Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 7
Vlsir Föstudagur 12. mai 1972. 7 þá eru vandlega siaðar frá allar röksemdir ræðumanns, þaggað niður allt sem vikur að hinum gifurlegu herflutningum Rússa til landsins, og svo er það haft eftir Thieu forseta, að „þjóðfrelsisher- inn” þ.e. kommúnistar, hafi tekið héruð i landinu. Geta menn rétt imyndað sér, hvort vietnamski forsetinn hefur notað það orðalag. bannig er allt á sömu bókina lært, öfgar og einbliningur blinda menn. En eins og áður segir, þá hafa menn auðvitað rétt til að vera öfgamenn, það er ekkert sem bannar það i stjórnarskránni, — en það er bara verst fyrir þá sjálfa. Einbliningurinn og falsan- irnar i fréttaflutningi Þjóðviljans hefur aðeins þau áhrif, að nú er þorri lesenda blaðsins gersam- lega hættur að reiða sig á frétta- flutning þess, afleiðingin verður svo aðeins, að allt er á niðurleið. Við sjáum muninn á þessu og venjulegri fréttaþjónustu. Lýðræðisblöð, jafnvel „auðvalds- blöð’j hafa ekki kveinkað sér við að segja frá viðbjóðslegum striðsglæpum og styrjaldar- rekstri Bandarikjamanna i Vietnam. Það er sagt, að „press- an” i sjálfum Bandarikjunum myndi virkustu stjórnarandstöð- una þar i landi. En hvenær hefur kommúnistamálgagnið hér treyst sér til að segja frá alveg sam- svarandi glæpaverkum Norður- Vietnama, og hvenær myndi það fást til að viðurkenna, að nokkur hluti vietnömsku þjóðarinnar sé andvigur kommúnistum? Það setur kikinn fyrir blinda augað og sér ekki eina litla hálfa milljón af flóttafólki. Slikt má ekki verða uppvist, menn skulu vera sælir i sinni trú, og blóðugur striðsrekst- ur skal með öfugmælum verða að friðarblessun, ef það eru aðeins réttir menn, sem myrða og brenna. Þessi fréttaflutningur hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu. Samkvæmt heilögu lögmáli er þvi haldið fram, að auðvaldspressan mónópóliséri fjölmiðlana til að blekkja alþýð- una. Samkvæmt þessu skal það vera heilög staðreynd, að frétta- flutningur Morgunblaðsins sé hlutdrægur og einhliða. En svo var gerð smáathugun i félags- fræðideild háskólans á frétta- flutningi tveggja blaða, Morgun- blaðsins og bjóðviljans, þar sem mér skilst, að fljótt hafi orðið augljóst, hve fréttaflutningur „auðvaldsblaðsins” bar i öllu af hlutdrægum áróðri kommúnista- blaðsins. Frá þessu var sagt hér i blaðinu, þó sá misskilningur hafi orðið, að formleg niðurstaða hafi fengizt um þetta. En þetta var á móti öllum heilögum lögmálum og mjög viðkvæmt af vissum ástæðum, svo allt i einu setur sjálf félagsfræðideild háskólans sig i embættisskriffinnsku-stell- ingar og reisir sér heldur en ekki kyndugan varnargarð úr orð- hengilshætti, hártogunum og hálfkveðnum visuorðum. Deildin getur ekki látið fram koma endanlega niðurstöðu, nú er ekki dirfskunni fyrir að fara. Á sama tima notar ritstjóri Þjóðviljans hátiðarblað sitt 1. mai aðallega til að barma sér yfir slæmum fjárhag blaðsins, og þar vantar ekki dirfskuna, hann heimtar bara, að keppinauturinn, Morgunblaðið, verði látið borga tapið á Þjóðviljanum. Það má þvi segja, að ekki vanti radikalism- ann á þeim bæ, þó t.d. £é þagað þunnu hljóði yfir t.d. stærsta hálaunavandamáli þjóðfélagsins. Og þar er ekki heldur rakin undirrót þess, hvi nú er svo illa fyrir Þjóðviljanum komið. Ekki alls fyrir löngu mátti sjá örla þar á vilja til að reka raunverulega blaðamennsku. En allt i einu var gillótinið látið falla. Stórbrotnar pólitiskar hreinsanir fóru fram á blaðinu, og starfsmenn, sem höfðu reynt að halda uppi merki eðlilegrar blaðamennsku, hinir æfðu blaðamenn, voru látnir fá hausafok. 1 staðinn voru settir pólitiskir hlaupadrengir, blaða- mennskulegir viðvaningar. Þvi er nú komið sem komið er, þetta er ástæðan fyrir þvi, hve Þjóðviljan- um hefur hrakað. Og svo á Morgunblaðið að borga reikning- inn af pólitiskum hreinsunum á kommúnistablaðinu! Hafið þið bara heyrt? Þorsteinn Thorarensen r cTMenningarmál Um blöð og tímarirt: Landsins gagn og nauðsynjar Ef allt er talið sýnast um það bil 50 „blöð” af ýmsu tagi koma út ár- lega hér á landi. En þvi fer fjarri um fjölda þessara blaða að þau séu nýtileg fréttablöð eða pólitisk málgögn, njóti neinnar verulegrar útbreiðslu né hafi merkjanleg áhrif út i frá. Til þess eru þau ein- faldlega of litil. Og minnsta kosti sum hver eru þau þessleg að efni þeirra nytu sin betur i einhvers konar timarits- sniðum en þeirri blaðlik- ingu sem á þeim er. reyndar öll efni til að verða nyt- samlegt rit, eins og þegar sést af nýlegri athugun þess á afborgunarviðskiptum eins og þau tiðkast hér. En mörg rit af þessu tagi eru ársrit viðkomandi félaga, stundum myndarlega gerð blöð enda gefin út i fjár- öflunarskyni, einatt á árlegum tyllidögum þeirra eins og t.a.m. Sjómannadagsblaðið eða 19. júni, rit Kvenréttindafélags Islands. Það á við um flest þessi rit sem nú voru nefnd og önnur þvilik að þau einskorða sig við hagsmuni og önnur áhugaefni sinnar stéttar eða starfshóps, einatt hina sigildu islenzku kjarabaráttu, en ætla sér ekki að bera boð eða rækja önnur erindi utan sins félagshóps. Svo er t.a.m. um Asgarð, blað BSRB, sem ugglaust varðveitir lika þegar frá liður ýmislegar heim- ildir um kjaramál opinberra starfsmanna. Siðasta blað (1:1972) er helgað 30 ára afmæli samtakanna með kveðjum stjórnmálamanna i tilefni þess og upprifjun á helztu baráttumálum félagsmanna undanfarin ár. Þau blöð sem kalla má „virk” málgögn, koma nokkurn veginn reglulega út, svo sem vikulega, eða stefna minnsta kosti að þvi, og ætla má að umtalsverðrar út- breiðslu njóti, allténd i sinni sveit, eru hins vegar varla fleiri en 10-15 talsins. Og þá eru Reykjavíkur- blöð lika meðtalin. Stéttir og kjör I fyrri grein um bíöð og timarit (4/5) var reynt að flokka þau lauslega eftir efni og gerð. Að blöðunum frátöldum reyndist þá stærsti flokkur timarita vera málgögn ýmiskonar félagasam- taka, og komu 30 rit af þvi tagi út 1969, en þó voru þegar frátalin ýmis félagstiðindi sem minnst virtust fyrir sér. 1 fyrsta lagi eru i þessum hóp timarit ýmissa stétta og starfs- hópa, rit eins og t.a.m. Banka- blaðið, Lögreglublaðið, Póst- mannablaðið, Simablaðið..,en þessi rit koma út 2-4 sinnum á ári sem einmitt er algengasta stærð timarita. Starfsmenn SIS hafa sitt sérstaka málgagn, Hlyn.sem kemur út mánaðarlega, og BSRB gefur út Asgarö (3 tbl. 128 bls.) sem trúlega er mest fyrir sér af þessum blöðum i krafti sinnar miklu útbreiðslu. 1 öðru lagi gefa ýmis önnur félagasamtök út timarit um sin sérstöku áhuga- efni og hagsmunamál. Af þvi tagi er t.a.m. Skinfaxi, málgagn ung- mennafélaganna, sem fyrir eina tið var útbreitt og áhrifamikið blað, og Neytendablaðið, málgagn neytendasamtakanna. Það er ógn fátæklegt blað ennþá i sinum ytri sniðum, en hefur Timarit eins og Ásgarður býr hins vegar að félagsbundnum áskrift- um sem tryggja þvi viðtæka út- breiðslu og óhulta fjárhagslega afkomu. Það er likast til að þvi "skapi markverðara rit en önnur félagstiðindi að það er málsvari mjög fjölmennra starfshópa. En auðvitað er ekkert þvi til fyrir- stöðu að slik timarit láti sig fleiri efni varða en venjubundna stéttar-hagsmuni. Ideólógia og própaganda Það á lika við um velflest önnur timarit að þau eru ekki gefin út af verzlunarfyrirtækjum, enda sjaldnast arðvænleg, heldur styðjast beint eða óbeint við ýmiskonar félög og samtök. Og þau virðast einatt markverðust og lifvænlegust sem unnt er að tryggja með þessumhætti trausta útbreiðslu (og arðvænlegan aug lýsingamarkað ef rétt er á haldið) en gefa sig jafnframt að málefn- um sem fleiri varða en takmark- aðan félagshóp. Frá þessum bæjardyrum séð kemur það hins vegar kynlega fyrir að stærstu og skipulegustu félagssamtök landsmanna,sjálfir stjórnmálaflokkarnir hafa engum eigin timaritum á að skipa — en það stafar eflaust af ofvexti „pólitisku pressunnar” sem áður var vikið að og öðrum ástæðum hinnar pólitisku baráttu. Aðeins þrjú hrein og bein pólitisk timarit fyrirfundust árið 1969, Stefnir, timarit ungra Sjálfstæðismanna, Neisti, fjölritað málgagn ungra sósialista, Fylkingarinnar, og Réttursem er reyndar gamalt og gróið timarit um þjóðfélagsmál. I seinni tið hef'ur verið reynt að skinna Rétt upp, hann kemur út ársfjórðungslega, vel úr garði gerður, með fjölskipaðri ritnefnd. við „samtök verzlunar- og athafnamanna”) og á væntanlega sjálft að vera arðvænlegt fyrir- tæki I krafti auglýsinga og út- breiðslu. Ritið leggur kapp á ýtarleg viðtöl við kunna athafna- r 'n Efni nokkurra timarita 1969 Timarit um landbúnað 9 Sjávarútveg 2 Iðnað 4 Verzlun 3 Lögfræði, hagfræði 5 Félagsmál 3 Læknisfræði og heilbrigðismál 10 Uppeldis- og skólamál 2 Náttúrufræði 4 Saga og þjóðfræði 11 Bókmenntir og menningarmál 6 Pólitisk timarit 3 Timarit um ýmis önnur efni 9 V____________________________________________J I siðasta hefti (1:1972) eru birt drög að nýrri stefnuskrá fyrir Alþýðubandalagið, söguleg grein um vinnutima eftir Ólaf Einars- son, og einn ritnefndarmaður skrifar lof um annan, Hjalti Kristgeirsson um Jóhann Pál Arnason. En eins og jafnan er allt meginefni ritsins eftir ritstjór- ann, Einar Olgeirsson, undir nafni og nafnlausar greinar —- i sama anda, stil og stefnu sem mótað hefur Rétt i fjeritigi ár. Starfsgreinar, fræði, stofnanir 1 meðfylgjandi yfirliti er reynt að flokka lauslega eftir efni nokkur helztu timarit sem segja má að f jalli um landsins gagn og nauðsynjar. Þau reyndust um það bil 70 talsins 1969. Eins og sjá má er helmingur þeirra timarita sem fjalla um nokkra helztu atvinnu- vegi landsmanna helguð land- búnaði, og er það eins og vonlegt er fjölbreyttur timaritakostur. Fyrir utan búnaðarblaðið Frey sem Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda gefa út menn — siðast Gisla Halldórsson arkitekt (3:1972) og þar má einnig sjá aðrar fróðlegar greinar og frásagnir um verzlunar- og efnahagsmál, en einnig er ýmsu fréttaefni helgað mikið rúm, mjög misjafnlega fróðlegu að sjá. Annar fjölskipaður flokkur timarita fjallar um læknisfræði og heilbrigðismál. Þar eru bæði fagleg og fræðileg rit lækna, læknanema, lyfjafræðinga og hjúkrunarfólks, Læknablaðið (6), Timarit Hjúkrunarfélags lslands (4) og rit sem ýmis samtök um heilbrigðismál gefa út eins sjálf nöfn þeirra gefa til kynna, Gcðvernd(4) og Iicilsuverndsem er reyndar rit Náttúrulækninga- félags Islands. Eiginleg fræðileg timarit eru eftir atvikum gefin út af stéttar- samtökum, læknum, lögfræð ingum, verkfræðingum, eða stofn unum sem fást við viðkomandi fræði og starfsgreinar. Þetta eru einatt rit i fjarska föstum form- leguai skorðum, Iðnaðarmál (6) Félagsmál (4) Fjármálatiðindi (sem virðast reyndar ekki hafa komiðút á árinu 1969), Hagtiöindi (12). Eftir W Olaf Jónsson mánaðarlega, helzta málgagn stéttarinnar, koma út ein sex árs- rit á vegum bændasamtáka og stofnana landbúnaðarins og ein- stakra búgreina, þar á meðal Búnaöarrit sem er með elztu tímaritum landsins, 85ti árgangur i ár, og minnsta kosti eitt fræðilegt timarit, tslenzkar landbúnaðarrannsóknir (2h, 192 bls.) Um sjósókn og sjávarútvegs- mál fjalla á hinn bóginn aðeins tvö timarit, Ægir, timarit Fiski- félags Islands, og sjómanna- blaðið Vikingur (12), gefið út af Farmanna- og fiskimannasam- bandi Islands, sem jafnharðan fjallar um störf og hagsmuni sjómanna og flytur ýmislegt efni til skemmtunar og fróðleiks. Um fiskiðnað fjallar ennfremur tima- ritið Frost (6) sem Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna gefur út. Eins og vel á við er helzta blað um verzlunarmál, timaritið Frjáls verzlun (12) gefið út af sjálfstæðu forlagi (en i samvinnu Nýir siðir og leiðir En einnig rit um sérgreinda starfsemi og fræðigreinar geta reynzt eftirtðktarverð timarit almennum lesendum. Það á við um timarit um félagsmál eins og Sveitastjórnarmál (6), gefið út af Sambandi islenzkra sveitar- félaga, sem á seinni árum virðist einkar vandað og vel rekið tima- rit, fróðlegt og nytsamlegt á sinu sviði.siðasta hefti (2:1972) helgað 100 ára afmæli tilskipunar um sveitastjórn á Islandi. Annað rit sem fyrir skemmstu hefur tekiö á sig nýja mynd þótt það standi á gömlum stofni er Menntamál, timarit um uppeldis og skólamál sem kennarasamtökin, frá fóstr- um og barnakennurum til háskólakennara, standa að ásamt skólarannsóknum menntamála- ráðuneytisins, siðasta hefti þess (1:1972) að meginefni helgað þeirri endurskoðun námsefnis i skólum landsins sem um þessar mundir er unnið að. Hvert með sinu mótinu virðast timarit eins og Menntamál, Sveitastjórnarmál, Frjáls verzl- un, Asgarður til marks um nýjar leiðir sem reyndar eru I gerð og útgáfu timarita og kunna að reyn- ast færar til frambúðar til að halda úti lifvænum ritum, sem i senn svari þörfum sinna stétta og starfsgreina og eigi jafnframt erindi að rækja á almennum markaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.