakna á siðustu stundu á morgnana. Það hefur þvi oft komið fyrir, að éghef misst af strætó og orðið aö verða mér úti um leigubil. En þá kemur stundum babb i bátinn. Það kem- ur sem sé i ljós, að þeir eru fleiri sem þykir gott að sofa út á morgnana, og þar á ég við leigu- bilstjóra. Það er skratti hart að koma alltaf að Steindóri og Borgarbil harölæstum svona 10 minútum fyrir 8 og stundum lika 10 minútum yfir 8. Sem betur fer er vanalega búið að opna hjá BSR, og bjargar það málum, þvi hrein hending er að finna lausan taxa á róli i miðbænum svo snemma dags. Nú kann einhver að segja, að auðvelt sé að hringja heimanað i einhverjar stöðvar og fá þannig örugglega bil. En bæði er það, að oft tekur maður sénsinn á að strætó sé ekki farinn og svo hitt, að illmögulegt er að vita, hvort taxinn, sem hringt er eftir, komi eftir 5 minútur eða 15 minútur. Vinnutimi fólks hefur almennt færzt fram, svo ég teldi það eðli- legt, að leigubilstjórar hefðu einnig sama háttinn á.” Geta lœknar komizt upp í 50 þúsund - ó dag? Guftniundur Magnússon simafti: ,,Er það ekki stórkostlegt, að ein- mitt læknar skyldu setja fram kröfur um hundruð þúsunda hækkanir á launum sinum? Eru það ekki einmitt læknar, sem eru langtekjuhæstiri þjóðfélaginu?Ég var a læknastofu hjá lækni, sem er sérfræðingur i kvensjúkdóm- um (var að fá sprautu i öxlina) Þetta tók ekki langan tima. Og verðið? Ég hálf fyrirvarð mig fyrirað rétta manninum iitlar 350 krónur. En ég huggaði mig viö að á biðstofunni voru um eða yfir 20 manns, sem hafa borgað sama og vonandi örlitið betur. Þetta er nú bara aukageta þessa læknis, svo hann hefur átt fyrir salti i graut- inn. Nú, ég bað um kvittun fyrir þessu. Nei, góði, það borgar sig ekki, þvi þá verður þetta bara dýrara. Þetta voru svörin. Ég ætla bara að vona, að það fari ekki eins fyrir þessum lækni, og öllum læknum og manninum fyrir austan, sem var i fátækt sinni að bauka með 10 hænur og borgaði ekki söluskatt! Ég hef heyrt, að læknar geti komizt allt upp i 50 þús. króna laun á dag, ef heppnin er með, svo koma þeir til þjóðarinnar og biðja um meiri laun, menn sem taka krakka i biðröðum og taka kirtlana fyrir 1800 krónur stykkið. Nei, takk, nú finnst mér nóg komið, og ég veit, að almenningur er sama sinnis. En rikisstjórnin? Er hennar leikur ekki næstur? Hvað gerir hún?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.