Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 10
 10 Visir Föstudagur 12. mai 1972. Visir Föstudagur 12. mai 1972. 11 Umsjón: Hallur Símonarson | Jón Ólafur Jónsson meö Jknöttimi fyrir framan sig |á marktcig Morton, en á nnæsta augnabliki var jlionum brugöiö. Víta- .spyrna, og Steinar Jó- Jiannsson skoraöi annaö Jmark tslandsmeistar- |anna úr lienni. Allt er fertugum fœrt og Oskor sigraði létt — Ágœtt mót í Laugardalshöll með þótttöku fœreysku badmintonleikaranna Keppnisför færeysku badmintonleikaranna til islands lauk sl. þriðju- dagskvöld með móti i Laugardalshöllinni. Það hófst með nokkrum leikjum, þar sem Fær- eyingarnir léku við þá, sem þeir höfðu gist hjá hér i Reykjavik, en sið- an hófst keppni i meist- ara- og A-flokki með þátttöku Færeyinganna, og var eingöngu keppt i einliðaleik. t meistaraflokki voru keppend- ur flestir þeir sömu og kepptu á nýafstöönu tslandsmóti og i undankeppninni skeöi fátt mark- vert nema i leik Siguröar Haraldssonar, TBR, og Helga Benediktssonar, Val, sem lék þar i fyrsta skipti i meistaraflokki og sýndi, aö hann á heima i þeim fíokki. Var leikur þeirra mjög jafn og spennandi. Fyrstu lotuna vann Helgi með 15:9 og i annarri lotu náöi spennan hámarki. Helgi <0 Óskar Guömundsson. hafði forustu allt upp i 14-12, en þá tókst Sigurði aö jafna 14-14. Var framlengt i 17 og lauk lotunni á þvi.aöSiguröurvann 17-14. Þurfti þvi aukaleik milli þeirra og þar náöi Sigurður strax góöu forskoti og sigraöi með 15-10. Þar með var Sigurður kominn i undanúrslit gegn Óskari Guð- mundssyni, KR, og er þaö i þriðja skipti, sem þeir lenda saman i undanúrslitum. Siguröur hóf leik- inn mjög vel og vann fyrstu lot- una 15-5. Héldu margir, að Sig- urður mundi ná þvi langþráða takmarki aö vinna Óskar og leika til úrslita i meistaraflokki. En óskar var ekki á sömu skoð- un og hóf siðari lotuna af miklum krafti, sem vi'rtist koma Siguröi á óvart. Náði hann ekki að sýna sama leik og i fyrstu lotunni og sigraöi Óskar meö 15-10. Auka- leikinn vann Óskar svo nokkuö létt, 15-4. Haraldur Korneliusson lauk sinum leikjum i undankeppninni með þvi að leika við Steinar Petersen, TBR, og þurfti þar lfka þrjár lotur til að fá úrslit. Harald- ur sýndi ekki samá öryggið og i leikjum sinum á Islandsmótinu, en hann sigraði þó Steinar með 8- 15, 15-8 og 15-7. Þar með var komið að úrslita- leiknum milli Óskars og Haraldar og er það i þriðja sinn á keppnis- timabilinu, sem þeir mætast i úr- slitum. Og nu sýndi Óskar ,,að allt er fertugum fært”, þvi hann sigr- aði Harald og þurfti aðeins til þess tvær lotur. Fyrri lotan var mjög jöfn og mátti lengi vel ekki á milli sjá hvor færi með sigur af hólmi eins og tölurnar sýndu 4-4, 6-6, 7-7, 8-8, en þá komst Óskar yfir, 9—8 og 10-8 og sfðan stóð 12- 10 fyrir hann. Þá kom langur kafli, þar sem hvorki rak né gekk og var barizt hart um hverja sendingu. Þarna var baráttan um sigur i lotunni i hámarki, en svo vann óskar sendingu og nýtti hana til að vinna þrettánda punktinn. Var þá eins og slaknaði á spennunni og Óskar sigraði 15-13. Það var eins og Haraldur hefði eytt allri sinni orku i þessa lotu, þvi i þeirri siöari veitti hann mjög litla mótspyrnu. Óskar sigraði örugglega með 15-6. 1 A-flokki kepptu til úrslita Færey jameistarinn Poul Mickaelsen og Baldur Ólafsson, TBR- Færeyingurinn sigraði eft- ir nokkuð jafna fyrri lotu, en i þeirri siðari sýndi hann talsverða yfirburði og vann 15-13 og 15-6. Um styrkleika færeysku bad- mintonleikaranna er þaö að segja, að þar skara tveir leik- menn, Poul Mickaelsen og Einar Dalberg, nokkuð fram úr og eru svipaðir að getu og okkar beztu A- flokksmenn. Aðrir leikmenn eru nokkuð lakari. 1 ferðinni háðu Færeyingarnir bæjarkeppni við Siglufjörð, þar sem Siglfirðingar sigruðu Þórs- höfn 13-3. Siðan kepptu Færeying- arnir á Akureyri og þar sigraði Poul i einliðaleik og i tviliðaleik ásamt Einari Dalberg. A mið- vikudagskvöld var haldið kveöju- hóf fyrir Færeyingana á Hótel Sögu og þar var einnig verðlauna- afheiWing fyrir þriðjudagsmótið. Nóði Munchen- lógmarkinu Hin 19 ára Grith Ejstrup varð fyrst dansks iþróttafólks að tryggja sér rétt á Ólympiuleikana i Mtinchen. A móti i Grenþ i gær stökk Grith 1.76 metra i hástökki, sem er betra en lágmarksafrek það, sem krafizt er fyrir Munchen. Hún átti mjög góðar tilraunir við 1.81 m, sem er betra en Norðurlandametið, sem þær Kari Karlsen, Noregi, og Solveig Langkilde, Danmörku, eiga og er 1.80 m. Atvinnumenn Morton voru í ham og sigruðu Keflvíkinga - 5:2 voru lokatölurnar í skemmtilegum leik í gœrkvöldi Hann var greinilegur munurinn á atvinnu- og áhugamönnum i knatt- spyrnu á Laugardals- vellinum i gærkvöldi, en þrátt fyrir auðveldan sigur Morton gegn ís- landsmeisturunum frá Keflavik 5-2 voru þó margir kaflar i leiknum, sem yljuðu áhorfendum ekki og gerðu það að verkum, að þeir fóru ánægðir heim. Siðari hálfleik- Tottenham tók Arsenal Arsenal tapaði í fyrsta skipti á heimavelli i sex mánuði i 1. deild i gærkvöldi, þegar nágrannarnir frá Tottenham komu i heimsókn. Þetta var siðasti leikurinn i 1. deild og Tottenham vann með 2-0 og skoruðu þeir Alan Mullery og Ralph Coates i siðari hálfleik. Arsenal varð i fimmta sæti i 1. deild með 52 stig, en Tottenham þvi sjötta með 51 stig. 12 mörk í knattspyrnu Það voru skoruð 12 mörk i einum leik 1. deildarinnar norsku i gær. Strömsgodset vann kunn- asta knattspyrnulið Noregs, Fredrikstad meö 9-3, og byrjuðu leikmenn Fredrikstad þá á þvi að skora. Eftir fjórar umferðir hefur Viking frá Stafangri forustu meö átta stig — hefur unnið alla leiki sina. Friörik Ragnarsson nálgast ■ mark Morton, alveg frir, og ■ eftir að markvörðurinu ■ McKay komst fyrir knöttinn . tókst Friðrik að ná honum ■ aftur og skora fyrsta mark m Keflvikinga i gxrkvöldi. ■ Ljósm. BB. ■ urinn var virkilega spennandi og þá tókst Keflvikingum tvivegis að senda knöttinn i mark atvinnumannanna við gifurlegan fögnuð og stemningin var oft á há- punkti á áhorfenda- svæðunum — það svo, að maður j undraðist, að skyldu vera þar nema um 3000 manns. Laugardalsvöllurinn var nú allt annar og betri, en þegar landslio- ið lék gegr. Morton á þriðjudags- kvöld og undravert hvað tveir þurrkdagar geta breytt miklu. Nú var því miklu betra að sýna knattspyrnu — og þeir voru fljótir til þess Morton-leikmennirnir. Drifnir áfram af gamla Celtic- leikmanninum Steve Chalmers, sem nú lék miðherja, sýndi Morton betri leik en i fyrsta leikn- um og það svo miklu betri, að i hálfleik bjóst maður við stórum lokatölum liðinu i hag. Það varð að visu 5-2, en þó miklu minna en ástæða var til að ætla. Morton hafði mikla yfirburði i fyrri hálfleik og [iað á öllum svið- um og þó lék liöið gegn strekk ings sunnanvindi. Liðið gerði strax harða hrið að marki Is- landsmeistaranna og það var aðeins snilldarmarkvarzla vara- markvarðar Keflvikinga, Reynis Óskarssonar, sem kom i veg fyrir 2-3 mörk, þegar á upphafsminút- unum. En það gat þó ekki staðið lengi, og á 20. min. kom fyrsta markið. Chalmers vann skalla- einvigi við Guðna og skallaði fram völlinn til Mason, sem lék nær marki og skoraði með föstu skoti efst i markið — óverjandi. Atta min, siðar stóð 2-0 og nú var það Mason, sem þakkaöi Chalmers fyrir fyrra markið með þvi að skalla knöttinn fyrir fætur miðherjans rétt innan vitateigs og kappinn frægi var ekki lengi að afgreiða knöttinn i netið. En fleiri urðu mörkin ekki i hálfleiknum, þrátt fyrir hina miklu yfirburði Morton, og ef til vill gátu Keflvik- ingar þakkað linuverði, að þriðja markið varö ekki staðreynd. Hann veifaði rangstöðu á einn sóknarmann Morton, sem skoraði — og var það meira en litið vafa- samt, að áliti þeirra, sem bezt voru staðsettir til að sjá atvikið. Og hvað var nú framundan, þegar Skotarnir höföu einnig vindinn með sér? Þaö var ekki laust við, að ýmsir óttuöust úrslit- in, en leikmenn Keflvlkinga voru á annarri skoðun — nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu i leikhléinu og var þar þýðingar- mest, að Magnús Torfason kom inn á — og leikurinn allur varð miklu skemmtilegri — einkum vegna baráttuvilja Keflvikinga. Að visu sótti Morton mjög i byrjun og strax á fyrstu min. var bjargað á marklinu — en leik- menn Morton ætluðu sér greini- lega um of á kostnað varnar- innar. Og á 17 mín. tókst Keflvik- ingum að laga stöðuna i 2-1, að visu eftir gifurleg varnarmistök — ef til vill kæruleysis. Bezti varnarmaður Morton, Clark, gaf þá knöttinn inn i eiginn vitateig til Langhton, þegar hann gat sent hann hvert sem var, og Langhton urðu á enn meiri mistök, þegar hann reyndi að leika á Friðrik Ragnarsson við vitateiginn. Frið- rik náði knettinum af honum og leiðin að markinu var greiðfær: Þó tókst McKay markverði að komast fyrir knöttinn, en hélt honum ekki og um siðir tókst Friðrik að renna honum i autt markið. Þetta voru löng augna- blik fyrir flesta áhorfendur. En ekki voru Skotar ánægðir með þetta — eftir aðeins tvær min. skoraði bakvörðurinn Hayes eftir sendingu Chalmers 3-1. Fjörið hélt áfram — Jón Ól. Jóns- son lék upp kantinn, gaf til Friðriks, sem þegar gaf aftur framhjá varnarmanni til Jóns Olafs, og hann fékk knöttinn greinilega fyrir innan vörn Skota. Það var ekki veifað og Jón ólafur lék inn i vitateiginn — upp að markteig. þar sem honum var brugðið illa. Magnús Pétursson dæmdi þegar réttilega vitaspyrnu og Steinar Jóhannssor, skoraði mjög fallega úr henni 3-2. En þetta var siðasta afrek Kefl- vikinga i leiknum — Chalmers lék þá grátt i lokin og skoraði tvö fall- eg mörk, svo lokatölur urðu 5-2 og verðskuldaður sigur Morton . Islandsmeistararnir eiga að mörgu leyti hrós skilið fyrir leik sinn gegn ofureflinu — einkum i siðari hálfleik. Það var kraftur i strákunum og leikurinn góð skemmtun. Liðið er nokkuð jafnt — þó Guðni sé beztur — og helzt veikleiki hjá^ bakvörðunum. Reynir stóð sig vel i marki og verður varla sakaður um mörkin, og i siðari hálfleiknum var til bóta, þegar Jón Ólafur fór i stöðu miðherja, og Magnús kom inn sem framvörður. Ólafur Július- son var skemmtilegur, en hann kom inn um miðjan hálfleikinn, þegar Jón ólafur meiddist, og þá færðist meira fjör i Steinar og Friðrik i framlinunni. Það er greinilegt, að Keflvikingar verða erfiðir mótherjar i sumar. — Lóra nólgast Islandsmetið Erlendur Valdimarsson, 1R, kastaði kringlu 55.28 m á fimmtu- dagsmóti FRl á Melavellinum i gær og var það bezta afrek mótsins. Hreinn Halldóx-ssQTi varpaði kúlu 16.18 m, Lára Sveinsdóttir hljóp 100 m á 12.7 sek. (Islandsmetið er 12.6) og Anna Kristjánsdóttir hljóp á 13.2 sek. Þá hljóp Ragnhildur Páls- dóttir 800m á 2:31.5 min við hinar erfiðustu aðstæður. Jenkins hljóp 300 m. á 32.6! David Jenkins, Englandi, sem varð Evrópumeistari i 400 m hlaupi i Hensinki i fyrrasumar, náði i gær mjög góðum árangri i 300 m hlaupi á Crystal Palace iþróttasvæðinu i Lundúnum. Ilann hljóp vegalengdina á 32.6 sek .sem eraðeins hálfri sekúndu frá heimsmetinu, og þessi árang- ur sýnir, að hinn 19 ára Jenkins verður hættulegur bandarisku hlaupurunum á Ólympiuleikun- um i Múnchen i haust. Bikarkeppni skíða- manna á lokastigi Þrátt fyrir hækkandi sól og sumarbliðu er keppnistimabili skiða- jnanna enn ekki lokið. Baráttan i Bikarkeppn- inni i alpagreinum stendur sem hæst, en henni lýkur með sein- asta punktamóti vetrar- ins, Skarðsmótinu, sem haldið firði verður á Siglu- hvitasunnuna. um Eins og fram kom fyrr i vetur þá er bikarkeppnin nýbreytni hérlendis. Sigurvegarinn er sá, sem hlýtur beztan samanlagðan árangur úr sex greinum af tiu á punktamótum vetrarins. Fyrir Skarðsmótið er baráttan mjög hörð á milli þriggja fyrstu manna, en staða fremstu manna er þannig i stigum: 1. Árni Óðinsson Ak. 9.59 2. Tómas Jónsson R. 11,90 3. Hafsteinn Sigurðss. 1. 17,67 4. Guðmundur Jóhanness. 1. 74,39 5. Viðar Garðarsson Ak. 78,15 6. Jónas Sigurbjörnss. A. 84,24 7. Hákon Ólafsson S. 84,97 8. Björn Haraldsson H. 95,32 Þar eð Arni hefur aöeins tekiö þátt i fjórum mótum i vetur verö- ur hann að skila sér vel bæði i . svigi og stórsvigi á Skarðsmótinu til þess að eiga möguleika á sigri. Tómas og Hafsteinn hafa hins vegar þegar lokið sex keppnum og eru þvi ekki eins háðir árangri á Skarðsmótinu. Hinn nýbakaöi Islandsmeistari i svigi, Haukur Jóhannsson, fyrir- geröi möguleikum sinum i keppni þessari á punktamótinu i Reykja- vik,þarsem honum tókstilla upp, en hann eins og Árni Óðinsson voru þá nýkomnir frá Bandaríkj- unum og misstu af tveimur fyrstu punktamótum vetrarins. Bobby Charlton kemur í dag hingað til lands Bobby Charlton, sá heimskunni knattspyrnukappi, stfgur i dag i 'fyrsta skipti á fslenzka grund og á morgun af- hendir hann verðlaun á Laugardalsvell- inum i Fordkeppninni. Eitt þúsund drengir á aldrinum átta til þrettán ára kepptu i hverjum aldursflokki i gær viösvegar á land- inu — og á morgun kl. þrjú hefst úrslitakeppnin á Laugardalsvelli, þar sem tiu stigahæstu drengirnir i hverjum aldursflokki keppa til úrslita. Eftir keppnina afhendir Charlton verðlaun. Þrir beztu i hverjum aldursflokki fá verðlaunabikara, en hinir minjagripi, svo sem áritaöa mynd af Bobby Charlton — sérstakt heiðursskjal og búningstösku. Þaö verður þvi mikið um aö vera i lifi ungra knatt- spyrnumanna á Laugardalsvellinum á morgun — keppni um skemmtileg verðlaun, sem vinsælasti knattspyrnumaður heims afhendir, knattspyrnumað- ur, sem ýmislegt hefur upplifað á löngum knattspyrnu- ferli: heimsótt mörg lönd og leikið fleiri landsleiki en nokkur annar knattspyrnumaður eða 106,— lifað af eitt hroðalegasta slys, sem knattspyrnulið hefur lent i, þegar lið Manch.Utd. splundraðist i febrúar 1958 á Mflnchen-flugvelli á leiö heim frá sigri i Evrópukeppni i Júgóslaviu, og siðan hlotið titil sem bezti knatt- spyrnumaöur Evrópu og Englands — unniö til allra helztu verölauna i knattspyrnu, heimsmeistari, Evrópumeistari og Englandsmeistari og þaö oftar en einu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.