Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 8
8
Vísir — Laugardagur 13. mai 1972
IIMIM
SÍÐAN
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Alls staftar í heiminum standa
nú yfir tizkusýningar, og tizku-
kóngar koma stöftugt fram meö
nýjar og nýjar hugmyndir
varöandi su martizkuna . Viö
hérna uppi á tslandi reynum allt
sem i okkar valdi stendur til
þess aö vera ekki eftirbátar
nágrannaþjóöanna i klæönaö-
inuin, og tizkuverzlanir bæjar-
ins auglýsa stööugt nýjar og
nýjar sendingar.
Myndirnar hér á siöunni sýna
þaö nýjasta, sein gefur aö lita i
tizkuvcrzlunini Fivu, og er þessi
klæönaöur allur kominn frá
Danmörku. Fyrirsæturnar eru
þær Marta Bjarnadóttir,
eigandi vcrzlunarinnar Evu, og
Kristin Kjartansdóttir, en Ijós-
myndari er Sigurgeir Sigur-
jónsson.
Þær eru ósköp sumarlegar og
l>að verður ekki amalegt aö
spranga um göturnar i sumar, i
stutterma þunnum kjólum meö
blómavönd i hcndinni.
léttklæddar, stúlkurnar á
myndunum, og eftir einni
myndinni að dæma, viröist Visir
vera einn af þeim hlutum, sem
hvorki tizkukóngar eöa aörir
megna að reka burt úr tizku-
heiminum, heldur er sifellt nýr.
Viö hringdum í nokkrar tizku-
verzlanir bæjarins til þess aö
forvitnast um, hvaö væri þaö
vinsælasta meöal kvenþjóðar-
innar i dag, og hvers væri helzt
að vænta I tizkuheim inum
islcnzka.
í tizkuverzluninni Evu, sagði
Marta Bjarnadóttir, eigandi
verzlunarinnar, að það lang
vinsælasta meöal kvenna i dag
væru buxur og blussur. Sömu-
leiðis ætla mussurnar svo-
kölluðu lengi aö halda velli, þvi
að þær voru rikjandi i fyrra-
sumar og eru enn. Sagði hún, að
yfirleitt væru það þessi léttu og
þægilegu útiföt, sem ættu hvaö
mestum vinsældum að fagna, og
spáir hún mikilli sölu á þvilikum
fatnaöi i sumar.
Er við spuröum hana um siðu
kjólana, sem allar konur, jafnt
yngri sem eldri, hafa gengið i
allan veturinn, kvað hún þá
vera eitt af þeim fyrirbrigðum,
sem að mestu væri búið að vera.
Sagði hún stuttu kjólana aftur á
móti vera mjög vinsæla, og að
það yrðu þeir, sem myndu rikja
i sumar, við öll tækifæri.
Um nýjungar i verzluninni er
helzt að nefna mikið úrval af
alls kyns skóm og þá helzt tré-
klossunum, svo og ýmiss konar
snyrtivöru frá Margith Brandt.
sem er dönsk. Það eru þó ekki
varalitir og augnskuggar, held-
ur krem, ilmvötn og annað
þviumlikt.
Fanný Jónmundsdóttir
eigandi tizkuverzlunarinnar
Fanný, spáir þvi, að japanska
sniðið muni hertaka allt i sum-
ar, - japanskt snið á blússum og
jökkum og léttum treyjum.
Einnig kvað hún svunturnar
svokölluðu áreiðanlega eftir að
verða mjög vinsælar i sumar-
tizkunni. Svuntur þessar eru
nokkurs konar blússur með
heilu stykki að framan, en siðan
með hlýrum, sem bundnir eru
um hálsinn, en bakið siðan bert.
Buxur, og þá allt viðar buxur,
blússur og mussurnar sagði hún
seljast mest þessa dagana. Litla
sölu sagði hún vera á kjólum, en
þó telur hún þá kjóla, sem hægt
er að nota við öll tækifæri, eiga
eftir að ryðja sér mjög til rúms.
Eins væri um barðastóru
hattana, skreytta blómum og
fjöðrum og alls kyns skrauti. Þó
sagði hún, að mikið bæri á þess-
um setningum meðal ungu
Blóm í höndunum og blómum skreyttir kjólar.
Létt og sportlega klæddar, beint i sumarferöalagiö.
stúlknanna Ég gæti aldrei
gengið með hatt. „En þetta er
aðeins nokkurs konar punktur
yfir i-ið” sagði Fanný.
Verzlunarstjórar i Karnabæ,
tizkuverzlun unga fólksins,
Grétar Axelsson og Erla Ólafs-
dóttir, voru sammála i þvi, að
eitt af þvi sem vinsælast er i dag
meöal kvenna, eru viðu
buxurnar, og spá þeim góðri
framtið i sumar. Jakkaföt
kváðu þau einnig vinsæl, svo og
öll föt i skærum litum, gulum,
grænum og svo köflótt.
Khaki-föt sögöu þau sivinsæl,
og einnig töldu þau stuttu
kjólana ryðja sér mjög til rúms,
en þó sögðu þau siða, fina kjóla
halda velli.
Er við spurðum þau að þvi,
hvort islenzkar konur væru
langt á eftir i tizkunni i saman-
buröi viö aðrar þjóðir, svöruðu
þau þvi til, að þær væru alls ekki
á eftir, heldur fylgdust mjög vel
með. Einnig bjóða tizku-
verzlanirnar upp á allt það
nýjasta.
Eftir þessu rabbi að dæma
virðast þeir, sem hvað mest
fylgjast með tizkunni og öllu
þvi, sem henni viðkemur aö
mestu leyti sammála um það,
hvað vinsælast er i dag, svo og
hvers má vænta i sumar.
Tizkan ætlar að verða skraut-
leg og skemmtileg á komandi
sumri, og islenzkar konur sóma
sér eflaust vel á götunum. Og
karlmennirnir hafa eitthvað til
þess að hlakka til, þvi stuttir
kjólar verða i algleymingi og
þeir' geta aftur fariö að gjóa
augunum að fallegum fótleggj-
um.
—EA
Nýja tfzkan klæönaöinum, og alltaf fylgir Visir