Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 12
12 Vísir Föstudagur 12. maí 1972, Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon 40 daga fangelsi fyrir að svelta svin sin i hel Tuttugu og átta ára gamall bóndi í Varde i Danmörku var siðastliðinn föstudag, dæmdur til 40 daga fangelsisvistar fyrir að hafa látið svin sin svelta I hei. Þegar lögreglan var i febrúar kölluð á býlið af nágrönnum bóndans, voru 36 svin dauð af hungri. Það haföi ekki veriö gerð tilraun til að fjarlægja svinin úr stium sinum. Tvö svin þurfti að aflifa sökum þess, hve þau voru aðframkomin af hungri. Bóndinn neitaði að játa sig sek- an. Hann sýndi fram á það, að hann hefði verið kominn I 2,5 milljón króna (ísl.) skuld vegna fóðurkaupa og heföi þar af leið- andi ekki haft efni á aö kaupa lengur fóður handa svínunum, eins og hann orðaði þaö fyrir rétt- inum. EWA AULIN, 22ja ára sænsk leikkona (hefur m.a. leikiö I kvikmyndinni Candy á móti Ringó Starr), er að skilja við mann sinn, rithöfundinn og kvikmyndagerðarmanninn John Shadow. „Við erum ásátt um að skilja i fullum vinskap og hávaða- laust”, segir Ewa. Hún heldur eftirsyninum Shawn, þriggja ára gömlum. Ratatatatatatat Sendu ráðherrum porno-pöntunarlista Ung og frönsk hjónakorn voru i vikubyrjun dæmd til 13 mánaða fangelsisvistar og jafnframt gert að greiða sem næst 24 þúsund is- lenzkar krónur i sekt fyrir að senda nokkrum frönsku ráðherr- anna pöntunarlista yfir dönsk klámrit og kvikmyndir. Enginn ráðherranna ku hafa pantað eftir listunum. LENNART BERNADOTTE, sem nú er 63ja ára, bróðir Svía- konungs, hyggst nú ganga að eiga Sonju nokkra Hauntz, 28 ára gamla stúlku, sem gegnt hefur starfi einkaritara hans siðustu árin. Greifinn kom með þessi ó- væntu tiðindi á fundi með blaða- mönnum á setri sinu á eynni Mainau. Lennart Bernadotte skildi við fyrri konu sina Katrinu, fyrirum tveim árum. Þegar hann á sinum tima gekk að eiga hana, vakti það hina mestu hneykslan manna viö hiröina, þar eö Katrin var einfaldlega rétt og slétt al- múgastúlka. Skotinn fyrir að vilja ,,stinga úr” vinglasi sinu. . . t Los Angeles átti það sér stað um siðustu helgi, aö þrir ræningjar skutu til bana 43ja ára gamlan borgara. Byssubófarnir höfðu ráðizt inn á heldrimanna vinbar og skipað mönnum aö rétta upp hendurnar, á meðan kassinn yrði tæmdur. Þá var það, að David Vinje spurði að þvi, hvorthann mætti ekki ljúka fyrst úr glasi sinu, en þaö var ræningj- unum ekki betur að skapi en þaö, að þeir skutu hann til bana. AHYGGJUR I PEKING! CHRISTIAN BARNARD, heimsmeistari I hjartaflutning- um, kvartaði undan þvi á blaða- mannafundi i London i fyrradag, að fjölmargir læknar væru hættir liffæraflutningum á þeirri for- sendu, að slikir flutningar sam- rýmdust ekki læknaheiti þeirra. ÍSLENZKI HESTURINN GERÐI EKKERT GAGN Og hér er litil saga, sem við lás- um í danska blaðinu Politiken: Islendingurinn Axel mætti á förn- um vegi sérvitringi Kaupmanna- hafnar. Sá kom haltrandi áfram með grænmetisvagn á undan sér. Gamla manninum var kalt og hann kvartaði sáran undan gikt sinni. — Kauptu þér þá „islænder”, sagði Axel — og átti þá við is- lenzka lopapeysu. Svo er hins vegar háttað, að heitið „islænder” er lika notað yfir is- íenzka hesta. Þvi miður, verðum við að segja. Nokkrum dögum siðar hafði grænmetissalinn nefnilega spennt islenzkan hest fyrir vagn sinn. Og það voru ó- bliðar kveðjurnar, sem hann sendi Axel vini vorum næst, þeg- ar hann mætti honum. Hann hrópaði: — Nú hef ég keypt mér rándýran „islænder”, en ég hef ekki skánað hætis hót af giktinni. ALEXANDRE, frægur, franskur hárgreiðslu- meistari, setti nýlega endurminn- ingar sinar á markaðinn. Þar °g ™ er Þa5 Peking, sem ber kviðboga fyrir utan- Kf i5 ferð Nixons Bandarikjaforseta. Ferð hans til betuTayior.BróðirHinriksprins, H/Tnob-vni Eltienne, aðstoðaði Alexandre við oX cUrifa hrSkina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.