Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 13.05.1972, Blaðsíða 9
Visir — Laugardagur 13. mai 1972 9 ■ Leikmenn Manch. Utd. mundu áreiðanlega vilia leika hér — sagði Bobby Charlton — Mér finnst mjög lik- legt, að lið Manch. Utd. fengist til að koma hingað til ísiands og leika einn leik. Ég mun tala um það við Frank O'Farrell, fram- kvæmdastjóra liðsins, strax og ég kem heim aftur. Já, strákarnir mundu áreiðan- lega vilja leika hér— það er stutt að fara og hægt að koma leik á i miðri viku, sagði Bobby Charlton, hinn kunni fyrirliði Manch. Utd. á blaðamannafundi í gær- kvöldi, en hann kom hingað til lands ásamt konu sinni, Normu, i gær og mun í dag afhenda verðlaun á Laugardalsvellinum í sam- bandi við Fordkeppnina. — En, bætti hann við, auðvitað þurfa þá boð að berast frá réttum aðilum isambandi við slika heim- sókn. Manch. Utd. er eftirsótt lið, og það þarf að gerast með nokkrum fyrirvara að fá slikt lið i heimsókn. Charlton-hjónin komu hingað frá Glasgow með flugvél Flug- félags íslands, og aðeins rúmum klukkutima siðar voru þau mætt á blaðamannafundinum ásamt for- ráðamönnum Ford og keppn- innar. Akaflega heillandi per- sónur bæði tvö, sem svöruðu öll- um spurningum greiðlega. Þetta var léttur og skemmtilegur fundur — Bobby alltaf tilbúinn að slá upp i léttara hjal, og einfalt að skilja við kynningu þær miklu vinsældir, sem hann hefur öðlazt, jafnt á leikvelli sem utan. — Ég er ekki kominn hingað til aö selja bila fyrir Ford, en ég er kominn hingað af þvi ég hef áhuga á málefninu — að gefa ung- um drengjum tækifæri á knatt- þrautum, þar sem allir geta verið með, eins þeir, sem ekki ráða yf- ir mikilli leikni, eða eru feitir stuttir eöa langir. Það hefur verið gaman að vinna að þessu. Ég hef úthlutað verðlaunum frá þvi For- keppnin byrjaði fyrir þremur árum, og mestur áhugi hefur verið i Hollandi. Og það er tákn- rænt, aö þegar slik keppni hefur farið fram i landi öðru sinni hefur þátttaka tvöfaldazt. — Nei, ég hef engar áætlanir á prjónunum um hvað ég fer aö gera, þegar leikferli minum lýkur. Ég hef enn samning við Manch. Utd. i fjögur ár, svo nægur timi er til að hugsa það í gœr við komuna til Islands — I dag verður Fordkeppnin á Laugardalsvelli Norma og Bobby á Hótel Esju Ljósmynd Bjarnleifur. mál. Blaðamaður? — Kannski, svona i igripum. Framkvæmda- stjóri knattspyrnuliðs? Varla. Framkvæmdastjórar eins og Shankley hjá Liverpool og Revie hjá Leeds óska þess áreiðanlega, að þeir væru aftur orðnir leik- menn, og ég vona að ég verði leik- maður sem lengst. Bezti leikmaður, sem ég hef leikið með? — Þer er tvimælalaust Duncan Edwards. Hann var stórkostlegur leikmaður (Duncan var einn þeirra, sem fórst i flugslysinu i Mflnchen 1958). Mótherji? Þvi er erfitt að svara. Ungverjinn Mesoly er bezti miðvörður, sem ég hef leikið gegn — Seeler var frábær miðherji, Pele innherji, Puskas, de Stefanó — nei, þaö er ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Tom Finney og Stanley Matthews voru frábærir leik- menn, en ég heföi viljað leika með þeim, þegar þeir voru 15 árum yngri en þegar ég kynntist þeim sem leikmönnum. Islenzk lið eða leikmenn? — Nei, ég hef ekki leikið gegn Islendingum og aðeins séð eitt islenzkt lið i sjónvarpi. Það var þegar Keflavik lék gegn Everton á Goodison Park i Liverpool. Og liðið sýndi mikla getu, þegar tekiö er tillit til fámennis islenzku þjóðarinnar. Fyrsta skipti, sem þið komið til Islands. — Já, þetta er i fyrsta skipti, en verður áreiöanlega ekki i það sið- asta. Voru ekki vonbrigði hjá leik- mönnum Manch. Utd. meö sið- asta leiktimabil? — Jú, vissulega, en við vorum lika hissa, þegar við höfðum náð fimm stiga forskoti i 1. deild. En liðiö lék þá mjög vel og erfitt aö geta sér til, hvaö kom siöan fyrir. Astæðurnar eru eflaust margar. Kannski háttalag George Best þegar fór að halla undan fæti? — Ef til vill spilaði það eitthvað inn i. George er ekki liðmaður ,,team-man”, i þess orðs beztu merkingu, en það hefur enginn leikmaður á Englandi jafn mikla hæfileika. Það getur verið stór- kostlegt að leika með honum, þegar hann er i rétta skapinu — en vandamál liðsins er vandamál framkvæmdastjórans, ekki mitt. Og i dag verður þessi við- kunnanlegi knattspyrnumaður á Laugardalsvelli og afhendir framtiðarmönnum islenzkrar knattspyrnu verðlaun i Ford- keppninni — keppni, sem vakið hefur áhuga margra og eitt er vist, að spenningurinn verður i hámarki i dag. A morgun halda Charlton-hjónin aftur heim til Englands. hsim. Þeir keppa til úrslita í Fordkeppninni úrslitin í dag — BobbyCharlton kominn Úrslitin i FORD-keppninni veröa i Laugardalsvellinum i dag klukkan fimmtán og þá afhendir Bobby Charlton verðlaun. Tiu drengir keppa i hverjum aldurs- flokki, en þeir eru sex, frá átta til þrettán ára. — Aðgangur er ókeypis. Þessir drengir keppa til úrslita i Evrópukeppni Ford, og eiga þeir að mæta, kl. 14.00 laugardaginn 13.mai, á Laugardalsvellinum i Reykjavik. Allir drengirnir hafi með sér Ford-peysu, hvitar buxur, hvita sokka og strigaskó án takka. 1959. Guðmundur K. Baldursson, Fram Sigurður G. Gunnarsson, Vikingur, Erling L. Kristmundsson, Fylkir, Hafsteinn Hafsteinsson, Fram Hálfdán Þ. Karlsson, U.B.K. Rafn B. Rafnsson, Fram, Óskar Sigurðsson, Fram, Jón K. Sigurðsson, Fram, Þórir Sigfússon, K.F.K., Baldur Guðgeirsson, Þróttur, Varamenn: Kristinn Guðmundsson, Fylkir Siguróur V. Sveinsson, Þróttur. 1960 Björn Björnsson, K.F.K., Jónas Ólafsson, Fram, Guömundur M. Skúlason, Fylkir, Siguröur B. Asgeirsson, K.R., Óskar Reykdal, Selfoss, Þórarinn Þórhallsson, U.B.K. Bjarni Ólafsson, U.M.F.K. Erlingur Hjaltested, Þróttur, Hjálmar Björgvinsson, Fram, Agúst Már Jónasson, K.R., Varamenn: Óskar J. Óskarsson, Þróttur Atli 0. Hilmarsson, U.B.K. 1961 Gunnar P. Þórisson, Grótta Lúðvik Birgisson, Fram Sæbjörn Guðmundsson, K.R., Aðalsteinn Sigfússon K.R., Andrés Pétursson, U.B.K., Halldór Lúðviksson, U.B.K., Jóhann Grétarsson, U.B.K. Sigurður Sigurðsson, Vikingur, Benjamin Arnason, Fylkir Sigurjón Sigurösson, Fram, Varamenn: Hilmar Björgvinsson, K.F.K. Helgi H. Helgason, Þróttur. 1962. Bragi Þ. Bragason, Stjarnan, Gisli F. Bjarnason, K.R. Siguröur Grétarsson, U.B. K. Helgi H. Bentsson, U.B.K., Ómar Rafnsson, Fram, Guðmundur 'A. Björnsson, Þróttur, Sigurjón Guðjónsson, U.B.K. Björgvin Magnússon, U.M.F.K., Björn Bjartmarz, Vikingur, Markús örn Þórarinsson, Fylkir, Varamenn: Gunnar Schram, K.F.K., Valdimar Einarsson, U.M.F.K. 1963 Þorsteinn Gunnarsson, K.R., Freyr Hreiðarsson, U.B.K., Björn Hjálmarsson, U.B.K., Magnús Þór Asmundsson, Valur Karl Hjálmarsson, Valur, Jón ólafsson, Grótta, Jón Kristjánsson, Fram, Ólafur Hjálmarsson U.B.K., Ragnar Jónsson, U.B.K. Guðmundur E. Ragnarsson, Þróttur, Varamenn: Jóhann Holton, Valur Gunnar V. Arnason, Fylkir, 1964 Hörður Andrésson, Þróttur, Jón E. Ragnarsson, F.H. Þór Sigurösson, Fram, Þorvaldur Steinsson, Fram Valur Ragnarsson, Fylkir, Úlfar Friðriksson, U.B.K., Asgeir Þóröarson, K.R., Páll Þóröarson, U.B.K. Kolbeinn Finnsson Fram. Jón Magnússon U.B.K. Varamenn: Gunnar Ingi Laufdal, I.R. Gunnar Þ. Karlsson, F.H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.