Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 12.05.1972, Blaðsíða 4
4 Visir Föstudagur 12. mai 1972. Lifandi listaverk ./ beir SÚM-márar eru ekki menn, sem i'ara troðnar slóöir i list- sköpun sinni. bessa dagana halda þeir sýningu i SÚM-salnum við Vatnsstig, Tryggvi Olafsson, og Magnús Tómasson. Hluti eins listaverksins er þessi hvita mús, sem er að tritla upp á öxl lista- mannsins, Tryggva, sem hefur verið búsettur i Danmörku undanfarin 10 ár. Tryggvi sýnir þarna 15 verka sinna, en Magnús 25 verk. Sýningin er opin næstu 2 vikur frá 4 til 10 e.h. Spanskflugan suöar á ný. brengsli i tjaldageymslunni þeirra i Iðnó gömlu uröu til þess, aö sýningar á Spanskflugunni lágu niðri, meðan Plógur og stjörnur var tekið aflur tif með- ferðar Nú er Spanskflugan tekin til að suða á ný. En aðeins fáar sýningar verða á þessu vinsæla leikriti, þvi framundan er lista- hátið með nýjum verkefnum. Sama er um Kristnihald og Skugga-Svein að segja, fáar sýn- ingar eru eftir. Sýningar á Spanskflugunni eru orðnar 122 og mun fjórðungur landsmanna hafa hlegið sig máttlitinn á sýningun- um. VÍSIR fivíiir‘..iiýjur frettlr. Vísiskrakkarnir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 Vi klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun kl. hálf-ellefu að morgni og erá götunni klukkan eitt. OPIÐ TIL KL. 10 Vörumarkaðurinn iif. lÁrmúl 4 — Simi 86-113 MATVÖRUDEÍLO 86-111 HÚSGAGNADEILD 86-112 alla föstudaga MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Ú YFIRGNÆFANDI SAMÞYKKI ÍRA VIÐ EBE-AÐILD írar studdu aðild að EBE með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslu í gær. 83,09 prósent greiddu atkvæði með aðild, og 16,9 prósent gegn . Kjörsókn var 71,09%. Jack Lynch forsætisráðherra kallaði úrslitin mikinn sigur fyrir irsku þjóðina og kvaðst fullviss um, aö aðild að Efnahagsbandalaginu mundi styrkja samvinnu irsku þjóðar- innar viö aðrar þjóðir. Hann kvaðst vona, að Norðmenn og Danir mundu gera hið sama. trland er fyrst af þeim fjórum, sem sækja um aðild að EBE, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla er höfð. I Bretlandi hefur Heath forsætisraðherra margsinnis hafnað kröfum stjórnarand- stöðunnar um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreisðlu um málið. Norðmenn munu hins vegar kjósa um aðild 24 . og 25. september og Danirviku seinna. Stjórnarflokkurinn i Irlandi, Fianna Fail, og helzti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Fine Gael, hvöttu stuðningsmenn sina til að greiða atkvæði með aðildinni, en Verkamannaflokkur írlands og aðrir stjórnarandstöðuflokkar voru andvigir aðild. Trygve Bratteli forsætisráð- herra Noregs var ánægður með úrslitin i trlandi. Hann kvaðst telja það ,,öllum aðilum til hags- bóta”, að aðild var samþykkt; Irland væri minnst af þeim rikjum, sem sækja um aðild, með um þremur milljón ibúa. bessi smáa og þjóðernisstolta þjóð hefði með þessu skipað ser i sæti i auknu evrópsku samstarfi, sagði hann. 16 flugvellir ó Ítalíu taldir óöruggir Flugmenn á italiu segjast ekki lengur munu nota 16 flug- velli þar i landi, sem flugmenn- irnir scgja að uppfylli ekki kröf- ur um öryggi. bessi ákvörðun var tekin sex dögum eftir að flugvél félagsins Alitalia rakst á fjallshlið skammt frá Palermo, og 115 týndu lifi. Flugvellirnir i Flórens og Paiermo eru meðal þeirra 16, og flugmenn segjast aðeins munu lenda þar, ef flugstjórinn telji, að það sé öruggt vegna veður- skilyrða. Samtök flugmanna segja, að þessi ákvörðun sé þáttur i bar- áttu þeirra til að knýja stjórn- völd til að bæta eftirlit með flugi. betta er versta flugslysið i sögu ttaliu. A myndinni eru þrir lögreglu- menn við flak Alitaliaflugvélarinnar fyrir nokkrum dögum. Drepur sigur fasista hjónaskilnaðarlögin? Fylgisaukning ný- fasista á ítalíu i þing- kosningum kann að ráða úrslitum i heitum deildum um hjóna- skilnaðarlöggjöfina þar. Ný-fasista og stærsta flokkinn, kristilega demókrata, greinir á um flest, en þeir eru sammála i andstöðunni við frjálsa hjóna- skilnaðaljöggjöf. Með kosningunum hafa þessir flokkar meirihluta á þingi, og geta þeir nú samþykkt, að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um málið. Frjálsari skilnaðarlög voru samþykkt á Italiu fyrir ári. Kaþólskir leikmenn hafa safnað 1,6 milljón undirskrifum fólks, sem krefst þjóðaratkvæðis. Vinstri flokkarnir hafa reynt að koma i veg fyrir það. Hjónaskilnaðarmálið var eitt aðalmálið, sem varð sam- steypustjórn mið- og vinstri flokka til falls i vetur. bingkosningarnar nú fóru fram, áður en kjörtimabili var lokið, þar sem ekki reyndist unnt að mynda meirihlutastjórn. Engar likur eru á stjórnarsam- starfi kristilegra demókrata og ný-fasista, en væntanlega standa þeir saman i skilnaðarmálinu og gætu þvi látið fara fram þjóðar- atkvæði, sem raunar er ekki vist, hvernig færi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.