Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 6
6 Visir — Laugardagur 13. mai 1972 VÍSIR Útgefandi: fieykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson RitstjórnarfuHtrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skuli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu :i2. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu J2. Simi 86611 Ritstjórn: Siftumúla 14. Simi 86611 ir, hnur< Askriftargjald kr. 225 á mánuöi ínranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Við vertíðarlok (i Lokadagurinn er liðinn. Hann var i fyrradag, f 11. mai. Samkvæmt ævagamalli venju voru þá ) þáttaskil hjá sjómönnum og þeir gerðu sér oftast ) einhvern dagamun, fengu sér „brjóstbirtu” og \ efndu til einhverra skemmtana, þar sem þess var ( kostur. Vetrarvertið var lokið þennan dag, en vor- ) vertið hófst strax daginn eftir og stóð fram að Jóns- ) messu. ) En timarnir breytast og mennirnir með, segir ( máltækið. Skilin eru ekki lengur jafnskörp milli / vetrar- og vortiðar, sumir halda áfram eins og ) ekkert sé, engin þáttaskil hafi orðið, en eigi að siður ) mun sú skoðun nokkuð almenn, að vetrarvertið \ skuli teljast lokið ll.mai. ( Vetrarvertiðin i ár var æði misgjöful við ) sjómennina okkar. Sums staðar var hún mjög góð, ) og hlutur hár, en annars staðar léleg. Páskahrotan ) brást. Gangan kom ekki. Sumir kenna þar um ( loðnuveiðinni. Vitað er, að þorskurinn eltir / loðnugöngurnar og séu þær stöðvaðar á leið sinni l og mikið veitt eins og núna, kann það að hafa sin / áhrif, þótt eitthvað af loðnunni hljóti alltaf að kom- ) ast til sinna fyrirheitnu stöðva. Annars er liklega ) bezt fyrir landkrabba að hætta sér ekki of langt út i ( skýringartilraunir um þetta efni. Þar ber að hlita ( ráðum og þekkinguokkar ágætu visindamanna,fiski- ) fræðinganna, en margir gamlir og reyndir sjómenn ) vilja eigi að siður leggja hér orð i belg og setja fram ) sinar skýringar, byggðar á langri reynslu þeirra ( sjálfra og genginna kynslóða. ) Sú skoðun mun mjög almenn meðal sjómanna,að ) svo hart sé þegar sorfið að helztu stofnum \ nytjafiska okkar, að ekki sé seinna vænna að spyrna ( við fæti og gera ráðstafanir til verndunar. Engum '/ getur blandazt hugur um það, að hvað sem þróun ) annarra starfsgreina liður næstu áratugina, er það ) sjávarútvegurinn, sem þjóðin á lifsafkomu sina ( undir. Bregðist sjávaraflinn er voðinn vis. Það var (I mikið áfall, þegar sildin hætti að veiðast. Samt tókst )) okkur að komast yfir þá erfiðleika. Náttúran og \\ hugvit manna bættu það tjón upp með öðrum hætti. ( En slikt má ekki endurtaka sig um aðra fiskstofna. / Þá yrði senn fátt til ráða. / Þetta veit öll þjóðin, og þess vegna hefur einhugur ) hennar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar verið eins ) mikill og raun ber vitni. Þótt núverandi stjórn og ( stjórnarandstaða litlu i sumu sinum augum hvor á / það, hvaða leið væri heppilegust að markinu, var ( enginn ágreiningur um nauðsyn útfærslunnar. Og ' það mun verða núverandi stjórnarandstöðu til ) ævarandi hróss, hve drengilega hún brást við ) ákvörðun hinnar nýju rikisstjórnar um þetta mál. ( Það er þvi fáheyrður ódrengskapur og gæti jafnvel ( reynzt þjóðhættulegt heimskupar, þegar annað ) aðalmálgagn rikisstjórnarinnar, Þjóðviljinn, gerir ) sig sekan um að nota rangfærð ummæli varafor- ( manns Sjálfstæðisflokksins i erlendu blaði til ( pólitiskrar árásar. En sú leikbrúða kommúnis- )/ mans, sem lét sér þetta sæma, mun eflaust svara ) eins og fyrirrennari hennar forðum: „Hvað varðar ) okkur um þjóðarhag?” ( Könnun á atferli ferðafólks FYRSTIR Á FÆTUR Kynni, sem skapast á feröalögunum, endast oft lengi. Þjóðverjar eru fyrstir á fætur i sumarfrfinu, fyrstir i morgun- matinn og fyrstir á baöströndina. Frakkar eru athafnasamastir i kynlifi, og Englendingar fá öörum fremur ,,i magann”. Fyrst komu Fönikiumenn og Rómverjar, síöar Vandaiir, Tyrkir, Frakkar. Nú gera allra þjóöa kvikindi innrás i Túnis, feröamenn. Feröafólk færir sig sifellt til nýrra vigstööva. Spánn og Mallorka, Italia, mikið til Júgó- slaviu og Grikklands, en nú siöar sækja þeir fram til norður- strandar Afriku. Stjórnin i Arabarikinu Túnis hefur tekiö fegins hendi þessari þróun. Þar er þó aðeins boöið upp á 46 þúsund hótelrúm enn og reiknað er með árlegri aukningu um 10 þúsund. A 10 árum hefði Túnis þá náð sömu tölu hótelrúma og Mallorka býður núna, en strandlengja Túnis er að minnsta kosti tiu sinnum lengri en strandlengja Mallorka. Ekkert óánægðir með „yfirfylli” af ferðafólki. Bourguiba, þjóðhetja og forseti Túnis, hefur jafnan veriö vinsam- legri vestrænum mönnum en leið- togar hinna Arabarikjanna á þessum slóðum. Túnisbúar leggja hóflegt kapp á túrismann, sem farinn er að gefa mikilsverðar tekjur i rikissjóö. Enn er þó rými nægilegt, og sumum finnst of hægt farið i sakirnar I ferða- mannaáróðri og byggingu gisti- húsa. Þýzkir félagsfræðingar, sem hafa áhuga á að komast að raun um „skapferli og hegðun ferða- mannsins”, hafa þrautkannað ferðafólkið i Túnis. Þeir útbýttu spurningalistum og kúlupennum á strandlengjunni og voru að i sex vikur. Að framan var sagt frá nokkrum niöurstöðum þeirra. þau atriði voru að visu ekki aöal- málefni rannsakenda. í skýrslu sinni gera þeir grein fyrir ástæð- um og hegöun feröafólks. Helzta niðurstaöan er, aö ferðamenn frá iðnaðarrikjum Evrópu sækjast ekki aöeins eftir sólskininu i Túnis, heldur ósnortinni nátt- úru sem hvild frá mengun og erli heimabyggðarinnar. 1 öðru lagi hafa ferðamenn ekki mikil samskipti við innfædda, en þeir eru á höttum eftir að kynnast nýju fólki og harma þvi ekki, þótt ferðafólki fjölgi á þeim stöðum er þeir gista. Gamall misskilningur innfæddra, að Þjóðverj- ar hafi „frelsað” þ;á. Ferðamenn nefndu helzt „sól” og „fagra strönd” sem orsök fararinnar (21,6% nefndu það), en i öðru sæti kom „óspillt ferðamannaland” (16,2%). Það kom ekki fyrr en i áttunda sæti orsakanna, að ferðir til Túnis eru fremur ódýrar. Illlllllllll Umsjón: Haukur Helgason Könnuðirnir drógu þá ályktun, að það hrifi fólkið að eiga kost á aö „hverfa aftur til náttúrunnar”, en þó i „tryggðu umhverfi hótela”. Þrir af hverjum fjórum kváðust vilja verja leyfinu i félagsskap annarra fyrst og fremst, og þar voru Englendingar félagslynd- astir, 81% svöruðu á þennan hátt. Af Þjóðverjum voru 77% á þessu og 71% Frakka. Aðeins fjórtándi hver Breti, áttundi hver Þjóöverji og sjötti hver Frakki kvörtuöu undan þvi, að ferða- mannastaðirnir væru að veröa yfirfullir. Tveir af hverjum þremur Þjóö- verjum og Bretum og helmingur Frakka höfðu þó i leyfinu nánast ekkert saman að sæida við aðra en landa sina. Þjóöverjar nefndu að visu, að „þjóðleg efni” inn fæddra væru sér til mestrar gleði i ferðinni, en þeir kvörtuðu einnig mest undan „leti verkamanna i Túnis”. Hins vegar eru Þjóð verjar vist kærastir ferðamanna I augum innfæddra og mun þar koma til gamall og þrjózkur mis skilningur alþýðu manna i Túnis, sem mun telja Þjóðverja „frels- ara” sina undan nýlenduoki, frá þvi að Rommel ruddist þar yfir og hrakti undan sér Frakka. Stofnað til varan- legra kynna. Nærri þrir af hverjum fjórum Þjóðverjum sögðu, er þeir voru spurðir um fyrri feröalög, að þeir hefðu knýtt traust bönd við annaö fólk á ferðum til fjarlægra staða og heimsótt þá kunningja, eftir að heim kom. Þetta hlutfall var minna meðal Frakka, 64%, en áberandi minnst hjá Bretum, aö- eins 44%. Ferðafólkið talaði um algleymi i ferðum sem þessum, og könn- uðir fengu þau svör, að kynlif hefði tekið fjörkipp. Feröamennskan er orðin aðal- tekjulind Túnis, á undan jafnvel oliunni. Vandi fylgir þvi eins og vlðar i fátækum löndum. Kynnin af velsældarlegum túristum frá iðnaðarrikjunum auka gremju landsmanna yfir sinum kjörum, og þeir keppast við að reyna aö komast i vinnu til Evrópu. Túrisminn skapar vandamál hjá fátækum innfæddum. „Þjóðverja lizt mér vel á. Við ættum aö spyrja þennan, hvort hann geti ekki veitt okkur vinnu I Þýzkalandi”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.