Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 5
Yisir — Laugardagur 13. mai 1972
KIRKIAM O O ÞIÓÐIHT
Virðing - óbyrgð - trúmennska
Stjórn Unginennasanibands Austur-IIúnvetninga.
HÚNAVAKA
(Kafli úr ræðu i Húsafellsskógi.)
Orðin þrjú: virðing, ábyrgð,
trúmennska, ættu að vera kjörorð
hvers einstaklings þessarar þjóð-
ar.
Virðingu ber að sýna gagnvart
landi og sögu þess, helgum dóm-
um og stöðum. Virðing er skyld
tungu og trú, ætterni og uppruna,
náttúru lands og gróðri, og sizt
má sjálfsvirðingin gleymast, og
virðingin fyrir meðbróðurnum,
lifi hans og eignum.
Abyrgð er hið annað hugtak er i
heiðri skal haft. ,,Þú ert allt sem
eigum vér, ábyrgð vorri falið,”
þessi orð voru sögð um Island.
Það er okkar að gæta þess, að það
skaðist ekki af búsetu okkar, að
við skilum þvi komandi kynslóð-
um byggilegra og betra en áður.
Það er á okkar ábyrgð, að tsland
verði áfram lýðfrjálst land, fyrir
Islendinga eina, að hér riki is-
lenzk menning og framtak.
Trúmennskan er m.a. i þvi fólg-
in að sýna virðingu sina og
VÉR HEYRUM ÞÁ TALA
A VORUM TUNGUM UM
STÓRMERKI GUÐS. Post.
2.n.
Allir kannast við það, hver
ástriða sumum mönnum er að
safna bókum. Hafa margir með
ærnum kostnaði og fyrirhöfn
komizt langt i þvi að eignast full-
komin og vönduð söfn islenzkra
bóka i ýmsum greinum. Eitt
slikra safna átti á sinum tima
Þorsteinn Þorstejnsson, sýslu-
maður i Búðardal. Fyrir forgöngu
biskupsins, hr. Sigurbjörns
Einarssonar, var það safn keypt
handa Skálholtsstað. Mun þess
höfðingsskapar og rausnar, sem
þjóðin sýndi við þá Skálholts-
söfnun lengi minnst verða.
Meðal fjölmargra merkra bóka
i safni Skálholts eru allar bibliur,
sem út hafa komið á islenzku.
Birtist af þeim mynd i Kirkju-
ritinu árið 1946.
Hér skal sagt frá öðru bibliu-
safni, sem er nokkuð annars eðlis.
Um það er getið i Húnavöku, enda
á safnið heima i Reykjaskóla i
Hrútafirði. Eigandi þess er
Ragnar kennari Þorsteinsson.
Um safnið hefur Magnús Ólafsson
á Sveinsstöðum átt viðtal við
eigandann s.l. vetur. Kemur þar
fram, að um aldarfjórðungur er
nú liðinn siðan Ragnar hóf að
safna biblium á ýmsum tungu-
málum þegar hann var meðlimur
i alþjóðlegum bréfaklúbbi.
Margir, sem hann skrifaðist á '
við voru ,,að safna”, flestir
frimerkjum, og i stað þess, sem
hann lét af hendi fékk hann bibliu
á máli viðkomandi safnara.
Nú hefur biblian, eða hlutar af
henni, verið gefin út á rúml. 1000
tungumálum. Af þeim á Ragnar
550. Mun það vera eitt stærsta —
ábyrgð i verki, færa orðin af vör-
um til handa. Trúmennska er að
vinna landi sinu allt gagn eftir
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
ef ekki allra stærsta — einkasafn
sinnar tegundar i veröldinni.
Hann á t.d. bibliuna á öllum
Evrópumálunum nema al-
bönsku. Þaðan hefur ekki gengið
greitt að ná i Guðsorðið. Ragnar
er vitanlega i sambandi við Al-
heimssamtök bibliufélaga, sem
gefa út rit um nýjar bibliuþýðing-
ar, og hefur úti allar klær til að ná
i hverja nýja þýðingu, sem út
kemur og verður oftast vel
Ragnar Þorsteinsson.
ágengt, ,,þó er þar á undantekn-
ing,” segir Ragnar. ,,Eitt sinn
frétti ég að kafli úr Markúsarguð-
spjalli hefði verið gefinn út á
indiánamállýzku i Norður-Ame-
riku. Ég skrifaði þýðandanum, en
hann var doktor i ameriskum
indiánamállýzkum og bað hann
að senda mér eintak. Svaraði
hann mér fljótt og sagðist aðeins
eiga fá eintök og teldi þeim betur
varið til að útbreiða guðsorð með-
mætti. Hinn mikli trúmaður Þor-
steinn Briem sagði eitt sinn um
þetta: ,,Vér getum ekki búist við
vorgróðri i landin, nema menn
gangi heilir til striðs og starfs
hver á sinu sviði fyrir þjóð og
ættjörð.” Minnumst orða Hann-
esar Hafstein, er hann sagði:
,,Hver tindur eygir upp, hver út-
nesskagi bendir fram.” Já, hvert
útnes Islands á að hvetja til sókn-
ar fram á leið i anda aldamóta-
mannanna og ungmennafélag-
anna til afreka helgaða landi og
þjóð og hver fjallstindur á að
beina sjónum i hæðir til hans, sem
vakir og öllu ræður og gefur
styrkinn og trúna til að starfa Is-
landi til heilla.
Islenzka æska. Bið Guð að
varðveita Island þér til handa, að
gefa þér landið og gæði þess. Bið
hann að gefa þér manndóm og
drenglund til að standa trúan
vörð um heill þess og heiður, bið
hann um dáð til að vinna og unna
þessu landi i lifi og störfum.
Guðm. Þorsteinsson.
al heiðingjanna en lenda á bibliu-
safni uppi á Islandi. Hef ég þvi
ekki enn fengið þá mállýzku.
Annars er nú fátitt að mér sé
svona tekið. Gagnstætt dæmi get
ég nefnt austan úr Nýju Guineu.
Ég pantaði 7 bibliur frá ástralska
bibliufélaginu, sem ég vissi að
nýbúið var að gefa út. Sendu þeir
mér þrjár þeirra, en áttu ekki
fleiri. Hins vegar héldu þeir að
þær væru allar til i útibúi þeirra i
Nýju Guineu. Skrifuðu þeir þang-
að og pöntuðu þær fyrir mig.
Nokkru siðar fæ ég þær sendar
þaðan. Eftir um það bil viku kem-
ur svo bréf frá sama stað, þar
sem þeir segja að þeim hafi dottið
það i hug á eftir, að jafnvel eigi
þeir fleiri tungumál, sem mig
vanhagi um og senda mér lista
með yfir 50 málum. Kom i ljós, að
þar voru ellefu mál, sem ég átti
ekki og er ég nú búinn að senda
pöntun til þeirra. Fannst mér
þetta mjög mikill greiði.”
Merkustu bibliuþýðinguna i
safni sinu telur Ragnar vera á
ævafornu, keltnesku máli, skylt
irsku. Það var talað á eynni Mön,
en er nú dáið út. Þó kann það einn
maður, lögsögumaður Manarbúa,
sem les upp lögin á þessu forna
máli i upphafi hvers þings. Nú er
hann að kenna syni sinum þetta
dauða mál, svo að þessi forna
venja afleggist ekki. Nú tala
Manarbúar ensku.
Árið 1819 var biblian gefin út á
þessu máli Manarbúa. Er hún
mjög fáséður gripur. Hún er ein
elzta útgáfan i eigu Ragnars.
Hann hefur ekkert lagt sig fram
um að eignast gamlar útgáfur.
,,Mitt takmark er að ná i sýnis-
horn af sem flestum málum,”
segir Ragnar að lokum.
Og sannarlega hefur honum
tekizt það.
Hið stórmyndarlega ársrit
Ungmennasam bands Austur-
Húnvetninga er ekki kirkjulegt
timarit. Það flytur fyrst og
fremst fréttir og almennan fróð-
leik úr héraði, ljóð og frásagnir
ýmiss konar eftir eldri og yngri
Húnvetninga.
En að þessu sinni, þegar um er
að ræða 12. árgang ritsins, flytur
Húnavaka svo margt sem heyrir
til kirkjulifi og kristnihaldi norð-
ur þar, að Kirkjusiða Visis sér
ástæðu til að kynna ritið all-ræki-
lega bæði i máli og myndum.
Húnavaka 1972 hefst á ræðu eft-
ir sr. Guðmund Þorsteinsson frá
Steinnesi, flutt á sumarhátið i
Húsafellsskógi 3.8.1969. Er kafli
úr þeirri ræðu birtur hér á sið-
unni.
Of langt mál yrði að telja upp
allt efni Húnavöku ’72, enda segir
upptalning á greinum og höfund-
um harla litið um innihaldið. Þess
má geta, að a.m.k. 85 blaðsiður i
ritinu eru fréttir og fróðleikur úr
héraði og þar getið látinna Aust-
ur-Húnvetninga á árinu 1971. Mun
slikur annáll ekki saman tekinn
úr öðrum héruðum. 1 dag er hér á
siðunni gefiðnokkurt sýnishorn af
þvi, sem ritið flytur að þessu sinni
i máli og myndum. Húnavaka er
208 bls. að stærð, prentuð á ágæt-
an pappir, svo að myndirnar
njöta sin vel.
Ritstjóri er Stefán A. Jónsson á
Kagaðarhóli, en i ritstjórn eru sr.
Pétur Þ. Ingjaldsson, Hafþór
Sigurðsson, Jóhann Guðmunds-
son, Kristófer Kristjánsson og
Magnús ólafsson.
Húnavaka fæst hér i borg i
Bókaverzlun Lárusar Blöndals og
Sigfúsar Eymundssonar. Dreif-
ingu ritsins annast Jóhann Guð-
mundsson i Holti i Svinadal.
ORÐIÐ Á ÝMSUM TUNGUM
Fréttamolar úr kirkjulífi Húnaþings 1971
Sr. Pétur Ingjaldsson.
Þann 23. febrúar fór kvenfélag-
ið Einingin á Skagaströnd inn á
Héraðshæli og veitti vistmönnum
góðgerðir eftir messu þar, en sr.
Pétur Þ. Ingjaldsson prédikaði.
Að lokinni kaffidrykkju var
skuggamyndasýning.
Kirkjudagur var haldinn i
Hólaneskirkju 28. febrúar. Séra
Gisli Kolbeins prédikaði, en
kirkjukór Hvammstangakirkju
söng. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson
flutti erindi. Kirkjukór Hólanes-
kirkju hafði boð inni fyrir kirkju-
kórinn á Hvammstanga i Fells-
borg.
Pálmasunnudag 4. april var
kirkjudagur á Höskuldsstöðum.
Séra Arni Sigurðsson prédikaði.
Séra Pétur Þ. Ingjaldsson flutti
erindi um Ingibjörgu ólafsdóttur.
Kirkjukórinn á Holtastöðum
söng. Sýnd var kvikmynd i lok
messunnar.
Sunnudagaskóli var annan
hvern sunnudag, kl. 10.30 i Hóla-
neskirkju. Kennarar auk prests
voru Páll Jónsson og Dómhildur
Jónsdóttir.
Sunnudagaskólar voru eftir
messur á Hofi, Höskuldsstöðum,
Holtastöðum, Bólstaðarhlið og
Bergsstöðum og stundum sýndar
myndir.
A fermingarbarnamót að Vest-
mannsvatni fóru 4 börn af Skaga-
strönd og eitt úr Blöndudal.
Þann 26. september var útvarp-
að messu frá Hólaneskirkju, er
var hljóðrituð 5. september.
Prestur var sr. Pétur Þ. Ingjalds-
son. Hólaneskirkjukór söng.
Jólatré, hið stærsta er hingað
hefur komið (8 m) var reist við
barnaskólann i Höfðakaupstað af
Lionsklúbbi staðarins, það var
gjöf frá Noregi.
Héraðsfundur Húnavatns-
prófastsdæmis var haldinn i
Hólaneskirkju 17. október. Sr.
Róbert Jack prédikaði, en sr.
Arni Sigurðsson þjónaði fyrir alt-
ari. 1 yfirlitsræöu sinni minntist
prófastur sr. Sigurðar
Jóhannessonar Norland. Hann
setti jafnan svip á héraðsfundi i
Húnaþingi.
Mannfjöltíi i prófastsdæminu er
nú 3500. Messur 188. Altarisgestir
148.
Hafin er endurbygging Auð-
kúlukirkju i sama stil og áður
var, en hún er nú komin undir
þak.
Rafmagn til ljósa og hita hefur
verið lagt i Holtastaða- og Ból-
staðarhliðarkirkju.
Avallt kemur i ljós hugur
sóknarbarna til kirkna sinna með
gjöfum og fórnfýsi. Háöldruð
kona, 86 ára, Ragnhildur
Jónsdóttir, frá Strjúgsstöðum i
Höskuldsstaðakirkja.
Langadal, færði Bólstaðarhliðar-
kirkju að gjöf 100.000,00 kr. til
minningar um móður sina, önnu
Pétursdóttur i Hvammi i Langa-
dal. Ragnhildur dvaldi um 30 ára
skeið i Danmörku, en býr nú i
Reykjavik.
Svinavatnskirkja, sem nú er
nýuppgerð, fékk að gjöf frá
sókriarbörnum kr. 93.300,00 og i
áheit kr. 3.500,00 eða alls kr.
96.800,00. Má þetta teljast mikið i
jafnfámennum söfnuði.
Guðmundur Einarsson æsku-
lýðsfulltrúi var gestur héraðs-
fundarins. Flutti hann erindi um
æskulýðsstarf presta enda hefur
hann heimsótt presta i prófasts-
dæminu til að ræða við þá og leið-
beina um þessi mál. Var erindi
hans fróðlegt og svaraði hann þar
spurningum fundarmanna. Af
hálfu presta flutti sr. Árni
Sigurðsson erindi um æskulýðs-
starfið og minntist m.a. sr. Hjör-
leifs Einarssonar.