Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 3
Visir — Laugardagur 13. mai 1972 3 Sœnskt Jesús-fólk á hvítasunnuhótíð hér Þau eru sex talsins, koma syngjandi frá Sviþjóö og segja: ,,Við erum Jesú-börn. Það er þess vegna, sem við erum svona himinglöð! Hlæðu og dansaðu! HANN elskar þig!” Hér að framan er lýst ung- mennum, sem vakið hafa storm- andi lukku um gjörvalla Sviþjóð og nú eru á leið til Reykjavfkur til að taka þátt i, og koma fram á hvitasunnuhátið i Laugardals- höllinni á hvitasunnudag. Þau koma stormandi upp aö ölturum sænskra kirkna, syngja og stappa taktinn i gólfið, taka jafnvel fáein dansspor, en ræða siðan við viðstadda um trúna á Jesúm Krist og tilgang lifsins. Þetta eru hressileg ungmenni, að þvi er bezt verður séð af úrklipp um úr sænskum blöðum. Ung menni, sem blöðin segja að rifið hafi trúmálin upp úr dvala og vakið almennii.g til alvarlegrar umhugsunar. ,,Við höfum fengið að kynnast þvi, hvað það þýðir i raun og veru, að vera Guðsbörn. Við höf- um ekki verið svona alla tið. En núna erum við það. öl! erum við fjölskyldumeðlimir i stórfjöl- skyldu Jesús,” segja þau — og taka svo lagið. Þau syngja um „...konung þinn, sem kemur hjól- andi á hvitu hjóli”. Þau semja gjarna sjálf söngva til að syngja. A hátiðinni i Laugardalshöllinni mun þetta unga og friska Jesú- fólk svara fyrirspurnum þeirra, sem úti i sal sitja. En i lok hátiða- haldanna, þessarar nær tiu tima samkomu, munu þau, ásamt öðr- um flytjendum, koma saman á sviðinu og spila, syngja og stjórna fjöldasöng. —ÞJM Hópurinn á skemmtun i Sviþjóð LAXNESSLAUSIR — en frumsýna Strompleikinn samt i kvöld ,,Að visu sagði Laxness, að það hefði veriö svo mikið húliumhæ i sambandi við afmælið, að hann kæmistekkiá frumsýninguna, en hún verður samt sem áöur i kvöld,” sagði Þráinn Karlsson, framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar i sambandi við Visi. Félagið frumsýnir i kvöld Strompleik eftir Halldór Laxness undir leikstjórn Mariu Kristjáns- dóttur, og leikmyndir eru eftir Ivan Török. Þetta er þriðja leik- ritið eftir Laxness, sem LA tekur til meðferðar, en áður hefur það sýnt tslandsklukkuna og Dúfna- veizluna. Strompleikurinn hefur verið æfður i 6 vikur og eru leikendur 18 talsins. Með helztu hlutverk fara Guðlaug Hermannsdóttir, Aðal- steinn Bergdal og Jóhann ögmundsson. Nú eru liðin 55 ár frá stofnun Leikfélagsins og er þetta 144. verkefnið. Leiksýningar eru samtals orðnar 1500 talsins. -SG. Prýðis veður og bílastœði í Blófjöllum Þeir, sem hyggja á ferðalög um helgina, ættu ekki að þurfa að hræðast mjög i sambandi við veðrið. Veðurguðirnir ætla að vera nokkuð hliðhollir þeim, sein hafa hugsað sér að hossast á jeppum eða lúxuskerrunni eitt- hvað út fyrir ys og þys borgarinnar. Ef einhverjir hafa i hyggju að bregða sér á skiði og nota sér snjóinn, sem enn situr i hliðum Bláfjallanna, þá má geta þess, að vegaframkvæmdum fer senn a ljúka. Framkvæmdir hófust þar fyrir um það bil viku, og hefur nú verið borið i mestallan veginn, ekki eru nú eftir nema um það bil 300 metrar. Fólk getur þvi haldið á skiði, jafnt i fólksbilum, sem fjalla- jeppum. Eftir að veginum hefur verið að fullu lokið, i næstu viku, verða gerð bilaplön i Bláfjöllunum, svo að fólk þarf ekki lengur að leggja bilum sinum út um hvippinn og hvappinn, heldur á bilastæði. Þó að útlit sé fyrir sæmilegasta veður, þá er ekki þar með sagt, að fólk þurfi að hlaða á sig sól- kremum eða öðru þviumliku, þvi sólin gerir litið vart við sig. A Veðurstofunni spá þeir suð- austlægri átt, og við hérna á suð- vesturhorninu megum búast við einhverri rigningu og skýjuðum himni. En það verður hlýtt i veðri og ef til vill örlitið sólskin. Það má lika geta þess, að á Norðurlandi verða þeir einna heppnastir hvað veðrinu við- kemur. Þar spá þeir björtu veðri og hlýindum, og þvi er hugsan- legt, að Norðlendingar fái tæki- færi til þess að ná sér i lit á hörundið. -EA Flóamarkaður í Laugardalshöll — ógóðinn rennur m. a. til söfnunar í hjartabil Flóamarkaðir gerast nú alltið- ir. Einn slikur cr fyrirhugaður i Laugardalshöllinni á morgun, sunnudag. Eru það samtök Svarf- dælinga, sem að honum standa til styrktar menningar- og liknar- málum, svo sem búcndatali og æviskrám manna i Svarfaöar- dælahreppi fyrr og siöar, verki, sem er i undirbúningi og ætlað er að gefa út innan skamms. Einnig mun ágóðahluti renna i sjóð Blaðamannafélags íslands til kaupa á „hjartabíl”. En geta má þcss, að Ilaukur Hauksson, sem sjóðurinn er einmitt stofnaður til minningar uin, var Svarfdæling- ur i báðar ættir. A markaðinum fæst allt "milli himins og jarðar”. Þar á mcðal má telja leista, trefla, vettlinga, húfur, púða og málverk. Auk fatnaðar má þarna kaupa hluli frá ýmsum stöðum á landinu, fyrir lágt verð. Munirnir kosta alll frá tiu krónum til eitt þúsund króna. —ÞJM TRIPPI FYRIR BIL I ARBÆ Lögreglubifreið á eftirlitsferð um Árbæjarhverfi i fyrrinótt rakst á trippi, sem hljóp i veg fyrir bifreiðina. Varö að lóga skepnunni. Hrossið hljóp yfir veginn og dró ökumaðurinn úr hraðanum, en þegar það var komið yfir veginn, stakk það skyndilega við fótum, um leið og það ætlaði fram af vegabrúninni og snarsneri sér inn á veginn aftur og hljóp á bilinn. Skemmdir urðu litlar á lög- reglubilnum. -GP. Hólaskóli 90 óra A morgun, 14. maí 1972, er bændaskólinn á Hólum i Hjalta- dal 90 ára. Á sumrinu sem i hönd fer munu margir fara „heim að Ilólum” til aö vitja þess sögu- fræga staöar. Þá er margs að minnast og margt aö athuga. Skagfirðingar stofnuðu skólann og sáu einir um rekstur hans — fyrsta árið. Merkileg stofnun, mikið harðindaár. Hafisinn barst að landi i marzmánuði, hér og þar, en 24-26 apríl rak isinn að fullu að Iandi i miklum stórviðr- um, — „fyllti alla firði og víkur frá Straumnesi viö Aðalvik norð- ur og austur fyrir land allt suður að Breiðamerkursandi”. — „Lágu isar þessir við Norðurland allt sumarið fram til höfuðdags, og af innanverðum Eyjafirði rak isinn eigi algerlega burt fyrr en 3. september, — — svo kalt allt sumarið að vetraris var ekki leystur af Ólafsfjaröarvatni 6. jlíli. — Taldist mönnum til að 10 sinnum hefði alsnjóað nyrðra frá Jónsmessu til rétta.” — Eftir hríðar og frost 12.-15. september voru ár riðnar á is i Skagafirði. — „Sumsstaðar náðist enginn baggi inn hvorki af töðu né útheyi fyrri en siðast I september”. Ofan á allt þetta bættist mikil mislingssóttar — veikindi, sem sagt er hafi drepið um 1600 manns á landi hér, ár þetta, mest um sumarið og haustið. Viö þessar aðstæður tók Bændaskólinn á Hólum til starfa, við stjórn Jósefs J. Björnssonar, sem numið hafði búfræöi i Noregi — á Steini, — og i Danmörku, við ágætan orðstir. Hið fyrsta ár — þetta harðindaár — varð Jósef að búa á 2/3 hlutum af jörðinni Hól- ar, upp á eigin spýtur og til- kostnað. Húsakostur skólans á Hólum var fyrstu árin: „Gamli bærinn” — torfbærinn — neðan við kirkjuna, og auk þess „Nýi bær- inn”, sem nú er kallaður „gamli bær”, og stendur ennþá á Hólum. Hann var byggður 1854. En „Gamli bærinn” niður frá, sem varð fyrsta skólasetrið, var margendurbyggður bær biskupa og presta á Hólastað. Nýtt skólahús, úr timbri, var byggt 1892. Það brann 1926. Stóð á fögrum stað, vel settum. Fyrsta steinsteypuhúsið var byggt 1910, og það stækkaði um helming eftir brunann 1926, o.s. frv.--- Við sem munum Bændaskólann á Hólum um 70 ára skeið og vart neitt lengur en það, minnumst mikilla og merkra umbóta sem gerðar höfðu verið á æskuárum skólans, þótt hart væri i ári við upphaf bændaskólans. Þeirra umbóta er gott að minnast, þótt flest væri þá með öörum hætti en nú er oröið. — Vel man ég engjarnar, sem ræstar höfðu ver- ið fram með miklum skurðum handgröfnum, og gerðar að á- veituengjum, uppistöðugarðar hlaðnir, áveituvatn sótt langa leið, fram i Hofsá. Nokkur túná- veita frá bæjarlæk lika minnis- verð. Hið sama er um miklar beðasléttur sem gerðar voru um og fyrir aldamót, niður á túninu á Hólum, eða réttara sagt látnar stækka túnið, þvi að þar var áður mýrarfit niður af gamla túninu. Þá er að minnast fjárhúsanna miklu sem byggð höfðu verið fyrir aldamót, úr steini, og á þeim stað, eða þar sem næst, sem nú stendur ibúðarhús skólastjórans. Þeirra fjárhúsa er gott að minn- ast, fyrirkomulags öllu, þótt grjótveggjum væri þvi miður ekki haldið við er þeir urðu áratuga gamlir. óviða munu hafa sézt fjárhús jafn loftgóð og fjárhirð- ingargóð. Og sama er raunar að segja um önnur gömul og sér- staklega góð fjárhús með torf- veggjum klæddum innan trjá- rimlum,festum á stoðir. — Gömlu smiðjuna man ég lika mjög vel. Sem vænta má er nú annað yfir að lita á Hólum. Engjarnar nær allar orðnar að túni, og sumsstað- ar meira land en þær. Byggingar allar steinsteypa, þótt þar megi sjá sérstakar byggingar er vel mættu og sannarlega þurfa aö hverfa. Vonandi feigar. Þetta tel ég gilda um fjós og hlöðu, með meiru, frá 1914. Nýtt þarf að byggja, nútima hagkvæmt, á alveg nýjum stað, og láta þessa 56 ára gömlu byggingu, sem eitt sinn var allgóð, hverfa með öllu, endurnýja gömlu grænu hlað- brekkuna, sem eitt sinn var við gamla skólahúsið frá 1892. Og ef vel væri ætti óþægðarhús þaö sem byggt var á sama grunni, eftir brunann 1926, lika að hverfa eða þvi verði breytt i snoturt ibúðar- hús. Hvergi var fegurra hússtæði á Hólum, og svo má verða aftur á ný. Verkfærahús verður að byggja á nýjum stað. Viö sem hugsum heitt til Hóla, á 90 ára af- mælinu, leggjum hugann mjög heitt að þvi að þar þarf ennþá mikið að gera, bæði að endur- rækta og bæta mikil tún, og byggja ný og hentug hús, bænda- efnum og starfandi bændum til fróðleiks og fyrirmyndar. Hið fyrsta er, sem sagt, nýtt fjós á nýjum og heppilegum stað. — Þar næst verkstæðið. Vonandi er, að milljónum króna allmörgum verði varið til þessara hluta nú þegar á næstu árum, að landbúnaöarráðuneytiö, ráðherr- ann og Alþingi spari ekki fé til þess. Þá eru það aukin og ný verkleg námskeið — jarðræktarnáms- skeið— bæöi vor og haust, sem eru mikil nauösyn sem endurbót Hólaskóla, i samræmi við það sem nú varðar svo miklu fyrir nemendur skólans og bændur alla. Að læra og temja sér góða og fullkomna lúnrækt i stað harka- ræktunarinnar sem nú er svo sorglega vanaleg. An fjárveitinga og tilkostnaðar verður vanræksla slikra námskeiða og kennslu sennilega áframhaldandi vana- leg. An fullrar fjármálaákvörð- unar, kunnáttu og tilkostn- aðar, getur enginn skólastjóri komið neinu verulegu til leiðar, sem varðar verklegar umbætur, þess er litil von, eins og nú er komið vinnu og greiðsluháttum á landi hér.— Loks er að minnast Hólakirkju og kirkjugarðs. — Hin 210 ára gamla kirkja hefir staðið sig vel, en þarfnast samt allmikilla umbóta, sem rétt gerðar verða sómi Hóla, Skagfiröinga og þjóðarinnar allr- ar. Að láta þær umbætur ógerðar er döpur ómennska. Þeir sem nú koma að Hólum, sér til fróðleiks og gleði, þurfa að hugsa til hins liðna og gamla á mörgum sviðum, sögu Hóla, og margháttaöra breytinga sem þar hafa orðið, bæði á siðustu 90 árum og raunar alloft og viða fyrir þann tima. An sögu Hóla i huga er þangaðkoman lltils virði, með söguna i huga ómetanleg. An umbótaáætlana á Hólum og fjárveitinga til þess að iram- kvæma þær er góður skólastjóri illa leikinn. — Þess vegna spyrjum viö Hóla-vinir: Hvers má vænta i ráðuneytinu og á Al- þingi? Verður 90 ára afmælið ekki notað til rúmra fjárveitinga og allstórra ákvarðana? A.G.E.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.