Vísir - 03.07.1972, Síða 9
VÍSIR Mánudagur 3. júli 1972
9
f INIMl
I SÍÐAN 1
Akandi
leik-
skóli
Þeir deyja ekki ráðalausir
Bretarnir nú frekar en fyrri
daginn. Umferðin þeirra á
strætunum er jafn hættuleg þar
sem i öðrum stórborgum, og oft
getur verið erfitt að halda
börnunum frá breiðstrætunum.
Bifreiðar, strætisvagnar og önnur
farartæki eru oft spennandi i
augum barnanna. og þeir gerðu
sér litið fyrir i Paddington, inn-
réttuðu tveggja hæða strætisvagn
fyrir yngstu börnin, og komu þar
á fót nokkurs konar leikskóla.
Þarhafaþau öruggansamastað
og með þessu er þeim haldið frá
aðal umferðargötunum.
Strætisvagninn var málaður
með skemmtilegum litum og
skreyttur með ýmiss konar
myndum og stöfum. Innan i
vagninum hefur verið komið fyrir
alls kyns leiktækjum, svo sem
dúkkum, leikföngum, rennibraut
og sandkössum. Einnig hefur
verið komið fyrir baðherbergi og
til þess að engin hætta sé á því
að börnin detti niður stigann sem
er á milli hæða, hefur verið komið
fyrir öryggishliði við uppganginn.
Auðvitað rúmar vagninn þó
ekki mjög mörg börn, ekki nema
18 að tölu, en hann ekur á milli
staða, og gefur sem flestum kost
á að njóta þægindanna. 4 barn-
fóstrur eru sifellt ,,um borð” til
þess að gæta þeirra.
Það væri kannski ekki úr vegi,
að íslendingar fetuðu i fótspor
þeirra i Bretlandi. Hægt væri að
taka gamlan vagn sem ef til
vill liggur ónotaður einhvers
staðar, innrétta hann og gefa
yngstu börnunum kost á að leika
sér þar.
Strætisvagnarnir mega svo
sem alveg við þvi að verða bættir
örlitið. Hvaða móðir kannast svo
sem ekki við þá erfiðleika að
koma barnakerru eða vagni inn i
strætisvagninn? Og það er ekki
einu sinni hægt að ferðast með
barnavagn á þann hátt.
Yfirleitt virðist ekki gert ráð
fyrir börnum i vagnana, og þau
eru oft látin standa upp úr
sætunum fyrir fullorðnum, jafn
vel þótt þau séu örþreytt og
fegin að hafa náð i sæti. En það
þykir ef til vill ekki hæfa að þau
sitji i vagninum.
-EA.
Singer saumavélin
sem gerir saumaskapinn aö leik
^einfaldar stillingar (sem enginn þarf að hræðast), ^ eina saumavélin á markaðinum
með sjálfvirka spólun, glært spóluhús, sem sýnir hvað eftir er af tvinna á spólunni,
^ sjálfvirkur hnappagatasaumur, 2 gerðir, hallandi nál, teygjusaumur fyrir
nýtízku teygjuefni, m.a. „overlock" og afturstingur og fjöldi annarra hluta gera Singer sauma-
vélina að beztu hjálp sem þér getið fengið við saumana.
Þér getið valið um 6 gerðir frá kr. 9.872,00 til kr. 25.043,00.
SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR:
Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91,
Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23,
Véladeild SÍS, Ármúla 3 og kaupfélögin um land allt.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
ohmdmiiu ioL.CN4.rvna ð8MvinnurEL«u«
$ Véladeild
ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900
Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar
Þetta er hún