Vísir - 03.07.1972, Side 2
2
VÍSIR Mánudagur 3. júli 1972
Milt veður, engin um-
ferð, fáir á ferli og
klukkan rúmlega fimm
að morgni sunnudagsins
2. júli. í kafeteriunni á
Loftleiðahótelinu eru
nokkrir leigubilstjórar
að fá sér morgunhress-
ingu og það liggur vel á
þeim, þeir gera að
gamni sinu og hlæja
hátt.
r
Islenzkur morgunn
og mófuglar
Það fjölgar i salnum, túristar
með stirur i augum komnir á stjá.
Þýzk hjón á miðjum aldri hafa
tyllt sér við næsta borð við mig.
Þau ganga að mat sinum með ná-
kvæmni og eiginmaðurinn segir,
að þau fái gott veður yfir hafið.
Ég veit ekki, hvort þau eru á leið
austur eða vestur.
ös við afgreiðsluborðið og bið-
röð út að dyrum. Allir að flýta
sér. Aætlunarbill rennur i hlað.
Brottfarartimi suður á Völl
klukkan sex. Leigubilar koma
hver af öörum inn á tröðina
Farþegar utan úr bæ að flýta sér.
Svartklæddar flugfreyjur dálitix
sybbnar i morgunsárið komandi i
einkabilum og leigubilum. Ein-
kennisklæddir flugliðar stiga fast
til jarðar og sveifla sér inn um
iiringdyrnar.
Klukkan nákvæmlega sex renn-
ur áætlunarbillinn úr hlaði og
engir i hótelanddyrinu nema ör-
fáir árrisulir furöufuglar, týpisk-
ir túristar, sem vilja af engu
missa. Ég rölti i kringum hótel-
og skrifstofubygginguna. A litlu
tjörninni fyrir norðan skrifstofu-
bygginguna syndir einmana and-
arsteggur, sennilega ekkill. Itig-
montinn tjaldur spássérar á
gangstéttinni og rekur upp óp,
þegar hann sér mig, segir pik,
pikk, pikk, og forðar sér. t fjarska
heyrist i lóu og út á flugbraut eru
stelkar i ieik. Friður og ró, is-
lenzkur morgunn og mófuglar.
Ég rúlla i hægðum minum niður i
bæinn til að horfa á mannlifið, ef
þá það er að finna þar.
Hver dagur fjögur
hundruð þúsund krónur
Klukkan er að verða hálf-átta
og aftur á kafeteriunni á Loftleiða
hótelinu. Bjarnleifur ljósmyndari
einn viðborð, og ég fæ mér tylling
hjá honum. Hann segist hafa ver-
ið i kampavinsveizlunni i gær-
kvöldi, hann er daufur i dálkinn.
Tveir menn ganga i salinn, annar
vopnaður kvikm yndatökuvél,
hinn með roknafint útvarpstæki.
Þeir eru þreytulegir og mæddir. t
flugturninum eru vaktaskipti og
Valdimar yfirflugumferðarstjóri
stikar stórum skrefum i áttina að
dyrunum.
Andrúmsloftið er að breytast.
Allt i einu vippar sér inn i salinn
lágvaxinn, snaggaralegur náungi
með rauðleitt hrokkið hér i beltis-
lausum beltisfrakka, flakandi frá
sér. Þetta er fölur maður, aug-
sýnilega svefnlitill.
— Haldið þið að hann komi?
spyr hann formálalaust. Hann
heldur áfram, snýr sér að mér og
segir: — Ég heiti Chester F'ox og
ég er með allt mitt að veði. Ellefu
menn i vinnu hjá mér, þrir sjón-
varpshópar i gangi, og ég er bú-
inn að gleyma þvi hvenær ég svaf
siðast. Hafið þið frétt nokkuð?
Eru allar flugvélarnar frá New
York lentar á Keflavikurflug-
velli? Djöfuls villidýr er þessi
Fischer. — Hann sezt ekki, patar
með höndunum, þegar hann tal-
ar.
Fyrsti áætlunarbillinn sunnan
af Velli er kominn, og ég næ tali af
einum flugáhafnarmanni og spyr
um Fischer.
— Hann var eitthvað að sniglast
á eða i kringum Kennedyflugvöll-
inn i gærkvöldi. Ég veit ekki,
hvort hann er i siðustu flugvél-
inni, hún lendir eftir tíu minútur.
Mr. Fox er á augabragði kom:
inn upp að hliðinni á mér spyrj-
andi:
Hvað sagði hann? Veit hann
eitthvað um Fischer? — Ég segi
honum að létta. Við sitjum i and-
dyri hótelsins Mr. Fox og ég
þ.e.a.s. ég sit, en hann á ferð og
í ELDLÍNUNNI
Við fljótum eða sökkvum saman, segir Mr. Chester Fox
Spusski liefur heidur betur orðið fórnarlamb Ijósmyndaranna undan-
farna daga hér i Reykjavík, þar sem Fischer hefur vantað til að
mynda. Spasski virðist verða orðinn þreyttur á öllu umstanginu.
flugi, taugarnar i uppnámi og allt
i kerfi, einsog unglingarnir segja:
— Hver dagur kostar mig fjögur
hundruð þúsund islenzkar krónur.
Ég er á hvinandi kúpunni, ef hann
kemur ekki. Ffnn maöur Mr.
Þórarinsson, stálheiðarlegur og
vandaður. lslendingar eru gott
fólk Allir taka mér hér opnum
örmum. Hvað er klukkan? Hvað
get ég gert ef hann kemur ekki
með þessari siðustu flugvél? Flott
i Þjóðleikhúsinu i gærkvttldi —
I have no
message for you
Mr. Fox æðir um anddyrið eins
og ljón i búri, gefur sig á tal við
tvo nýkomna ftali, kemur að
vörmu spori aftur til min og
segir:
— Þetta eru Fiatmenn i sumar-
frii. Ég á Fiat 125 heima, skotbill.
Nú er siðasta vélin lent og við
hljótum að fá einhverjar fréttir.
— Hann er rokinn á brott.
Abc útvarpsmenn eru komnir á
vettvang og slá hring um Mr.
Fox. Orðrómur hefur borizt um
að Fischer hafi farið frá Kanada i
gærkvöldi beint til London og
þaðan til Kaupmannahafnar og
biði þar átekta.
Sigurður Magnússon gengur
inn anddyrið virðulegur og ábúð-
armikill. Ég næ tali af honum,
spyr frétta:
— Ég hafði lal af einum starfs-
manni Loftleiða á Kennedyflug-
velli klukkan tiu minútur yfir tvö i
nótt og sá hafði náö i skottið á
Fischer og spurt, hvort hann ætl-
aði með siðustu vél, sem væri um
það bil að leggja af stað. Fischer
svaraði að bragði: ,,I have no
message for you".
Mr. Fox enn og þegar hann
heyrir, að vandræðabarnið er enn
i New York og veit að fréttin er á
rökum reist þá eins og róast hann
segjandi: — Djöfuls tikarsonur-
inn —
Andrúmsloftið
rafmagnað
Klukkan tifar og útvarpsfrétt
segir, að Fischer hafi beðið um
tveggja daga frest. Dr. Euwe við
afgreiðsluborðið i hótelanddyr-
inu. Ég spyr hann hvort honum
hafi borizt beiðni um frest. Hann
hristir höfuðið og svarar: — Ekki
ég og ég veit ekki til að islenzka
skáksambandinu hafi heldur bor-
izt slik beiðni. —
Alls staðar blaðamenn og ljós-
myndarar og margar tungur
talaðar. Sama spurningin svifur
um loftið:
KKMUR IIANN?
Klukkan ellefu fjörutiu og fimm
blaðafulltrúi segiir, að þetta eitt
hvað verði i fundarsalnum taudi-
toriinu).
A slaginu ellefu fjör-tiu og
fimm hópast allur iréttamanna-
skarinn að aðalanddyri hótelsins.
Kvikmyndavélatif, flass. Spassky
og aðstoðarmenn hans eru mætt-
ir. Spassky er alvarlegur en af-
slappaður, þögull en enginn asi á
honum, gefur þeim, sem vilja
næði til að mynda sig i krók og
kring. Allur hópurinn inn i
fundarsalinn ogSpassky stillir sér
upp við senuna og enn klikk i
myndavélum, flass og suð i kvik-
myndavélum. Andartaksviðdvöl,
Spassky og aðstoöarmenn hörfa
af vigvellinum.
Skáksambandsmenn komnir og
þeir á fundi með Dr. Euwe, dóm-
urum einvigisins, Spassky og
hans mönnum, Mr. Davis lög-
fræðingi Fischers og forystu-
mönnum bandariska skáksam-
bandsins.
Andrúmsloftið rafmagnað og
menn skipa sér i smáhópa.tala
hátt, sumir reiðir aðrir reyna að
slá öllu upp i grin, en undirtónn-
inn þungur og stutt i að uppúr
sjóði. Dr. Euwe kemur i dyrnar:
Þetta er auli
og hann haugalýgur
— Lokaúrskuröur klukkan tvö.
— Stutt og hnitmiðað. Hópur utan
um Cramer frá bandariska skák-
sambandinu, og hann reynir að
afsaka Fischer og segir hann hafa
sent skeyti um veikindi og það
eða þau hafi ekki komið til skila.
Einhver segir: ,,Þetta er auli og
hann haugalýgur. Einhverjir
hlaupa i simann, sem hefur verið
rauöglóandi allan morguninn.
Ég heim, raka mig, borða og
aftur kominn á vigvöllinn rétt
fyrir tvö. Beðið i fundarsalnum og
minúturnar sniglast áfram. Fjór-
ar kvikmyndatökuvélar i rétt-
stöðu. Fjöldi hátalara á ræðupúlt-
inu. Skrautleg blóm i rauðum
vösum á borðinu uppi á senunni.
Menn tala saman i hálfum hljóð-
um. Spenna.
Klukkan verður hálf þrjú og
eitthvað meira. Sterk ljós og þyt-
ur i lofti. Dr. Euwe gengur i sal-
ur fiéttamaður þegar skýrt var
frá að Spasski heföi fengið tennis-
völl til afnota og Fischer yrði gert
kleift að leika keiluspil.
Það var nokkuð þungt hljóðið i
erlendum fréttamönnum á fundi
með Skáksambandinu á laugar-
daginn. Þeim þótti töluverð pen-
ingalykt af mótinu og áttu bágt
með að sætta sig við takmarkanir
á fréttaflutningi þaðan. En Guð-
mundi Þórarinssyni tókst að róa
þá og kusu þeir fulltrúa úr sinum
hópi til frekari viðræöna við
Skáksambandið.
inn.Mér verður aðeins hugsað til
þess, þegar hann var hér siðast
fyrir einum tuttugu og fimm ár-
um og mér finnst hann fjanda-
kornið ekkert hafa elzt.
— Ladies and gentlemen, — og
hann situr við borðið, stendur
upp, flytur sig að ræðustólnum og
talar i alla hátalarana, sem flest-
ir eru merktir ABC.
— Tveir valkostir eru fyrir
hendi, annar sá að dæma Mr.
Fischer úr leik nú strax hinn að
fresta fyrstu umferð einvigisins
til þriðjudags og gefa áskorand-
anum frest til að koma til lands-
ins til hádegis sama dag. Enn hef
ég ekki tekið ákvörðun um, hvor
kosturinn verður ofan á og ég
verð að biðja ykkur herrar minir
og frúr að sýna mér biðlund i
tuttugu minútur eða mesta lagi
hálf tima en þá verður lika loka-
úrskurðurinn felldur. — Og Dr.
Euwe heldur áfram tölu sinni og
vekur athygli á þvi tjóni sem
Skáksamband tslands biður ef
ekkert verður úr einviginu? Að
yrði trygging fyrir verðlaunun-
um, svo hann gæti gengið að þeim
visum eftir einvigið. Astæðan
fyrir þessari kröfu mun vera sú,
að Fischer hefur enn ekki fengið
greidd verðlaun sem hann vann
til i Argentinu.
1 dag verður opnaður sérstakur
skákklúbbur i Glæsibæ fyrir
blaðamenn og verður hann opinn
frá kl. 10 á morgnana til 11.30 á
kvöldin.
Blaðamannafundurinn með
Skáksambandinu fór friðsamlega
lokum býður hann fréttamönnum
að bera fram spurningar.
Spurningar fljúga um loftið eins
og rakettur og alls ekki komið að
tómum kofanum. Sá gamli fyrr-
verandi heimsmeistari verst eins
og leikinn skylmingarmaður og
hopar hvergi. Klukkan að halla i
fjögur þegar fundinum lýkur.
Freysteins þóttur
Grettisfangs
Dr. Euwe hefur varla yfirgefið
salinn þegar blaðafulltrúi Loft-
leiða hoppar á senuna og býður
viðstöddum að horfa á fslenzka
kvikmynd meðan beðið er frétta.
Smart auglýsingamaður Siggi
Magg.
Snotur auglýsingamynd af
ferðamannalandinu Island á
hvita tjaldinu. Nokkrir frétta-
manna hafa yfirgefið salinn, aðr-
ir sitja kyrrir og njóta myndar-
innar. Spennan hefur lækkað,
flestir eru daufir i dálkinn eins og
allt sé tapað.
Allt i einu flýgur frétt um sal-
inn. Freysteinn Grettis-fang flýg-
ur til New York klukkan fimm til
að sansa áskorandann og fá hann
með sér hingað upp. Það verður
aldeilis Grettistak ef vel tekst.
Sýningunni lýkur, klukkan að
verða fimm og ekkert bólar á for-
seta heimssambandsins. Það er
eins og menn biði frekar af
skyldurækni en áhuga.
Loks um fimm, eða um sama
leyti og áhorfendur biða i ofvæni
fyrir utan Laugardalshöllina þé
stikar doktorinn i salinn og það
gustar af honum. Aftur: Ladies
and gentlemen: Ég valdi seinni
kostinn, áskorandinn fær frest til
hádegis á þriðjudag.” Eins og
sprengja hafi fallið, nokkrir þjóta
upp á harðahlaupum i sima.
Spurningar og svör. Það er á
doktornum að heyra að það sem
hafi ráðið úrslitum hafi fyrst og
fremst verið samúð með fslenzka
Skáksambandinu, eða að gera allt
til að firra það tjóni: — Það hefur
þegar eytt 75 þúsundum dollurum
i undirbúning fyrir utan verð-
launin segir hann. Spassky hvorki
neitaði né samþykkti” svarar
hann, þegar hann var spurður um
álit heimsmeistarans. Ég hitti
Mr. Fox á tröðinni fyrir framan
hótelið þegar ég var á heimleið og
kastaði á hann kveðju og sagði
hann: — Við erum á sama báti,
skáksambandið og ég, og við
fljótum eða sökkvum saman.” og
hann brosti breitt þegar hann
veifaði mér.
Það siðasta, sem doktorinn
segir er: — Ég hef litla von og er
mjög svartsýnn á að áskorandinn
komi — jj
öðru en skák. Einn hóf langar við-
ræður við saklausan blaðamann
Visis um ýmsar leikfléttur i skák.
Tókst honum að máta Visismann
hið snarasta. Eftir að Guðmundur
Þórarinsson hafði lokið við að
svara spurningum fréttamanna
hóf Hannes Jónsson blaðafulltrúi
að skýra frá kynningarráðstefnu
um landhelgismálið. En skák og
fiskveiðilögsaga eru tveir ólikir
hlutir og spruttu menn á fætur og
hröðuðu sér áleiðis út undir orð-
um Hannesar.
— SG
Um 100 erlendir fréttamenn voru mættir á Hótel Loftleiðum skömmu fyrir hádegi f gær, þegar keppend-
ur áttu aðdraga lit. Myndin skýrir vel þröngina á Loftleiðum undanfarið.
Skókklúbbur opnaður í Glœsibœ í dag
,,Og hver hefur keypt einkarétt
á myndum þaðan? spurði erlend-
Á fundinum kom fram að
Fischer hafði krafizt þess að sett
fram, en greinilega höfðu erlend
fréttamennirnir ekki áhuga