Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 1
VISIR
I
lÆKNADEILANil
VORU KROFURNAR? -
„EÐLILEGUR
HVERJAR
OG HVAÐ ER
VINNUTÍMr7?
— Sjá bls. 16
HINGAÐ OG EKKI LENGRA
MEÐHITAVEITUNA!
Lögbann sett á framkvœmdir hitaveitunnar í landi Teiga í Mosfellssveit—
Fara um milljónaland án viðunandi bóta, segir ábúandinn
H. Sím. rœðir við
Bobby Charlton
Ég er ekki kominn hingað
til að selja bfla fyrir Ford, en
ég er kominn hingað til ts-
lands af þvi ég hef áhuga á
málefninu — að gefa ungum
drengjum tækifæri á knatt-
þrautum, þar sem allir geta
verið með, eins þeir, sem
ekki ráða yfir mikiili leikni,
eða eru feitir, stuttir eða
langir, sagði Bobby Charl-
ton, hinn kunni knattspyrnu-
maður við komuna tii ts-
lands i gær. Haliur Simonar-
son, hsim, ræddi við Charl-
ton, fyrirliða uppáhaids liðs
sins i gærkvöldi. Varla
blandast neinum hugur um
hvor er hvor á myndinni.
SJA ÍÞRÓTTIR A BLS. 9
Og hvernig verða
þœr svo klœddar?
Það er alltaf viss ánægjuauki
að sjá ungar og fallegar, —
og vel og snyrtilega klæddar
ungar stúikur tritla um
stræti og stiga i góðu sumar-
veðri. Og hvernig ætla þær
að klæða sig i sumar,
blessaðar. Við ræddum við
forstöðukonur og menn i
tizkuverzlunum iReykjavik i
gær. — SJA BLS . 8
Nýstárleg
hugmynd ungs
arkitekts
Nýstárleg hugmynd ungs
arkitekts, Einars Asgeirs-
sonar, er kynnt i grein i blað-
inu I dag. Hann vill reisa
hvolfþak við sundlaugina i
Laugardal, þar sem hægt
mundi að hafa gróðursæla
reiti og heilsulindir, þegar
vetrarstormurinn bitur hvað
verst. — Sjá bls. 2
„Aðalágreiningsefnið er
það hvort hitaveitan hefur
rétt til að leggja stokk í
gegnum land sem er mill-
jónavirði án þess að greiða
viðunandi skaðabætur. Ég
álít að hún hafi ekki rétt til
þess og því fór ég fram á
að lögbann yrði sett við
frekari framkvæmdum í
landi Teiga."
Þetta sagði Matthias Einarsson
bóndi að Teigi i Mosfellssveit i
samtali við Visi i gær. Fógeta-
réttur Hafnarfjarðar úrskurðaði
lögbann á framkvæmdir hitaveit-
unnar i landi Teiga samkvæmt
beiðni ábúenda jarðarinnar og
settu þeir tryggingu fyrir lög-
banninu, en málshöfðun verður
að fylgja innan viku. Skera þá
dómstólar úr um hvort landeig-
andi fær bætur eða hvort þeir
tapa málinu og hitaveitan getur
þá krafizt bóta vegna lögbanns-
ins.
,,Það er að visu til samningur
milli landeigenda hér i Mosfells-
sveitinni og hitaveitunnar, en ég
álit bað hálfgerða nauðungar-
samninga og alls ekki full-
nægjandi” sagði Matthias. „Þeir
fara hér um land sem á eftir að
verða mjög verðmætt sem bygg-
ingalóðir. Ég hef að undanförnu
haft i hyggju að loka fyrir þessar
framkvæmdir og lét svo til skarar
skriða i dag. Starfsmenn hitaveit-
unnar urðu að fara i burtu með öll
sin verkfæri og tæki nema hvað
ég lofaði þeim að klára spreng-
ingar sem þeir höfðu undirbúið.
En ég vil taka það fram að ég er
gamall starfsmaður hitaveit-
unnar og vil þvi fyrirtæki vel þótt
þess ágreiningur hafi komið upp”
sagði Matthias að lokum.
Það mun vera um 300 metra
spilda sem lögbannið nær yfir, en
það er veglengdin sem liggur um
land Teiga.
Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri
kvaðst ekkert vilja segja um mál-
ið á þessu stigi en visaði til
borgarlögmanns um málið.
Páll Lindal borgarlögmaður
sagðist ekki vita betur en bæði
samningar og lög giltu um rétt-
indi hitaveitunnar og skyldur i
Mosfellssveit. Þar væri ákvæði
um að bæta fyrir rask samkvæmt
mati. En það væri bezt að biða og
sjá hver úrslit málsins yrðu fyrir
dómstólunum. -SG
Starfsmenn taka saman verkfæri
eftir að lögbannsúrskurður hafði
verið kveðinn upp. Reykjalundur
i baksýn.
REKTOR TAPAÐI OG VANN!
— Sjá frétt um prófkosningar fyrir spennandi rektorskjör á bls. 16
Þjóðverjar árisulastir — m > Sjá könnun á atferli
Frakkar ástleitnastir — m > ferðafólks
Bretar átvögl m -—> á bls. 6