Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 2
2 Visir — Laugardagur 13. maí 1972 íslendingur endurbœtir hvolfþaksgerð Þjóð- verjans Frei Ottós. Kynnir hugmynd að 1000 fermetra hvolfþaki, sem reisa mœtti í Laugar dalnum. Tilvalin gróðrarstöð og heilsulind, sem reka mœtti sem ferðamannamiðstöð: „Hlýtt loftslag" í Laugardalinn ó vetrum VÍSmSFTft: Ertu búin(n) aö fá vinnu í sumar? (iuArúu Arnarsdóttir: Já. Ég fer aö vinna i fiski. Ég hef gert það áður. Asdis (iuðinundsduttir: Já, já. íig hef hugsað mér að fara að vinna i apóteki i sumar, þangað til ég byrja i skólanum. Ég hef ekki unnið svoleiðis starf áður. Jóna Adolfsdóttir: fog er búin að fá vinnu i sumar. Ég ætla að fara að afgreiða i mjólkurbúö. Sverrir Hálsson: Ja, ég tel það nú eiginlega öruggt. Ég býst viö aö fara i byggingavinnu i sumar svona fram á haust þangað til maður byrjar i skólanum. Steingrímur Þóröarson: Já, ég held ég sé búinn að fá vinnu i sumar. Það verður sennilega i byggingavinnu. Ileimir Ilávarðsson: Já. Ætli maður skelli sér ekki á grálúðu- veiðar, liklega fyrir vestan. Ég er va'/iur til sjós, kann vel við mig r>ar. Höfundur hugmyndarinnar er ungur arkitekt, Einar Ásgeirs- son, sem nýlega kom heim frá Þýzkalandi, þar sem hann var við nám og störf hjá hinu heimsþekkta arkitekt Frei Otto, sem m.a. hefur gert Olympiutjöldin i Munchen og gerði einnig hin eftirminnilegu sýningartjöld V —þýzku sýningardeildarinnar á heims- sýningunni i Montreal 1967. Sú tegund hvolfþaks, sem Einar hefur i huga, ersú sama og Otto reisti i Montreal um árið, Einar hefur hins vegar endurbætt umrætt byggingarform þar sem áður hefur aðeins verið um trébyggingar að ræða. Hans hugmynd er sú, að ál verði aðalburðarefnið, og svo i öðru lagi, að hvoifið veröi „tvöfalt”, þ,e. að burðarlögin verði tvö, en nethvolfþak hefur enn ekki verið byggt tvöfalt. Það var á nýafstaðinni ferða- málaráöstefnu i R-vik, sem Einar kynnti þessa hugmynd sina. Þar gat hann þess þá m.a., að hann hafi haft sam- band við tvö þýzk fyrirtæki i sambandi við kostnað við út- færslu hugmyndarinnar. Sam- kvæmt uppgefnum kostnaði fyrirtækjanna ætti kostnaður viö bygginguna gróflega áætlað að vera i kringum sjö og hálfa milljón islenzkra króna. j S T A Ð FÓTBOLTAVALLAR Einar kveöst hafa athugað lauslega staðsetningu hvolf- þaksins i Laugardalnum. ,,Ég reyndi að fella hana að ramma hins nýja skipulags Laugar- dalssvæðisins,” segir hann. vllér gefur að lita lauslcgan upp- drátt af 101)0 fermetra hvolf- þakinu, sem Einar liugsar sér, að reisa megi i Laugardalnum. Burðargrindin er úr áli, en „Þar sem allt svæöið hefur verið lagt undir iþróttasvæði á mjög svo rýmilegan hátt með nýja skipulaginu, var ekki um annað að ræða en að leggja fram breytingartillögu: A svæðinu i heild eru áætlaðir fimm knattspyrnuvellir þar af fjórir i suðurenda dalsins að meðtöldum núverandi gras- velli, en sá fimmti suður af sundlaugunum. Ekki er gert ráö fyrir neinu al- mennu útivistarsvæði, að þvi er séð verður. Hér er þvi gerð sú tillaga, að knattspyrnuvellirnir verði fjórir i stað fimm. Þeim fimmta suður af sundlaugunum verði breytt i almennt úti- vistarsvæði og þar fái hvolf- þakið lóð og tengist sundlaug- arsvæöinu beint.” HLÝTT LOFTSLAG AÐ VETRI TIL „Byggingin yrði úr ódýrum og einföldum byggingareining- um i námunda við hverasvæði, með það fyrir augum,” segir Einar, „að nýta þá orku, sem þar er til staðar og annars fyki út i veður og vind, til þess að mynda „hlýtt loftslag” þótt innanhússsé, i náttúrulegu um- hverfi. Hvoru tveggja er hugsað sem tilraun til að efla tilbreytingar- möguleika almennings hér á landi á löngum vetrarmánuðum en að sjálfsögðu verður miðstöð af þessu tagi einnig aðdráttar- afl fyrir ferðamenn. Það liggur i hlutarins eðli, að slika miðstöð er heppilegt að reisa i námunda við aðrar heilsuræktarmiðstöðvar.” grindin er þakin Acrylgleri, en það cr óbrothætt og heppilegt fyrir þcssa tegund þaka vegna sveigjanleika sins. Eigum við lleykvikingar ef til vill eftir að Einar Asgeirsson. Hann kveðst hafa gert þær breytingar á net- hvolfþakinu, sem gerir þaö sam keppnisfært viö hvaöa hvolfþak sem er. Og Einar Asgeirsson heldur áfram máli sinu: „Vitaskuld má einnig rækta matjurtir og ávexti i þessari gerð „gróður- húsa”, en sennilega væru nokkrar 300-500 fermetra byggingar hlið við hlið heppi- legri til þessa en eitt 1000 fer- metra hvolfþak. Form hvolfþaksins, sem enn má telja til hins óvenjulega um heim allan, virkar ekki sizt sem aðdráttarafl á allan almenning, en að auki nýtist hitaorka betur komast þarna i hlýtt loftslag? Fram hefur komið hugmynd að eitt þúsund fermetra hvolfþaki, sem reisa mætti i Laugardaln- um i næsta nágrenni við sund- innan hvolfþaksins en kantaðra þaka.” HELMINGUR AF KOSTNAÐARVERÐI IBÚÐARFERMETRA En svo segir Einar allt i einu: „Óskynsamlegt væri að ráöast strax i byggingu 1000 fermetra hvolfþaks, þar sem ekki er sizt nauðsynlegtaðaðlaga þróunina islenzku veðurfari. Legg ég til, aö fyrst verði reist 100 fermetra bygging, sem gerðar verði stöðugar athuganir á i a.m.k. tvo vetur. Mætti hugsa sér, að námsfólk i arkitektúr eða svipuðum greinum væri fengið til að búa i byggingunni þennan tima til þess að fylgjast með henni. Staðsetning þessarar tilrauna- byggingar þyrfti að vera sem næst Laugardalnum, ef til framkvæmda kæmi þar siðar. Mætti imynda sér, að fyrir- hugaða græna svæðið við Laugarnes væri heppilegur staður fyrir það, þvi seinna mætti nota það sem vinnustofu listamanns á vegum borgar- innar.” Og að lokum tekur Einar byggingarkostnað venjulegrar ibúðarbyggingar til saman- burðar viö byggingarkostnað 100 fermetra hvolfþaks. Þeir útreikningar sýna, að kostnað- ur á fermetra við 100 fermetra tilraunabyggingu af þeirri gerð, sem um er rætt, er um það bil helmingur af kostnaðarverði ibúðarfer- metra. Fermetrakostnaðurinn á 1000 fermetra byggingu er hins vegar minna en 1/3 af kostnaðarverði ibúðar- fermetra. —ÞJM laugarnar þar, hitað meö hveravatni og þannig tilvalin. gróðrarstöð og heilsuíind, sem rcka mætti sem feröamanna- miðstöö. LESENDUR M HAFA ORÐIÐ Hannibal enn Lántaki skrifar: „Mér finnst þetta tal Hannibals um pólitiskt þukl starfsmanna Húsnæðismálastofnunarinnar vera honum til litils sóma. Sjálfur hef ég tekið lán hjá þessari stofn- un og fékk þar mjög góða afgreiðslu án þess að ég þekkti þar nokkurn mann eða gerði til- raun til að ræða við „mina” menn. Tel ég Hannibal ekki hafa nein efni á þvi að ráðast þannig að þessum mönnum.” Sambœrilegar stéttir langt fyrir neðan lœkna í launum „1 ljósi þeirra upplýsinga, sem fram hafa komið á alþingi um launakröfur lækna, vil ég benda á, að læknar hafa einir þá sér- stöðu, að þeir hafa enga dauða reikninga. Með þessu á ég við, að læknar fá borgað fy.rir allt sem þeir gera. Þá vil ég einnig minn- ast á það i sambandi við þessar óhóflegu kröfur, að það eru marg- ir, sem hafa sambærilega mennt- un og læknar og vinna jafn- ábyrgðarmikil störf, en eru langt fyrir neðan þá i launum. Það ætti þvi ekki að koma neinum á óvart, þótt þeir, sem þannig er ástatt fyrir, kæmu á eftir og krefðust þess að fá sambærileg laun. Þá hef ég grun um, að læknar séu með tilburði i þá átt að tak- marka inngöngu i sinn félags- skap, og er það i samræmi við önnur vinnubrögð, sem þeir hafa apað eftir stéttarbræörum sinum á vesturlöndum- Einnig má minnast á,að það er almenningur, sem þarf að borga læknum laun, beint og óbeint. Þvi hljóta stórfelldar launahækkanir til þeirra að hafa áhrif á kjör alls almennings. Með allri virðingu fyrir lækna- stéttinni finnst mér eðlilegast, að rikisstjórnin setji bráðabirgða- lög, sem banna læknum að hætta störfum og einnig að flytja úr landi. Oft hafa verið sett bráöa- birgðalög af minna tilefni.” „Borgari.” Loka bíóunum um hvíasunnuna í stað þess að fjölga þó sýningum Borgari hringdi: „Ósköp kom mér það spánskt fyrir sjónir að lesa i dagblöðunum sama daginn um tilraun Æsku- lýösráðs til að koma i veg fyrir „hvitasunnusvall” unglinga með skemmtanahaldi samtimis þvi, að bióstjórar tilkynna, að þeir ætli að loka bióhúsum sinum einnig á annan. Með hliðsjón af striði æskulýðs- félaganna við Bakkus og svall æskunnar á undanförnum hvita- sunnuhelgum hefði fremur mátt búast við þvi, að bióin fjölguðu sinum biósýningum um þessa helgi i stað þess að fækka. Mér finnst tilraun Æskulýðs- ráðs til að hafa ofanaf fyrir skóla- æskunni um hvitasunnuhelgina góðra gjalda verð. Próf munu raunar standa yfir i sumum skól- anna um þetta leyti núna, en fjöl- mörg skólabörn verða lika nýbúin i prófunum og þar af leiðandi ólm i að lyfta sér upp. Þeim er ekki of gott að geta brugðið sér i Laugar- dalshöllina og hlýtt á guðsorð og popp. Hver láir þeim kætina að afloknu prófstritinn'' ”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.